Vísir - 08.02.1963, Page 4

Vísir - 08.02.1963, Page 4
V1 SIR . Föstudagur 8. febrúar 1963. f 4 Úr hinni nýju verksmiðjubyggingu Kassagerðar Reykjavíkur. Hinn 6. febrúar s.l. voru 30 ár liðin frá stofnun Félags ís- Ienzkra iðnrekenda. Félagið var stofnað að frum- kvæði Sigurjóns Péturssonar á Álafossi, sem boðaði til undir- búningsfundar 27. janúar 1933. Verksmiðjueigendur í Reykjavík og nágrenni, sem til náðist, voru boðaðir á fundinn og mættu fuil trúar fyrir sjö verksmiðjur. Voru allir fundarmenn ein- huga um nauðsyn á stofnun fé- lagsskapar iðnrekenda. Hinn 6. febrúar árið 1933 var síðán stofnfundurinn haldinn, voru stofnendur félagsins fulltrú ar frá 13 verksmiðjum í Reykja- vík og nágrenni. Hlutu sæti í fyrstu stjórn félagsins þeir sömu og skipuðu undirbúningsnefnd- ina, Sigurjón Pétursson, Eggert Kristjánsson og H. J. Hólmjárn. Tilgangur félagsins þá og síð- ar „er að efla og vernda is- lenzkan verksmiðjuiðnað og vera málsvari hans í hvívetna". Það var bjartsýni og stórhug- ur, sem réði stofnun Félags is- lenzkra iðnrekenda. Þess þurfti líka með því fyrir 30 árum voru ekki margir íslendingar, sem trúðu þvi að íslenzkur verk- smiðjuiðnaður ætti mikla og vaxandi framtíð fyrir sér, Hinir voru fleiri, er töldu þann vísi að verksmiðjuiðnaði, sem var þá að skjóta rótum, væri byrði á ins var fyrst og fremst unnið að því að styrkja félagsstarfsem ina inn á við og þreifa fyrir sér um störfin út á við. Félags- mönnum fjölgaði árlega og starfsgetan fór vaxandi. Á stríðsárunum var af ýms- um ástæðum erfitt um vik með mikið félagsstarf, og eftir lok heimsstyrjaldarinnar hóf félagið mjög öfluga starfsemi, sem hef- ur á margan hátt borið giftu- rikan árangur, m. a. í því að kynna þjóðinni íslenzkan verk- smiðjuiðnað, og hlut hans í þjóð arbúskapmmv Viðfangsefnin hafa á þessum árum verið mörg og margþætt. Ekki er rúm til þess hér að rekja sögu Félags íslenzkra iðn- rekenda, en hér skal þó drepið á nokkur verkefni, sem félagið hefur fengizt við á undanförn- um árum. Frá stofnun félagsins og ávallt síðar hefur Félag íslenzkrar iðn rekenda látið tollamálin sig miklu varða. Enda hefur tolla- Iöggjöfin mikil áhrif á sköpun og þróun verksmiðjuiðnaðarins. Var íslenzk tollalöggjöf lengi á flestum sviðum iðnaðinum óhag stæð, og óþægilegur ljár I þúfu. I flestum tilfellum voru hráefni jafn hátt tolluð og fullgerðar iðnaðarvörur og stundum var tollur hærri á hráefnum en til- búnum vörum sömu tegundar. Lagfæring 1 þessu efni þokað ist áfram eftir þvi sem árin liðu, en stæstra sporið I þá átt að bæta tollakjör iðnaðarins var stigið árið 1954 fyrir atbeina F.I.I., en það ár var tollskráin öll endurskoðuð með tilliti til iðnaðarins. Um þessar mundir er unnið að heildarendurskoðun tollaskrárinnar og hefur fram- kvæmdarstjóri F. í. I. átt sæti i nefndinni. Iðnsýningar og önnur kynning á íslenzkum iðnaði hefur frá öndverðu verið eitt af aðal- áhugamálum F. í. I. Mest átak i þessu efni gerði F. I. I. árið 1952 í samvinnu við önnur félagssam- tök með Iðnsýningunni miklu, sem gerbreytti álitl þjóðarinnar á möguleikum iðnaðarins hér á landi. Það hefur því um langt árabil verið dagskrámál iðnrekenda og iðnaðarmanna að hér í bæ yrði sköpuð varanleg aðstaða til iðn- sýningar, en eins og kunnugt er, er enn ekkert húsnæði til í bæn- um, sem hýst getur stórar vöru sýningar. Að lokinni iðnsýning- unni 1952 hófs F.Í.I. handa um undirbúning málsins og árið 1957 var stofnaður félagsskap ur, Sýningarsamtök atvinnuveg- anna, til þess að hrinda máli þessu í framkvæmd. Gerðu þessi samtök samning við Reykja- víkurbæ, um byggingu stórhýsis m a. til sýningahalds, sem nú er að rísa á mótum Suðurlands- brautar og fyrirhugaðs Þvotta- laugavegar, og verður það vænt- anlega fokhelt á þessu ári. Jafn framt skuldbatt bærinn sig til þess að láta í samvinnu við Sýn- svæði á þessum stað og verður samtökum iðnaðarins og stærri iðnfyrirtækjum gefinn kostur á því að reisa þar eigin sýningar skála. Iðnrekendur binda miklar vonir við þessar framkvæmdir, enda verður ekki um það deilt, hve mikilvægt það er fyrir at- vinnuvegina að hafa möguleika á þvi að