Vísir - 21.01.1963, Page 16
BBQ Skemmtanalíf unga fólksins
Mánudagur 21. janúar 1963.
Tvær myndanna sem fylgja greininni birtast hér. Texti þessarar er: Kan afdede læger helbrede syge folk?
POUTIKEN RÆDIRANDA
LÆKNINGAR Á ÍSLANDt
■.
Præsterne er ikke snæversynede
í gær birti Politiken stóra
grein um þær deilur sem undan
farið hafa átt sér stað hér á
Iandi um andalækningar og
framhaldslífið. Er greinin rit-
uð af fregnritara Politiken á ís-
landi, Ólafi Gunnarssyni og
prýða hana þrjár skopmyndir,
teiknaðar af aðalteiknara blaðs
ins Bo Bojesen.
í greininni segir að tilefni til
umræðnanna hafi verið'það að
nær helmingur sjúkrahúslækna
Reykjavíkur hafi lagt niður
störf 1. nóvember sl. Þá hafi
ríkisútvarpið talið rétt að láta
að sér kveða í málinu og efnt
til útvarpsdagskrár þar sem sú
spurning var rædd hvort anda-
læknar gætu gert sjúklinga
heilbrigða' með aðstoð miðla.
Rekur höfundur síðan um-
ræðurnar og jákvæð ummæli sr.
Sveins Víkings um þetta atriði.
En kunnasti krabbameinssér-
fræðingur lslands, prófessor
Dungal hafi verið á öðru máli.
En sr. Sveinn hafi ekki staðið
einn að því að halda frgm h}Hf
andalæknanna I Iæknaskortin-
um. Sr. Benjamfn Kristjánsson
á Laugalandi hafi veitt honum
atfylgi í blaðagreinum, en hann
sé einn af fremstu mönnum fs-
lenzkrar guðfraeði.
Sfðasti kafli greinarinnar í
hinu danska blaði ber fyrirsögn
ina: „Spiritist paa prædikestol-
en“.
Þar segir orðrétt:
„Helztu leiðtogar fslenzkrar
kirkju hafa ekki verið sammála
um stefnuna varðandi lækning-
ar með hjálp spiritismans. Bisk
upinn Iýsti þvf yfir á aðfanga-
Framh. á 5. síðu.
Samið um 5 %kauphækkun
Ósamið við
Dagsbrún
á Akureyri
Fyrir helgina samdist um það
milli atvinnurekenda og flestra
verkalýðsfélaga á Akureyri að
greitt verði 5% álag á alla kaup
taxta um óákveðinn tíma frá og
með deginum í dag. Þetta er
ekki fastur samningur og hafa
................................
. verkalýðsfélögin því lausa samn
inga eftir sem áður.
Sfðasti viðræðufundur Dags-
brúnar og Vinnuveitendasam-
bands íslands var haldinn hér
í Reykjavík s. I. fimmtudag og
varð ekki samkomuiag. Þar
mun þó hafa verið rætt um
eigi lakari kjarabætur en sam-
komulag varð um á Akureyri,
en ágreiningur verið um samn-
ingstíma og önnur formsatriði.
Ekki hefur enn verið boðað til
nýs fundar með Dagsbrún
UNGBARN A FLÆKINGI
Um klukkan þrjú í fyrrinótt
vaknaði kona ein, sem býr við
Óðinsgötu, við bamsgrát, sem
henni heyrðist berast utan af
götu. Þegar hún leit út, sá hún,
að það stóð heima — þar var
smábarn, á að gizka tveggja ára,
og kallaði það ákaft á móður
sfna, en hún sást þar hvergi i
nánd. Konan tók barnið inn til
sín og Iét síðan lögregluna vita
Liðu svo margar klukkustundir,
að engin nióðir gaf sig fram, er
kvartaði um barnsmissi, og mun
barnaverndamefnd að Ifkindum
taka þetta mál að sér.
Menntamálaráðh. með
afnámi skemmtanask.
Eins og nýlega kom fram hér
í blaðinu f viðtali við Þorvald
Guðmundsson, hefur ekki orðið
eins mikil aðsókn og menn von-
uðu að skemmtunum þeim f
Lido, sem einvörðungu eru ætl-
aðar ungu fólki Taldi Þorvaldur
miklu mundu skipta í þessu sam
bandi, og jafnvel ríða baggamun
inn, ef afnuminn yrði skemmt-
anaskattur af þessum samkom-
um unga fólksins. Með því yrði
unnt að stórlækka verð aðgöngu
miða, eins og lesa má nánar um
í annarri frétt hér í blaðinu í
dag.
S.l. laugardag gerði Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra
þetta mál að/umræðuefni í Al-
þýðublaðinu og lagðist fyrir sitt
leyti á sveif með þeirri hug-
mynd að afnema skatt af þess-
um skemmtunum, og leyfir blað
Menntamálaráðh. hlynntur ...
ið sér að endurprenta hér eftir-
farandi úr grein ráðherrans:
„Undanfarnar vikur hefur
nokkuð verið rædd opinberlega
mjög virðingarverð tilraun, sem
gerð hefur verið til þess að
halda opnum skemmtistað fyrir
ungt fólk á aldrinum 16-21 árs,
þar sem fyllstu reglusemi er
gfctt í hvívetna. Er hér átt við
hinn glæsilega veitingastað
Lido, sem fyrir skömmu var
breytt í þetta horf. Forráða-
menn staðarins hafa óskað þess
að skemmtanaskattur sé ekki
innheimtur af aðgangseyri að
skemmtistaðnum. í gildandi lög
gjöf er því miður ekki heimild
til þess að fella niður skemmt-
anaskatt af slíkum danssam-
komum, hvort sem þær eru
haldnar fyrir ungt fólk eða full
orðið. Hins vegar eru lögin um
skemmtanaskatt einmitt nú í
endurskoðun, og verður frum-
varpið um breytingar á gild-
andi lögum væntanlega lagt fyr
ir Alþingi, er það kemur sam-
an að nýju síðast í mánuðinum.
Væri óskandi, að samkomulag
yrði um það á Alþingi, að und-
anþiggja heilbrigðar skemmtan
ir, sem eingöngu eru ætlaðar
ungu fólki, skemmtanaskatti“.
BÆNASKJAL FRÁ
UNGA FÓLKINU
Síðastliðinn laugardag voru
staddir í skemmtistaðnum Lido
tveir ungir piltar, Guðmundur
Sæmundsson og Guðmundur
Pétursson, báðir úr Mennta-
skólanum í Rvík, og höfðu
þeir með sér lista, sem þeir báðu
fólk að skrifa nöfn sín á. Yfir-
skrift listans var þessi:
„Við undirritaðir unglingar á
aldrinum 16^-21 árs, förum
þess á leit við ríkisstjórnina að
hún afnemi allan skemmtana-
skatt af skemmtistaðnum Lido
og veiti staðnum ýmis önnur
forréttindi, svo að okkur gefist
kostur á að skemmta okkur á
I. flokks vínlausum stað, en ekki
á 2.-3. flokks stöðum eða vín-
stöðum".
Guðmundur Sæmundsson
Frh á bls í>
Myndin er af Guðmundi Sæmundssyni með 3 af 9 þéttskrifuðum
listum. Fleiri munu eiga eftir að koma frá skólum.