Vísir - 14.03.1963, Síða 16

Vísir - 14.03.1963, Síða 16
VÍSIR Fimmtudagur 14. marz 1963. Sölusýning á mál- verkum Mugnásar A. Arnasonar Sðlusýning stendur yfir þessa dagana á málverkum eftir Magnús Á. Ámasori i Málverkasöiunni að Týsgötu X. Sýning þessi stendur aðeins í nokkra daga, eða fram I næstu viku, en þar eru sýndar 26 mynd- ir, landslagsmyndir, sem Magnús hefir málað siðari árin eða einkum 1961—62. Myndirnar eru frá Vest- fjörðum og hér úr nágranni Reykjavíkur. Sýningin var opnuð á miðviku- dag klukkan eitt, og fyrsti gestur- inn, sem leit inn, keypti samstund- is mynd af Búlandstindi. Ormar Þór Guðmundsson arkitekt og Aðalsteinn Richter skipulagsst. á hinu fagra nýja byggingasvæði. ■ •’•£* ■ vV * ý*; -x •x. ' VW'*',. 'V . '7 Heiftarleg spreng■ ing í Hafnarfírði Heiftarleg sprenging varð í gærkveldi f verkstæði Rafveitu Hafnarfjarðar vlð Hverfisgötu. All- ar rúður f vinnsalnum brotnuðu, menn sem voru að vinnu þar inni köstuðust til vegna þrýstingsins og einn þeirra slasaðist. Verkfæri og aðrir hlutir færðust úr stað og allstór járnplata sem mennirnir >voru að vinna með þeyttist alla ieið upp f loft á salnum. Talið er furðuiegt að ekki skyldu hafa hlot- izt af alvarlegri meiðsli á mönnum en raun varð á og ekki meira tjón í vinnusalnum. Sprengingin varð um kl. 22.30 í gærkveldi og fjórir menn voru þá við störf í verkstæðinu. Ekki er fullrannsakað ennþá með hvaða hætti hún varð, en svo virðist sem hún hafi orðið í eða við vinnuborð Framh. á bls. 5 Nýtt hverfí norð- austan í Laugarás Enn hefir verlð skipulagt og samþykkt nýtt fbúðahverfi í Reykjavík, að þessu sinni norð- austan i Laugarásnum. Þaðan er hin fegursta útsýn til Esj- unnar, yfir Viðey og Sundin, og upp til Mosfellssveitar eins og allir vita, sem einhvern tíma hafa verið i Laugarásbíói, Óvenjumikill afli: Aldrei meiri mann- ekla hjá ísbiminum en hið nýja hverfi verður þar austur af, milii Austurbrúar og fyrirhugaðrar Elliðavogsbraut- ar. Þarna verða nokkur þriggja hæða sambýlishús, á norður- og norðausturmörkum þessa svæðis, en á suðurhluta svæð- isins verða 11 parhús. Uppi undir Austurbrún á að reisa verzlunarhús og gert er ráð fyrir opnu svæði með barna- leikvelii. AIIs verða 82 íbúðir í þessu hverfi, eða um 350 manns, ef gert er ráð fyrir fjög- urra manna fjölskyldu í hverri ibúð. Aðalsteinn Richter, skipu- lagsstjóri Reykjavikurborgar, hefir að sjálfsögðu ráðið mestu um skipulagningu þessa borg- arhverfis, og ságði hann í við- tali við Vísi, að leitazt hefði verið við að hafa hliðsjón af því að sólar nyti sem bezt, að háu húsin mynduðu skjól fyr- ir norðan og norðaustanáttinni, og útsýnið nyti sin jafnframt sem bezt. „Við höfum jafnaðar- lega átt því láni að fagna að hafa nægan mannafla, sagði Ingvar Vilhjálmsson forstjórií hjá ísbirninum h.f. í við- tali við Vísi í morgun, en nú höfum við svo marga báta og þeir afla svo vel að við erum í vandræðum með fólk til þess að gera aflanum til góða og bjarga öllum þeim verðmætum, sem berast á land. Það hefir aldrei verið eins mikil mannekla hjá okkur. f frystihúsi okkar vinna um 200 manns og okkur vantar enn töluvert af stúlkum í frystihús- ið Einnig vantar okkur fólk til að vinna að skeriðarverkun. Við vinnum til kl. 10 eða 12 á hverju einasta kvöldi. Það bætir nokkuð úr skák að við fáum nú orðið töluvert af fólki sem kemur til okkar kl. 5 síð- degis, er það hefir iokið dags- verki sínu annars staðar, t.d. fólk úr léttum iðnaði, og það leggur oft á sig að vinna til miðnættis. Það er mikið á sig lagt og þetta er að sjálfsögðu dýr vinna, en hvað skal segja, ) dýrara er að þurfa að fleygja aflanum". Hraðfrystihúsið ísbjörninn er úti á Seltjamarnesi, eins og kunnugt er, og er því um lang Framh. á bls. 5 Hlupu '.jðfana uppi Tvö innbrot voru kærð til rann- sóknarlögreglunnar í gær. Annað þeirra var í Nýju sendi- bílastöðina fyrir sunnan Mikla torg. Þar var stolið um 200 kr. í peningum og auk þess var brot- in allstór rúða innanhúss til að komast inn f afgreiðsluherbergið, þar sem peningarnir voru geymdir. Hitt innbrotið var í Héðinshöfða, en það hús stendur mannlaust oft- ast. í því hefur Skjalasafn Reykja- víkur skjalageymslu, Skipulag Reykjavíkur hefur þar að ein- hverju leyti bækistöð og sama gegnir um Æskulýðsráð Reykja- víkur. Aðkoman að húsinu var ljót, sagði rannsóknarlögreglan við Vísi í morgun. Alls höfðu 64 rúður Framh >ls S Stæríf n bíki' sendingín Þc,gar Drangajökuil kom til Reykjavíkur fyrir nokkrum dög um hafði hann innanborðs 100 bíla af Fólksvagnsgerðinni Mun þetta vera stærsta bíla- sendingin sein komið hefur f einni ferð til iandsins. Er þetta eitt af mörgu sem sýnir hina gífurlegu eftirspurn eftir bílum í landinu og dugar þó Vart til, því að öll þessi bílasending er þegar seld fyrirfram. Vinna inn flytjendurnir nú að þvi í óða önn að afgreiða pantanirnar. Sömu sögu er að segja hjá öðrum bílainnflytiendum að þeir anna vart eftirspurninni. Ljósmyndari Visis tók hjá- liggjandi mynd í inorgun innivið Kleppsveg þar sem hinum in- innfluttu Fólksvögnum hefur verið lagt um stundarsakir með- an verið er að afgreiða þá til kaupendanna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.