Vísir - 21.01.1963, Síða 4
4
Vl SIR . Mánudagur 21. janúar 1963.
Áríðandi að skila
Sigurbjörn Þorbjörns-
son, ríkisskattstjóri,
/
ræðir um framtalið
Nú líður senn að því að frest-
ur til að skila skattaframtölum
renni út, en þau eiga að hafa
borizt skattstjórum fyrir 31.
janúar. Blaðið hafði þess vegna
tal af ríkisskattstjóranum, Sig-
urbimi Þorbjömssyni, og bað
hann um að veita aimenningi
Ieiðbeiningar um hvernig telja
skuli fram. Sagði Sigurbjörn
fyrst:
— Það er allra hluta vegna
heppílegast fyrir fólk að nota
þau eyðublöð, sem þvi eru send,
árituð af skýrsluvélum ríkisins
og Reykjav,kurborgar. — Þessi
eyðublöð eru áprentuð fyrir
alla framteljendur, hvar sem er
á landinu. Auk nafns og ann-
arra' upplýsinga um framtelj-
anda, er nafn eiginkonu einnig
ritað á framtalið og f Reykja-
vík nöfn og fæðingardagar
barna, innan 16 ára.
— Það hefur líka mikið að
segja að fólk hafi þessi árituðu
eyðublöð með, þegar það kem-
ur til að fá leiðbeiningar hjá
skattstofunni. Það sparar báð-
um aðilum vinnu að nota þau.
— Það er mjög algengt að
fólk týni þessum eyðublöðum
og nái í önnur til skattstofunn-
ar. Þegar það er gert, er nauð-
synlegt að vanda mjög til þess
að fylla út þær upplýsingar,
sem eru á áritaða eyðublaðinu,
þar sem það getur munað mjög
miklu, ef eitthvað af þeim vant-
ar.
TAKA AFRIT.
—• Ég vil sérstaklega hvetja
menn til að taka afrit af fram-
talinu. Bæði getur það verið
þægilegt fyrir næsta árs fram-
tal og svo er það mjög hentugt,
ef skattstofan fer að spyrjast
fyrir um eitthvað atriði, að hafa
afrit við hendina.
— Það eru mörg atriði, sem
eru óbreytt frá ári til árs, svo
sem fasteignamat, fyrning á hús
eign, eigin húsaleigu o. s. frv.
Þetta getur líka minnt á hluti,
sem fólk leggur ekki sérlega á
minnið, svo sem ef menn eiga
eitt skuldabréf, sem annars
kynni að gleymast. Til að allir
geti tekið afrit, er prentaður
nægur fjöldi eintaka af eyðu-
blöðunum. Afritun framtals er
t. d. föst venja hjá öllum endur-
skoðendum, sem sjá um fram-
töl, og öðrum sem fást við það.
TILSÖGN VIÐ
FRAMTAL.
— Það er algengt að fólk þurfi
á tilsögn að halda við framtal-
ið. Hana getur það fengið hjá
skattstjórum og umboðsmönn-
um þeirra. Skattstjórinn í
Reykjavík er til húsa í Alþýðu-
húsinu. Úti á landi eru svo
skattstjórar á Akranesi, ísafirði,
Siglufirði, Akureyri, Egilsstöð-
um, Hellu, Vestmannaeyjum og
Hafnarfirði. Þeir hafa svo um-
boðsmenn í hverjum hreppi,
sem venjulega eru hreppstjór-
arnir, og einnig eru sérstakir
umboðsmenn í kaupstöðum, þar
sem ekki eru skattstjórar.
— Fyrir þá, sem augsýnilega
þurfa á aðstoð að halda við að
fylla út framtalið, veitir skatt-
stofan þá aðstoð, en fyrst og
fremst er ætlazt til að fólk geri
þetta sjálft.
— Fyrir þá framteljendur,
sem eru launþegar og ekki í
neinum atvinnurekstri, eru fram
töl einföld. Þeir þurfa ekki ann-
að en að telja nákvæmlega fram
sín laun og þann frádrátt sem
þeir hafa.
GIZKA Á LAUN.
— Það er mjög aigengt að
fólk gizki á laun sín, í stað þess
að leggja saman eigin kvittanir,
eða fá upp nákvæma tölu hjá
atvinnuveitanda. Það er mjög
strangt tekið á því, þegar þess-
ar tölur eru ekki nákvæmar.
Undanfarin ár hafa verið viður-
lög við þessu, sem nema 15
prósent hækkun. Það er ekki
að hann sé frá 1962, en ekki
frá 1963, sem verið er að senda
út núna.
GEFA UPP SPARIFÉ.
