Vísir - 08.02.1963, Side 6
6
VI S I R . Föstudagur 8. febrúar 1963.
wobskbem
KARLMENN STANDÁ
VEL í TÍZKUSKÓLANIM
Yngsti nemandinn 19
ára, elzti um sextugt
Fyrsta námskeiði TÍZKU-
SKÓLANS fyrir karlmenn er
nýlokið og gekk ágætiega að
sögn stjórnenda skólans. Nem-
endur voru á ýmsum aldri, allt
frá 19 ára til sextugs, námfús-
ir f bezta lagi, áhugasamir og
duglegir.
„Þeir voru ákaflega ánægðir,
og ég held, að þeir hafi haft
mjög gott af nárninu", sagði
Sigurður Jónsson í viðtali við
Vísi í morgun. „Auðvitað er
blessað kvenfólkið alltaf prýð-
isnemendur og þægilegt f um-
gengni, en karlmennirnir gefa
því' lítið eftir. Þeir mæta vel
og leggja sig alla fram, og við
erum fjarska ánægð með ár-
angurinn, Sigríður, konan mín,
og ég".
Þau hjónin, frú Sigríður
Gunnarsdóttir og Sigurður Jóns
son, eru eigendur og skólastjór
ar Tfzkuskólans, fyrsta skóla
þeirrar tegundar, sem tók til
starfa á Islandi. Allir vita, hvf-
lík áhrif hann hefur haft meðal
ungra kvenna hérlendis, en nú
virðast karlmennirnir ætla að
ná þeim f kapphlaupinu.
„^að er þegar upppantað á
næsta námskeið ,sem hefst f
þessum mánuði", sagði Sigurð-
ur Jónsson ennfremur. „Ég veit
þó ekki, hvernig gengur að
koma þeim saman I þetta sinn
— það eru einhverjir erfiðleik-
ar með það, hvort sem það er
• •
af persónulegum ástæðum eða
öðru“.
„Eru karlmennirnir ekkert
feimnir við að stunda nám í
tízkuskóla?"
„Nei, nei, alls ekki. Að vísu
eru þeir ekki mjög hrifnir af
nafninu, en þeim er ljóst, að
kurteisi .snyrtimennska og þægi
leg framkoma er alltaf í tízku
á öllum tfmum og við öll tæki-
færi".
„Og hvað kennið þið þeim
aðallega?"
„Það er nú sitt af hverju
tagi. Til dæmis kennir Lárus
Pálsson leikari framsögn og
gefur þeim ýmsar æfingar til
að bæta talanda sinn. Það hef-
ur gengið vel, og Lárus er á-
nægður með árangurinn, en á
næsta námskeiði ætlum við að
hæta við fleiri tímum f fram-
sagnarkennslu, enda verður það
námskeið lengra, líklega 30
klst. alls".
„Og hvað er kennt lengi í
einu?"
„Tvo tíma á dag. Við ætluð-
um að hafa það annan hvern
dag, en nemendurnir voru svo
kappsamir, að ekki dugði neitt
minna en daglegir tfmar".
„Hvað fleira er svo kennt?"
„Svo kennir Hermann Ragn-
ars danskennari framkomu á
dansstöðum, í kvikmyndahús-
um og yfirleitt á opinberum
skemmtistöðum. Einnig klæða-
burð og fataval. Skúli Nielsen,
rakari, kennir meðferð á hári
.RYÐVORN . ný
ryðhreinsunarstöð
í dag var opnuð í Reykjavík ný
ryðvarnarstöð, „Ryðvörn". Eigend-
ur hennar eru Gylfi Hinriksson og
Jósúa Magnússon og er Jósúa jafn
framt yfirverkstjóri.
Fréttamönnum var í gær boðið
að skoða ryðvarnarstöðina, sem er
í nýjum og vistlegum húsakynnum
að Grensásvegi 18. Eins og nafn
fyrirtækisins ber með sér, er hlut-
Verk þess að verja gegn ryði og
verður það gert með TECTYL efn-
um.
TECTYL er samnefni fyrir efna-
blöndur, þar sem olíum, feiti, vax-
upplausnum og ýmsum öðrum efn-
um er blandað saman við „Polar"
(segul), en Polar var fundið upp í
USA fyrir um það bil 25 árum.
Uppgötvun þessi var talin svo mik
ilvæg, að henni var haldið sem
hernaðarleyndarmáli þangað til nú
fyrir skömmu.
