Vísir - 17.12.1962, Blaðsíða 8
24
V1SIR . Mánudagur 17. desember 1962.
Bók handa bókamönnum
Ritgerðasafn eft-
ir Grétar Fells
Bókaútgáfan Skuggsjá hefur safni Grétars Fells, en fyrra bindi
sent frá sér bókina Það er svo með sama nafni kom út hjá
margt, annað bindi af ritgerða-
„Ferðarolla Magnúsar Stephen
sen“ er fimmta og síðasta bókin,
sem Bókfellsútgáfan sendir á
markað fyrir þessi jól, og er hún
komin 1 bókaverzlanir.
Segir þar frá utanför Magnúsar
konferenzráðs á árunum 1825 —
’26, og segir hann þar skemmti-
lega nákvæmlega og hispurslaust
frá ferð sinni, bæði á leiðinni til
Danmerkur og dvöl sinni þar.
Ytra hitti hann margt stórmenna,
eins og við var að búast, þar sem
Hugprúð-
ir menn
Komin er út á Islenzku bók
eftir núverandi forseta Banda-
ríkja Norður-Ameríku, John F.
Kennedy. Bókin nefnist á frum-
málinu Profils in Courage og hef
ur þýðandinn, Bárður Jakobsson,
valið henni heitið Hugprúðir
menn. Bókin hefur komið út í 3
útgáfum á ensku, síðast 1 fyrra,
og hún hlaut Pulitzer-verðlaunin
1957. Teikningar með lesmáli eru
eftir Emil Weiss.
í þessari bók eru frásagnir af
ýmsum þingmönnum sem komið
hafa við sögu Bandaríkjanná og
getið sér mikið orð. Bókin er 167
blaðsíður, prentuð- í Prentsmiðj-
unni Ásrún. Útgefandi er Ásrún.
• •
Oddubók
Jenna og Hreiðar Stefánsson á
Akureyri eru meðal vinsælustu
barnabókahöfunda hér á landi.
Síst það bezt á viðtökum þeim,
sem bækurnar þeirra hafa fengið,
þvl að margar þeirra hafa verið
uppseldar árum saman og er
Bókaforlag Odds Bjömssonar far-
i3 að senda þær út í annarri út-
gáfu. Nú er komin 2. útgáfa af
sögu, sem heitir Adda og litli
bróðir, sem kom fyrst út 1947,
og er þetta önnur Öddubókin,
sem gefin er út í annað sinn. Hall
dór Pétursson hefgr myndskreytt
þessa bók, sem er 86 blaðsfður.
hann hafði áratugum saman verið
einn tignasti embættismaður
landsins, og er erindi hans mik-
ilvægt, því að aðalerindi hans var
að fá Jónsbók gefna út. Svo og
til að fá rit sitt „Commentatio"
viðurkennt sem doktorsrit. Taldi
hann, að málinu væri borgið, er
hann sneri heim aftur — enda
hafði hann þá sent inn handrit
sitt, en þó fór svo, að Jónsbók
var aldrei gefin út, og voru hon-
um það mikil vonbrigði.
Bók þessi er 208 síður með
nafnaskrá o. fl., í frekar litlu
broti, en í hvívetna gefin vel út,
enda kappkostar Bókfellsútgáfan
að frá henni fari ekki aðrar bæk-
ur en þær, sem henni em til
sóma.
Framan við sjálfa Ferðarolluna
er grein Þorkels Jóhannessonar
prófessors, sem hann ritaði um
Magnús Stephensen 1933, er
hundrað ár voru liðin frá andláti
hans, en 27. desember n. k. eru
hins vegar liðin 200 ár frá fæð-
ingu hans.
Hér er á ferðinni bók, sem
bókamenn mega ekki láta fara
fram hjá sér.
Mannfagnaður
Grétar Fells.
ísafoldarprentsmiðja hefur gef
ið út bókina Mannfagnaður eftir
Guðmund Finnbogason. Er þetta
ný útgáfa og nokkuð aukin, en
fyrri útgáfa bókarinnar kom út
1937 og hlaut þá frábærar mót-
tökur. Eru í bókinni 55 ræður
um hin margvíslegustu efni, bæði
um menn og málefni, svo sem
ræður um Stephan G. Stephans-
son, Jónas Hallgrimsson, Matt-
hías Jochumsson, Einar H.
