Vísir


Vísir - 04.01.1963, Qupperneq 1

Vísir - 04.01.1963, Qupperneq 1
 77/ fínnlands / morgun Skyrskilvinda — Skyr í umbúðum Hvað er skyrskilvinda? Þvi munu fáir geta svarað enda hef- ir það orð vist ekki sézt fyrr á prenti. En allt um það er skyr skilvinda komin til landsins. Allt fram á þennan dag hefir skyrhlaup verði síað við skyr- gerð hér á landi, jafnt í heima- húsum og hinu nýja og stór- virka Mjólkurbúi Flóamanna, þ. e. a. s. mjólkurmysan er síuð frá þurrefninu í skyrhlaupinu og mysunni safnað i tunnur 03 ker öld. En nú hefir Mjólkurbú Flóa- manna keypt og sett upp í húsa kynnum sínum mikla og dýra skilvindu, sem skilur hreinlega skyrhlaupið, mysuna frá þurrefn inu í skyrinu og verður nú horf ið frá þúsund ára gamalli að- ferð við skyrgerð á íslandi. En þar með er ekki nema hálfsögð sagan. Neytendur eiga hér eftir að fá betra skyr, sem naumast þarf nokkuð að hræra, og mun það ekki sízt gleðja hús mæðurnar. Auk alls þessa á svo að fara að afgreiða skyr til neyt enda i lokuðum umbúðum og munu allir fagna þeirri ráðstöf- un. Ástæðan til þess að ekki er farið að nota skyrskilvinduna í Mjólkurbúi Flóamanna ennþá er sú, að verið er að framleiða um búðir utan um nýja skyrið. Hér verður í rauninni um nýtt skyr að ræða, ef allt fer eftir áætlun. Með því að skilja skyrhlaupið í hinni nýju vél verður skyrið 8 miklu niýkra og ffngerðara en tíðkast hefir (homogeniserað) svo að lítið eða ekkert þarf að hræra það. Það er von þeirra, sem að þessari nýjung standa, og að sjálfsögðu er það einnig von neytenda, að hinn þjóðfrægi réttur, skyrið, sem teljast má sérréttur íslendinga, verði nú lystugri en nokkru sinni fyrr og hreinlegar með það farið. Skyrskilvindan mikla er keypt frá Þýzkalandi. Engir fundir hafa farið fram milli verkamannafélagsins Dags brúnar og vinnuveitenda sfðan fyrir jól. en Dagsbnín sagði upp kaupgjaldsákvæðum samn- inga rniðað við 15. nóv. 1962. Síðan hefur verið unnið sam- kvæmt gömlu saniningunum, og hafa viðræðufundir farið fram jafnframt, en ekki borið neinn árangur til þessa.í daghefursvo verið boðað til funda með und- irnefndum í málinu. Verkfall hefur ekki verið boðað. 53. árg. — Föstudagur 4. janúar 1963. — 3. tbl. Fyrsti fundur í dag Sáttasemjari ríkisins heldur fyrsta fund sinn með aðilum að samningum opinberra starfs manna kl. 4 í dag, það er að segja með kjararáði BSRB og samninganefnd af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Samkvæmt lögunum um samn ingsrétt opinberra starfsmanna áttu afskipti sáttasemjara af þessum fyrstu samningum við opinbera starfsmenn að hefjast með byrjun þessa árs og í sam- ræmi við það er þessi fundur boðaður í dag. Sáttasemjari skal' síðan aðstoða við þessa umfangsmiklu samningsgerð fram að 1. marz n.k. Hafi sam komulag ekki náðst fyrir þann tíma fer samningsgerðin fyrir kiaradóm. Nýir samningar eiga síðan að taka gildi 1 júli þessa árs, hvort sem samkomulag næst fyrr eða síðar fyrir þann tíma. Guðrún Bjarnadóttir, fegurð- ardrottning íslands og Auður Aradóttir fóru með Loftleiðavél til Finnlands f morgun til að aka þátt í keppni um titilinn Miss Scandinavia, sem haldin er á vegum finnska sjónvarps- ins, og að nokkru á kostnað SAS. Keppnin fer öll fram í sjónvarpinu, og verður 6. janú- ar. Þama mæta tvær stúlkur frá hverju