Vísir - 03.01.1963, Síða 3

Vísir - 03.01.1963, Síða 3
V í SIR . Fimmtudagur 3. janúar 1963, 3 MIKID ERFIDI -MÖRGTÁR Það kostaði strákana vestur i Kaplaskjóli blóð, tár og svita að koma upp stœðilegum bál- kesti á fegursta stað skammt frá Sundlaug Vesturbæjar. Þetta eru mestu dugnaðar- strákar á öllum aldri, allt frá fimm ára og upp í svona tólf ára og hver þeirra kom bcrandi mótmæla. Þetta hlýtur að vera misskilningur. Þeir hefðu fengið leyfi lögreglustjóra tii að halda brennuna. Það gilda þó lög í þessu ríki, eða hvað? Nei, laganna vörður tilkynnir þeim, að við nánari athugun hafi það komið í ljós, að girðing ein hjá Sundlaug Vesturbæjar sé úr piasti ger og bráð hætta á að hún geti hrunið eða bráðnað af hitanum frá bálinu. Þeir eru því samkvæmt landsins lögum skyld Sorgarsaga strák- anna í Kaplaskjóli með spýtur eftir sinni getu. Þeir minnstu komu með litla spýtu- kubba og áttu þó erfitt að rog- ast með þá. En stærri strákam- ir fóru til heildsala og sníktu sér út kassa, eða þeir fóru á eitthvert gúmmíverkstæðið og spurðust fyrir um, hvort verk- stæðisformaðurinn kynni ekki að eiga nokkur slitin og götug dekk. Jú jú, gúmmíverkstæði eiga alltaf nóg af dekkjum handa duglegum strákum, þegar líður nær áramótum. * Svo þegar allir höfðu lagt hönd á plóginn og borið sínar spýtur, gamla dívana og alls kyns rusl út á völlinn skammt frá Sundlaug Vesturbæjar og þetta lá þama allt í kös og var byrjað að byggja. Það þurfti mikið iag og verkkunnáttu til að byggja brennuhlaða. Þetta er samkvæmt sömu lögmálum og Egyptarnir byggðu pýramídana til forna. Það er að segja reglan er: Breiðastur neðst, mjóstur efst. Stærstu strákarnir eins og Maggi og Valli og Viktor gerð- ust arkitektar og þarna reis hlað inn upp. Þá voru þeir hreyknir og glaðir strákarnir í Kaplaskjól inu, þegar þeir sáu hann risa við himinn. Og nú var skipulagður vörður við bálköstinn. Strákar í Reykjavik vita vel, að vopnlaust hlutlcysi gildir ekki. Það verður að hugsa vel fyrir landvörnum þegar nálgast gamlárskvöld og allt í kring eru mörg óvinsam- leg ríki með skæruliðahermönn- um í hverju hverfi, sem sækjast um að kveikja i bálkestinum og eyðileggja þannig fyrirfram hrós og heiður piltanna. Var nú stað- inn vörður viö köstinn. * En þá skullu ósköpln yfir. Allt í einu kemur vörður Iag- anna til þeirra og tilkynnir þeim þá fyrirskipun, að þeir verði að rffa bálköstinn niður. Strákarnir aðir að færa brennuna til um fimmtíu metra. Þar felldu margir tár, þegar skæruliðar kveiktu í bálkestinum. Drengirnir verða sárir og reið- ir vegna þcssara mistaka. Sumir byrja að rífa bálköstinn niður og flytja kassana til, aðrir verða hnuggnir og hlaupa heim til pabba og segja honum hvemig komið er. Það er úr vöndu að ráða. Gamlárskvöld nálgast og nú koma pabbarnir f lið með drengjunum og hjálpa þeim við hleðslu hins nýja bálkastar. Einn þessara pabba er lands- frægur maður, Guðmundur Jóns son söngvari, og sést á einni myndinni, granni maðurinn í hvítu fötunum. Frh. á bls. 13

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.