Vísir - 08.01.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 08.01.1963, Blaðsíða 10
m VÍSIR . Þriðjudagur 8. janúar 1963. Furðuleg — Framhald at bls. 6. 'fyrir þá sök að engin tilraun er gerð til þess að gera list hans ýtarleg skil. Það er einkar fróð- legt í þessu sambandi að gera samanburð á tveimur málverka- bókum sem Ragnar Jónsson hefur gefið út. Berum saman bækurnar um Mugg og síðari bókina um Ásgrím. Fyrrnefnda bókin er rituð af Birni Th. Björnssyni listfræðingi, frum- smið þar sem fjallað er um listamanninn á fræðilegan hátt og er þess vegna merkt fram- Iag til íslenzkrar Iistasögu, höf- undi, listamanni og útgefanda til mikils sóma. í hinni bókinni er ekkert nýtt, lesmál bókarinnar er einungis 2. útgáfa af bókinni Myndir og minningar, og einu breytingarnar eru smávægilegar úrfellingar. Þeses vegna á hún næsta lítið erindi við íslenzka lesendur meðan frumútgáfa þessa lesmáls er enn fáanleg í bókaverzlunum fyrir sjöunda hluta af verði seinni útgáfunnar. QÚ góða kona Bjarnveig Bjarna- dóttir segir að vísu: „Og að því er lesmálið varðar, mundu hinir vísu telja ómaksins vert, að lesa snjallt verk og listrænt oftar en einu sinni.“ Þessi yfir- lýsing frænku Ásgríms og safn- varðar er ámóta furðuleg og sú sem fyrr er tekin upp í þessa grein. Þetta kemur málinu nefni íega ekki við. Hitt skiptir öllu máli að maður sem kemur inn í bókabúð sér þar stóra og glæsi lega bók. Á bókarkápu stendur ÁSGRÍMUR JÓNSSON og ekkert annað og því má gera ráð fyrir að hann búist við að hér sé á ferðinni ný bók en ekki endur- útgáfa bókar sem enn er fáan- leg. Þess er ekki getið fyrr en í formála að lesmál bókarinnar hafi áður komið út. Vilja menn kaupa bók á meira en 700 krónur þó í hénni sé um 40 litmyndir. ef sama bók er enn fáanleg fyrir 103 kr„ án litmynda? Er þetta æskileg stefna í íslenzkri bóka- útgáfu? Er ekki hætta á því að þessa bók kaupi menn í þeirri trú að þeir séu að kaupa nýja bók og verði fyrir vonbrigðum þegar þeir uppgötva hvernig í öllu liggur? Er ekki siður að hafa óbreyttan titil á bókum sem gefnar eru út í 2. útgáfu enda þótt í henni séu nýjar myndir? Réttláta myndirnar einar útgáfu þessarar bókar? Því verður hver og einn að svara fyrir sig. Ég fyrir mitt leyti svara þvi hik- laust neitandi. Og af þessum sökum vil ég halda því fram að Bjarnveig Bjarnadóttir hafi í engu hnekkt mínum fyrri skrif- um um bókina. M$r finnst að þessi útgáfa sé Iangt frá því að vera samboðin jafnágætum mönnum og Ásgrími Jónssyni og Ragnari í Smára. Njörður P. Njarðvík. Erlander Framhald af bls. 6. svarar Erlander. Ég hef á engan hátt orðið var við þau óþægindi, sem nú er mikið talað um að sé við það að búa í fjölbýlishúsi. En við verðum að taka það með í reikninginn, að við erum ekki með börn. Ég gæti trúað að það sé óþægilegt fyrir barnafjöl- skyldur, vegna þess hve erfitt er að fylgjast með börnum að leik úti. Það versta við íbúðina, bætir forsætisráðherrann við, er að ég get ekki verið lengur heima til að horfa yfir borgina. 