Vísir - 09.03.1963, Page 15

Vísir - 09.03.1963, Page 15
VlSIR . Laugardagur 9. marz 1963. /5 BEATRICE HERZ: SYSTURNAR Framhaldssaga — Eins og.ástatt er fyrir mér, sagði ég gremjulega. Hann lætur það ekki hafa áhrif á sig, að ég er blind. Hann elskar mig! Heyr- irðu það, Nora frænka! Hann elsk ar mig! Og það er næg greinargerð hvað hann snertir — þótt þér finn ist kannske annað. Ég átti sannarlega\ekki vanda til að fá snert af móðursýki, en ég fann nú sárt til — það var eins og einhver örvænting væri að ná tökum á mér. — Vertu nú alveg róieg, barnið gott. Þú verður blátt áfram að gera þér grein fyrir, að til eru ábyrgðarlausir ungir menn, sem ekki hafa neitt samviíkubit af að reyna að fleka ungar stúlkur, hvernig sem þvl kann nú að vera varið með þennan pilt, en gæti nú ekki hugsast, að hann hefði reikn- að dæmið þannig, að þú værir loð in um lófana, eða þitt fólk — æ, það var víst heimskulegt af mér að fara með alla skartgripina mína í þetta ferðalag, — maður á víst ekki að vera að auglýsa það, að maður er ekki blásnauður, — allra síst ætti maður að ganga með skartgripi á útkjálkaey sem þessari. — Hann kærir sig víst kollóttan um skartgripina þína. Ég efast sannasf að segja um, að hann hafi nokkurn tíma séð þig. Ég þagnaði skyndilega. Mér flaug allt í einu í hug, að það væri hugsanlegt, að Nóra frænka ályktaði rétt, og ég var skelfingu lostin í Svip af tilhugsuninni, en svo hratt ég þessum hugsunum frá mér. Nei, það var óhugsandi, — það gat ekki verið rétt. Filippus var ekki þannig, hann var sannur, góður drengur. Hvernig gat ég lát ið orð Nóru hafa áhrif á mig, þótt að eins væri augnablik? I sömu svifum vár barið að dyr- um. Kom inn, kallaði Nóra frænka. Ég heyrði, að hún greip andann á iofti af undrun. Og mér skildist á svipstundu, að undrun hennar stafaði af því, að það var Filippus, sem kominn var, og stóð í dyra- gættinni. — Helena, sagði hann, mér flaug allt f einu í hug, að það væri rétt af mér, að koma í form- lega heimsókn til þfn og frænku þinnar. Nóra frænka tautaði eitthvað vandræðalega. Hve ólíkt það var henni, að ruglast þannig ( rfminu, og verða orðlaus. Hún hefir lfk- lega haldið, að hann hefði heyrt það, sem okkur fór á milli, áður en hann barði að dyrum. — Ég heiti Filippus Jordan, sagði hann, og þegar ég er ekki önnum kafinn að biðja Helenar skrifa ég ferðalýsingar. Filippus Jordan. Ég mundi nú allt í einu eftir að ég hef oft heyrt þetta nafn, því að maður með þessu nafni hafði skrifað margar ferðabækur, sem voru metsölu- bækur, þvi að honum var einkar iagið að koma miklu efni fyrir í stuttu máli og segja vel og skemmtilega frá. Og nú var Nora frænka allt í einu í essinu sínu og það var sem skrúfað hefði verið frá krana: — O, ég vildi bara, að ég hefði allar bækurnar yðar — maðurinn minn sálugi las þær allar og stund umlas hann kafla úr þeim fyrir mig. — Og hann dáðist að stíl yðar, — þér vásruð sá eini, sem gæti skrifað þannig, áð það væri eins og að koma á staðinn og sjá allt eigin augum. Já, Nóra frænka var búin að fá málið, en það var það sem Filippus hafði sagt, sem ég hugs- aði um, og