Kvaran, Hallgrím Pétursson,
Einar Benediktsson, og fjöldi
annarra ræðna. 1 formála fyrri
útgáfu segir Guðmundur Finn-
bogasor. svo m. a.:
„Heyrt hef ég þeirri skoðun
hreyft, að ræður nytu sín ekki á
prenti, þær væru töluð orð og
lifðu ekki fullu lífi nema um
leið og þær liðu af vörum ræðu-
manns. Mín skoðun er sú, að
þær ræður, sem ekki þola prent-
svertuna, séu ekki annað en
hljómandi málmur og hvellandi
bjalla".
Bókin er 175 blaðsíður í all-
stóru broti.
Skuggsjá í fyrra. Þetta er safn
ritgerða og erinda um margvísleg
efni, — sálfræðileg, heimspekileg,
dulfræðileg og fagurfræðileg
Grétar Fells er þegar orðinn þjóð-
kunnur maður fyrir erindi sln, er
hann hefur svo sem kunnugt ei
verið helzti forvigismaður Guð-
spekifélagsins á íslandi. Hefui
hann flutt erindi bæði á veguro
Guðspekifélagsins og f útvarpið,
auk fjölmargra tímaritsgreina,
sem eftir hann liggja.
Flestir þáttanna í bókinni eru
hugleiðingar um lífið og tilver-
una, og eru þær jafnan litaðai
persónulegri skoðun og reynslu
höfundarins og eiga brýnt erindi
til þeirra manna, sem sinna and-
legum málum. 1 formálsorðuro
bókarinnar segir höfundur m. a
þetta: „Höfundur þessara fyrir-
lestra leyfir sér í allri auðmýkt
að vænta þess, að eitthvað af efni
þeirra megi seytla inn í sálir les-
endanna og eiga sinn þátt í ein-
hverjum góðum gróðri — þó að
ekki væri öðrum en þeim, er kall-
ast vakning til frjálsrar hugsunar
forvitni um leyndardóma lífsins".
Bókin er prentuð í Prentsmiðju
Guðmundar Jóhannssonar, hefur
að geyma 23 fyrirletra og er 296
bls. að stærð.
Afmælisútgáfa Máls og
menningar komin út
Um þessar mundir eru Iiðin 25
ár frá því að bóknienntafélagið
Mál og menning sendi frá sér
fyrstu bókina, er var Vatuajökull
eftir Niels Nielsen í þýðingu
Pálma Hannessonar. En sem
kunnugt 3i álcvcS íó'agið að efna
til sérstakrar, va:.úcL'.-cr afmælis-
útgáfu og eru bækumar, tólf að
tölu, nú komnar á markaðinn.
Eintakafjöldi að afmælisútgáf-
unni var bundinn við 500 eintök.
Þar af 100 áritaðar og tölusettar.
Er eftirspurn eftir bókunum svo
mikill að aðeins lítið er eftir af
þeim tölusettu og árituðu, sem
vom að sjálfsögðu nokkru dýrari.
Ármann Kr. Einarsson.
Ný drengjabók eftir Ár-
mann Kr. Einarsson
Allar eftir þjóðkunna
ísienzka höfunda.
Afmælisbækurnar tólf að tölu
eru allar eftir þjóðkunna íslenzka
höfunda og eru þær þessar:
Vegurinn að brúnni, skáldsaga
eftir Stefán Jónsson, Vort land
er í dögun, úrdrættir úr ritgerð-
um eftir Einar Olgeirsson. Út-
gáfuna annaðist Björn Þorsteins-
son. Ræður og riss, ritgerðir og
ræður eftir Sverri Krictjánsccn.
Andlit Asíu, ferðasaga eftir Rann
veigu Tómasdóttur. Tvær kviður
fornar, Völundarkviða og Atla-
kviða, með inngangi og skýring-
um eftir Jón Helgason. Grfskar
þjóðsögur og ævintýri, tekið
saman af Friðriki Þórðarsyni.
