Vísir - 25.03.1963, Page 8
VÍSIK
Útgefandi: Blaðaútgáfan VfSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og ?fgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði.
f lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
í hag allra landsmanna
Hin nýja tollskrá verður nú lögð fyrir þing.
Eftir henni hefir verið beðið með eftirvænt-
ingu. Ríkisstjórnin gerði nokkrar breytingar á toll-
skránni fyrir meira en ári. Var þá tollur lækkaður
verulega á ýmsum vörutegundum sem heyrðu til nauð-
synja og einnig á nokkrum munaðarvörum. Þá hafði
ekki tollur verið lækkaður hér á landi um fjöldamörg,
ár. Þessi tollalækkun varð mikil hagsbót hinum al-
menna neytanda en raunin varð sú, að þrátt fyrir tolla-
lækkunina hélt ríkið óskertum tekjum sínum vegna
þess að svo mjög dró úr smyglinu.
Of snemmt er að ræða hið nýja tollafrumvarp í
einstökum atriðum. En hugsunin að baki þess er sú
að gera ýmsar nauðsynlegar lagfæringar og breyting-
ar á tollskránni, sem lengi hafa beðið. Þá mun og
tollar lækka margir hverjir og sumir skattar verða
með öllu lagðir niður. Þannig hefir ríkisstjórnin látið
vinna mikið starf að undanförnu að því að koma góðu
lagi á tollamál landsins. Er ekki að efa að hinni nýju
tollskrá mun yfirleitt verða fagnað vegna þess, þótt
óhjákvæmilegt sé að stjórnarandstaðan reyni að finna
henni sitthvað til foráttu, þar sem kosningar eru á
næsta leiti.
En hið viðamikla nýja tollskrárfrumvarp leiðir
hugann að því hve þau eru orðin mörg framfaramálin
sem núverandi ríkisstjórn hefir lögfest. Minnst
var á tollalækkunina. Skattalækkunin er í fersku
minni, er tekjuskattur á láglaunatekjum var með öllu
afnuminn. Stóraukning almannatrygginganna verður
samþykkt innan skamms á þingi. Fjölmörg ný lög
hafa verið sett um margar ríkisstofnanir og rekstur
þeirra og margar þeirra verið sameinaðar með stór-
kostlegum sparnaði. Landhelgismálið var leyst. Verzl-
unin hefir verið gefin frjáls að mestu leyti og upp-
bótarkerfið fellt niður.
Þannig hefir stjórnin lagt áherzlu á frelsið, og
leyst höftin. Hún hefir rekið alhliða framfarastefnu í
hag alls Iandsfólksins. Þar hefir engri einni stétt verið
hyglað umfram aðra. Stöðnun og atvinnuleysi hefir
verið bægt frá dyrunum en hagsæld almennings hefir
stóraukizt. Þessar staðreyndir vitna um að stefna
stjómarinnar hefir verið rétt.
Og það sést einnig af því að stjórnarandstaðan á
engin stefnumál við þessar kosningar. Hvar eru um-
bótamál framsóknar og kommúnista? Hver hefir heyrt
þeirra getið? Blöð þeirra fylla síður sínar innantómu
þrasi um iandhelgismálið og Efnahagsbandalagið. —
hvorttveggja mál sem heyra fortíðinni til og hafa þeg-
ar hlotið sína lausn. Það má með sanni segja að í
garði stjómarandstöðunnar vex ekki annað en arfi og
illgresi. Uppblásturinn verður þar brátt algjör.
Húsið Downing Street 10 i
London er heimsfrægt sem bú-
staður brezka forsætisráðherr-
ans. En sumarið 1960 flutti
Macmillan forsætisráðherra
brott úr því og hefur síðan bú-
ið f bráðabirgðahúsnæði i flota
málaráðuneytinu, Admiralty
House. Á meðan hefur mikil
viðgerð staðið yfir í Downing
Street 10.
Þegar Macmillan hvarf á
brott úr húsinu taldi hann að
hann gæti flutt aftur í Downing
stræti sumarið 1962, en það hef
ur farið öðruvísi en hann hugði,
enn sér ekki fyrir endann á við-
gerðinni og vel getur svo farið
að Macmillan sjálfur fái aldrei
að flytja aftur í þetta sögu-
fræga hús, — í Englandi eru
kosningar fram undan og þeim
geta fylgt stjórnarskipti áður
en honum gefist kostur á að
flytja inn I gamla bústaðinn.
Viðgerðin á Do;ning Stræti
10 hefur staðið I 2ý2 úr, en orð-
ið miklu umsvifameiri, en menn
ætluðu, tekið lengri tíma og
sérstaklega hefur kostnaðurinn
við viðgerðina hrokkið langt
fram úr áætlun.
Þegar viðgerðin hófst var á-
ætlað að hún myndi kosta um
400 þúsunð sterlingspund eða
nærri 50 milljónir króna. Það
þótti strax há upphæð og heyrð
ust raddir um að fásinna væri
að gera við þetta gamla hús,
fyrir helming þessarar upphæð
ar, mætti rífa hinn gamla hjall
og byggja nýtt og miklu glæsi-
legra hús. En Bretar eru fast-
heldnir á gamla siði og var það
V í S I R . Mánudagur 25. marz 1963.
