Vísir - 04.01.1963, Side 2

Vísir - 04.01.1963, Side 2
 V1SIR . Föstudagur 4. jantmr Þetta eru Valsstúlkurnar sem unnu I. delld&rkeppnina í fyrra. Deiidaskipting veitir nýju blóði 1 félagslíf Vaismanna Aðalfundur knattspyrnufélagsins Vals var haldinn fimmtudaginn 6. des. s.l. í félagsheimilinu að Hlið- arenda. Formaður félagsins, Sveinn Zoéga, setti fundinn með stuttu á- varpi, þar sem hann bauð félaga og fulltrúa velkomna. Fundarstjóri var kjörinn í einu hljóði Ægir Ferdínandsson formaður knatt- spyrnudeildar og fundarritari Matt- hfas Hjartarson. Að þvf búnu var gengið til dag- skrár. Formaðurinn fylgdi skýrslu stjórnarinnar úr hiaði, með ræðu og skýrði nánar einstaka liði henn- ar, en skýrslan var lögð fram fjöl- rituð fyrir fundarmenn. Þá flutti gjaldkeri, Páll Guðnason, yfirlit um fjárhag félagsins og skýrði einstaka liði reikninganna. Bar skýrsla gjaldkera með sér að fjár- hagurinn hjá Val, eins og öðrum íþróttafélögum, er eitt erfiðasta viðfangsefnið. Þá voru lesnir upp og skýrðir reikningar nefnda, sem fjármál hafa með höndum fyrir fé- lagið. Margar þessara nefnda hafa unnið mikið og gott starf fyrir fé- lagið á árinu, svo sem íþróttahús- nefnd, húsnefnd, vailarnefnd o. fl. Unnið er að viðbótabyggingu íþróttahússins og munu þar fást ný búningsherbergi, áhaida- geymsla og rúmgott stjórnarher- bergi. Þá var hreinsað allt stór- grýti umhverfis íþróttahúsið og svæðið sléttað og tyrft, sömuleið- is lóðin framan við húsið. Er íþróttahús Vals eitt allra vandað- asta og fullkomnasta íþróttahús landsins. í sal þess voru á árinu settar upp körfur fyrir körfuknatt- Ieik og gólfið merkt með tilliti tii þess leiks, sem á meiri fylgi að fágna meðal ungra manna. Svo sem vitað er var Val skipt í deildir fyrir nokkru. Þannig eru starfandi þrjár deildir í félaginu: knattspyrnudeild undir forystu Ægis Ferdínandssonar, handknatt- leiksdeild undir forystu Þórarins Eyþórssonar og loks skiðadeild sem lýtur stjórn Sigmundar Tóm- assonar. Hefir deildarskiptingin „Höfuðverlsur" ensku knuttspyrnunnar: Dómarinn Margaret Spinks Mikil vandræði hafa nýlega steðjað að í ensku knattspyrn- unni og er þar hvorki um að ræða mannhæðarháa snjóskafia né mannskæða leðju á knatt- spymuvöllunum, lieldur unga stúlku, Margaret Spinks að nafnl. Ástæðan fyrir þvl að þessi stúlka varð til vandræða var sú að hún rakst á knattspyrnuregl urnar, las þær og lærði. Ekki lét hún staðar numið þar, held- ur gekk undir skriflegt próf og síðar verklegt og stóðst bæði með mikilli prýði og útskrifaðist með eitt bezta próf, sem veitt hefur .erið undanfarin 25 ár. Nú er það svo að hvergi í heiminum hefur kvenfólk lagf sig eftir að verða knattspyrnu- dómarar, en hins /egar vildi ungfrú Spinks gj..rnan notfæra sér kunnáttuna og fá að dæma knattspyrnuleik. Umsókn hennar þar að lútandi setti hið virðulega lcnattspyrnu- samband á annan endann og ekki gekk sem bezt að ákveða hvort ungfrú Spinks fengi af- hentan dómarabúning eða ekki. Aðalástæðan fyrir þessu taldi sambandið að væru erfiðleikarn ir sem hlytu að skapast fyrir ungfrúna þar sem dómarar nota alltaf sömu búningshGrbergi og leikmennirnir . . . . og þvi yrði örugglega ekki breytt í náinni framtíð! ..aawwjwiwiuu .íiiww—aan.jjiw. i'» i m.n'mwi’iw—bh—www - gefist mjög vel og starfsemi deild- i anna verið yfirleitt með ágætum. I Aðalþjálfari hjá knattspyrnudeild inni á árinu var Óli B. Jónsson. ( Vann hann mjög gott starf og skil- aði aðalliði félagsins (meistara- . flokki) í úrslit um fslandsmeistara- | titilinn. AIls urðu átta flokkar Vals sigurvegarar á árinu. 3. fl. og 5. fl. á íslandsmóti. 1. fl. 3. fl. A og 5 fl C í Reykjavíkurmóti. 