Vísir - 08.02.1963, Qupperneq 2
2
V1SIR . Föstudagur 8. febrúar 1963.
Þátttakendur á íslandsmóti
frá Borgarnesi og úr Ölfusi
Tvöföld umferð fekin upp ú
íslundsmötinu í körf uknuttleik
Tvöföld umferð mun halda inn-
reið sína i meistaraflokksleiki
karla í körfuknattleik sem hefst
um næstu helgi. Fyrirkomulag
þetta byrjaði fyrir áramótin í
handknattleik og hefur gefizt vel,
enda þótt mörg Ijón hafi í fyrstu
virzt f veginum.
Skarphéðinn og
Skallagrímur.
íslandsmótið að þessu sinni verð
ur mjög fjölmennt og hefur ekki
fyrr verið jafn fjölmennt. Liðin í
keppninni verða a. m. k. 30 og
keppendur á 4. hundrað taisins.
Þrjú liðanna eru utanbæjarlið,
Skarphéðinn úr Ölfusi, Skallagrím-
ur úr Borgarnesi og auk þess fim-
leikafélagið Björk f Hafnarfirði,
sem tók þátt í mótinu í fyrra, en
er annars ekki þekkt félag.
Aðeins
„áhorfendaleikir“.
KKÍ hefur ákveðið að hafa til
sýnis aðeins meistaraflokksleiki
enda er annað ekki ráðlegt, enda
þótt unglingaleikir geti oft verið
jafnspennandi og vel leiknir. Er
þetta einnig samkvæmt þvf sem
handknattleiksmenn hafa gert nú
f vetur í sambandi við sitt Islands-
mót.
Eins og fram kom hér á síðunni
fyrir skömmu, er mikill hörgull á
færum mönnum til að dæma körfu-
knattleik hér á landi og var aug-
lýst námskeið. Strax nú eftir svo
skamman tíma er byrjað að út-
skrifa dómara, sem hlýtur þó að
vera nokkuð snöggsoðin fræðslu-
starfsemi eins og gefur að skilja,
enda lærast listir dómara ekki i
nokkrum kennslustundum um helg
ar. En hvað um það, þarna hlýtur
að vera skref í áttina að því sem
koma skal.
Margir áhorfendur hafa kvartað
yfir því að þeir skilji ekki reglur
leiksins, sem eru að mörgu leyti ó-
líkar reglum evrópskra knattleikja.
Til að bæta úr þessu verður kom-
ið fyrir i leikskránni þýðing úr
sænskum bæklingi um körfuknatt-
lei';, sem einmitt var ritaður með
það fyrir augum að kynna leikinn
sænskum áhorfendum í sambandi
við POLAR CUP i haust.
Keppnisskírteini.
I vetur verður tekin upp sú nýj-
ung að enginn getur orðið kepp-
andi í körfuknattleik, nema hann
sé handhafi keppnisskírteinis í
körfuknattleik. Er fyrirmyndin
komin frá alþjóðasamtökum körfu-
knattleiksmanna, FIBA, sem gefur
út slík skírteini til milliríkja-
keppna, en fjöldi iandssambanda
hafa tekið þetta upp með góðum
árangri. Þjónar þetta þriþættum
tilgangi. Það kostar peninga að
eignast skírteinið og er þannig
nokkur fjáröflun fyrir heldur fá-
tækt samband, það hjálpar til í
sambandi við lögboðna læknisskoð
un íþróttamanna, og að lokum er
betra að fylgjast með hversu
margir virkir íþróttamenn eru í
körfuknattleik. Er ekki ósennilegt
að aðrar íþróttagreinar taki þetta
siðar upp.
Leikirnir á morgun eru: KR—
Stúdentar og KFR—Ármann, báðir
í ml. karla. Hefjast leikirnir kl.
8.15.
/ dag
Islandsmótið í handknattleik.
Tveir leikir i 1. deild:
VÍKINGUR — FRAM
KR — ÞRÓTTUR.
Síðast þegar Víkingur og Fram
léku vann Víkingur óvæntan sigur
með 26:21 í fyrsta leik Islands-
mótsins, en nú má gera ráð fyrir
mikilli baráttu, ekki sízt þar eð
þessi stig geta verið mjög þýð-
ingarmikil fyrir hvorn aðilann sem
er. Leikur Þróttar og KR ætti að
geta orðið góður og leikur Þróttar
| á dögunum gegn FH gefur góð
'vrirheit.
Staðan í mótinu er þessi:
L U J T M st.
FH 6 5 0 1 167:119 10
Fram 5 4 0 1 148:116 8
Vík. 5 3 1 1 103:102 7
ÍR 6 2 1 3 166:168 5
KR 6 2 0 4 146:162 4
Þróttur 6 0 0 6 119:182 0
STÖKKINN í HJÓNABANDIÐ
Maðurinn á myndinni er heimsmeistari í háskökki, Valerij Brumel, sem
stokkið hefur 2,27 m. og hefur heitið að stökkva 2.30 metra. Stökk
Brumels á þessari mynd er þó ekki síðra 2.27 m stökklnu þvi það er
beint f hjónabandið með þessari myndarlegu fimleikadömu, Svetlönu
Larlnowa. Á giftingardaginn sinn byrjaði Brumel vel og stökk innan
húss f Lenengrad 2.20 mctra, sem gerir afrek Jóns Þ. Ólafssonar 3.
bezta innanhússafrekið í vetur, en það afrek var áður næstbezt á eftlr
afreki John Thomas. Brumel er tvítugur að aldri og er ncmandi við
íþróttaháskólann í Moskvu.
Myndir er tekin úr Ieik ÍSLANDS og SVlÞJÓÐAR í Polar Cup í haust.
Skemmtið ykkur í
Sjálfstæðis
húsinu
Matur framreiddur frá kl. 7. Borðpantanir \
síma 12339 frá kl. 4.
Alliance Francaise
Alliance Francaise heldur skemmtifund í
Þjóðleikhúskjallaranum sunnud. 10. febrúar
kl. 20.30.
Sendiherra Frakka flytur ávarp.
Rögnvaldur Sigurjónsson spilar verk eftir Chopin
og Debussy.
Útvarps- og sjóvarpsstjaman danska, Eugen Taj-
mer skemmtir.
Dansað til kl. 1.
Veitingasalir opnir matargestum frá kl. 19.00.
Stjórnin.
Sölumaður
Mjög arðvænlegt fyrirtæki óskar eftir sölu-
manni, gæti orðið meðeigandi. Tilboð sendist
afgreiðslu Vísis fyrir 12. þ. m., merkt
„sölumaður“.
Bílskúr
Tveggja hæða rúmgóður bílskúr til leigu,
mætti nota sem verzlunarpláss. — Upplýsing-
ar í síma 24034 og 20465.