Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 12

Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 12
VISIR Laugardagur 22. désémDéri962 Stórbrim Útsynningsrok, hafrót og stór brim og ekkert útlit fyrir, að síldarbátar fari á sjó fyrir jól, eins og nú horfir, sagði Sigurð- ur Vigfússon fréttaritari Vísis í morgun, er blaðið átti tal við hann. Menn eru hér á þönum, sagði Sigurður ennfremur til að sjá um, að ekkert verði að bátunum af völdum veðurofsans. Hann kvaðst hafa heyrt, að tveir bátar hefðu andæft út af Jökli í morg un, og gætu það verið bátar sem lágu á Skarðsvík og ætluðu >uður, en þótt ofhvasst til að halda áfram. Slys í Keflavík Um klukkan fimm í gær varð það slys í Keflavík að tólf ára drengur Erlendur Jónsson, Vestur- götu 7, hljóp fyrir bíl og Iærbrotn- aði. Drengurinn var fluttur á sjúkra húsið og er líðan hans eftir von- um. Slys þetta skeði neðarlega á Tjarnargötunni. Bjargaði það því, að ekki hlauzt af verra slys, að bíll inn var á mjög lítilli ferð, en um var að ræða sex manna fólksbíl. Ekki var veruleg hálka, en snjó- hroði á götunni. Þannig lita rústimar af Norðfjörðshúsi í Keflavík út. EITT ELZTA HÚS LANDSINS EYDI- í rokinu sem gekk yfir nú i vikunni gerðist það í Keflavík. að eitt af elztu húsum bæjarins, hið svokallaða Norðfjörðshús hrundi algerlega saman eins og spiiaborg og liggur nú i rústum. Hús þetta á sér langa sögu. Það stóð lengi við Hafnargötuna og var notað sem fiskaðgerðar- hús og síðan sem pakkhús. I Skipstjórmn áæmdur í áag\ Rannsókn er nú lokið á ísafirði £ máli skipstjórans á brezka tog- aranum Boston Wellval, sem tek- inn var að ólöglegum veiðum af varðskipinu Þór, eina sjómílu fyrir innan fiskveiðitakmörkin austan við Horn, í fyrrakvöld. Var mál höfðað í gær og verður dæmt í máli hans I dag. Skipstjórinn, Walter Oxer, taldi sig hafa verið fyrir utan takmörk- in. Við athugun kom í ljós, að hann var bæði með skakkan átta- vita og ratsjá. Kom annar brezk- ur togari á vettvang og mældi upp dufl það, er varðskipið setti út. Komst hann að sömu niðurstöðu og varðskipið. 1 Skipstjórinn á togaranum nam. ! þegar staðar, þegar varðskipið ': i skipaði honum það. Hefur hann verið hinn kurteisasti. Oxer er mið- aldra maður og er þetta fyrsta ferð hans a skipi þessu, sem er nýtt, byggt í ár og 418 brúttólest- ir að stærð. sumar var húsið flutt frá Hafnar götunni þar sem það var orðið fyrir £ umferðinni og flutt vest ur að áhaldahúsi bæjarins, þar sem grunnur hafði verið steypt ur undir það. Var húsið á þess- um nýja grunni þegar það hrundi nú. Norðfjörðshús var ekki byggt upphaflega í Keflavík, heldur í verzlunarstaðnum í Básendum og var þá eign Hansens kaup- manns, komu bæði kaupmenn og hús þetta við sögu í hinu mikla óveðri og flóði þegar verzlunarstaðurjnn í Básendum eyddist 9. janúar 1799. Stóð hús ið þær hamfarir þó af sér, en Hansen kaupmaður flutti það til Keflavíkur árið 1800. Með rokinu í vikunni virðist véðrahamurinn loksins hafa get að grandað húsinu, sem slapp syo naumlega við hamfarir nátt úruaflanna fyrir 164 árum. 6DISTÍR0KI Mislingar að ganga Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur fengið hjá læknum í Reykjavík og nágrenni, gengur nú, mislingafaraldur. Ekki er hann mjög útbreiddur, þar sem misling- ar gengu bæði 1954 og 1958, þann- ig að ekki er mikill grundvöllur fyrir þá. Aðallega hefur misling- anna orðið vart hjá börnum, en ekki verið mjög alvarlegir. Kvefpest hefur gengið að undan- förnu og verið óvenju þrálát. In- flúenzu hefur hins vegar ekki orð- ið vart svo teljandi sé. Auk þess eru að ganga í minni mæli hettusótt, hlaupabóla, skar- latssótt, rauðir hundar og fleira. Hefur orðið vart flestra algengra umferðarsjúkdóma, en enginn þeirra er svo útbreiddur, að talizt geti faraldur. Telja læknar að segja megi að heilsufar sé almennt eðli- legt, þar sem enginn þessara um- ferðarsjúkdóma er útbreiddur. Lauk doktorsprófií London Nýlega hefur lokið doktorsprófi í stjörnufræði við University of London, Þorsteinn Sæmundsson Hefur hann stundað þar nám und- anfarin fjögur ár. Þorsteinn lauk stúdentsprófi ár- ið 1954 frá Menntaskólanum í Reykjavík með ágætiseinkunn. — Hélt hann síðan til náms við 'Uni- versity of St. Andrews. Eftir fjög- urra ára nám þar lauk hann prófi í stjörnufræði með stærðfræði, eðlisfræði og jarðfræCi sem auka- fög. Nefnist það próf B. Sc. Hon- ours. Hélt hann þaðan til náms í London. Þorsteinn kveðst hafa hug á því að stunda hér rannsóknir á segul- stormum og norðurljósum, sem hann telur vera mjög nauðsynlegar hér. Þorsteinn er fæddur í Reykjavík, árið 1935, sonur Sæmundar Stef- : ánsson og Svanhildar Þorsteins- i dóttur. Langt komfö hitaveituíram- kvæmúum í brem hverfum Unnið er jafnt og þétt við framkvæmdir vegna hitaveitunnar, og á þriðju- daginn var borholan vest- an við Bílasmiðjuna við Laugaveg tengd hitaveitu- kerfi bæjarins. Þegar Vísir innti Jóhannes Zoega, forstjóra hitaveitunnar, eftir frétt- um af þessu daginn eftir, skýrði hann blaðinu svo frá, að úr hol- unni fengjust um 30 lítrar á sek- úndu, og væri vatnið enn að hitna. Það var þá búið að ná 129 stiga hita, þegar Vísir innti frétta af þessu, en það tekur jafnvel nokkra daga að ná hámarkshita, þar sem það verður að hita bergið, sem það fer um á leið sinni upp á yfir- borðið. Hitinn í holum þeim, sem tengdar hafa verið bæjarkerfinu að undanförnu og eru á svæðinu fyrir norðan Laugaveg og austan Nóa- tún, er yfirleitt 136 stig, en í þeirri holu, sem gefur heitast vatn, er hitastigið hvorki meira né minna en 140 stig. Eftir nýár mun svo verða hafizt handa um að tengja aðra borhol- una við Lækjarhvamm (vestan við aðsetur Kristjáns Kristjánssonar), en ekki verður hægt að eiga við hina fyrr en síðar á næsta ári, þar Framh á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.