Vísir - 21.01.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 21.01.1963, Blaðsíða 10
in 'V' V í S I R . Mánudagur 21. járfúár Loftfesting Veggfesting 1ÍVM1M Mælum upp Setjum upp SIMI 13743 LIWDARGOTU 2.5 P H A Subsiday of KÆLI ILCO Ford Montor Company SKÁPAR Höfum fyrirliggjandi margar stærðir af Philco kæliskápum. Allt frá 4.5 cub.ft. til 12,2 cub.ft. Sendum í póstkröfu um allt land. Útsölustaðir í Reykjavik: . Jqhnson & Kaaber h/f Sætiin 8 — Sími 24000 usHfflueuuiii Hafnarstræti 1 - Sími 20455 íþróttir — Framhald af bls. 2. í ár. en nokkur ljóður á ráði þeirra er óþarfa skotgræðgi flestra leik- manna, sem að vísu kom ekki að sök nú, en mun reynast bagaleg gegn flestum liðum öðrum, ef henni heldur áfram. Leikgangurinn í þessum leik var í stuttu máli sá, að Haukar tóku þegar forystu og juku hana allt til leiksloka, en í hálfleik var staðan 23:11, en síðari hálfleikur var jafn- vel enn meira burst, 21:6. Margir leikmenn Hauka eru mjög góðir og er ekki nokkur vafi á, að hér er lið, sem á nokkra fram- tíð fyrir sér. Beztir skotmanna eru Viðar Símonarson og Ásgéir Magn- ússon, en styrkir menn fyrir liðið Hörður Jónsson, fyrrum landsliðs- maður með FH og Sverrir Jónsson. Ekki fannst mér hinn nýi landsliðs- markvörður, Karl Jónsson nógu sterkur, enda þótt lítið reyndi á hann, en samt áttu Breiðabliks- menn of auðvelt með að skora hjá honum oft á tíðum. Beztir hjá Breiðablik voru þeir Reynir Jónsson, sem hefur gott auga fýrir leiknum, Grétar Ingólfs- son og Sigmundur Eiríksson. Dómari var Gylfi Hjálmarsson. í seinni leik sínum í 2. deild um þessa helgi brugðust Haukar al- gjörlega. Valsmenn mættu þeim með fádæma hörku, börðu frá sér og spörkuðu eins og l£f lægi við. Haukar tóku ekki undir þetta spil, en misstu leikinn úr höndum sér og horfðu aðeins á þegar Valsmenn skoruðu. Dómarinn, Pétur Bjarna- son, hleypti leikmönnum þarna upp með alltof mikla hörku, t. d. urðu áhorfendur tvívegis vitni að því, þegar Valsmaður greiddi Hafnfirð- ing högg á heldur lævísan hátt og í eitt skiptið sparkaði ungur, og til þessa talinn efnilegur leikmaður, í andlit Hafnfirðings, sem að vísu hafði brotið á honum, en afsakar þó ekki afbrotíValsmannsins. Báð- um þessum mönnum var vísað út af £ 2 mínútur. Valsmenn skoruðu mjög ört til að byrja með og komust í 7:3, 12:5 og í hálfleik hafði munurinn enn aukizt í 17:9. Haukar náðu allgóð- um kafla fyrri hluta seinni hálf- leiks og skoruðu 7 mörk £ röð, minnkuðu forskot Vals úr 18:9 í 18:16 og gerðu leikinn allspenn- andi fyrir vikið. Valsmenn komust þó £ 20:16 og undir lokin tókst þeim að ná algjörri yfirhönd, — án þess að beita hinum fáránlegu sóða brögðum, sem þeir höfðu óspart notað áður, og unnu með 26:18. Beztir Valsmanna voru Sigurður Guðjónsson að mestu ósmitaður af hörkunni — en vel leikandi og lip- ur, Bergur Guðnason og