TECTYL er þannig segulmagnað
efni og hefur því þann eiginleika
að ryðja sér braut inn að málm-
um, en um leið ryður það öllu
vatni frá. Það kæfir þvi alla ryð-
myndun, sem kann að vera byrjuð,
en hindrar alla nýja ryðmyndun.
„Ryðvörn" mun eingöngu hafa
á boðstólum TECTYL ryðvarnar-
efni og er það framtíðaráætlun
fyrirtækisins að geta tekið að sér
ryðvarnir hvar sem þeirra er þörf,
en til að byrja með verður það að-
eins með ryðvarnarstöð fyrir bila.
Á verkstæðinu eru öll þau tæki
sem nauðsynleg eru til að hægt sé
að ryðverja bila á hinn fullkomn-
asta og jafnframt á ódýrasta hátt
og má þar nefna gufuhreinsara,
sem hreinsar alla oliu og feiti burt
af undirvagni og úr mótorhúsi áð-
ur en TECTYL er úðað á. Þá er
og háþrýstitæki til þvotta undir
bílnum, innan úr brettum o. s. frv.
Sprautun fer fram á bílalyftu með
þrýstiloftssprautum.
En TECTYL er ekki eilífðar-
trygging fyrir því að bíllinn ryðgi
ekki, sögðu eigendur fyrirtækisins
og lögðu á það áherzlu, það slitnar
eins og önnur efni og því þarf að
endurnýja það með vissu millibili.
Löefræðistört Innheimtur
Fasteignasala
Hermai.n G Jónsson hdl
LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
Skjólbraut l. Kópavogi
og hirðingu þess og segir sitt
álit á því, hvers konar greiðsla
fari hverjum og einum bezt.
Og loks kenna Björk Guðmunds
dóttir, Guðný Árnadóttir og Sig
ríður, konan mín, almenna fram
komu, göngulag, mannasiði,
hreinlæti og snyrtingu, kurteis-
isvenjur o.s.frv."
„Og þið eruð vongóð um
framtíðina?"
„Já, ég held, að það sé á-
stæða til að vera það. Við byrj-
uðum nýtt námskeið i gær-
kvöldi á vegum Æskulýðsráðs
Hafnarfjarðar og höfum f undir
búningi sitthvað, sem ekki er
vert að nefna að svo stöddu.
Og við erum mjög ánægð með
nemendur okkar, jafnt karl-
menn sem kvenfólk".
Wilson sennilega eft-
irmaður Gaitskells
j Stjórnmálafréttaritarar f London
| telja nokkurn veginn öruggt, að
Harold Wilson verði kjörinn leið-
togi Verkamannaflokksins vegna
fráfalls Hugh Gaitskells.
Úrslit í fyrstu atkvæðagreiðslu
urðu þau, að hann skorti aðeins 8
, atkvæði á að fá hreinan meiri hluta
en næst hefur hann aðeins einn
keppinaut, því að Callaghan er úr
leik. Úrslit í annarri lotu verða
gerð kunn næstkcajidi fimmtu-
dag. í fyrstu lotu uSu úrslit þau,
að Wilson hlaut 115 atkvæði,
George Brown 88 og James Cailag-
han 41.
Harold Wilson.
Sigurgelr Sigurjónsson
hæstaréttariögmaður
íYiálflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4. Simi 11043.
Samþykkt voru sem lög frumvörpin um Iandsdóm
og ráðherraábyrgð í neðri deild, og Emil Jónsson,
sjávarútvegsmálaráðherra, flutti stjórnarfrumvarp
um atvinnu við siglingar.
jjmræður um áætlunarráð
héldu áfram í gær, og
kvaddi Pétur Sigurðsson (S) sér
máls fyrstur manna. Pétur hélt
góða ræðu, gaf ýmsar merkileg-
ar upplýsingar um vinnutíma-
stundir verkamanna og ræddi
nokkuð í því sambandi „vinnu-
þrælkun" þá, sem stjórnarand-
stæðingum hefur verið tíðrætt
um að undanförnu.