Norðurlandanna og sigurvegarinn fær f verðlaun ferð til Beirut á næsta ári, en þar verður hún heiðursgestur Evrópukeppninnar, sem árlega er haldin um titilinn Miss Europe. Þetta er önnur ferð Guðrúnar á keppni erlendis. Bráðlega heldur hún svo til keppni á Mallorca og i sumar fer hún á Long Beach f Banda- ríkjunum, til keppni þar. Mynd- in er tekin af Guðrúnu og Auði á Reykjavfkurflugvelli. (Ljósm. Vfsis I. M.) Rannsókn á vínsölu- verÖi veitingahúsa veitingahúsum Reykjavíkur, sem vínveitingaleyfi hafa. Eftir því sem Vísir hefur hlerað mun sú rann- sókn hafa leitt í ljós, að mörg þessara veitingahúsa eru undir Frh. á bls. 5. ÚTHLUTUN ÚR SJÓ- SL YSASÖFNUN LOKID Komið hefur í ljós að ýmis veit- ingahús í Reykjavfk, sem hafa vínveitingaleyfi hafa selt áfengi dýrara verði til gesta en heimilt er. Hefur rannsókn farið fram á vín- söluverði veitingahúsanna og er henni ekki enn að fullu lokið. 1 111 1 Rannsókn lokið Rannsókn Brimnesmálsins lauk í síðasta mánuði og hefur það nú verið sent saksóknara ríkisins, Valdimar Stefánssyni, til meðferðar. Óvíst er hve- nær hann lýkur athugun sinni á málinu. Logi Einarsson, yfir- sakadómari stjórnaði rannsókn málsins. Málið snýst eins og kunnugt er um útgerð Axels Kristjánssonar forstjóra á tog- aranum Brimnes, en ríkissjóður fól honum rekstur togarans um tfma. Á síðastliðnu hausti barst saka- dómara kæra frá veitingahúsinu Röðli út af því að einn gestur veit- ingahússins hljópst á brott án þess að greiða veittan beina. Maður þessi hafði umrætt kvöld neytt nokkurra víntegunda í veitinga- húsinu og skipti reikningurinn nokkur hundruð krónum. Veit- ingahúsið lét reikninginn síðan fylgja kærunni til sakadómara- embættisins. Fyrir sakadómi var viðkomandi maður sektaður fyrir athæfi sitt, en jafnframt kom í ljós — sem reikningurinn bar enda með sér, að allar víntegundirnar sem á reikningnum voru, voru of hátt verðlagðar. Þetta leiddi til þess að dóms- málaráðuneytinu var sent málið til umsagnar og þaðan var það af- hent saksóknara ríkisins til endan- legrar ákvörðunar. Saksóknari óskaði eftir rannsókn vegna þess- arar of háu verðlagningar hjá Röðli. Hefur hún þegar farið fram og verið afhent saksóknara. Jafnframt þessu þótti ástæða til að fela rannsóknarlögreglunni að kanna verðlag áfengis í öðrum Nú er lokið úthlutun fjár úr sjóslysasöfnuninni síðustu, en þá söfnuðust 2 milljónir 820 þúsund króna. Söfnunin fór fram fyrst á árinu 1962. Alls er úthlutað fé til aðstand- enda 55 manna, sem farizt hafa í en einnig til aðstandenda þeirra sem fórust 1961, eða frá því úthlut- un lauk eftir siðustu söfnun, til miðs desember síðastl. sjóslysum, flestir á árinu 1962, Sérstök söfnun fór fram á Hornafirði vegna aðstandenda þeirra sem fórust með vélbátnum Helga. Var þeim ekki úthlutað fé úr heildarsöfnuninni, enda nam féð sem safnaðist á Hornafirði til- tölulega hærri upphæð en aðrir fengu. Megináherzla var lögð á úthlut- un vegna barna, þá til ekkna og loks til foreldra. Var höfð hliðsjón af efnahag og öðrum aðstæðum viðkomandi fólks við úthlutunina. Hefur féð verið sent viðkomandi aðilum, fyrir milligöngu sóknar- presta eða yfirvalda á viðeigandi stöðum. ... . Dagsbrún- arsamn- ingarnir N——. 11 1 1 * BYLTINC I SKYRGCRD

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.