Vísir - 04.01.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 04.01.1963, Blaðsíða 9
V í SIR . Föstudagur 4. janúar 1963. 9 íslendingar hæddir fyrir anda- dýrkun og hjátrú Lðra Ágústsdóttir. Blaðið Winnipeg Tribune í Kanada birti 12. desem- ber síðastliðinn stutta grein eftir heimildum frá New York Times Service, þar sem vikið er að anda- dýrkun og draugatrú ís- lendinga. Þar sem grein þessi er all athyglisverð og sýnir þjóð okkar í skoðanaspegli fjarlægra þjóðar þykir okkur rétt Marilyn Monroe. að birta greinina orðrétt í íslenzkri þýðingu, og fer hún hér á eftir. Reykjavík, íslandi. — ÞaB grúfir myrkur yfir þessari eld- fjallaeyju úm þessar mundir, og draugar og andar eru mikið um- ræðuefni manna á miili. Um þriggja vikna skeið eða lengur hafa andatrúarmenn og andstæðingar þeirra haldið uppi áköfum umræðum í blöðum og útvarpl. Og nýjar bækur um andatrú, sem gefnar eru út i bókaflóðinu fyrir jólin, seljast ört. Andahyggjumenn, sem halda þvi fram, að hægt sé að hafa samband við, framliðna menn fyrir milligöngu miðla, virðast eiga sér marga fylgjendur um gervallt landið. Ráðherra í núver- andi ríkisstjóm hefur látið þau orð falla, að enda þótt hann væri ekki sjálfur beinn fylgjandi anda hyggjunni, þá bæri hann virðingu fyrir trú hinna mörgu íslendinga, sem hefðu áhuga á þessari trúar- hreyfingu. Sigurður Nordal. Á Marilyn Monroe erfitt með að semja sig að framhaldslífi? Klerkar andatrúarmenn. Að minnsta kosti 6 klerkar til- heyrandi íslenzku lúthersku þjóð- kirkjunni en meðlimir í félags- skap andatrúarmanna. Þeirra á meðal er séra Jón Auðuns dóm- kirkjuprestur, hinn fjórði í röð- inni að virðingarstöðu innan fs- lenzku prestastéttarinnar. Sveinn Víkingur, formaður Sálarrann- Sveinn Víkingur. sóknarfélagsins og fyrrverandi biskupsritari, hefur sagt, að margir aðrir prestar væm „anda- hyggjumenn f hjarta sfnu“, en á- litu rétt að láta ekki á því bera. Hafa prestar, sem hingað hafa komið í heimsókn, oft látið f ljós undrun sfna á hinum miklu áhrifum andatrúar innan kirkj- unnar hér. Sveinn Vikingur, sem nýlega kom fram í útvarpsumræðum um andatrú og andalækningar, er höfundur nýútkominnar ævisögu „Lám miðils“. konu sem búsett er á Akureyri. Hefur bókin orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir, að sleppt er að fjalla um skilorðs- bundinn fangelsisdóm, sem Lára hlaut árið 1941 fyrir svik og pretti. Sagði Sveinn Víkingur f viðtali, að enda þótt hún „hefði ef tll vill haft 1 frammi svik á Iíkamningafundum í eitt eða þrjú ár, þyrfti það ekki að þýða, að hún beitti alltaf svikum.“ Svikamiðlar. En Jónas 'Þorbergsson fyrrver- andi forstjóri Ríkisútvarpsins fs- lenzka og höfundur ævisögu Hafsteins Bjömssonar miðils í Reykjavík, hefur haft þau um- mæli um Lám, að hún væri „svikari". Jónas Þorbergsson, sem er aðdáandi Hafsteins miðils, sagði í viðtali, að hann hefði ný- lega gert sér kleift aeð tala við Marilyn Monroe, sem lézt fyrir skemmstu. Samkvæmt ummæl- um Jónasar hefur Marilyn Mon- roe átt erfitt með að semja sig að lifnaðarháttunum „hinum megin“. Prófessor Sigurður Nordal, sem er æðsti maður bókmennta- deildar Háskóla Islands, hefur látið f Ijós efa um, að andatrúar- hreyfingin hefði mikil áhrif á Jónas Þorbergsson. þjóðina, en hann kvað trú á álfa og drauga eða jarðbundna anda mjög útbreidda. Prófessor inn, sem safnar sögum um þess konar fyrirbæri, sagðist vilja undirstrika, að hann tryði á til- veru drauga. „En mér þykir leitt að segja,“ bætti hann við, „að ég hef aldrei séð drauga.