— Það er algengur misskiln-
ingur hjá fólki, að það vill ekki
gefa upp á skattaskýrslu þær
bankainnistæður, sem ekki eru
skattskyldar, svo sem sparifé,
sem ekki er skylda að telja
fram. Það er miklu betra fyrir
fólk að sýna þessa peninga frá
ári til árs. Þeir eru hvort ;sem
er í flestum tilfellum ekki skatt
skyldir og betra að hafa sýnt þá
á skýrslunni, þegar að því kem-
ur að þörf sé á að nota þá. Þá
er það ljóst hvaðan fólk hefur
peninga til t. d. eignakaupa.
— Þá er það nauðsynlegt að
gera fulla grein fyrir tekjum og
eignum barna innan 16 ára, ekki
síður en sínum eigin. Við það
þarf að geta þess hvort böm
eru í skóla.
25 PRÓSENT HÆKKUN.
— Það mikilvægasta, sem
hægt er að ráðleggja fólki við
framtal, er að lesa vel og vand-
lega eyðublaðið og láta ekki
smáa letrið fara framhjá sér. Ef
fólk fyllir út eyðiblaðið af vand-
virkni og samvizkusemi, losnar
það við óþægindi og fyrirhöfn
síðar og mikil vinna sparast á
skattstofunni.
— Það er sérstök ástæða til
að leggja áherzlu á það, að
skattaframtöl einstaklinga eiga
að hafa borizt skattstofunni eigi
síðar en 31. janúar. Þetta er
mjög mikilvægt, þv£ að. ef þau
berast of seint, eru viðurlög 25
prósent hækkun á eignum og
tekjum. Það verður því ekki um
of brýnt fyrir fólki að vera ekki
of seint á ferð.
Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskattstjóri
Á RÉTTUM TlMA
endanlega ákveðið enn, hver
viðurlögin verða núna.
— Allur fjöldi þeirra, sem
telja fram, þurfa ekki um aðrar
tekjur að hugsa en iaunatekjur.
Það er nauðsynlegt að gera sér
ljósa grein fyrir þvf hve miklar
þær eru og hve mikið frá hverj-
um vinnuveitanda, en segja
ekki „frá ýmsum“, eins og er
alltof algengt.
— Þá þarf að telja nákvæm-
lega fram öll hlunnindi og nauð-
synlegt að hafa nákvæmar tölur
um allar bætur, svo sem elli og
örorkubætur, fjölskyldubætur o.
s. frv. Einnig skyldu menn at-
huga vel að telja fram með laun
um slnum laun eiginkonu, og
setja síðan 50 prósent þeirra í
frádrátt.
FASTEIGNAGJÖLD.
— Þeir launþegar, sem eiga
fasteignir og aðrar eignir, þurfa
að vanda til þess að telja þær
fram. Þess ber sérstaklega að
gæta, að gera sér fulla grein
fyrir fasteignamati eignarinnar.
Ef ekkert er leigt út af húseign,
er eigin húsaleiga átta og hálft
prósent af fasteignamati hús-
eignar og lóðar.
— I sambandi við gjöld af
húseign, sem koma til frádrátt-
ar, eru menn bezt settir með
að hafa fasteignagjaldaseðil frá
bæjar- og sveitarfélagi. Þar hafa
menn allar upplýsingar sem þeir
þurfa á að halda, bæði fast-
eignamat húseignar og lóðar, og
þau gjöld, sem koma til frá-
dráttar. Ef menn leita aðstoðar
skattstofunnar við framtal, er
nauðsynlegt að geta sýnt þenn-
an seðil. Þess ber þó vel að gæta
Blaðið mun á morgun
birta ítarlegri leiðbein-
ingar til framteljenda.
Eru þær teknar saman
a f skattstjóranum í
Reykjavík, Halldóri Sig-
fússyni.
Stórfelld aukning n from-
leiðslu freðsíldnr
Eitt það athyglisverðásta í út-
gerðarmálum íslendinga á síðari ár
um er hin stórfellda aukning á fram
leiðslu frystrar síldar. Sést þetta
bezt á þvf, að árið 1960 var fram
leiðsian 3700 tonn en mun hafa
verið á s. 1. ári um 25 þúsund tonn
og er þetta nærri áttföld aukning.
Útflytjendur frystrar sfldar eru
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og
Samband íslenzkra Samvinnufé-
laga. Árið 1960 var framleiðslan
3700 tonn og framleiddi SK af þvf
u.ii 3100 tonn en SÍS um 600 tonn.
Árið 1961 var heildarframieiðslan
18778 tonn og þar af fraraleiddi SH
16,891 tonn.
Á s. 1. ári nam framleiðslan svo
um 25000 tonnum. Um helmingn-
um af þessari framleiðslu hefur
þegar verið útskipað.
Hin frysta stórsíld fer samkvæmt
viðskiptasamningum til Vestur
Þýzkalands, Tékkóslóvaklu, Pól-
lands, Austur Þýzkalands og Rúm
eníu. í fyrra var fryst sfld seld til
Rússlands, en ekki hafa enn verið
gerðir samningar við Rússa um
kaup á henni.