Vísir - 21.01.1963, Síða 8
8
VI S IR . Mánudagur 21. janúar 1963.
VÍSIR
Jtgefandi: Blaöaútgátan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensea
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Slmi 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f.
Evrópa, jboð er ég
Sú ákvörðun Adenauers að halda til Parísar til þess
að ræða við de Gaulle um Bretland og Efnahagsbanda-
lagið sýnir hve alvarlegum augum Þjóðverjar og önn-
ur bandalagsríki líta á hina einstrengingslegu afstöðu
de Gaulle. Lengi hafði verið búizt við því að þegar
að lokaviðræðunum milli Breta og EBE kæmi, myndu
Frakkar reynast þungir í skauti. Fæsta mun hins vegar
hafa grunað, að þeir skytu slagbrandinum jafn kirfi-
-lega fyrir dyrnar og þeir hafa nú gert. Sú yfirlýsing
að Bretar geti sótt um aukaaðild, ef þeir vilja ekki und-
irrita Rómarsamninginn óbreyttan, virðist vera afdrátt
arlaus yfirlýsing um að Frökkum er efst í huga að
halda Bretum utan EBE enn um hríð.
Tvær skýringar hafa verið gefnar á hinni eitilhörðu
afstöðu de Gaulle. Önuur sú, að hann vilji raunveru-
lega ekki þátttöku Breta. Ástæðan sem að baki því
arsamningurinn útþynnist ef Bretar fái þátttöku. Bret-
arsamningurinn útþynnist ef Bretar fái þátttöku Bret-
ar hafa þegar lýst sig fúsa að ganga svo langt til sam-
komulags, að um enga útþynningu er að ræða.
Það, sem raunverulega er talið vaka fyrir de Gaulle
er, að ef Bretar fá þátttöku, hlýtur veldi Frakka og
áhrif innan bandalagsins að minnka. Og hér er átt
við stjórnmálaáhrif þeirra.
Stjórnmálaeining EBE landanna hefur jafnan verið
eitt höfuðmarkmið Rómarsamningsins. Þar hefur de
Gaulle litið á sjálfan sig sem foringja og Frakkland
sem forysturíki. En metin á vogarskálinni myndu
mjög breytast ef Bretar gengju í hópinn.
Hin skýringin á afstöðu Frakka síðustu daga er sú,
að raunverulega sé hér um bragð að ræða. Þetta sé
úrslitatilraun til þess að fá Breta til þess að samþykkja
Rómarsamninginn skilyrðislaust. En sú skýring virðist
ekki á rökum reist, þótt margir hafi talið svo í upp-
hafi.
För Adenauers til Parísar afsannar eina uppáhalds-
kenningu andstæðinga EBE í Evrópu, þá hina sömu og
dr. Frisch hélt fram hér í Háskólanum í sumar, að
Þjóðverjar ætli sér að brjótast til valda í Evrópu í skjóli
aðstöðu sinnar innan EBE. Varla myndi þeim svo annt
um að fá Breta í bandalagið, ef sú væri raunin á.
Afstaða Islands
Þessir atburðir síðustu daga hljóta að hafa áhrif á
afstöðu okkar fslendinga.
Við höfum viljað fylgja Norðurlandaþjóðunum til
tengsla við EBE. Þær munu hins vegar draga umsókn-
ir sínar til baka ef Bretland gerist ekki aðili að banda-
laginu. Svo getur þv! farið, að enn dragist á langinn
að niðurstaða fáist í þessum málum.
Sýnir það að stefna íslenzku ríkisstjórnarinnar hef-
ur frá upphafi verið rétt: að kveða ekki upp úr um
hverjar leiðir væru heppilegastar til tengsla, fyrr en
málin hefðu skýrzt.
Vinsælustu dægurlugu-
plöturnar í dag
V Blaðamaður og
ljósmyndari Vísis
brugðu sér niður
' í Vesturver á dög
unum og var
meiningin að heimsækja hljóð-
færaverzlun Sigríðar Helgadótt-
ur. t>ar var fyrir bráðfalleg, ung
stúlka að nafni Kristín Þor-
steinsdóttir, og tók hún að sér
að fræða okkur um tónlistar-
smekk unga fólksins. Vinsæl-
asti söngvarinn hjá unga fólk-
inu er tvímælalaust Presley, og
á eftir honum koma ýmsir, eins
og t. d. Chubby Checker, Fats
Domino, sem á sífelldum 'vin-
sældum að fagna, og Cliff Ric-
hards, sem vann hjörtu unga
fólksins hérna, að minnsta kosti
stúlknanna, með mynd sinni
The young ones. Gítarleikarinn
Duane Eddy er einnig stór
stjarna.
