Vísir - 08.02.1963, Qupperneq 7
V í SIR . Föstudagur 8. febrúar 1963.
7
NÝ VIDHORFIVARNARMÁLUM
Þess er skemmst að
minnast að þegar Kúbu-
deilan stóð sem hæst s.í.
haust bauð Krúsjeff
Bandaríkjamönnum í
fyrstu að gera við þá
samning eða hrossakaup.
— Við skulum flytja all
ar eldflaugar okkar frá
Kúbu, sagði Krúsjeff, —
ef þið flytjið ykkar eld-
flaugar f rá Tyrklandi.
En Kennedy forseti brást sár
og reiður við þessu tilboði og
það virðist mjög skiljanlegt, þar
sem eldflaugabækistöðvarnar í
Tyrklandi voru aðeins útvarð-
stöð evrópskra varna. Það væri
laglegt, ef Rússar væru latnir
komast upp með slík viðskipti,
að stelast fyrst til að koma sér
upp kjarnorkustöðvum á eyju í
Vesturheimi og segjast síðan vera
reiðubúnir til að draga allt til
baka, ef Bandaríkjamenn vildu
vera svo góðir að Ieysa upp varn
ir Evrópu.
Því virðist það sjálfsagt að '
Kennedy neitaði slíkum samning
um, meira að segja í hneykslun-
artón.
Og tveir mánuðir
liðu . . .
En því einkennilegra virðist
mawtlf það, að nú þegar vart eru
liðnir nema tveir mánuðir síðaá'
Kennedy forseti neitaði þessari’'^
málaieitan, þá taka Bandaríkja-
menn sig allt í einu til, fúsir og
algerlega að eigin frumkvæði og
tilkynna að þeir hafi ákveðið að
fjarlægja allar eldflaugar sínar
frá Tyrklandi. Á móti þessu kem
ur ekkert frá Rússum.
Og ekki nóg með það, heldur
er samtímis skýrt frá því að
Bandaríkjamenn ætli að leysa
upp eða minnka allar eldflauga-
Jtöðvar sínar i Evrópu. Þeir
höfðu 15 svokallaðar Júpiter-eld
flaugar i Tyrklandi og verða þær
}ú allar fluttar heim. Á Ítalíu
hafa þeir 30 eldflaugar af sömu
"?crð, þær verða einnig fluttar
heim, allar með tölu og notaðar
til geimrannsókna á Kanaveral-
nöfða.
1 Bretlandi hafa Bandarikja-
tnenn komið fyrir 60 ennþá stærri
eldflaugum að svonefndri Þór
gerð. 15 þeirra verða nú þegar
fluttar heim en afgangurinn síðar.
Þessar aðgerðir eru liður í
nýrri endurskoðun og heildar-
skipulagningu á landvörnum
Bandaríkjanna og þá um leið á
landvörnum hinna vestrænu
þjóða ef þær fást þá allar til að
sætta sig við þessar breytingar.
En því ber ekki að leyna að
sumum rikisstjórnum Vestur Evr
ópu er meinilla við þessar breyt
ingar. Þær fela í mörgum atrið
um í sér algera stefnubreytingu,
svo að fyrri stefna þessara ríkis
stjórna verður ómerkt, eins og
samkvæmt boðum frá Bandaríkj
unum. Jafnframt blandast í þetta
grunur Vestur Evrópuþjóðanna
um að varnir Evrópu verði ekki
eins vel tryggðar eftir breyting
una og áður. Með þeim verður
Norður Ameríka eða Bandarík-
in miðja varnanna og líkast því
sem lögð sé minni áherzla á
vamir á útkjálka Evrópu.
Afla sér óvinsælda.
Rétt um það leyti, sem Kenne-
dy var að opinbera fyrstu þætt-
ina f þessum breytingum sagði
hann: — Við munum framkvæma
aðgerðir sem við teljum réttar
og ekki Iáta það aftra okkur þó
við kunnum að afla okkur óvin-
sælda með því.
Það kom líka fljótt á daginn
að óvinsældirnar myndu ekki
skorta.
Fyrsta atriðið var smátilkynn-
ing til Breta um að Bandaríkja-
menn hefðu ákveðið að hætta
tilraunum og framleiðslu
Skybolt-eldflauganna. Þeir lýstu
því yfir að þessi vopn væru úr-
elt og myndu verða ónákvæm
og jafnvel einskisnýt í nútfma
hernaði. Teldu þeir því rétt að
spara sér um 2 milljarða dollara
útgjöld sem framleiðsla þeirra
myndi kosta.
Ég hef áður rætt um það, hvern
ig þessi tilkynning kom eins og
reiðarslag yfir Breta og Macmill-
an-stjórnina. Aðeins nokkrun mán
uðum áður hafði Macmillan þurft
að heyja harða þingorustu, þar
sem hann varði Skybolt stefnuna.
