Vísir - 17.12.1962, Blaðsíða 16
VISIR
Mánudagur 17. desember 1962.
ELDUR
/BÁT
Seint í gærkveldi eða nótt kvikn
aði eldur £ v.b. Hrefnu Re 186, sem
lá við Grandagarð. Ljóst þykir að
kviknað hafi út frá eldavél í lúkar.
Brunaskemmdir taldi slökkviliðið
miklar.
Nokkru eftir hádegið í gær hafði
verið kveikt á eldavélinni í lúk-
anum til að hita vistarverur báts-
verja upp. Báturinn var sfðan yfir-
gefinn, en komið aftur að honum
undir kvöld til eftirlits. Þá virtist
allt enn í fullkomnu lagi í bátnum.
Um hálf eittleytið barst slökkvi-
liðinu tilkynning um að í bátnum
hafi kviknað og þegar það kom á
vettvang var mikill eldur 1 lúkarn-
um og auk þess hafði eldurinn
læst sig í þiljur milli lúkarsins og
lestar, brennt gat á þær og var
kominn aftur í lestina.
Slökkviliðinu tókst fljótlega að
kæfa eldinn, en þá höfðu orðið
miklar brunaskemmdir í bátnum
og m. a. bæði kojur og innrétting
bátsins sviðknað eða brunnið, auk
annarra skemmda.
, Þegar Gyðingablóðið spýt-
ist undan hnífnum A
Þórbergur ræðst á Hunnes Pétursson
Helgafell hefur sent
frá sér litla bók eftir Þór
berg Þórðarson, heitir
hún Marsinn til Kreml
og er ádeila á skáldskap
og lífsskoðun Hannesar
Péturssonar. Er einkum
lagt út af tveimur kvæð
um Hannesar „Undarleg
ó-sköp að deyja“,
þar sem Hannes afneitar
framhaldslífi, og Kreml,
þar sem Hannes líkir
kommúnismanum við
skip, sem á leiðinni til
álfu allsnægtanna hefur
villzt af leið og velkist á
daunillum mar, en skip-
verjar éta hver annan.
1 hinni furðulegu árás Þór-
bergs sakar hann Hannes um að
vera samvizkulaust leiguþý, sem
selji lífsskoðun s£na fyrir pen-
inga. Lætur Þórbergur Forestall,
fyrrverandi hermálaráðherra
Bandarfkjanna hitta Hannes £
öðrum heimi, og múta honum til
að ganga á hönd nazistum, sem -
marséra gráir fyrir járnum til
hinna friðelskandi Kremlverja |
til að tortíma þeim, en synja um |
leið Horst Weissel við raust: |
Milljónir stríðsmanna, gráir fyrir §
jámum,
flæða eins og Missisippi fram til f
Þórbergur Þórðarson
strandar.
Og Foringinn i fararbroddi
syngur:
Wenn das Judenblut von Messer
spritzt,
dann geht uns nochmals so gut,
en síðustu línuna þýðir Þórberg
ur af innblæstri fyrir þá lesend-
ur, sem skilja ekki þýzku: Þegar
Gyðingablóðið spýtist undan
Hannes Pétursson
hnífnum, þá gengur okkur hálfu
betur.
Auk þess sem það kemur úr
hörðustu átt frá kommúnista að
saka aðra um að vera leiguþý,
lýsir innihald bókarinnar betur
en flest annað, hvemig htigsun
arháttur kommúnista er £ raun
og veru.
Viðtækjaþjófurinn
Jiandsamaður
Frétt í Vísi leiddi til handtökunnar
Rannsóknarlögreglan £ Reykjav£k
hafði fyrir heigina hendur i hári
innbrotsþjófs, sem fyrir nokkru
hafði stolið 9 útvarpstækjum og
Prófarka-
lestur
Vísir óskar eftir próf-
arkalesara til starfa á rit
stjóm blaðsins frá 1. jan.
n. k. Staðgóð íslenzku-
kunnátta áskilin. Um-
sóknir sendist fram-
kvæmdastjóra blaðsins.
myndi af hamri sem þjófurinn
einu segulbandi úr viðtækjaverzl-
un á Laufásvegi 41.
Vfsir birti á sínum tfma frétt
um innbrot þetta og birti auk þess
hafði gleymt á innbrotsstað. Leigu
bifreiðarstjóri nokkur hér £ bæ
las þessa frétt og rankaði þá við
sér að hann myndi hafa flutt þjóf-
inn og þýfið umrædda nótt á á-
kveðinn stað hér f grennd við
Reykjavík. Bifreiðarstjórinn fór
þegar, eftir að hafa lesið fréttina
í Vfsi, á fund rannsóknarlögregl-
unnar og skýrði henni frá ferðum
sínum innbrotsnóttina. Þær upp-
lýsingar, sem bifreiðarstjðrinn gaf,
leiddu til handtök þjófsins, sem
tekinn var aðfaranótt s. 1. laugar-
dags og situr nú f gæzluvarðhaldi.
