Vísir - 22.01.1963, Síða 7

Vísir - 22.01.1963, Síða 7
V í SIR . Þriðjudagur 22. janúar 1963. 7 Sú tegund ritlistar, sem fylgdi í kjölfar hinnar skelfilegu martraðar síð- ari heimstyrjaldar í Þýzkalandi, getur tæpast flokkazt undir bókmennt ir. Það var miklu fremur skrásetning skelfingarat- burða. í bókum og rétt- arhöldum var fortíðin dregin nakin fram í dags- ljósið í allri sinni hroða- legu mynd og sökinni lýst á hendur helztu naz- istaleiðtogum og minni háttar ófreskjum, svo ^sem „böðlinum“ Heyd- rich og Ilse Koch. En jafn framt því sem hópar nafn togaðra manna voru æ oftar dregnir fyrir opin- bera dómstóla og lýstir sekir um einhv. óhugnan- legustu glæpi mahnkyns- sögunnar, varð stöðugt auðveldara fyrir þýzku þjóðina að líta á sig sem saklaust fórnardýr — fórnarlamb, sem hafði verið í úlfagryfju. Efnahagsundrið breytti .Vestur- Þjóðverjum úr sigruðum óvini í mikilsverðan bandamann. — Aldrei var tekin til meðferðar sú brennandi spurning, hvernig á því stóð, að Hitler og kumpánar hans náðu völdum yfir 80 milljóna þjóð og hvaða persónuleg ábyrgð gæti hvílt á óteljandi þýzkum þegnum — um þetta var ekki einu sinni fjallað í bókmenntun- um. Þegar hinn nýi velgengistími gekk yfir þjóðina, sneru rithöf- undarnir sér — eins og starfs- bræður þeirra annars staðar í ver- öldinni — að kynlífslýsingum og frægðarviðleitni. Svo virtist sem þýzka þjóðin gæti ekki eignazt rit höfunda, sem hefðu hæfileika eða vilja til að taka til meðferðar hina skelfilegu reynslu í sögu þjóðarinnar. En á síðustu tveimur árum hef- ur vaxandi gengi þriggja rithöf- unda — Gíinter Grass, Heinrich Böll og Uwe Johnson — boðað breytingu. Árangur þeirra er Isprottinn af viðleitni nokkurra ungra, alvarlega hugsandi rithöf- unda, — sem flestir tilheyra rit- höfundahópi, sem nefndur hefur verið Gruppe 47, — til þess að kafa undir yfirborðsvelmegun nú tímans til hinnar óþægilegu 'for- tíðar. Sem listamenn hafa þeir skilið, að harmsaga nazistatíma- bilsins er ekki aðeins bundin úlf- unum, heldur einnig daglegu lífi lambanna — þessara mörgu ein- staklinga, sem vegna hugleysis, sjálfsbjargartómlætis eða persónu legrar græðgi létu þetta allt við- gangast. f stuttu máli: sekt hinna nytsömu sakleysingja. Það, sem hvessir rit þeirra og gefur þeim nístandi biturleika, er sú sam- líking, sem þeir sjá milli efnis hyggju nútímans og þess anda, sem einkenndi sókn nazistanna | fram til heimsyfirráða. Það, sem gerir verk þeirra eftirtektarverð, er hinn mikli kraftur, sem þar kemur fram og nauðsynlegur er lil þess að fjalla um svo myrkt og erfitt viðfangsefni. / Gunter Grass. Greiniiegasta dæmið um þetta er hin máttuga byrjandaskáldsaga kjöltu hennar með tánum. Ann- ars staðar verður hann vitni að vexti Þriðja ríkisins, eins og það birtist honum í ýmsum smámynd- um, sem flestar eru spaugilegar. Faðir Oskars gengur í nazista- flokkinn, og þegar hinn nýbak- aði nazisti hlýðir á hina viku- legu flokksmessu síðari hluta laugardags, grípa andnazistarnir að maurarnir hafi fundið nýja hindrun á leið sinni, en þó skjótt fundið nýja krókaleið framhjá herra Matzerath, því að sykurinh, sem rann út úr brotna kassanum, hafði ekki misst neitt af sætleika sínum, enda þótt Rokossovsky hefði tekið borgina Danzig. við konu hans. Og svo einn kald- rn nóvemberdag er það, sem fað- 'v Oskars vermir þakklátur hend- .r sínar við eldinn frá brennandi .