Vísir


Vísir - 02.03.1963, Qupperneq 8

Vísir - 02.03.1963, Qupperneq 8
8 V í S IR . Laugardagur 2. marz 1963. Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á má nuði. I lausasölu 4 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. Hlaut oð koma oð jbví Eftir heimsstyrjöldina hefir komizt upp um hvert njósnamálið af öðru, sem Rússar hafa verið viðriðnir, og nær hvarvetna hafa þeir notað þau traustu tök, sem þeir hafa haft á nokkrum hluta landslýðsins, þar sem njósna skyldi. Þeir hafa notfært sér, að menn þeir, sem dáleiðzt hafa af kömmúnismanum, hafa talið þjónkun við hann öllu öðru æðri. Slíkir menn telja Rússland sitt rétta föðurland, og allt sé gott, sem unn- ið sé fyrir það eða þá menn, sem þar halda um stjóm- völinn. íslendingar eru yfirleitt hrekklausir menn, og þeir munu flestir hafa verið þeirrar skoðunar lengstum, að slíkt gæti aldrei komið fyrir hér á landi. Hér væri i fyrsta lagi engin ástæða til njósna, og í öðru lagi mundu þeir menn ekki finnast, sem teldu sjálfsagt að vinna Rússlandi og kommúnismanum fyrst, en íslandi síðast. Vísir hefir hins vegar reynt að benda á það oft- sinnis á undanförnum árum, að þegar komið er að kjama hins sanna kommúnista, er enginn munur á, hvort hann er fæddur á íslandi, Ítalíu eða austur í Rússlandi. Skipun flokksins er honum mikilvæg, en skipun þeirra, sem segja flokknum fyrir verkum — þeirra, sem kippa í þræðina austur í Kreml — er hon- um mikilvægari en nokkuð annað, sem hugsazt getur. Hinn dyggi kommúnisti er ekkert annað en viljalaust verkfæri í höndum þeirra manna, sem telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir honum. Það er nú komið á daginn, sem Vísir hefir haldið fram í þessu efni. Rlað kommúnista og flokkskórinn fordæma það ekki, að reynt sé að fá menn til njósna hér á landi. Því fer fjarri. Þeir veitast að manni þeim, sem neitaði að gerast verkfæri hinna erlendu manna og reyna að gera hann að ómerkingi og því, sem er jafnvel enn verra. Og það er eðlilegt. Ragnar Gunnarsson hefir hegð- að sér öðru vísi en dyggum kommúnista sæmir. Hann hefir farið landavillt í tryggðum sínum, tekið ísland fram yfir Rússland, og það er dauðasök i augum kommúnista. Héðan í frá er Ragnar Gunnarsson óal- andi og óferjandi í augum kommúnista, og það mun almenningur í landinu fá að vita á komandi árum. Þjóðviljinn mun hins vegar skrifa minna um hina, sem kunna að standast prófið mesta. Tilneyddir eðo ekki? Almenningur spyr, hvort Þjóðviljamenn muni skrifa um njósnirnar tilneyddir eða af frjálsum vilja. Sannleikurinn er sá, að þeir munu gera það af „frjáls- um vilja“. Þjóðviljamenn hafa verið heilaþvegnir ræki- iega, þegar þeir taka til starfa, og þeir eru líka próf- aðir að því leyti, hvort þeim er klígjugjarnt. Það sýna skrif þeirra síðustu dagana. —w—■MiTr '‘'Tii'iíifiMwnwr— ★ Reykjavík, 28. febr. ’63. JJálfvitlaus kerling, sem leigir í kjallaranum hjá mér, segir að þið á Vfsi hafið spurt nokkra skoðanabræður mína um af- stöðu þeirra til þessa svokallaða njósnamáls. Ég sé aldrei nema mitt eigið blað, ég er þannig gerður, að sannleikurinn nægir mér. Ég veit því ekki hverju þeir hafa svarað, enda hafið þið áreiðanlega falsað það og senni- lega aldrei spurt þá. Ég veit bara að ég veit allan sannleik- ann í þessu máli, og þó að þið hafið ekki þorað að spyrja mig, skuluð þið fá að heyra hann, engu að síður. Sannleikurinn er sá, að þetta er allt saman upp- spuni úr ykkur sjálfum, tóm lygi, og ef staðreyndirnar segja eitthvað annað, eru þær líka lygi — þetta er svo augljóst og einfalt, að það sér hver heilvita maður, en með „heilvita” á ég auðvitað eingöngu við flokks- bundna sósíalista. Bréf frá féfaga sem enn er í flokknum Jþað er þá fyrst með þennan náunga þarna. í fyrsta lagi hefur hanri aldrei verið f Sósfal istaflokknum. í öðru lagi er langt sfðan hann var rekinn úr honum, vegna þess að hann var í honum eingöngu til að njósna fyrir ykkur. Svona er nú öll ykkar rökvísi. Þið gerið heil- mikið númer úr þvf, að honum hafi verið boðið til Sovétríkj- anna á vegum MlR. Það er nú eiginlega ekki hægt að kalla það boð — ég veit ekki betur en hver sem vill geti farið þang að, og ferðast þar um eins og hann vill En sannleikurinn er sá, að þið þarna í Atlantshafs- bandalaginu höfðuð keypt hann til að myrða Stalín, og þess vegna fannst honum víst viss- ara að hafa þennan MlR stimpil á sér. Reyndar man ég ekki hvort Stalfn skepnan var þá dauður eða lifandi, enda skiptir það engu máli. Við vissum þetta ósköp vel f flokknum, og ég man að Einar sagði við mig: „Kannski honum takist að kála Stalfn gamla. Það hefur þá farið fé betra! Við skulum bara bjóða honum f nafni MfR!