Hér sést hinn frægi forsætisráðherrabústaður Breta, sem sögulegar
minningar eru tengdar við.
Nær hefði verið að rífa
&;Si: Vtevfp R ><;£%<•-, ' r ÍíjTT < f
DOWNING STREET10
samkvæmt eðli þeirra að vilja
varðveita hinn fræga forsætis-
ráðherrabústað I sinni uppruna-
legu mynd, þó það kostaði mik-
ið fé og fyrirhöfn.
Ekki er þó víst ,að þeir hefðu
haldið fast við gamla tfmann f
þessu efni, ef þeir hefðu gert
sér grein fyrir þvi að kostnaður
inn yrþi jafn mikill og raun ber
nú vitni. Nú þegar er búið að
verja 900 þúsund pundum eða
meira en 100 milljónum króna
til viðgerðarinnar og þessi upp-
hæð á enn eftir að hækka stór-
kostlega. Nýlega skýrði bygg-
ingameistarinn frá þvi að við-
gerðin yrði ekki undir 1,5 millj.
punda eða um 180 millj. króna.
Óheppnin hefur elt viðgerðar-
starfið frá byrjun. Verkamenn-
irnir hafa átt f sífelldum erjum
við byggingameistarann. Það
hófst strax og verið var að reisa
vinnupalla utan um húsið.
Verkamennirnir sem unnu við
það gerðu verkfall. Sfðar gerðu
pípulagningamenn verkfall,
næst trésmiðir. Þvfnæst lögðu
allir 500 starfsmennirnir sem
unnu við bygginguna niður
vinnu í hálfan mánuð út af
deilu um kaffitfmann. Enn end-
urtók sama sagan sig, þegar
steinsmiði einum var vikið úr
starfi. Og loks gerðist það í
sumar að vinna við bygginguna
lagðist niður í þrjá mánuði.
Allar þessar vinnustöðvanir
og verkföll hafa orðið til að
hækka kostnaðinn við bygging-
una. Þó veldur það enn meiri
hækkunum, að viðgerðin hef-
ur orðið umfangsmeiri en búizt
var við f fyrstu. Það hefur kom-
ið í Ijós að húsið í Downing
Street 10 var eftir 300 ára notk
un í miklu verra ásigkomulagi
en búizt hafði verið við. Bygg-
ingasérfræðingarnir sem skoð-
uðu það fyrir viðgerð afsaka sig
með því, að erfitt hafi verið að
framkvæma skoðunina meðan
húsið var enn f notkun. Þeir
fengu aðeins að koma stutta
stund inn í hvert herbergi og
bora nokkrar holur í veggina,
síðan urðu þeir að hreinsa allt
ryk og salla í burtu í skyndi og
setja teppin á að nýju, áður en
vinnutfmi f skrifstofunni hæfist
að nýju.
gerðarkostnaðurinn á Downing
Street 10 muni nálgast 200
milljónir króna. Enn kunna
margir íhaldssamir Bretar að
halda því fram, að það sé jafn-
vel þess virði, að viðhalda sögu
frægu húsi. Fleiri munu þó vera
þeirrar skoðunar jafnvel í hinu
íhaldssama Bretlandi, að slíkt
sé alger fásinna. Þeir líta á
þessa viðgerð sem opinbert
hneyksli og benda m.a. á það,
að húsið sé á engan hátt neitt
sérstætt eða framúrskarandi
hvað ytra útlit eða byggingar-
stfl snertir. Þeim finnst að það
hefði ekki verið nema ágæt
hreingerning að fiarlægja þenn-
an gamla og ljóta húskumbalda
úr hjarta Lundúnaborgar og
reisa þar nýjan og glæsilegan
forsætisráðherrabústað í sam-
ræmi við kröfur nútímans.
Þeir komust að því að þessi
rnikla húsasamstæða sem Sir
George Downing reisti þarna á
17. öld var ekki eins traustlega
byggð og sum önnur hús frá
sama tíma. Downing hafði greini
lega byggt þau sem leiguhús-
næði og ekki vandað neitt sér-
lega til smíðinnar. Alvarlegasta
uppgötvunin var þó sú, að und-
irstaða hússins væri ótraust.
Þarna var áður mýri og hafði
orðið að reka stólpa niður í
hana til að mynda undirstöð-
una. Síðan hafði landið verið
þurrkað og stólparnir fóru að
fúna. Nú kom í ljós að endur-
nýja varð undirstöðu hússins
og varð það óhemju kostnaðar
samt verk.
Það er nú sýnilegt að við-
r
!ran vígir
risastíflu
íranskeisari vígði í fyrradag
mesta mannvirki sinnar tegund-
ar í Mið-Austurlöndum, stfflu
til vatnsmiðlunar og orkufram-
leiðslu.
Stífla þessi, sem er 25 km.
fyrir suðvestan Teheran, höfuð-
borg landsins, er sjötta hæsta
mannvirki af þessu tagi í heirn-
inum, og kostaði hún um 75
milljónir dollara. Frá henni
verður vatni veitt á 145,000
hektara lands, og raforkufram-
leiðslan mun árlega nerfia
520.000 kw.stundum.
*SESS®eS3SS3í/BÍ