Vísir - 02.03.1963, Síða 3
V1SIR . Laugardagur 2. marz 1963.
3
25 ára afmælis Atvinnu-
deildar háskólans er minnzt um
þessar mundir. í tilefni þess
komu hinar ýmsu deildir henn-
ar upp sýningum í húsakynn-
um sínum, sem eiga að sýna og
gefa yfirlit yfir starfsemi
þeirra.
Atvinnudeildin skiptist sem
kunnugt er niður í Fiskideild,
Iðnaðardeild og Búnaðardeild,
sem allar hafa fjölda sérfræð-
inga á að skipa. Þeir fást við
vísindalegar rannsóknir, sem
kunna í náinni framtíð að hafa
mikla þýðingu fyrir íslenzkt at-
vinnulíf. Þar er leitað nýrra
leiða til að auka framleiðsluna
á allan hátt.
í gær bauð atvinnudeildin Al-
þingismönnum að koma í heim-
sókn og kynna sér yfirlitssýn-
ingarnar. Voru vísindamenn á
ýmsum sviðum þar fyrir til að
skýra fyrir þingmönnum þau
Hér skýrir Sturla Friðriksson grasræktartilraunir, sem hann hefur framkvæmt og hlýða alþingismenn með mikilli athygli á stutt erindi hans.
Hér sjást talir f. v.: Birgir Finnsson, Sigurður ÖI. Ólafsson, Friðjón Sigurðsson skrifst.stj. Alþingis, Jón Skaptason, Eggert G. Þorsteinsson, dr.
Sturla Friðriksson, Ragnhildur Helgadóttir, Geir Gunnarsson, Friðjón Skarphéðinsson, Hannibal Valdimarsson og Gylfi Þ. Gfslason ráðherra.
Sig. Ól. Ólafss. og Eggert G. Þorsteinss. skoða afbrigði af kartöflum
viðfangsefni sem nú er einkum
unnið að og hvaða þýðingu
rannsóknimar geta haft fyrir
íslenzkt atvinnulíf. Er ekki ó-
sennilegt, að þingmönnum auk-
ist þannig skilningur á því,
hver nauðsyn ber til að sam-
þykkja þýðingarmikil frum-
vörp, enda er þeirra mátturinn
og valdið.
Myndsjáin birtir í dag fáein-
ar myndir frá þessari þing-
mannaheimsókn í Atvinnudeild-
ina. Myndirnar eru að þessu
sinni valdar úr heimsókninni í
landbúnaðardeildina, enda hafa
þingmenn eins og alþjóð er
kunnugt sérstakan áhuga á öllu
því sem lýtur að landbúnaði.
Sýna framborin frumvörp á
Alþingi upp á síðkastið þetta
gloggt.
Nú um þessar mundir er ein-
mitt verið að hefja undirbúning
að stofnun mikilla rannsókna-
stöðva við Keldur í Mosfells-
sveit, þar sem Atvinnudeildin
fær betra og meira rými en áð-
ur til ýmis konar tilrauna í
þágu atvinnuveganna.
WV. ^WV. VWS .SSV.SSV SSSSV SSVSSViS
Geir Gígja dýrafræðingur skýrir baráttuna við meindýr og sjúkdómana i Inndbúnaðinum út fyrir
Gylfa ráðherra, Friðjóni skrifstofustjóra og nafna hans, þingforsetar.um.
BÍW~