Vísir - 23.01.1963, Síða 9

Vísir - 23.01.1963, Síða 9
V1SIR . Miðvikudagur 23. janúar 1963. 9 Gunnar Thoroddssen: I GOÐÆRI Jöfnunarsjóður ríkisins. Á Alþingi 1930 fluttu þing menn Alþýðuflokksins frum- varp til laga um jöfnunarsjóð ríkisins. Tilgangur þessa frumvarps var sá að leggja til hliðar í sérstakan sjóð nokkuð af umframtekjum rík isins, þegar gott væri í ári. Úr þessum sjóði skyldi verja fé til verklegra framkvæmda, „þegar atvinnubrestur er hjá verkalýð landsins og aftur- kippur í framkvæmdum“. í illu árferði minnki tekjur rík- issjóðs og borgist verr, en at- vinnurekstur dragist saman. Væri þá til sjóður frá góðu árunum, mætti til hans grípa og auka framkvæmdir ríkis- sjóðs til að bæta úr vinnu- bresti hjá verkalýð landsins. í framsögu.æðu kvað Har- aldur Guðmundsson, fyrsti flutningsmaður, það vera til- gang frumvarpsins, að fé til verklegra framkvæmda „verði meir notað, þegar at- vinnubrestur er, en aftur á móti heldur dregið úr opin- berum framkvæmdum, þegar atvinnulíf er fjörugt og nægi- leg atvinna". Sú meginhugsun, sem í frumvarpinu fólst, fékk góð- ar undirtektir hjá mörgum þingmönnum. Magnús Jóns- son prófessor sagði m. a.: „Á bak við þetta frumvarp liggur heilbrigð hugsun“. „Ég býst við, að flestir geti fallizt á þá hugmynd, sem á bak við þetta frumvarp liggur. í henni felst almennur sann- leikur, sem jafnt á við ríkis- bú og önnur fyrirtæki að nota tekjur góðæranna til að fleyta sér yfir erfiðari árin“ Jón Sigurðsson á Reyni- stað tók undir það með flutn- ingsmanni, „að nauðsyn beri til að jafna framkvæmdum ríkisins milli áranna og koma þannig í veg fyrir það böl og það atvinnuleysi, sem erfiðu árin hljóta að hafa f för með sér, ef ekkert er gert til að afstýra því“. Samstaða um megintilgang. En þótt samstaða væri um megintilgang frumvarpsins, greindi menn á um ýmis ákvæði þess. Sumir vildu hafa aðra viðmiðun við ákvörðun þess, hve mikið skyldi leggja I sjóðinn, viláu binda fastar það fé, sem í hann væri lagt, nota fé sjóðs- ins einnig til að greiða tekju- halla, sem verða kynni hjá ríkissjóði og til að greiða aukaafborganir af ríkisskuld- um o. s. frv. Lögfest 1932. Frumvarpið um jöfnunar- sjóð náði ekki fram að ganga á Alþingi fyrr en 1932. Þá var hann lögfestur, en all- mjög breyttur frá því sem lagt var til 1930. Voru flutn- ingsmenn ekki ánægðir með breytingamar. Hins vegar taldi Jón Þorláksson frum- varpið. eins og það þá var orðið. fela að talsverðu leyti í s. „þær grundvallarreglur, sem þarf að fylgja til þess að fjármálastjórnin verði heilbrigð hér í okkar landi. þar sem afkoma atvinnuveg- anna og ríkissjóðs er svo mismunandi frá ári til árs“ Tillögur Sjálfstæðismanna. Um svipað Iéyti og umrætt frumvarp var til meðferðar á Alþingi, var sama hugmynd sett fram af öðrum. Jón Sig- urðsson á Reynistað mun hafa hreyft því þegar árið 1929, að taka af tekium góðn áranna til hallærisáranna. Og ungir Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra Sjálfstæðismenn tóku upp í stefnuskrá sína um þessar mundir, „að nokkur hluti af tekjum góðæra verði lagður til viðlagasjóðs, er síðar verði varið til að bæta af- komu erfiðu áranna“. Draumur Faraós. Það hefur verið hygginna manna háttur allt frá dögum Faraós og Jósefs, að geyma frá góðæri til mögru áranna Faraó dreymdi draum um hin ar feitu kýr og hinar mögru. Jósef réð drauminn svo. að sjö vænu kýrnar merktu sjö góð ár, og mundu þá verða miklar nægtir um allt Egipta- land. En sjö mögru kýrnar merktu sjö hallærisár, sem mundu eftir þau koma, og mundi þá hungrið eyða land- ið. Og fyrir því réð Jósef konungi Egipta til þess að safna vistum í nægtaárun- um, og vistirnar skyldu vera forði fyrir fólkið og landið á hallærisárunum sem á eftir myndu koma. Faraó hlýddi ráðum Jósefs. Og sjö nægtaárin liðu á enda, og sjö hallærisárin gengu í garð. Var þá hallæri í öllum löndum, en í öllu Egiptalandi var brauð. Söfnum ! kornhlöður á íslandi. Á Islandi er unnið að því jafr. og þétt að búa svo í haginn með nýjum og afkasta miklum framleiðslutækjum, að til atvinnuleysis þurfi aldrei að koma. En þrátt fyr- ir alla þá viðleitni geta dunið yfir ógæftir, aflaleysþ mark- aðstregða, verðfall og ýmiss konar ólán og óáran. Slíkir atburðir hafa því miður oft- lega að höndum borið í sögu landsins. Þegar úr atvinnu kynni að draga af þessháttar orsökum, kæmi sér vel fyrir verkamenn og iðnaðarmenn, — fyrir þjóðina alla, — ef ríkið ætti þá gildan sjóð frá góðu árunum til þess að auka framkvæmdir og skapa vinnu. Lögin