Vísir - 17.12.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 17.12.1962, Blaðsíða 10
Ifi VÍSIR . Mánudagur 17. desember 1962. Almenna bókaféfagið isjustrandið og járnsmiðurinn Áttræður í dag Björn Árnason Norðurgötu 48 á Akureyri er áttræður í dag. Björn er fæddur að Kaupangi í Eyjafirði 17. desember 1882, son- ur hjónanna Sesselju Þorsteins- dóttur og Árna Árnasonar er þar bjuggu. Árið 1909 kvæntist Björn Guð- rúnu Sölvadóttur frá Ólafsfirði og hófu þau sama ár búskap á Páls- gerði, þar sem þau bjuggu sam- fleytt til 1933 að þau brugðu búi og fluttu til Hríseyjar. í Hrísey veitti Björn Pöntunarfélagi Hrísey- inga forstöðu, en 1943 fluttu þau hjón til Akureyrar og hafa búið hjá Árna bókaútgefanda syni sínum síðan. Þar hefur Björn fengizt mest við bóksölu, en einnig stundað aðra atvinnu. Björn Árnason var meðal fyrstu brautryðjenda ungmen'nafélags- hreyfingarinnar á Norðurlandi og hefur starfað heili og óskiptur í anda og þágu þeirrar hreyfingar fram á síðustu ár. Hann er og mik- ill og einlægur bindindismaður og hefur verið allt sitt líf. Björn er ákafamaður í öllu sem hann fæst við duglegur og samvizkusamur. Hann er fjörmaður og hress í tali og tryggur vinur vina sinna. Undiralda — Framhald af bls. 9. kvæðunum sem voru skráð kann- ske 600 árum síðar. Svo furðu- leg er staðreyndavarðveizla ís- lenzkra bókmennta, þó hún blandi stundum saman árum og öldum. Þessar nafnlíkingar rekur höfundurinn að sjálfsögðu, en þar finnst mér á vanta til skiln- ingsauka að gefa yfirlit þó ekki væri nema stutt um þjóðaskipan og flutninga óg máske að rekja ýtarlegar það sem vitað er þó á ytra borði sé um skáldskapar- flutning meðal germanskra þjóða og Húna. Höfundur greinir gagnstætt ýmsum eldri fræðimönnum skýrt á milli hinna sameiginlegu hetju- sagna germanskra þjóða — og svo hins vegar lokaformsins hetjukvæðanna i Eddu. Það hefði verið skipulegra að láta þessa að- greiningu þá koma skýrar fram í niðurröðun efnis bókarinnar og gefa í sjálfstæðum kafla vfirfit yfir hinar vermönsku sagnir sem fram koma í Eddukvæðum. Snorra Eddu, Saxa, Wídsíð, Beo wulf, Fornaldarsögunum o. fi. stöðum, á rúnasteinum. Ekkert gefur betri skilning á hinum sam eiginlega germanska arfi. \jregna þess að bókin heldur ' sér við hinn strangvísinda- lega grundvöll er hugmyndaflug- inu hvergi gefinn laus taumúr. Þar með er varla snert við þeim vandamálum, sem Edduunnendur hugsa þó mest um, sem geyma í sér mestu töfrana. Höfundurinn er alkunnur fyrir hina skemmti- legu leit sína að höfundi Njálu. En hér er ekki glímt við það vandamál að neinu ráði, hverjir eða hvers háttar séu höfundar Eddukvæða. Það er farið svo langt sem málfræðirannsóknir leyfa, — að þetta eða hitt kvæði sé ort á vissu árabili, á íslandi eða í Noregi. Lengra leiðir sú rannsókn ekki. Það hefði mátt sýna lesandan- um aðeins út um heiðan glugga hugmyndaflugsins í leitinni að svari við þeim spurningum sem næst hjartanu búa, — hverjir geta verið höfundarnir? Er sami maður höfundur fleiri kvæða, eða átti þessi norsk-íslenzka þjóð þá fleiri skáldsnillinga samtímis en á nokkru tímabili síðar í sög- unni, því að um leið og þessi þjóð faldi listaskáld Eddukvæð- anna gat hún séð höfðingjum allra Normanna fyrir hirðskáld- um. Þetta eru aðeins fáein orð og hugdettur lesanda, sem í aðdáun sinni á stórri bók hefði viljað að hún væri enn stærri og ýtarlegri. Um sjálfa útgáfuna er það að segja að það tekur mig sárt að þurfa að kvarta yfir því að ekk- ert registur eða heimildaskrá skuli fylgja. Norrænu stúdentar finna að það er engin lausn þó registur eigi að koma með síð- asta bindi. Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ég hefi lesið eins og margir fleiri hugleiðingar járnsmiðs í Velvakanda 13/12 sl. um tiltölu- lega smávægilega viðgerð strand- ferðaskipsins Esju og vinnubrögð járniðnaðarmanna í sambandi við efnisskortinn. Járnsmiðurinn setur upp dæmi sem er að sjálfsögðu rétt reiknað og áætlun um fjölda vinnandi járniðnaðarmanna og vinnutíma, sem mun ekki vera fjarri lagi. En að vinnurýrnun verði ekki nema 10%, sem á 17 vinnudögum 2000 manna gera 1,7 millj. krónur eða ef reiknað er yfir allt árið ca. 26 milljónir. Þessi áætlun 10% er að mínu viti allt of lág. Að vísu eru mörg verk unnin, þar sem maður fær það efni sem bezt hentar og engin töf verð- ur þess vegna. En hitt er fullkunn- ugt öllum sem að járniðnaði vinna að mikill hluti þeirra verka, sem unnin eru verður að vinna úr efni, sem er svo vinnufrekt að það get- ur tekið tvö- eða þrefaldan tíma að vinna verkið og efni sem notað er getur orðið tvöfalt að magni og verði. Það skeði á verkstæði okkar nú fyrir nokkru ekki óalgengt til- felli. Við vorum beðnir að vinna verk og efnið sem við þurftum til þess var 10 m. 2*4” rúnnt véla- stál, sem er selt úr á ca. 17 kr. kg. Þetta efni var ekki fáanlegt, ekki heldur 2y2”, en á endanum fengum við 3”, sem við neyddumst til að nota. 2V4” stálið vigtar 20,14 pr. meter, 3” 34.70 pr. m. Þar af leiddi, að við þurftum að nota 347 kg. til verksins eða 146 kg. meira en nauðsynlegt var, sem kostar kr. 2.482.00 meira en ef rétta efnið hefði verið fyrir hendi. Vinnu- stundirnar, sem fóru til að vinna verkið urðu 32, en ef rétta efnið hefði verið til áætluðum við að verkið hefði tekið 14 klst. Með að reikna útselda vinnustund vél- unna á kr. 100.— þá kosta 18 aukastundir kr. 1.800.00. Heildar- kostnaður verksins varð 9.199.00 og er aukakostnaðurinn 4.282,00 eða ca. 46%. Með þessu dæmi, sem ekki er óalgengt eins og að ofan segir þá er jámsmiðurinn í Velvakanda alla vega ekki of hár í sinni áætlun og ef mál þetta væri allt athugað niður í kjölinn þá stæðist hvergi nærri hans end- anlega útkoma eða 26 milljónir. Mín hugmynd er að sú tala yrði önnur og hærri því það eru ekki töpuðu vinnustundirnar einar sem um er að ræða, eins og þessi litla saga sýnir. En þótt hér væri ekki um „nema" þessar 26 milljónir að ræða þá er það svo stór upphæð, að ekki er hægt að þegja yfir henni af okkur, sem mál þetta varðar, forsvarsmönnum okkar og stjórnarvöldum. Eða eru hin kunnu baráttuorð iðnaðarins gleymd. EFLIÐ ÍSLENZKAN IÐNAÐ. Verkstæðisformaður. ALLAR HELZTU máBnsingarvörur ; ávallt fyrirliggjandi SENDUM HEIM I I HELGl MAGNUSSON & CO. ' Hafnarstræti i9. Símar 13184 - 17227 J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.