aldrei mundi mást úr huga mér: Og þegar ég er ekki önn um -kafinn að biðja Heienar skrifa ég ferð^lýsingar. Allt I einu varð ég þess vör, að hann tók utan um mig og ég hneig sæl að barmi hans, sæl og örugg — og þó dálítið kvíðin. — Ég ætla mér ekki að bíða lengur eftir svari þínu, Helena, sagði hann. Og ég tek nei ekki gilt — það skaltu gera þér ljóst, telpa mín. Nóra reyndi að kæfa hlátur, það var eitthvað sem líktist hænu- gaggi, en svo heyrði ég að hurð var lokað. Hún hafði þó þá tillits semi til að bera að lofa okkur að vera einum. Filippus sagði mér nú sitt af hverju um hagi sina og horfur. Hann kvaðst hafa náð ágætum viðskiptasamböndum á ferðum sín- um um ýms lönd, m. a. í Aþenu, —- og það væri ekkert til fyrir- stöðu að við gengjum í heilagt hjónaband fljótlega, — hann hefði ágæt tengsl í Aþenu og gæti látið þau annast alla útvegun nauðsyn- legra skilríkja. — Ég vildí helzt að þú gætir orðið konan mín nú á stundinni, sagði hann, og kyssti mig á háls- inn. Ég sieppi þér aldrei. Ég vil ekki eiga á hættu, að þú leggir á flótta eins og Daphne, sem varð að tré á flóttanum. Þegar góð stund var liðin kom Nora frænka og var hin elskuleg- asta og óskaði okkur til hamingju og mátti ekki heyra annað nefnt en að við skáiuðum í kampavíni. Þetta var yndislegur dagur — allt hafði komið svo skemmtilega óvænt, jafnvel er Nora frænka sagði: — Mér er sem ég sjái svipinn á henni Dóru sybtur þinni, þegar þið komið heim. — ÞÖ átt kannski við, að hún hafi talið jvþst,, að ég mundi aldrei giftast, sagði ég -Ai og alveg beiskjulaust. En svo var eins og Nóra frænka færi undan á flæmingi: — Nei, sagði hún, það var ekki það, sem ég átti við. Og meira hafði ég ekki upp úr henni. Ég hugsaði um þetta sem snöggvast án þes að komast til botns í þvi, en var allt of ham- ingjusöm til þes að hugsa um þetta lengur. Ég var svo hamingjusöm, að mér fannst ég berast á öldu faldi að strönd einhvers furðu- lands hamingjulands. En ég átti eftir að óska þess oft og mörgum sinnum síðar, að ég hefði krafið Nóru frænku svars um það, við hvað hún hefði átt, .... 6/a © PlB- CSKIMtltf Nei takk. Ég drekk aidrei fyrr en ég hef snætt morgunverð — er hún tók þannig til orða. Það var mjög heitt í veðrinu og stillilogn. Að vitum manns bars lykt af olífuolíu og steiktum fiski, sennilega frá matstofu neðar í göt unni. Ot um opna glugga barst hávaði frá útvarpi og grammófón- gaul — og allt í einu heyrðist söngrödd hásrar konu, sem söng eitthvert ljóð, þar sem alltaf var endurtekið avrio, avrio, sem mun þýða á morgun. Á morgun átti svo margt að gerast, eftir því sem í kvæðinu stóð. En fyrir mér átti líka nýtt líf að byrja, því að það var á morgun, sem ég átti að leggja af stað heim sem kona Fillippusar. En ég var eitthvað smeyk. En hvað var svo sem að óttast, hugs- aði ég annað veifið með sjálfri mér. Ég var ekki ein, ég hafði Filippus mér við hlið og ég elsk- aði hann út af lífinu, svo heitt að mig kenndi til. Og nú gerði ekki eins mikið til — að vissu leyti -— að ég var blind. Mér fannst, að jafnvel þó ég fengi sjðnina myndi allt eipp' og snarsnúast fýri'r mér, af