frá 1932 um Jöfnun- arsjóð hafa ald.ei komið til framkvæmda. Á árinu 1962, þegar þrjátíu ár voru liðin frá lögfesting þessarar hyggilegu hugmyndar varð töluverður tekjuaf: mgur hjá ríkissjóði. Það væri ráð að leggja nú álitlega fúlgu af þessum tekjuafgangi í Jöfnunarsjóð- inn og safna bannig í korn- hlöður til mögru áranna. f á að safna í kornhlöðu til erfiðu áranna Söngkona frá Lettlandi ^ermena Heine-Wagner sópr- ansöngkona frá Lettlandi söng á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói s.l. mánudags kvöld. Kona þessi hefur sem maður segir feiknahljóð, og ef- laust fögur að margra áliti. Én því ber ekki að leyna, að undir ritaður varð eigi snortinn djápri hrifningu af framköllun hennar á nokkrum ljóðalögum eftir Kalnin, Shaporin og Rachmanin- ov, og enn síður Der Nussbaum. Mondnacht og Widmung eftir Schumann, sem enginn getur þó neitað að er töfrandi músik. Yfirborðs tilfinningasemi óperu- söngvarans átti þar ekki heima, en henni var beitt í svo ríkum mæli, að það hvarflaði iafrwe: að manni að um skopstælingu væri að ræða. Það er auðvjtað ekkert nýmæli, að lungnaþol Friggjar og Brynhildar eigi illa við tær og upphafin ljóðalög sem þessi. En því frekar skulu gerðar kröfur að hetjusönevar- ar þekki takmörk sín, og ráðist ekki inn yfir þau heilögu vé að óþörfu. að er annars óneitanlega dá- lítið undarlegur smekkur sem lýsir sér í slfkri efnisskrá sem frk. Heine-Wagner bar þarna á borð. Fyrir utan að bað hlýtur að fara í taugarnar á hverjum sæmilegum manni að sjá meistaraverk Schumanns falin á milli annars og þriðja flokks afurða Shaporins og Rachmaninovs, tekur út yfir all- an þjófabálk þegar tiltölulega virðulegu públikkum er boðið upp á skrumskælingu Gounods á Cdúr prelúdíu Bachs. bað er að segja Ave Maria eftir Bach Gounod. Einhvern veginn var Trúamsóknir i Mússiandi Eins og kunnugt er, leituðu 32 rússneskir bændur hælis í banda- ríska sendiráðinu í Moskvu, ekki alls fyrir löngu. Töldu þeir sig hafa orðið fyrir trúarofsóknum. Flótta- mennirnir sem eru frá Síberíu til- heyra evangeliskum trúarflokki Fólkinu leið auðsjáanlega mjög ég farinn að halda, að svoleiðit kæmi ekki framar fyrir á skemmtunum okkar gamla og góða Tónlistarfélags. Því ber ekki að neita, að frk. Heine Wagner hefur til að bera marga kosti, sem hljóta að auðvelds henni meðferð óperuhlutverka Epda var söngur hennar í nokk: um aríum eftir Verdi, Wa'gner Bizet og fleiri það bezta serr frá henni heyrðist þetta kvöld En alltaf finnst mér óperusöng ur með píanóundirleik fátæ>< legt heyrnarspil ekki sízt begai Díanóleikarinn er iafn litlaus og stirðlegur og í höndum Vilinu Zirule sem ,aðstoðaði“ Heine Wagner Leifur Þórarinsson. illa. Það var ráðalaust og hjálpar- vana, tötralega klætt, og nokkur barnanna voru sjúk og þörfnuðust umönnunar. Þrátt fyrir grátbænir og skír- skotanir til Krists, var ekkert hægt að gera fyrir veslings fólkið, og var það þvi selt í liendur Rússum að gefnu mjög vafasömu loforði um að ekkert skyldi annað gert en að senda það heim. Bandaríska sendiráðinu var tilkynnt að fólkið yrði flutt ti) nálægs hótels, en þeg ar síðar var haft samband við hótel ið, neitaði það allri vitneskju, og fer þá málið að liggja nokkuð ljóst fyrir. Flóttafólkið var sannfært um að ef Rússar næðu því aftur yrði það ýmist skotið. kastað I fangelsi, eða börnin tekin frá því Bandaríska' sendiráðið er bundið lagaákvæðum og var bví ekki um annað að ræða en að láta Rússa vita Rússar skýrðu frá bví að alþýða I Rúss- landi, yrði ekki fyrir, ofsóknum vegna trúar sinnar en þeir skýrðu ekki frá því hvers vegna þetta fólk lagði á sig 4 sólarhringa erfiða ferð, til þess að leita hælis í er- lendu sendiráði. Að sögn rússnesku stjórnarinnar er fólkið nú komið heim til sín eftir að hafa farið f „skemmtiferð“ um Moskvu, en enginn frá banda- ríska sendiráðinu né aðrir, hafa heyrt eða séð það síðan. lýr hérnðslæknir í SigSsjfírði Þann 23. des. sl. var skipaður nýr héraðslæknir í Siglufirði, en hér hafa þjónað settir læknar síð- an fyrrverandi héraðslæknir Hall- dór Kristinsson Iét af störfum fyr- ir 3 árum vegna aldurs. Hinn nýi hérað'lreknir er ungur maður, Sig- urður Sigurðsson frá Sveinseyri í Tálknafirði. en' hann hefur gegnt embættinu síðan 1. júlí sl. Siglu- 'iaðarkaupstaður hefur nýlega keypt stórt íbúðarhús sem fram- vegis verður emoættisbústaður héraðslækns. en erfiðleikar í hús- næðismálum hafa valdið lækna- skorti her að undanförnu. — ÞRJ.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.