Vísir - 23.01.1963, Side 16

Vísir - 23.01.1963, Side 16
 Röðulsmenn á bnfnvegi 18 skip i smíium fyrirls- í morgun var birtur í London hinn ársfjórðungslegi listi Lloyds yfir skipabyggingar í heiminum. Barst Vísl í hendur eintak af listanum í morgun. Þar kemur fram að íslending ar eiga nú 18 skip í byggingu erlendis. Flest eru þau byggð í norskum skipasmíðastöðvum eða alls 15 og er smálestatala þeirra saintals 2.845. (tons gross). Eitt skip. 499 Iestir að stærð er í byggingu í Vestur Þýzkalandi, eitt 155 lestir I I-Iollandi og eitt, í Svíþjóð, 170 lestir að stærð. Samtals er smá lestatala þeirra íslcnzku skipa seni nú eru í smíðum crlcndis 3.669 tonn. Alls eru nú 1423 skip í smið um í veröldinni. í skýrslunni kemur fram að skipasmíðar hafa minnkað í heiminum síð- asta ársfjórðung sem nemur 42 þúsund tonnum frá þriðja ársfjórðungi 1962. Nú eru alls i smiðum 181 oliuskip. Eru þau smíðuð fyrir Bretland, Noreg, Japan og Liberiu að meginhluta. Ssx drukknir Síðustu dagana hafa nokkur brögð verið að því að Iögreglan hefur haft hendur í hári ölvaðra ökumanna. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Vísi, voru miklu fleiri öku- menn teknir drukknir við stýrið á árinu sem leið heldur en nokkru ári áður. Enn virðist þessi ósiður vera í fullum gangi og um síðustu helgi tók lögreglan 5 drukkna öku- menn við akstur og þann sjötta tók hún í gær. Allir skipsmenn af Röðli sem fengu eitrun á dögunum eru á batavegi. nema einn þeirra. Brynj- ar Valdimarsson, sem liggur í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, er þungt haldinn og rænulítill. Er hann talinn í hættu þar sem ofan á eitrunina hefur nú bætzt að hann hefur veikzt af bronchitis. Félagi hans, Reynir Jensson, sem einnig er I sjúkrahúsi í Vestmanna eyjum, fór á fætur í gær og er að verða góður. Þeir tólf Röðulsmenn, sem hafa legið í Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík, eru allir á batavegi. Einn þeirra fór heim til sín í gær og sumir hinna munu fara að hverfa heim á næstunni. íþróttamaður ársins íþróttafréttaritarar dagblaðanna í Reykjavík völdu í gær íþrótta- niann ársins og varð Guðmundur Gislason fyrir valinu, Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í gær, þegar Atli Steinarsson formaður félags iþróttafréttaritara afhenti Guðmundi verðlaunagripinn. i—■—■—■ ............... Tvö umferðarslys Tvö umferðarslys urðu í Reykja- vík skömmu eftir hádegis í gær, en ekki talin alvarlegs eðlis. Um eittleytið í gærdag hljóp 5 ára gömul telpa út á Langholtsveg móts við hús nr. 144 og lenti þar utan í bifreið, sem ekið var eftir götunni. Telpan meiddist eitthvað á höfði og var flutt í slysavarð- stofuna til aðgerðar Nokkrum mfnútum síðar varð bifreiðaárekstur á innanverðum Laugavegi, móts við Ás. í árekstr- 'ínurn meiddist ökumaður annarrar bifreiðarinnar, svo og 9 ára telpa, sem var farþegi. Þau fóru bæði í slysavarðstofuna, en meiðslin ekki talin mikil. Verður síldarvertíðin endaslepp að sinni í nótt veiddist eingöngu smúsíld í bræðslu Það urðu mönnum um, svo allir bátar voru bræðslu, þar sem síldin mikil vonbrigði að síldin á leið í land. Náíega áií- er ekki hæf til annars. sem veiddist í nótt á ur afli þeirra mun fara í Frh & bis 5. Það kom sjómönnum á óvart að sú litla síld sem veiddist sl. nótt var öll smásíld, sem er lít- ilsvirði þar sem hún fer öll í bræðslu. Óttast menn nú að úti sé um stórsfldargönguna í vetur. í samtali við Jakob Jakobsson sem birtist hér á síðunni kemur þó greinilega fram, að enn sé ekki öll nótt úti. Einn af ókost- um þeim sem fylgjir smásíldinni cr að hún ánetjast og voru sjó menn í morgun að vinna að því að hrista hana úr nótinni. Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í morgun og sjást þar þrjár skips hafnir að hrista síldina úr -net- unum. Kantinum og sunnar- lega í Jökuldjúpi var nær eingöngu smásíld. Aflinn var lélegur og í morgun hvessti á miðun Ekki að marka ema uótt Segir Jakob Jakobsson Vísir hafði tal af Jakob Jakobs syni leiðangursstjóra um borð í Ægi rétt fyrir hádegi, og var hann þá staddur á vestanverðu Selvogsgrunni, en Ægir er f hafrannsókna- og síldarleið- angri, sem kunnugt er. Jakob sagði að veiðiútlit væri ekki gott í svipinn, ef dæma ætti eftir því hve mikið magn var af smásild í Jökuldjúpi í nótt, en bætti við að ekki væri að marka eina nótt, alltaf gæti breytzt til batnaðar aftur, og í nótt hefðu bátar frá Vestmanna eyjum fengið stóra og fallega síld rétt fyrir austan Eyjar. Við megum ekki miða allt við Faxa flóa þótt ýmsum hætti til þess, sagði Jakob. Hann kvaðst mest óttast um síldveiðarnar ef um- hleypingatíð yrði á næstunni en hafa trú á því að enn gæti orð- ið góð veiði ef blíðviðrið héld- ist. Jakob sagði að þeir stunduðu kerfisbundnafl rannsóknir á seltu- og hitastigi sjávarins og leituðu síldar um leið á Ægi. Ekki hefðu þeir orðið varir síld ar í Grindavíkursjó og myndu nú færa sig austur eftir alla leið til Vestmannaeyja. Hann sagði að leitarskipið Guðmund ur Péturs hefði leitað síldar í vestanverðum Kolluál í nótt en ekki getað lokið þeirri leit vegna veðurs og væri því ekki útséð um síld þar. Augljós væri að stærsta síldin hefði ekki ver ið með í því sem veiddist f Jökuldjúpi í nótt og e.t.v. væri hún gengin þaðan í bili, en ekki væri Ioku skotið fyrir að hún fengist þar síðar. Það er ekki séð fyrir endann á þessu ennþá, sagði Jakob Jakobsson að lok- um, hvað sem kann að verða. Miðvikudagur 23. janúar 1963. t

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.