“ Við Einar vissum það nefnilega alltaf, að Stalín var skepna, sem lét At- lantshafsbandalagið múta sér til að svíkja sósíálismann. l~|g svo, þegar það tókst ekki. '~'ffór þessi þokkapiltur á fund saklausra starfsmanna við sendi ráðið, dró fjóra þúsund króna seðla upp úr vasanum, — gefur auga leið hvar hann hefur feng- ið þann pening, — og bauð þeim, ef hann fengi að njósna fyrir þá! Fékkst ekki einu sinni til að taka peningana aftur, þó að þeir hristu höfuðið og segðu „njet, njet!“ Og til þess að eng- inn grunur gæti á þá fallið, óku þeir svo heim til hans upp í Mosfellssveit og skiluðu honum peningunum! Svona hafið þið snúið þessu öllu við, það sér hver heilvita maður. Getur nokkrum dottið það í hug í al- vöru, að þeir færu að snúa sér til svona þokkapilts og bjóða honum peninga fyrir það, sem þeir geta fengið að vita gratís hjá okkur? Haldið þið kannski að þeir í sovét séu einhverjir sveitamenn. Lögregluþjónarnir — ég marka ekki neitt hvað þeir segja. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þeir segi satt? Ekki eru þeir sósíalistar. Hins vegar vitum við að sovét- borgari segir alltaf satt, vegna þess að hann er sósíalisti. Þetta er svo einfalt og augljóst, að það ætti ekki að þurfa að taka það fram. Og loks þetta þarna við Hafravatn. Það er svlvirðileg- asta blekkingin af öllu saman. Þið vitið eins vel og ég, að tímatalið í Sovétríkjunum er allmörgum dögum á eftir okkar tímatali, því að þeirra tímatal er rétt, en þið í Atlantshafsbanda- laginu hafið falsað tímatalið eins og allt annað. til að flýta fyrir styrjöld, þótt ekki væri nema um nokkra daga. Rússana tvo langaði til að koma í réttir og sjá kindurnar og allt það — eða er það kannski saknæmt? Þeir ákváðu að fara I Hafra- vatnsrétt, því að þangað er stytzt héðan, en áttuðu sig ekki á þessari tímaskekkju, sem varla er von. Og svo er löggan látin gera þeim fyrirsát og taka af þeim liósmyndir. sem síðan eru sendar blöðunum, til að sanna að þeir hafi verið að njósna! Ef þetta er ekki skamm arlegt athæfi við útlendinga, veit ég ekki hvað á að kalla ]Vei, þetta svokallaða njósna- mál, ég gef lítið fyrir það. Ég er meira að segja viss um, að þessi piltungi hefur aldrei talað við þessa menn, aldrei svo mikið sem séð þá eða þeir hann. Þetta er ekkert annað en uppspuni — öldungis eins og þegar þið luguð því upp að Rússar væru að koma upp árás arvopnum á Kúbu, þó að við værum búnir að samþykkja vestur í Háskólabíói, að þar væru engar rússneskar eldflaug ar, og Kastró nýbúinn að segja Magnúsi að hann vildi ekkert nema frið. Og satt bezt að segja fannst mér það hart af Krúts- joff að taka þá meira mark á lyginni í ykkur, og fara að flytja árásarvopnin á brott — en það sýnir bezt hvað hann og sósíalistar vilja gera fyrir frið- inn. Og eins fer um þetta mál, þvl miður, liggur mér við að segja. Sem betur fer vitum við sósfalistar þó allan sannleik- ann, eins og alltaf, þótt hann sé ekki alltaf sá sami I dag og hann var I gær------------. Jósep. Fundin fiöidngröf Skammt frá Marsala á Sikiley hefir fundizt gröf með átta beinagrindum, og hefir bófafé- lagið Mafia myrt menn þessa og Iagt I eina gröf. Gröf þessi fannst með þeim hætti, að maður nokkur var þarna á veiðum með hund sinn, og fann hundurinn nálykt, þ\t að líkin höfðu verið grafir. sví grunnt, og rótaði ofan af einu þeirra. ______i . i v i. i , i n i'.i [: i i i i K \*> ’ ■ ■

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.