Of langt mál yrði að rekja
ræðu Péturs ítarlega á þessum
vettvangi, þótt full ástæða væri
til. Verða því aðeins upptalin
helztu atriðin, sem fram komu.
pétur vék fyrst að því hug-
taki, sem nefnt hefur verið
launaskrið, en með því er átt við
þá tekjuaukningu, sem verður
umfram hið fastákveðna kaup-
gjald. Benti ræðumaður á hversu
veigamikill þáttur launaskrið
gæti verið í kaupgjaldsmálum,
og það þá jafnvel enn frekar en
beinar kauphækkanir, sem hing-
að til hefur einna helzt verið
barizt fyrir. Kvað Pétur nauð-
syn á, að koma þyrfti báðum að
ilum, launþegum og vinnuveit-
endum, í betri skilning um þýð-
ingu þessa þáttar. Markmið allr
ar kjarabaráttu ætti fyrst og
fremst að vera aukin framleiðni,
aukin framleiðsla. Fór hann síð-
an inn á kosti ákvæðisvinnunn-
ar og hina góðu reynslu af
henni, sem þegar hefur fengizt
hér á landi.
Með ákvæðisvinnu fengjust
auknar tekjur án lengingar
vinnutíma. Að því bæri þvx fyrst
og fremst að stefna.
Pétur vék síðan næst að þeim
þætti kjara, sem fólgin væri í
fríðindum, og benti á, að meira
tillit þyrfti að taka til þeirra,
þegar rætt væri um kjör og af-
komu verkafólks. Fríðindi eða
ilunnindi hafa
xð sjálfsögðu
•itt að , segja í
eksturskostn-
iði fyrirtækja
>g spurning get-
xr verið um það
yrir báða aðila,
ívort skynsam-
egra sé að
íækka kaup ella
auka fríðindi.
Til sönnunar því hversu fríð-
indi eru mikil hér, gat Pétur
þess, að komið væri fram, að
óunnar greiðslustundir væru
fleiri á íslandi en nokkurs stað-
ar annars staðar.
Ræðumaður fór inn á vinnu-
tíma verkafólks og gaf upplýs-
ingar, sem unnar hafa verið á
vegum vinnutímanefndarinnar
svokölluðu og er þess getið nán-
ar annars staðar í blaðinu (sjá
útsíðu).
Einnig vék Pétur Sigurðsson
nokkrum orðum að samstarfi
kommúnista og Framsóknar-
flokksins.
Gísl; Jónsson (S) tók næstur
til máls og hélt kröftuga
ræðu og kjarnyrta. Snerist ræða
Gísla fyrst og fremst að dag-
skrármálinu sjálfu, þ. e. áætlun-
arráðinu.
Gísli kvað það vera ábyrgðar-
hlutur að leggja fram slíkt mál
fyrir á Alþingi íslendinga, því
það boðaði, með því að ná fram
að ganga, uppgjöf íslendinga við
að stjórna landinu sem sjálf-
stæðu ríki ellegar algjört ein-
ræði. Slíkum áætlunarbúskap
yrði aðeins haldið við með full-
komnu einræði, eða utanaðkom-
andi stjórn. Það sannaði mann-
kynssagan bezt. Ef Iitið væri
til Rússlands eins, þar sem á-
ætlunarskipulagið væri í háveg-
um, þá sæist þar, að það hefði
kostað rússnesku þjóðina millj-
ónir mannslífa og miðaldakúg-
un.
Ef skoðuð er sú reynsla, sagði
Gísli, sem við íslendingar höf-
um af slíku hagkerfi, þá þarf
ekki að fara lengra aftur f tím-
ann en þegar fjárhagsráðið al-
ræmda var við lýði. Reynslan
af því ráði væri brask og svarta
markaður, og af engri íslenzkri
stofnun færi verra orð.
Ef litið er á þessar staðreynd-
ir og margar fleiri, þá væri
ljóst, að áætlunarbúskapur
tryggði engan veginn efnahags-
afkomu þjóðarinnar, ekki sjálf-
stæði hennar né lyfti þjóðinni
á hærra menningarstig. Slfkt
mál bæri því að fella og það
rækilega.
Qísli fór einnig eins og Pétur
inn á þau ummæli Þórarins
Þórarinssonar hér á dögunum
um samstarf kommúnista og
Sjálfstæðisflokksins annars veg-
ar og kommúnista og Framsókn-
ar hins vegar, sem mikið hefur
verið rætt og ritað um. Ekki
er ástæða til að rekja þann þátt
ræðu Gísla, þar sem hann legg-
ur fram staðreyndir fyrir hinu
nána samstarfi þeirra síðar-
nefndu. Öllum almenningi, hvað
þá þeim, sem um stjórnmál
fjalla dag hvern, er löngu Ijóst,
hvernig samstarf kommúnista
og Framsóknar er háttað f
stjórnarandstöðunni. — Að því
samstarfi er þvf ástæðulaust að
eyða mörgum orðum.
. eftir Elleri B: Schram