8 þús. kr. leiga. Þótt íbúð Erlanders sé í fjöl- býlishúsi er þó fjarri þvi að hún sé ódýr að búa í. Húsaleigan kostar þúsund krónu seðil á hverjum mánuði, en hiti og raf- magn er innifalið. Þetta virðist há leiga á íslenzkan mælikvarða eða um 8 þús. fsl. kr. á mánuði. En þess ber að gæta að þetta ér á bezta stað í bænum. í Sví- þjóð er það miklu algengara en hér á íslandi, að fólk með góðar tekjur búi í leiguhúsnæði. I þessu húsi búa t.d. eingöngu fjölskyldur með mjög góðar tekjur, aðallega forstjórar, skrif- stofustjórar, læknar og verk- fræðingar. Tónlist — Frh. af 7. síðu: stórhug og þrótt, að hrinda af sér ofurvaldi mangaranna. Reyndar örlar á slíkum tilþrifum i starf- semi manna eins og þeirra sem skipa Modern Jazzkvartettinn og fleiri, sem byggja afkomu sína að talsverðu leyti á sjálfstæðum kon- sertum í litlum og tiltölulega ó- dýrum og yfirlætislausum sam- komuhúsum. En tilraunir þeirra eru enn þá aðeins veikur vísir. Sé nú litið yfir hinn breiða bar- áttuvöll, sýnist virðuleiki, ef ekki kjör, jazzleikaranna hafa færzt einu fótmáli neðar síðan þeir léku i hóruhúsum New Orleans. Þá léku þeir aðeins undirspil við ó- lifnaðinn, en nú standa þeir einir eftir í sviðsljósi hliðstæðra stofn- ana. Leifur Þórarinsson. Bókband Bókbandssveinn óskast nú þegar. FÉLAGSBÓKBANDIÐ, Ingólfsstr. 9 Gott húsnæði 4—6 herbergja íbúð óskast til leigu, helzt í nýju húsi í austurhluta bæjarins, um eða fyrir 14. maí n.k. - Góð umgengni, eingöngu fullorðnir í heimili. Tilboð merkt „Gott húsnæði nr. 00095“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi n.k. laugardag. Vélstjóri Vélstjóra vantar á gufuborinn. Uppl. í síma 17-400. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Biðskýli eða verzlun með kvöld- leyfi óskast til kaups eða leigu. Tilboð sendist afgreiðslu Vísis v fyrir fimmtudagskvöld merkt Verzlun. Útsaia HATTAR REGNHLÍFAR HANZKAR OG SLÆÐUR. HATTABÚÐIN HULD Kirkjuhvoli. Sendisveinn óskast hálfan daginn Dogblaðið Vísir LAUGAVEG 178 - SÍMI 11660 Hóseti m. b. Háseta vantar á Gullbjörgu K.O. 60. Uppl. í Fiskmiðstöðinni. Sími 17857. Laugavegi 146 — Sími 11025 I ¥ÖRUBIFREIÐlR Austin 1961 með diesel-vél, ek- inn aðeins 30 þús. km. Chevrolet 1959 og 1961. Ford 1948 með Benz diesel- vél og gírkassa. Ford 1959, F-600. Mercedes-Benz ’54, ’55, ‘57, ’61 og ‘62. Volvo ‘53, 7 tonna, góður bíll. Volvo ‘55 og ’61, ekinn 30 þús. Margir þessara bila fást með miklum og hagstæðum lánum. Auk þess eigum við fjölda af eldri vörubílum, oft með mjög hagkvæmum greiðsluskilmál- um. — Þetta er rétti tíminn og tækifærið til að festa kaup á góðum og nýlegum vörubíl. Enn, sem ávallt áður eigum við 4ra, 5 og 6 manna bifreiðar í mjög fjölbreyttu úrvali. Bezta og öruggasta þjónust- an verður ætíð hjá RÖST. Miðstöð vörubílaviðskiptanna er hjá R Ö S T. RÖST S.F. Laugavegi 146 — Sími 1-1025 ÚTBOÐ Tilboð óskast í að leggja aðfærsluæð frá Eski- torgi, um Öskjuhlíð, vestur með Hringbraut, eftir Sturlugötu og Fjallhaga að fyrirhugaðri dælustöð við Fornhaga. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Tjarnargötu 12, III. hæð gegn 3.000,— króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar MALFUNDAFÉLAGIB ÓÐINN KARLMANNA KULDASKÓR Hinir margeftirspurðu karlmanna-kuldaleðurskór komu í morgun. Verð aðeins ki ?7;00. Birgðir takmarkaðar. Skóverzlun Péturs Anoréssonar Laugavegi 17 . Framnesvegi 2 Framhalds aðalfundur Framhalds aðalfundur félagsins verður haldinn í Val- höll við Suðurgötu miðvikudaginn 9. janúar kl. 8,30 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Lokið störfum aðalfundar. 2. Lagabreytingar. 3. Hættan af starfsemi kommúnista í verkalýðsfélög- unum. Framsögumaður Pétur Sigurðsson alþingis- maður. Þess er fastlega vænzt, að félagsmenn fjölmenni á fundinn. STJÓRNIN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.