Skybolt átti að vera allra meina
bót fyrir Breta. Stefna þeirra var
að þeir sæju sér ekki fært að
útvega sér stórar eldflaugar,
hefðu ekki bolmagn til að smíða
þær. í staðinn ætluðu þeir að
treysta á þessar litlu eldflaugar
sem flugvélar gætu flutt að
mörkum óvinaríkis og skotið
þeim úr lítilli fjarlægð frá mark-
inu.
Botninn datt. v
Nú hafði þetta æxlazt svo til
að samið hafði verið við Banda-
ríkjamenn um að fá hinar litlu
Skybolt-eldflaugar. En með til-
kynningu Bandaríkjamanna
hrundi botninn úr landvarnar-
stefnu Breta. Þeir myndu aldrei
fá eina Skybolt-eldflaug.
f stað þess hétu Bandaríkja-
menn að útvega Bretum svokall-
aðar Polaris-eldflaugar og hjálpa
þeim til við að smíða Polaris-
kjarnorkukafbáta.
Macmillan átti fárra kosta völ.
Að þessu varð hann að ganga
og það gerði hann með hinum
svokallaða Nassausamningi.
Smíði fyrstu sex Polaris-kafbát-
anna er nú um það bil að liefj-
ast í Bretlandi.
Síðan hefur hin bandaríska
heildarstefna í landvörnum komið
betur í ljós m.a. með brottfluttn
ingi eldflauganna frá Suður Evr-
ópu og hún hefur vissulega vald
ið deilum og skapað Bandaríkja-
mönnum óvinsældir. Má m.a.
benda á það, að hún hefur haft
geysileg áhrif í Kanada, þar sem
hún hefur beinlínis orsakað fall
Diefnbakerstjórnarinnar.
Ný tækni
breytir viðhorfinu.
Hin nýja stefna er í stuttu
máli sú, að endurmeta gildi ein
stakra vopna samkvæmt þeirri
tæknilegu framþróun sem orðið
hefur og ennfremur að taka nú
upp f reynd sameiginlega varnar
stefnu fyrir allan hinn vestræna
heim, og spara sér geysilegan
óþarfa kostnað með því að líta
raunhæft á þessi mál, en vera
ekki að elta ýmis konar pólitísk
vandamál í þeim löndum sem hér
eiga hlut að máli.
í því tæknilega endurmati, sem
nú fer fram, hafa bandarískir
hernaðarsérfræðingar komizt að
þeirri niðurstöðu, að Jupiter og
Þór eldflaugarnar í Evrópu væru
orðnar harla lítils virði.
Það sem hér hefur gerzt er að
Bandaríkjamenn hafa nú fram-
leitt algerlega nýja tegund eld-
flauga, svokallaðar Minuteman
eldflaugar sem þeir geta skotið
frá bækistöðvum í heimalandi
sínu með mikilli nákvæmni 10
þús. km. vegalengd hvert sem er
í Sovétrfkjunum. Eru þeir nú sem
óðast að koma þessum skeytum
fyrir í sprengjuheldum neðanjarð-
arbyrgjum víðsvegar um Banda
ríkin.
Hinar gömlu eldflaugar eins og
Jupiter og Þór voru þannig gerð
ar, að eldsneyti þeirra var fljót-
andi. Það var ekki hægt að
geyma það í eldflaugunum sjálf
um, heldur þurfti að dæla því
á eldflaugarnar áður en þeim var
skotið. Sú dæling mundi hafa
tekið 20—30 mínútur og rýrir
það mjög gildi þeirra. Rússar
vissu nákvæmlega hvar þessar
stöðvar voru niður komnar og
ef þeir ætluðu sér að hefja árás
var sýnt ,að það yrði fyrsta verk
þeirra, að eyðileggja þessar stöðv
ar áður en hægt væri að koma
eldsneyti á flaugarnar.
Minuteman-eldflaugarnar eru
öðru vísi gerðar. Eldsneyti þeirra
er fast efni mjög kraftmikið sem
geymt er í sjálfum eldflaugunum.
Þarf varla annað en að styðja á
hnapp, þá eru þær roknar af
stað. Með tilliti til þess telja
Bandaríkjamenn að hin eldri gerð
sé úrelt.
Kafbátar í leyni.
Þó telja hernaðarfræðingarnir
að hinar eldri flaugar geti enn
komið að nokkru gagni, ef þær
eru geymdar um borð í kafbát-
um sem slfellt eru að breyta um
stöðu og geta legið I leyni í
hafinu.
Þessar tæknilegu og hernaðar-
legu staðreyndir vilja Bandaríkja
menn að bandamenn þeirra i vest
rænum hernaðarsamtökum viður-
kenni og byggi síðan á þeim nýja
landvamarstefnu sem miðast við
hinn vestræna heim í heild.
Þetta eiga sumar Evrópuþjóðir
erfitt með að sætta sig við, þar
sem þær eru einmitt háðar Banda
ríkjamönnum með hin dýru ný-
tízkulegu vopn og hafa tilhneig
ingu til að hjakka heldur í sama
farinu með gömul vopn, þó þau
séu úrelt. Bandaríkjamenn segja
að slíkt sé tilgangslaust fjáraust
ur og þessum þjóðum sé nær að
viðurkenna staðreyndir hernaðar
tækninnar og skipa sér um raun
hæfar landvamir alls hins vest-
ræna heims.
