Vísir - 02.01.1963, Síða 3

Vísir - 02.01.1963, Síða 3
\ V í SIR . Miðvikudagur 2. janúar 1963. GAMLA ÁRIÐ KVATTMEDELDI Gamla árið var kvatt með eld- um og rakettum og hvers konar blysum um gervallt land og nýju ari, 1963, heilsað. Það kom sér vel, að veðurblíða var um allt land og nutu brennurn ar sín þess vegna einkar vel. 1 höfuðborginni og nágranna sveitum, Kópavogi og Hafnar- firði voru haldnar yfir hundrað brennur, margar þeirra mjög miklar. Loguðu þær aðaliega á timanum kl. 10-12 og safnað- ist oft mikill mannfjöldi í kring um þær. í hópnum var yfirleitt fjöldi unglinga, sem komu að brennunum til þess að skjóta þar rakettum og víðast voru unglingar líka að sprengja kín verja. Myndsjáin birtir í dag nokkr ar myndir serp eiga að sýna eldinn sem gamla árið var kvatt með. Stóra myndin sýnir eina mestu brennu í Reykjavík, sem var við Ægisíðuna. Hinar myndimar sýna ýmsar tegundir af blysum. Á einni þeirra er ártalið 1963\skrifað með logandi blysletri. Á ann- arri sjást rákir eftir hin svoköll uðu stjörnublys og loks sést mynd af yngsta meðlimi fjöl- skyldunnar þar sem hann fær að halda á blysi og þorir þó varla.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.