ænahúsi gyðinga. Til þess að gera þjóðfélagsút- legð Oskars áhrifameiri en orð hans sjálfs vefur GUnter Grass í sögu sína alls konar táknmáli, ”Snii sem eiga nánustu fyrirmynd sína í Moby Dick Melvilles, sem Grass hefur greinilega lesið með at- hygli. Á þessu táknmáli verður hin illa norn svört, sem býr í öll- um mönnum. Nornin kemur fram VgS|Í UV: í hrollvekjandi atriði, þar sem fiskimaður innbyrðir svartan hrosshaus á Norðursjó eins og ekkert sé sjálfsagðara og slítur úr honum augu og tungu til þess Giinter Grass að ala með því ála, sem síðar eru bornir á borð fyrir Þjóðverja Heinrich Böll Hin nýja rithöfunda- kynslóð í Þýzkaiandi Tintrumban eftir Gúnter Grass, sem unnið hefur hver verðlaunin á fætur öðrum og vakið reiði um ailt Þýzkaland og Evrópu, Bókin hefur seizt í 150 þúsund eintök- um í Þýzkalandi og mun koma út í Bandaríkjunum á næstunni. Grass, sem er 35 ára gamall fyrr- verandi steinsmiður, er sennilega einhver efnilegasti rithöfundur, sem fram hefur komið í veröld- inni frá stríðslokum. I Tintrumb- unni beitir hann öllum stílbrögð- um frá realisma til súrrealisma og öllum tónbrigðum frá hvísli upp í öskur. Furðulegasta fyrir- bærið f sögu hans er þó sennilega persónan Oskar Matzerath, því að Oskar þessi er sá spéspegill, sem gefur sæmilega skiljanlega mynd, þegar honum er haldið upp gegnt afmynduðum veruleika. Oskar er — eins og Grass — sonur þýzks kaupmanns og fal- legrar pólskrar eiginkonu hans. En ólíkt Grass hættir Oskar að vaxa, þegar hann er þriggja ára. Hann verður ekki hærri en 31 þumlungur. Hann. hefur vit full- orðins manns í barnslíkama, og hinir fullorðnu taka ekki mark á honum. Það, sem hann sér og heyrir, er mynd dvergs af Þriðja ríkinu. Lífsreynsla hans hefst und ir spilaborði foreldranna, þar sem Oskar er umlukinn skógi fót- leggja, og hann sér, hvernig elsk- hugi móður hans Ieitar eftir sem sérstakt lostæti. Á táknmál- inu er skammt á milli hins illa og hinnar gómsætu sjálfsþæging- ar, þegar faðir Oskars er drep- inn af Rússum í kjallara mat- vöruverzlunarinnar. Hann fellur þvert yfir leið maura til brotins sykurkassa, Grass ritar á þá lund, Uwe Johnson Heinrich Böll. Einn hinna eldri rithöfunda í Gruppe 47 er Heinrich Böll, 47 ára gamall, en hann hefur um ára bil sent frá sér athyglisverðar skáldsögur um Þýzkaland, sem flestar eru fremur athyglisverðar fyrir agaða málsmeðferð en list- rænan þrótt. Knattborðsleikur um hálftíu er veigamesta verk hans til þessa. Söguhetjan, Robert Faehmel, er arkitekt, sem einnig á arkitekt fyrir föður, en sá er einkum kunnur fyrir fagra kirkjubygg- ingu. Robert fer ekki til vígstöðv- anna, en verður eins konar eyði- leggingarmeistari. Hann sprengir kirkju föður síns í loft upp, ekki fyrst og fremst vegna reiði út í nazistana, heldur miklu fremur vegna fyrirlitningar á leiðtogum kirkjunnar og bæjarbúum, sem hugsá meira að bjarga merkum byggingum en fórnardýrum naz- istanna. Þegar friður er kominn á, lifir hann einangruðu lífi. Hann sér lítinn mun á hinum nýríku og hinum áður virtu sjálfshyggju- mönnum nazistatímabilsins, sem létu ekki gæsaganginn