Þess vegna tilkynna þeir Tyrkj
um og ítölum að þeir fjarlægi
landflaugarnar en staðsetji þeirra
£ stað 6—9 Polaris-kafbáta í
Miðjarðarhafinu. Og alveg af
sömu ástæðu bjóða þeir Bretum
og Frökkum Polaris-eldflaugar
og fara þess á leit við Kanada-
menn, að eldflaugakerfi Banda-
ríkjanna verði framlengt norður
i víðáttur Kanada.
De Gaulle hafnar
síefnu ’^enne^ys.
Þega. Je Gaulle hafnaði tilboð
Kennedys um að útvega Frökkum
Polaris-skeyti-, skipti það ekki ein
ungis máli fyrir hinn franska her
styrk, heldur þýddi það beinlln-
is, að hann hafriaði allri hinni
nýju stefnu Bandaríkjanna um
sameiginlegar Iandvarnir hins
vestræna heims. Og einmitt £ því
virðast rök Bandaríkjamanna
sannast greinilega, því að sér-
staða Frakka mun þýða geysileg
óþarfa útgjöld. í stað þess að
gerast aðiljar að sameiginlegum
kjarnorkuherstyrk Atlantshafs-
bandalagsins vill de Gaulle fara
slnar eigin leiðir, rifa sig út úr
samstarfi Atlantshafsbandalags-
ins. Virðist hann hafa hug á þvi
að stofna þýzk-franskan öxul
með frönskum kjarnorkuvopnum
þar sem Evrópa geti staðið sjálf
stæð án bandarískrar aðstoðar
eða forustu. Gengur hann jafnvel
svo langt £ þessum áformum sln-
um, að hann er nú farinn að
biðla til Franco einræðisherra á
Spáni um að hann gerist banda-
maður Frakka.
Þýðing f lugvéla.
Eins og alltaf er með land-
varnarstefnu hverju sinni eru
skoðanir skiptar um hina nýju
stefnu Bandaríkjanna, sem Mc
Namara landvarnarráðherra er
frumkvöðull að. Mótspymu gegn
henni gætir jafnvel I sjálfum
Bandarikjunum. Sú mótstaða er
einkum innan bandaríska flug-
hersins. Þeir sjá fram á það, að
með því að byggja landvarnar-
stefnuna á eldflaugum muni
draga mjög úr hlutverki mann-
aðra flugvéla og flughersins yfir
leitt og telja þetta mjög varasama
þróun. Þeir segja að það sé hættu
legur misskilningur að vanmeta
t.d. þýðingu sprengjuflugvéla og
benda á það að hinar hraðfleygu
sprengjuþotur hafa hvað eftir
annað getað læðzt gegnum Radar
og eldflaugavarnir Bandaríkjanna
í æfingum. Forustumaður í þess-
ari mótspyrnu er frægur flugliðs
foringi úr síðustu heimstyrjöld
að nafni Curtis Le May. Hann
heldur því m.a. fram að það
geti haft alvarlega hættu £ för
með sér að McNamara hefur
fyrirskipað að hætta smíði
sprengjuþotunnar B-70, sem get
ur flogið með margföldum hraða
hljóðsins, og er einskonar milli
stig milli flugvéla og eldflaug-
ar.
Viðkvæmar taugar.
Jafnvel þó gera megi ráð fyrir
að heildarstefna Bandaríkjanna I
þessu sé réttileg og að tími eld-
flaugatækni I hernaði sé runn-
inn upp, virðist mér að það sé
varasamt fyrir Bandaríkin, að
einblína á hina tæknilegu hlið
málsins, séfstaklega I viðskiptum
við bandamenn sína. Þar er nauð
synlegt að taka alltaf nokkuð til
lit til stjórnmálahliðarinnar, þó
það kunni að kosta nokkur út-
gjöld en þess hefur Kennedy ekki
gætt nóg t.d. I viðskiptum sínum
við Breta, en tilkynningin um
Skybolt eldflaugarnar særði
brezku þjóðina. Llka er alvar-
legt, þegar hin skyndilega breytta
stefna I landvarnarmálum hefur
þvílík áhrif I innanlandsmálum
nágrannaríkis, að ríkisstjórn þess
fellur. Það er skiljanlegt ag Kenn
edy forseti vilji hefja upp for-
ustu vestrænna ríkja og eðlilegt
að hann vilji taka upp sparnað
I hernaðarútgjöldum, þvl mestur
hluti byrðanna leggst á hans
þjóð En hann má ekkt gleyma
bvi að til ern margai viðkvæmar
taugar með hinum sjálfstæðu
vestrænu þjóðum.
Þorsteinn Thorarensen,
Eldflaugabækistöð í Tyrklandi með Júpiter eldflaugum. Þær teljast nú úreltar.