1. fl. í Miðsumarsmóti og 2. fl. B ; og 4. fl. A í Haustmóti. Auk Óla B, Jónssonar voru þess- ir menn þjálfarar á árinu: Geir Guðmundsson var með 2. fl., Haukur Gíslason með 3. fl. Sig- ; urður Ólafsson 4. fl. (inniæfingar) og 5. fl. Þórarinn Eyþórsson. Auk þess vann Murdo hinn skozki að þjálfun yngri flokkanna með aðal- i þjálfurum þeirra. Þá fór 2. fl. í knattspyrnuför til Danmerkur i boði Lyngby-Bold- , klúb, sem var s.l. ár í boði Vals. í landsliði og úrslitaliðum átti Valur allmarga leikmenn. Alls sendi Valur á árinu 10 flokka til i keppni í hinum ýmsu knattspyr.nu- mótum sumarsins. f handknattleikskeppnina sendi Valur alls 7 flokka. Á árinu féll meistaraflokkur karla niður I II. deild eftir úrslitaleik við KR. Hins vegar stóð meistaraflokkur kvenna sig með ágætum og urðu fslands- meistarar á árinu. Auk þess sigraði flokkurinn í afmælismóti HKRR. í íslandsmóti 3. fl. bar flokkur Vals sigur úr býtum við KR eftir snarp- an og tvísýnan Ieik. Þjálfarar hand knattspyrnufiokanna voru: Ámi Njálsson, kvennaflokkanna, meist- ara og 2. flokks, Stefán Þorkels- son og Þórarinn Eyþórsson 4. fl. Pétur Antonsson 3. fl. Á árinu fór Þórarinn Eyþórsson utan, til Dan- merkur til að taka þátt í þjálfara- námskeiði þar. Kvennaflokkur frá deildinni tók þátt í keppni í sambandi við þjóð- hátíðina i Vestmannaeyjum. Lék þar tvo leiki og tapaði hvorugum. Margir skemmtifundir voru haldn- ir á árinu. Samkvæmt skýrslu skíðadeildar, var skálinn mest notaður um pásk- ana, svo sem verið hefir undanfar- in ár. Efnt var til skíðamóts og allmargra ferða þangað uppeftir. Rædd var nokkur breyting á skál- • anum og stækkun, ennfremur að nota hann meira á sumrum en gert hefir verið, m. a. að fara þangað með yngri flokka félagsins til helgardvalar og nota þá tímann til æfinga og gönguferða um nær- liggjandi fjöli; Umræður urðu miklar um skýrslu stjórnarinnar og félagsmál- in almennt. Samþykktar voru ýmsar tillögur, sem snertu starf- semi félagsins inn á við og munu þvl til eflingar og styrktar er fram í sækir. Á fundinum afhenti Árni Njáls- son f. h. íslandsmeistara Vals í handknattleik félaginu glæsilega mynd af flokknum. Aðalstjórn félagsins fyrir næsta ár er þannig skipuð: Formaður Páll Guðnason, meðstjórnendur: Gunnar Vagnsson, Einar Bjöms- son, Geir Guðmundsson og Ormar Skeggjason. í varastjóm vom kjörnir Haukur Gíslason og Sigur- björn Valdimarsson. Sveinn Zoega, sem verið hefir formaður Vals nú um árabil und- anfarið, óskaði eindregið eftir því að verða leystur frá stjórnarstörf- um að sinni. Voru Sveini þökkuð margþætt störf fyrir félagið um áratugi. Fundurinn var fjölmennur og ríkti þar mikill áhugi um félags- starfið almennt og framgang mál- efna Vals. Snell hættir Peter Snell, hlaupastjarna Ný- sjálendinga og heimsmethafi í 800 metra, 880 yarda og einnar mílu hlaupum hefur ákveðið að hætta keppni. Ástæðan: Honum býðst nú góð staða hjá tóbaksfyrirtæki og segir: „Nú hef ég tækifæri til að skapa mér og unnustu minni heim- ili hér í Nýjasjálandi og það tæki- færi læt ég ekki renna mér úr greipum". Skiðakeppnitímabilið í þýzku Ölpunum 1962—63 hófst eins og venju- lega með svigkeppni við Garmisch-Partenkirchen. Þar er 1600 metra löng braut með 35 hliðum og voru keppendur 70, þar á meðal allir j belztu skíðamenn Þjóðverja. Sigurvegari í kvennaflokki varð Barbi Hanneberger frá Miinchen (sjá myndina), sem vann bronsverðlaun á | síðustu Vetrar-OL. Hún sigraði á 68,2 sek., en næst var Christl Staffei frá Austurríki á 70,4 sekúndum. Afrek Barbiar má marka af því, I að einungis þrír karlar náðu betri tíma en hún. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.