Vísir - 25.03.1963, Side 3

Vísir - 25.03.1963, Side 3
VÍSIR . Mánudagur 25. marz 1963. VEFW*i Starfsfræðsí■ an # gær Bandaríski sendikennarinn, próf. Ward svarar spurningum upi bandaríska skóla. \ Úr deild verzlunarskólans, Mikil aðsókn var á starfs- fræðsludaginn í iðnskólanum í gær. Fulltrúar frá 160 starfs- greinum og stofnunum svöruðu spurningum 2742 ungra pilta og stúlkna. Þá voru 9 vinnustaðir opnir og gengu þrír strætisvagn ar til þeirra, og voru stöðugt a ferðinni. Ragnar Georgsson, skólafull- trúi opnaði sýninguna, lúðra- sveit drengja, undir stjórn Karls Runólfssonar, lék. Við- staddir voru m.a. borgarstjór- inn í Reykjavík, Geir Hall- grímsson, og ýmsir aðrir for- ráðamenn borgarinnar, auk nokkurra alþingismanna. Ólaf- ur Gunnarsson, sálfræðingur, skipulagði þennan starfsfræðslu dag eins og aðra sem haldnir liafa verið hér í borginni. Um 700 manns beið fyrir ut- an dyr Iðnskólans, þegar þær voru opnaðar. Hafði lúðrasveit drengja farið út í góða veðrið og lcikið fyrir fólkið. Margar nýjar deildir voru á sýning- unni: Rannsóknarstörf í þágu Iandbúnaðarins, húsgagnabólstr un, sútun, myndhögg og mynd- skurður, verzlunarskólinn og kennaraskólinn, bandarískir, brezkir, þýzkir, finnskir, sænsk- ir, norskir og danskir skólar, hver með sinn fulltrúa. Þeir níu vinnustaðir, sem tóku á móti fólki frá starfs- fræðsludeginum voru: Barna- hcimilið Hagaborg, verkstæði Flugfélags íslands, bifreiða- verkstæði Þóris Jónssonar, Loftskeytastöðin á Rjúpnahæð, Blikksmiðja og tinhúðun Breið- fjörðs, Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar, Radioverk- stæði landssímans, Slökkvi- stöðin og Sláturfélag Suður- lands. Var mikil aðsókn á þessa staði. „Þórólfur Beck er einn bezti innherji Bretlands — segir Bobby Cox framkv.stjóri St. Mirren Eins og skýrt var frá hér á síð- unni fyrir skömmu er Þórólfur Beck nú í mjög góðu formi og hef- ur hlotið hin beztu ummæli gagn- rýnenda. St. Mirren lék í síðustu viku Ieik í bikarkeppninni á heimavelli sínum í Love Street gegn hinu víðfræga liði Partic Thistle og urðu úrslit þau að jafntefli varð 1—1 og munu liðin því leika sam- an aftur á hlutlausum velli. Þórólfur skoraði fyrra markið eftir 66 mínútna leik og sézt greinilega á meðfylgjandi mynd hve glæsilegt markið var enda sögðu blöðin að það væri „the goal af Therolf’s life“. Er aðeins voru 5 mínútur til leiksloka fékk McParland framvörður Partic tækifæri til að skora en var greini- lega rangstæður, en öllum til mestu furðu hunzaði dómarinn út- rétt flagg línuvarðarins og dæmdi mark. Ógurleg reiði gagntók nær 20.000 áhorfendur í Love Street og hinn ágæti markvörður St. Mirren varð gagntekinn reiði og elti dóm- arann hálfa vallarlengd til að mót- mæla dóminum. Ekki er vitað hve- nær síðari leikur liðanna verður. 1 Glasgowblöðunum að undan- förnu hafa margar myndir af Þór- ólfi birzt og viðtöl við hann. 1 News of the World segir Þórólfur að hann hafi brennandi áhuga á að komast í úrslitaleikinn í bikar- keppninni að þessu sinni og nefnir 3 meiginástæður: 1) Ég vil fá að sanna að ég hafi komizt yfir meiðsli mín frá I vetur. 2) Ég vil með því sýna hinum ágæta framkvæmdastjóra okkar hollustu — og 3) Ég vil standa við loforðið, sem ég gaf vinum mínum frá ís- landi, sem komu til að horfa á mig í úrslftaleiknum gegn Rangers í fyrra. Þeir voru afar óánægðir með leik okkar, en ég lofaði betru næst. Blaðið segir Þórólf nú þegar hafa uppfyllt 2 fyrstu atriðin en hið þriðja sé nú eitt eftir. Þórólfur hafi á 18 mánuðum í skozkri knattspyrnu lært gífurlega mikið. Hann hafi lært „takklingar" og hafi bætt við hraða sinn svo um munar. Sjálfur segir Þórólfur að honum hafi ekki líkað við hinar hörðu „takklingar" fyrst í stað og hann ekki tekið rétt á móti þeim. Meðan hann var meiddur á ökla í vetur horfði hann á fjölda leikja og lærði „takklingar" með góðum árangri. „Núna veit ég að harkan er aðeins hluti af leiknum og héð- an í frá er ég með á nótunum. Bobby Cox, framkvæmdar- stjóri St. Mirren, segir um Þór- ólf: „Þórólfur er án nokkurs vafa einn af beztu innherjum Bretlands. í Þórólfi fer saman gott jafnvægi, afburða góð knattmeðferð og hugrekki. Eini áberandi gallinn í leik Þórólfs er hve Iengi hann heldur knett- inum, en þetta orsakast af þvl að Jim Robertson, hinn ungi og reynslulitli útherji við hlið Þórólfs er enn ekki alveg kom- inn upp á lagið að leika sig lausan, en þegar það lagast mun boltinn ganga hraðar á vinstri vængnum i St. Mirren- liðinu". Þórólfur skorar glæsilega gegn Partic Thistle.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.