Egill mark vörður, en með þvf að leika eins og Valsliðið bezt getur, hefði sig- urinn orðið stærri. Af Haukum voru beztir Sverrir, Ásgeir og Hörður en Viðar naut sfn ekki fyllilega. Pétur Bjarnason dómari sá of lit- ið af þvi sem leikmenn brutu af sér og hleypti leiknum úpp á tfma- bili svo úr hófi keyrði. Firmakeppni T.B.R. Firmakeppni Tennis- og badniin- tonfélags Reykjavíkur er nýlega hafin og tekur mikill fjöldi fyrir- tækja þátt í henni eða nokkuð á annað hundrað talsins. Keppnin er með forgjafarsviði og eru leikirnir þvf yfirleitt mjög jafnir og úrslit tvísýn. Keppt er eingöngu í tvíliða- leik. Eins og áður er keppnin útslátt- arkeppni og falla þvf úr þau fyrir- tæki, sem tapa leik. , Þegar eftir standa 16 firmu ósigr- uð, verður efnt til sérstaks úrslita- móts, og fer það væntanlega fram f Valshúsi laugardaginn 26. janú- ar n.k. Keppt er um fagran silfurbikar, sem Leðurverzlun Magnúsar Víg- lundssonar gaf, og er það farand- gripur. En auk hans hlýtur það fyr- irtæki, sem sigrar í mótinu, áletr- aðan silfurbikar til eignar, og einn- ig hlýtur það firma, sem verður í 2. sæti, eignarbikar. í sambandi við keppnina hefur Herrabúðin við Austurstræti boðið félaginu aðstöðu til gluggasýning- ar. Þar má m. a. sjá verðlauna- bikarana þrjá, sem keppt er um, og nöfn allra fyrirtækjanna, sem þátt taka f keppninni. Auglýsið í VÍSI Bridge: Sveltakeppni T.B.K. í 1. fl. Nýlega er lokið sveitakeppni í I. flokk hjá Tafl- og Bridgeklúbbn um með þátttöku 10 sveita og slgr aði sveit Tryggva Gíslasonar með 43 stigum. Sveitina skipa þessir menn: Tryggvi Gíslason, Ólafur Guttormsson, Magnús Ingimars- son, Ólafur Magnússon, Páll Bergs son, Guðlaugur Nielsen. 2. sveit Sigurleifs Guðjónssonar 40 st. 3. sveit Eiðs Gunarssonar 33 st. 4. sv. Dagbjarts Grímssonar 32 st. 5. sv. Péturs Einarssonar 31 st. 6. sv. Jónasar Jónssonar 26 st. 7. sv. Guðm. Jónssonar 21 st. 8. sv. Bald urs Guðmundssonar 21 st. 9. sv. Hjálmars Hjálmarssonar 18 st. 10. sv. Gísla Sigurkarlssonar 5 st. — Nú er hafinn sveitakeppni meist- araflokks og er spilað á fimmtu- dögum og annan hvorn mánudag. Nærfatnaður Karlmanna og drengja fyrirliggjandi. L H Muller Ódýrt KULDASKÖR og BOMSUR VERZL. C? Mi' 15285 Vélvirkjar Viljum ráða nokkra vélvirkja, helzt vana dieselvélaviðgerðum, nú þegar. BIÖRN & HALLDÓR hf. Vélaverkstæði, Síðumúla 9 — Sími 36030. VÖRÐUR - HVÖT - HEIMDALLUR - ÖÐIMN SPILAKV0LD! Spilakvöld halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík þriðjudaginn 22. janúar í Sjálfstæðishúsinu kl. 20.00 DAGSKRÁ: 1. Spiluð félagsvist. 2. Ávarp: Prófessor Ólafur B \ 3. Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrættinu. 5. Kvikmyndasýning. Sætarniðar afh'mtir í skrifstofu Sjálfstæ^'sfloksins í dag kl. 5—6 e. I Húsið opnað kl. 20.00. - Lokað kl. 20.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.