Vísir - 21.01.1963, Page 1

Vísir - 21.01.1963, Page 1
I VISIR 53. árg. — Mánudagur 21. janúár 1963. — 17. tbl. S.H. óskar meirí austurviðskipta Aukafundur var haldinn í Sölu-1 arinnar um að stuðla að því að við miðstöð hraðfrystihúsanna föstu-' skipti við jafnvirðiskaupalönd drag daginn 18. janúar. Kom þar meðal ist ekki saman eins og verið hef- annars fram áskorun til ríkisstjóm ur, heldur aukist. Þessi lönd hafa að jafnaði verið meðal stærstu kaupenda hraðfrysts fisks og síldar, og er þarna fyrst og fremst um að ræða löndin aust an járntjalds. Minnkun sú, sem orð ið hefur á útflutningi til þessara landa, stafar að því, að minna hef ur verið keypt þaðan en fyrr. Fundurinn lýsti óánægju sinni Framh á bls 5 EINAR AS- MUNDSSON LÁTINN I gær lézt Einar Ásmundsson, hæstaréttarlögmaður. Var bana- mein hans hjartabilun og andaðist hann í Borgarhjúkrahúsinu. Einar Ásmundsson var þjóðkunnur mað- ur, bæði fyrir málflutningsstörf sín og ritstörf. Hann var fæddur 10. apríl 1912, að Hálsi í Fnjóskadal. Foreldrar hans voru Ásmundur Gislason, prófastur að Hálsi og Anna Pét- ursdóttir. Einar lauk stúdentspórfi árið 1931 og lögfræðiprófi 1935. Að námi loknu gerðist hann rit- stjóri íslendings á Akureyri og stundaði jafnframt málflutnings- störf nyrðra. Siðan starfaði hann við blaðamennsku árin 1936—38 hér í Reykjavík og rak einnig mál- flutningsskrifstofu hér í borg allt til dauðadags. Var hann einn af kunnustu lögmönnum landsins og hæstaréttarlögmaður um langt ára- bil. Ritstjóri Frjálsar verzlunar var hann árin 1939-43 og ritstjóri Morgunblaðsins 1956—1959. Einar Ásmundsson var prýðilega ritfær og liggja eftir hann fjöldi blaða og tímaritsgreina um þjóð- mál og menningarmál. Hann var skáld gott og árið 1961 birtist safn ljóða hans á prenti. Kvæntur var hann Sigurbjörgu Einarsdóttur og varð þeim tveggja barna auðið. Þessa merka manns verður nán- ar minnzt hér i blaðinu sfðar. 1 Lóðað ó síld I ó Kantinum Síld er í Jökuldjúpinu og á Kantinum og gæti enn orðið góð veiði, ef veður breyttist til hins betra. Fréttaritari Vtsis á Akranesi sagði í morgun, er blaðið átti tal við hann, að nokkrir bátar hefðu lóðað á talsverða síld I Jökuldjúp- inu og á Kantinum í nótt, en ekki getað athafnað sig til veiða veðurs vegna. Engin síldveiði hefur nú verið viku tíma vegna ógæfta. En sfldin er enn f sjónum og gæti enn orðið góð veiði, ef veður batnaði. Á Akranesi var gott veður síðdeg- Framhald á bls. 5 Ellefu skipverjar af Vantaði lyktorefni í eitraðan frystivökva Það getur nú vart leik- arfirði hafi veikzt af eitr Vestmannaeyja. — Einn ið neinn vafi á því leng- uðu lofti frá frystivél maður úr áhöfninni, 22 ur að skipverjarnir á tog skipsins. ára gamall Reykvíking- aranum Röðli frá Hafn- Veikindin gerðu vart ur, Snæbjörn Aðils lézt við sig, þegar skipið Þá voru tveir menn Þrjá umferðarslys Tvö umferðarslys uröu á götum Reykjavfkur á laugardagskvöldið og eitt síðdegis í gær. Um sjöleytið á laugardagskvöld- ið varð sex ára drengur, Friðgeir Þór Þorgeirsson, Barmahlfð 52, fyr ir bifreið á Miklubraut, móts við hús nr. 88. Drengurinn meiddist á andliti ,en þó ótrúlega lítið miðað við aðstæður, þvf að dæld myndað- ist á bretti bifreiðarinnar, þar sem andlit drengsins skall á þvf. Frið- geir litli var fluttur í slysavarðstof- Frh á ols hafði verið 4 daga í veiði ferð og var í fyrstu tal- ið að um væri að ræða einhvern sóttnæman sjúkdónt, sem lýsti sér með höfuðverk, upp- sölu og niðurgangi. En þegar veikindin á- gerðust var snúið til mu. Frh Sjúklingur Sá merkilegi atburður gerðist uppi á Akranesi fyrir nokkru, að sjúklingur sem átti að fara að skera upp lézt er hann var kominn á skurðarborðið, þ. e. hjarta hans hætti að slá, en lækninum tókst að kalla hann aftur til lífsinj, með hinni svo- kölluðu hjartahnoðsaðferð, sem tekið er að nota á síðari árum. Er þó uni mjög sjaldgæft atvik að ræða. Sjúklingurinn er Ingþór Bjarna son, sem slasaðist alvarlega snemma i þessum mánuði er hann var að vinna við upp- kipun á síld. Féll síldarháfur,á r.ann og hlaut hann alvarleg meiðsli á brjóstkassa og kviðar holi. Var hann þungt haldinn og átti að fara að skera hann upp, þungt haldnir lagðir á sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum. Síðan sigldi Röðull til Reykja- víkur og liggja ellefu menn af áhöfn togarans nú í Borgarsjúkrahús- þegar hjarta hans hætti allt í einu að slá. Aðstæður til hjartahnoðs voru heppilegar þarna, læknirinn við hendina og hóf hann þegar að nudda hjarta hans eftir þeim aðferðum sem ráðlagðar eru. Eft ir um það bil 10 mínútur fór hjartað aftur af stað og er líð- an hans nú sæmileg.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.