kynna framleiðsluvörur sínar með venjulegum vörusýn- ingum. Ekki síst er þetta mikil- vægt fyrir hinn unga íslenzka iðnað, sem á tilveru sína undir því komna, að landsmenn skilji að „hollt er heima hvað“ einn- ig er æskilegt að geta haldið sýningar hér heima til þess að kynna erlendum kaupendum framleiðsluvörur okkar. Eitt þýðingarmesta málið, sem F.I.I. hefur barist fyrir var stofn un Iðnaðarbanka íslands h. f., \ sem stofnaður. var af félaginu og Landssambandi iðnaðar- manna. Bankinn hefur nú starf að i 10 ár og hefur reynzt þess megnugur að leysa mikinn vanda fyrir iðnaðinn, enda hafa iðnrekendur og iðnaðarmenn skipað sér um bankann og eflt hann eftir mætti. Er bankastofn unin mikilsverðasti árangur af ágætu samstarfi Landssambands iðnaðarmanna og Félags ís- lenzkra iðnrekenda til hagsbóta fyrir iðnaðinn. Meðal þeirra mála, sem efst voru á baugi hjá F.Í.I. um langt árabil, var að af hálfu hins opin- bera yrði komið fastri skipan á tæknilega fyrirgreiðslu við iðn- aðinn og höfð um það samráð við hlutaðeigandi samtök. Eftir nokkurra ára undirbún- ingsathuganir, þar sem þreifað var fyrir sér um hagfelldasta fyrirkomulag slíkrar fyrirgr- eiðslu var Iðnaðarmálastofnun íslands stofnuð síðla árs 1953 og hefur sú stofnun frá upphafi verið iðnaðinum mikilsverður stuðningur. Eitt þeirra mála, sem efst eru á baugi hjá F.I.I. í dag er efl ing stofnlánasjóðs iðnaðarins, Iðnlánasjóðs. Á síðasta ári var unnið að endurskoðun gildandi laga sjóðsins og mun á næst- unnni verða lagt fram á þingi frumvarp til nýrra laga, er vænt anlega mun miða að verulegri eflingu Iðnlánasjóðs. Þá hefur og verið unnið að þvi, að skapa iðnaðinum hliðstæða aðstöðu til öflunar rekstrarfjár og land- búnaður og sjávarútvegur njóta nú, þ. e. sjálfkrafa Iána úr á framleiðslubirgðir. Hinn kunni brautryðjandi í ís-1 lenzkum iðnaði, Sigurjón Péturs son á Álafossi var formaður F.l.I. fyrstu 12 árin. Á þeim árum haslaði félagið sér völl sem alhliða málsvari verksmiðju iðnaðarins. Síðan var Kristján Jóh. Kristjánsson formaður um II ára skeið, sem var mikill at- hafnatími í sögu félagsins. Núverandi formaður félagsins er Sveinn B. Valfells, en aðrir í stjórn eru Gunnar J. Friðriks- son varaformaður, Hannes Páls- son, Sveinn Guðmundsson, Ás- björn Sigurjónsson, Ámi Jóns- son og Sveinn S. Einarsson. Ólafur Jónsson, skrifar um Vincent Price og John Kerr. Hafnarbió, sýnir um þessar mundir hrollvekjuna Pitturinn og Pendullinn, sem gerð er eft- ir Edgar Allan Poes. Söguþráður: Francis Barnard (John Kerr) kemur til „Castle Medina“ á Spáni, til þess að grafast fyrir um dánarorsök systur sinnar, Elisabeth, ((Bar- bara Steele), sem verið hafði gift spánska aðalsmanninum Nicolas Medina, (Vincent Price) Sama kvöldið kemur til kast- alans Dr. Leon, (Anthony Car- bone), sem verið hafði læknir Elisabeth. Kemst þá Francis að því að Nicolas hafði sagt hon- um ósatt um dánarorsök Elisa- beth og að raunverulega hafi hún dáið úr hræðslu. Grunsemdir þær sem Francis bar í brjósti, blossa nú upp, og hann krefst skýringar á þessu öllu saman. Caterine Medina (Luana Anders) systir Nicolas, sem einnig býr í kastalanum tek gruna bróður hennar, og reyna þau öll að útskýra fyrir honum, aðstæðurnar. Verður heildar- myndin þá frekar óhugguleg. Faðir þeirra Nicolas og Cat- herine, Sebastian Medina, hafi verið grimmdarseggur hinn mesti, og hvergi unað sér nema í kjallara hússins, sem hafði að geyma stóran sal með alls kon pyntingatækjum. Móðir Nicolas hafði verið manni sinum ótrú með bróður hans, og kvöld eitt fór Sebastian með þau niður í pyntingaher- bergið, og myrti þau á hrylli- legan hátt Nicolas sem þá var aðeins barn, horfði á þegar fað- ir hans tók konu sína og múr aði hana inni í smáklefa eftir að hafa pyntað hana. Alltaf síðan hafði Nicolas verið ofboðslega hræddur við kviksetningu, og nú var hann haldinn þeim hræði Iega grun að Elisabeth hafi ekki verið dáin þegar hún var Frh. á bls. 13 in&asarntök $>. ..aíyjnpuygganna hinum aðalatvinnuvegunum. — skipuleggja framtíðar sýningar- /Fýrst'u arin eftír stofnun félags-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.