einskærri hamingju, þegar ég hvíldi við barm hans. Og þó var það í gær að mér Ieið verr smá stund en nokkurn tíma út af því, að ég varð blind, og þótt þetta liði hjá var það svo sárt, að ég gleymi því aldrei. Það átti að gefa okkur saman í bandaríska sendiráðinu í Aþenu klukkan 11. Nóra frænka og ein vinkona hennar, Margrét að nafni, höfðu aðstoðað mig við að klæðast bleikum kjól, en hatt í sama lit höfðum við keypt dag- inn áður. Þær höfðu sagt mér að liturinn væri alveg dásamlegur og þetta færi svo vel við hörundsblæ minn og hár. Filippus hafði sent mér stóran vönd af hvítum ang- T A R Z A N Joe Bishop bar Ivy að balanum og dýfði henni niður í vatnið . . „Það er kominn tími til að kæla m „.............., ’YOU'LL TAKE IT, ALL KIGHT/ SAI17 ZUKOPP PlRVtLY. "iT WAS EXACTLY WHAT YOU [7ESEKVEP!" 10-1-5979 þig dálítið, litli hrokagikkurinn þinn“. Ivy: „Rekið þenman mann, drepi hann. Ég þoli ekki slíka með ferð“. „Þú verður nú samt að þola hana“, sagði Zukoff ákveðinn", þetta var nákvæmlega það sem þú átt skilið". andi rósum, en hvítar rósir hafa frá bernsku verið mitt uppáhald, og um hálsinn var ég með keðju úr barokk-perlum, sem hann hafði sent með rósunum, og ég fann svalanrt af periunum, er þær lögð ust að brennheitu hörundinu á hálsi mér, og það var þá sem Nóra og Margrét urðu svo yfir sig hrifnar að þær mösuðu hvor í kapp við aðra um fegurð mína, og Margrét gleymdi sér eins og vana lega og segir: — O, Dóra, þú ert aðdáanleg. Þú ættir að sjá þig í speglinum. Ef þetta hefði gerst við eitthvað annað tækifæri mundi mér ekki hafa orðið neitt um þetta, — og verið langt frá því að reiðast eða örvinglast, því að alltaf getur það komið fyrir, að menn segi eitt- hvað í hugsunarleysi — maður býst við því, og ég var orðin slíku vön, — var orðin hörðnuð gegn slíku. En einhvernveginn var það svo, að á þessari stundu höfðu þessi orð svipuð áhrif á mig og salt væri hellt í opna und. Hvers vegna? Vegna þess, að mig langaði svo mikið til að sjá sjálfa mig f spegli þessa stund, sjá með eigin augum hvernig ég liti út á hamingjurik- asta degi lífs míns. Full löngunar og þrár, og á valdi takmarkalausr- ar hamingju, sem hlaut að hafa gerbreytt mér í útliti, þvi að er það ekki svo að sönn hamingja geri alla fagra. Mig langaði einfaldlega til þess að sjá sjálfa mig sem brúði Filippusar, bara eina sek- úndu, þótt ekki væri nema brot úr sekúndu. Ég bað um ljós andar tak, svolitið ljósblik, en skuggarn- ir þéttust kringum mig og alit var myrkri hulið sem fyrr og ég átti bágt með að hafa fuilt vald á mér. Og svo kom táraflóðið og Margrét var svo ólukkuleg yfir tillitsleysi sínu og var svo glöð og góð, eins og hún líka vanalega var, að ég gat fljótt jafnað mig. Þegar ég steig út úr bílnum fyr- ir framan sendiherrabústaðinn hugsaði ég til þess af hjarta þakk lát, að sólgleraugun skýldu rauð um og grátbólgnum augum mínum. SÆNGUR Endumýjum gömlu sængum- ar. Eigum dún og fiBurheld ver. Dún og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29. Sími 33301 Gerið góð kaup verslið við a

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.