“ Maður nokkur á Akureyri afsalaði sér ökuskfrteini af þeim ástæðum að eigin sögn, að draugar heimtuðu að fá að vera með honum, i hvert skipti sem hann Iegði af stað i bíl sínum. Sem dæmi um útbreiðslu hjátrúar sagði próf. Nordal, að kaffihlé á fundi vís- inda- og menntamanna, sem Jón Auðuns. haldinn var fyrir skemmstu, hefði breytzt í umræður um drauga- sögur. Takmörkun barneigna í Kína 1 örvæntingarfullri tilraun til að jafna niður ófullnægjandi og mlnnk andi matarskammti ætlar kinverska stjórnin nú að taka upp takmörk- un barneigna, sem jafnan hefir ver- ið talin hin mesta villukenning af hálfu marxista. Þetta neyðarúrræði er afturhvarf til ársins 1957, þegar takmörkun barneigna var tekin upp í stefnu rfkisstjórnarinnar, þegar erfiðleik- ar voru miklir á matvælaöflun, en sfðan var hætt við hana hávaða- laust ári sfðar, af því að þá átti að taka „mikið stökk fram á við“ og engri gætni sinnt í þeim efnum eða öðrum. Hin nýja barátta kommúnista- stjórnarinnar, sem nefnd er „skipu- lagning fjölskyldunnar" beinist fyrst og fremst að því að sannfæra ungt fólk um, að það eigi ekki að ganga f hjónaband á unga aldri. 1 ávarpi Peking-stjórnarinnar um þetta segir m. a., að enginn maður ætti að verða faðir áður en hann er 26 ára, og engin kona móðir fyrir 23ja ára aldur, konur eigi að hafa svo langt á milli barneigna, að þær geti starfað vel á milli, og aukin framleiðsla eigi að sitja fyr- ir auknum barneignum. Norðmenn munu aufca útgerð í fréttabréfi til Vísis frá Noregi segir m. a., að Norðmenn hafi veitt meirí sfld við Island á s.l. sumri en nokkru sinni fyrr. Heildarafli norsku skipanna varð hvorki meira né minna en rúm- lega 1,5 milljón hektólítrar, og verðmæti aflans upp úr sjó var 59 milljónir norskra króna eða um 355 milljónir fslenzkra króna. Með- alafli skipanna var 12.600 hektó- lítrar. Þessi góði árangur er sagður auka vissuna fyrir því, að Norð- menn muni leggja vaxandi áherzlu á síldveiðar við ísland á komandi árum. Menn muni ekki aöeins senda báta sína að sumarlagi og leggja af mörkum mikið fé til að afla nýjustu tækja, svo sem kraft- blakkar, fiskssjáa og djúpnóta, heldur muni verða gerð tilraun í vetur eða næsta vetur til að ná afla hér við land i svartasta skamm deginu. 45 farast dag’ega í umferðarsiysum Hafsteinn Björnsson. Samgöngumálaráðuneytið í Bonn er að undirbúa mikla sókn til að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Ekki mun heldur af veita, því að samkvæmt skýrslum ráðuneyt- isins bíða hvorki meira né minna en 45 — 50 manns bana á degi hverjum í umferðarslysum í Vestur i'ýzkalandi. Um þúsund manns slasast einnig meira og minna á hverjum degi í sams konar slys- um. í handlækningadeildum sjúkra húsa landsins er fjórða hvert rúm notað fyrir slasað fólk, sem lent hefur í umferðarslysum. í aðeins einu landi heims, Bandaríkjunum, eru dauðaslys fleiri en í Þýzka- landi, en sé tekið tillit til fólks- fjölda og bílafjölda eru Þjóðverjar langt á undan Bandaríkjunum í þessu. Skýrslur sýna, að í 85 af hverjum 100 tilfellum er það öku- manni eða öðrum vegfarendum að kenna, ef slys verða, sjaldnast bil- un á bílum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.