Tuttugu erlend kvæði og einu
betur, þýtt og stælt af Jóni Helga
syni. Óijóð, ný ljóðabók eftir Jó-
hannes úr Kötlum. Blakkar rúnir,
smásögur eftir Halldór Stefáns-
son. í Unuhúsi, minningar skrá-
settar eftir Stefáni frá Hvítadal
af Þorbergi Þórðarsyni. Skrifta-
mál uppgjafa prests, fyrirlcstrai
og ritgerðir eftir Gunnar Bene-
diktsson. Prjónastofan Sólin, eft-
ir Halldór Kiljan Laxness.
Sérstök ástæða er að vekja
á því athygli að allar em bæk-
urnar f mjög vönduðu bandi og
sérstakur pappír hefur verið
notaður, einnig hefur verið Ieitað
aðstoðar þekktustu listamanna
við káputeikningar og að sjá uro
útlit þeirra.
1 annarri útgáfu
hjá Heimsgringlu.
En þar sem eintakafjöldi ei
mjög lítill hefur bókaútgáfan
Heimskringla gefið allar þessai
bækur út f annarri útgáfu og ei
það án efa mörgum gleðiefni, þvi
hér er um að ræða mjög fjöl-
breytt verk eftir þjóðkunna ís-
lenzka höfunda og kápur og út-
lit svíkur engan.
Ármann Kr. Einarsson rithöf-
undur hefur sfðustu dagana sent
20. bók sfna á markaðinn og telst
það til afreka af ekki eldri
manni.
Þessi sfðasta bók Ármanns er
barnabók, heitir „Óli og Maggi“
og er einkum ætluð drengjum á
aldrinum 8—12 ára. Bókaforlag
Odds Björnssonar á Akureyri
gefur hana út og hefur gert það
vel og smekklega, m. a. skreytt
hana fjölmörgum teikningum
eftir Halldór Pétursson listmál-
ara.
í fyrra kom út drengjabók
eftir Ármann, sem hann nefndi
Óskasteininn hans Óla. Sú
saga hlaut verðskuldaðar vinsæld
ir og þessi nýja bók Ármanns
fjallar um sömu söguhetju, Óla,
enda þótt bókin sé að öðru leyti
sjálfstæð heild og ekki f neinum
beinum tengslum við hina fyrri
sögu. Hér er Óli orðinn sendi-
sveinn f bókaverzlun og kemst
jafnframt í kunningsskap við
annan dreng á svipuðu reki, en
sá er kallaður Maggi. Maggi er
hugvitssamur mjög, hefur ráð
undir hverju rifi og býr til ýmiss
konar undarleg tæki. í sambandi
við þau lenda drengirnir báðir í
mikilli og spennandi atburðarás,
sem höfundurinn segir frá á
mjög Iifandi og skemmtilegan
hátt.
Ármann Kr. Einarsson hefur
með unglingabókum sínum getið
sér góðan orðstír ekki aðeins hér
heima heldur er og tekið að þýða
bækur hans á erlendar tungur.
og þar hafa bækur hans einnig
náð mikilli útbreiðslu og vin-
sældum.
Eins og að framan getur er
þetta 20. bók Ármanns. Þar af
eru 3 skáldsögur, eitt smásagna-
safn, en hitt allt barna- og ung-
lingabækur.
í fótspor meistarans
Bókaútgáfan Ásrún hefur ný-
Iega sent frá sér bókina I fótspor
meistarans eftir H. V. Morton.
Þetta er ferðasaga frá landinu
helga. Gissur Ó. Erlingsson hefur
þýtt bókina á íslenzku. Farið er
um ísrael og Trans-Jórdaníu,
einkum er vandlega lýst öllum
sögustöðum, sem snerta líf
Krists. í inngangi höfundar seg-
ir:
„Þessi bók er ferðasaga. Hún
fiallar um ævintýri manns, sem
fór til landsins helga til að sjá
með eigin augum þá staði, sero
. snerta ævi Jesú Krists, og leitað
sér vitneskju um þann nýja fróð
íeik, sem fræðimenn á svið>
mannkynssögu og fornminjaranr
sókna hafa grafið upp um sögu-
svið guðspjallanna”.
1 bókinni eru allmargar mynd-
ir, hún er 292 blaðsfður að
stærð, prentuð í prentsmiðjunni
Ásrún.