á sig fá, meðan þeir voru sjálfir með sæmi lega járnslegna hæla. Það, sem gerir bókina eftir- minnilega, er sérstaklega langur einræðukafli. Á meira en 50 blað- síðum hugleiðir móðir Roberts í stíl, sem minnir stundum á Faulkner, hina 50 ára baráttu sína við óvin, sem hún skilur ekki, en sem hún veit, að hefur eyði- lagt bræður sína, tvo syni og þjóðfélagið allt. Hún hleypur allt í einu frá þeirri minningu, er hún sendi bróður sinn í styrjöldina ár ið 1914, og fer að hugsa um, að annar sonur hennar hafi hlotið að verða fyrir gerningum, þegar hann gekk í nazistaflokkinn. — Hvernig gat annars staðið á því? Hún gerði sér það ljóst, að bar átta hennar hófst, þegar hún stai riddaraliðssverði bróður síns í fyrra stríðinu. „Ég tók sverðið hans og auðmýkti það,“ segir hún, „notaði það til þess að skafa ryð og grafa holur fyrir plönturn- ar mínar. Það var ekki hægt að nota það til að taka upp kartöfl- ur.“ Uppreisn hennar hefst, þeg- ar hún reynir að troða sér inn í flutningavagna, sem eru yfirfullir af Gyðingum á leið til Auschwitz — tii þess að vekja athygli á þeim hjá fólkinu í bænum henn- ar, en það hefur kosið að látast ekki taka eftir því, sem er að gerast. Böll er hér að reyna að sýna, að í vitfirrtum heimi er heilbrigð skynsemi vitfirring. — Móðir Roberts er lokuð inni á geðveikrahæli, og þar gerir hún sér loks ljóst, hver hinn raun- verulegi óvinur hennar er. Það eru ekki nazistarnir, mannvonzk- an holdtekin, heldur sjálfsþóttinn — sem fólgin var í því að vilja heldur líta undan en stofna til vandræða. Uwe Johnson. Á sama hátt og Böll og Graás — og flestir þeir rithöfundar, sem tilheyra Gruppe 47 — lítur Uwe Johnson (28 ára gamall) á Þýzkaland nútímans sem hættu- lega afleiðingu fortíðarinnar. Helzti skotspónn hans er þó miklu fremur hin misskilda nú- tíð en fortíð. Johnson, sem er fæddur og upp alinn í Austur- Þýzkalandi, fluttist (hann vill ekki heyra minnzt á flótta í þvi sambandi) vestur fyrir árið 1960 og hefur orðið frægur fyrir bæk- ur sínar um Austur-Þýzkaland og samskipti manna yfir landa- mærin á milli austurs og vesturs. Samkvæmt bókum Johnsons eiga Þjóðverjar um heldur ömurlegar leiðir að velja, Austur-Þýzka- land er lögregluriki, ekki eins af- leitt og Vestur-Þjóðverjar álíta, en samt enginn staður til að búa á. Vestur-Þýzkaland, enda þótt frelsi sé þar mikið, er eitrað af sjálfsþótta, efnishyggju, sem horfir fram hjá fortíðinni, og til- gangsleysi. Til þess að komast eins langt og hægt er með grundvallarsjón- armið sín hefur Johnson sögu- þráðinn eins einfaldan og fram- ast er kostur. Hugleiðingar um Jakob, sem gefin verður út í enskri þýðingu í marz, fjallar um líf austur-þýzks jámbrautarstarfs manns. Þrlðja bókin um Achim segir frá því, hvers vegna þriðja bókin um Achim var aldrei skrif- uð. Vestur-þýzkur rithöfundur að nafni Krasch tekur að safna efni í ævisögu um frægan hjólreiða- kappa, sem ekki hefur verið skrif að mikið um. En það, sem vakið hefur áhuga 'íraschs á Achim, geymir ekki nógu mikla þjóðfé- lagsbjartsýni til að falla í kramið hjá austur-þýzkum útgef’ndum. En Johnson hefur einstakt lagt á að vekja skilning lesenda á til- raunum sínum. Stundum talar Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.