Ingólfur Þorsteinsson yfirvarð-
stjóri rannsóknarlögreglunnar tjáði
Vfsi £ morgun, að nokkuð af við-
tækjunum væri komið £ leitirnar,
en ekki öll, og rannsókn f málinu
stæði enn yfir.
Versta veður á miðunum
Versta veður var á síldarmið-
unum £ nótt og engir bátar á
sjó. Veður tók að spillast £ gær
kvöldi, en nokkrir bátar köst-
uðu þó, en fengu ekki nema 50
til 100 tunnur, yfirieitt, og mest
150 tunnur. Urðu þeir að hætta
og hafa bátarnir verið að koma
inn £ alia nótt, en nokkrir eru f
vari undir Jökii.
í fyrrinótt og gærmorgun
fengu bátar góðan afla og mun
heildaraflinn hafa verið um
22.000 tunnur,
Hingað til Reykjavikur komu
i fyrrinótt og gærmorgun: Þrá-
inn 450, Sólrún 300, Sæfari 700,
Sæúlfur 800, Ófeigur II 750, Pét
ur Sigurðsson 900, Reynir VE
1100, Náttfari 1500, Steinunn
900.
Sfldin veiddist £ Kolluál og
Jökuldjúpi. í Kolluál fékkst
ágæt síld, en i Jökuldjúpinu var
hún blönduð. — Einn bátur kom
með sfldarfarm úr Skerjadjúp-
inu.
Níu Akranesbátar fengu 7000
tunnur f fyrrinótt og gærmorg-
un. Fengu allir sfldina f Kollu-
ál, stóra og feita síld, sem öll
fór f söltun og frystingu.
Mestan afla hafði Haraldur
1350 tunnur, Anna 1200, Ólafur
Magnússon 951, Keilir 905, og
svo þaðan af minna.
Þyrill er á Akranesi, og Iestar
lýsi.
Slætt eftir llki í
Reykjavíkurhöfn
í rnorgun er fréttamenn Vísis
áttu leið um nágrenni Reykjavík-
urhafnar var verið að slæða eftir
Ifki við Ægisgarð, en talið er lík-
Iegt að þar hafi maður farið f
höfnina f fyrrinótt, þótt ekki sé
fengin fyrir því fuli vissa.
STÆRSTA 0SLÓARTRÉÐ
Jólatréð sem nú stendur á
Austurvelli er stærsta, fegursta
og bezt upplýsta tréð, sem
Oslóarborg hefur gefið Reykja-
vík. Var kveikt á trénu við há-
tíðlega athöfn á Austurvelli í
gær og var fjöldi bæjarbúa með
böm sín þar saman kominn.
Það var dóttir norska sendi-
herrans, Astrid, scm studdi á
hnappinn svo að kviknaði á
jólaljósunum. Áður hafði faðir
hennar Cappelen sendiherra
flutt stutt ávarp, þar sem hann
bað borgarstjóra Reykjavíkur,
Geir Ilallgrímsson að veita
trénu viðtöku. Ræddi rcndi-
herrann um það að þetta væri
tíunda jólatréð sem Oslóarborg
hefði sent Reykjavík. Komst
hann faliega að orði er hann
sagði að tré þetta sem hefði
verið höggvið í skógum Osló-
borgar fyrir hálfum mánuði
væri lifandi gróður frá norskri
grund.
Geir Hallgrfmsson horgar-
stjóri mælti og no^kur orð, þar
sem hann þakkaði fyrir þessa
veglegu jólagjöf.
Við athöfn þessa lék lúðra-
sveit og söngfólk úr dómkirkju-
kórnum söng nokkra jólasálma.
Saknað er háseta af m.s. Seley,
en hann hvarf f fyrrinótt og hefur
ekki komið fram síðan svo vitað
sé. Maður þessi hafði verið nokk-
uð drukkinn um nóttina og vitað
er það sfðast til hans að hann
hafði farið um borð í m.b. Guð-
rúnu Þorkelsdóttur og setið þar
við drykkj^ lengi nætur eða til
kl. 3 — 4 eftir miðnætti. Yfirgaf
hann þá félaga sína og hélt einn
til lands.
Ekki fylgdu félagar hans hon-
um upp, og vita menn ekki um
afdrif hans. Hitt þykir næsta grun
samlegt að seinna um nóttina
veittu menn þvf athygli að stigi,
sem legið hafði úr m.b. Guðrúnu
Þorkelsdóttur og upp á Ægisgarð-
inn hafði dottið og lá niðri f
bátnum þegar að var gætt. Óttast
menn að skipverjinn hafi hrapað
þarna í sjóinn milli báts og
bryggju og drukknað. Voru ráð-
stafanir gerðar f morgun til að
slæða hafnarbotninn á þessum
slóðum og jafnvel að fá froskmann
til að fara niður.
365 þus.
tunnur
Haustsíldaraflinn er
orðinn 365.000 tunnur.
Hann nam 340.000
tunnum á laugardags-
kvöld, en síðan hafa
bætzt við um 25.000
tunnur.
Sjá nánar um síld-
veiðarnar i annarri frétt
í blaðinu í dag.
DAGAR
TIL
JOLA