Margir eru þeir fleiri, sem
eiga vinsældum að .fagna, en
það er með þá flesta eins og
lögin, sem þeir syngja, þeir birt-
ast og hverfa svo fljótt að það
er ekki nema fyrir sérstaka dans
lagaunnendur að fylgjast með
ferli þeirra allra. Það er erfitt
að segja hver eru nýjustu og
vinsælustu lögin, þannig að öll-
um líki, og séu sammála. Oftast
nær hrista einhverjir höfuðið og
hugsa sem svo, þetta hefir ver-
ið tekið saman á Elliheimilirtu.
En.samkvæmt beiðnum þeim,
er þriðjudagsþættinum bárust
síðast, þá er -*•* ■■
nr. 1: Limbo rock, sungið af
Chubby Checker
nr. 5: Limbo dans, Checker.
Því til samanburðar er svo
vinsældalisti Bretanna, og þar
er nr. 1 Dance on, /sem The
nr. 2. Vinarkveðja, Haukur Shadows Ieika, 2 Return to send
Morthens er, Presley, 3. The next time,
nr. 3: Return to sender, Presley Cliff Richards, 4. Sun Arise,
nr. 4: Blátt lítið blóm eitt er,1 Rolf Harris, og nr 5 er Cliff
Morthens — og með Bachelor boy.
Bb %
Afgreiðslustúlka í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur
með nokkrar vinsæíar plötur.
^□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□(□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□'
CLIFF RICHARDS
— og félagar hans
m
Enski söngvarinn Cliff Ric-
hards er mjög ofarlega í hópi
skemmtikrafta erlendis. Það var
lagið Livin Doll, sem hann söng
í fyrstu kvikmynd sinni, „Seri-
ous charge“, sem kom honum
„á toppinn“, og vann honum
jafnframt gullplötu, því að plata
með laginu seldist í meira en
milljón eintökum. Cliff er fædd-
ur á Indlandi 14. okt. 1940 og
fluttist til Englands 8 ára gam-
all.
Aðaláhugamál hans voru í
fyrstu alls konar íþróttir, en
fíjótlega fékk tónlistin yfirhönd-
ina. Hann stofnaði sjálfur litla
hljómsveit og kölluðu þeir sig
The Drifters. Cliff varð fljótlega
heimsfrægur, en lengi vel voru
hljómsveitarmenn aðeins kallað-
ir náungarnir, sem léku með
Cliff Richards. Seinnipart sum-
arsins 1960 sendu fjórmenning-
arnir frá sér plötu með gítarlag-
inu Apache, sem var í hvorki
meira né minna en sex vikur
efsta lag á vinsældalista Breta
og Bandaríkjamanna.
Síðan hafa þessir ungu menn
stormað með hvert lagið af öðru
og öll orðið feikilega vinsæl.
Undir nafninu The Shadows
hafa þeir ásamt Cliff Richard
orðið ein vinsælasta „Beat“-
hljómsveit heims, og farið 1
margar hljómleikaferðir, um Ev-
rópu, Ástralíu, Nýja-Sjálands o.
fl.
Hvarvetna hefur þeim verið
frábærlega vel tekið, og plötur
þeirra selzt eins og heitar pyls-
ur á knattspyrnukappleik. Alls
hefur Cliff sungið inn á 7 long
play plötur og leikið í 4 kvik-
myndum, auk þess hefir hann
sungið inn á aragrúa af 45 snún
inga plötur og hlotið 9 silfur-
plötur sem viðurkenningu.
Fremri víglína The Shadows
'er óbreytt frá því sem var þegar
þeir fyrst komu saman, „sólóið“
glymur frá Hank B. Marvin, og
Bruce Welch þrumar „ryth-
nann“. Þær breytingar hafa orð
ð að Brian Bennett situr nú í
trommustólnum og „Liquorice"
Locking, er með bassagítarinn.
En hljómur þeirra og taktur er
enn sá sami, og þeir eiga áreið-
anlega eftir að koma með fleiri
plötur, sem vekja á sér athygii.
Cliff Richards og félagar.
*