Vísir - 25.03.1963, Side 9

Vísir - 25.03.1963, Side 9
V1SIR . Mánudagur 25. marz 1963. 9 NJÖRÐUR P. NJARÐV8BC: Hugleiðingar Við íslendingar eigum yngsta ríkisleikhús á Norðurlöndum og það tók okkur lengri tíma en aðrar þjóðir að koma því í verk að reisa slíkt leikhús. Sú saga verður ekki rakin hér. En rétt er að benda á að með til komu Þjóðleikhússins er fyrst hægt að tala um atvinnuleikara á íslandi. Fyrir þann tíma voru aðstæður hér svo frumstæðar að ekki var hægt að gera harðar kröfur til listrænna afreka. Sú staðreynd að enn skuli leikið í Iðnó með listrænum árangri er raunar miklu líkara ævintýri en veru- leika. Nú hefur Þjóðleikhúsið starfað í 12 ár. Mætti því ætla að mesti frumbýlingssvipurinn væri farinn af starfsemi þess. Og er þá ekki kominn tími til þess að menn fari að líta þessa stofnun hlutlægum augum og velta bví fyrir sér hvert starf hennar hafi verið í þágu íslenzkr ar leiklisfiar og menningarmála. I þessari grein verða því máli þó ekki gerð skil nema að nokkru leyti. Hér verður tekin til umræðu reglugerð sú, sem menntamálaráðherra setti í upp- hafi, 23. sept. 1949, og þær skorður sem reglugerðin setur leikhúsinu annars vegar og hins vegar framkvæmd Þjóðleikhúss- ins á henni. Verkefni Þjóðleikhússins. I 1. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um verkefni Þjóðleik- hússins. Greinin er ófullkomin og markar verkefni leikhússins ekki nægilega. Aðalhlutverk hússins er talið þrenns konar: að flytja íslenzka og erlenda sjónleiki, að vera til fyrirmynd- ar um meðferð íslenzkrar tungu, að halda skóla til eflingar ís- lenzkri leikmennt. En niðurlag 1. gr. er mjög athyglisvert og lík lega ekki öllum kunnugt. Það hljóðar svo: Þjóðleikhúsið skal flytja leikrit í ríkisútvarpið, sjón leiki utan Reykjavíkur og vinna að eflingu leiklistar hvarvetna á landinu, eftir því sem við verður komið. hér er merkilegur hlutur sem ég er ekki viss um að almenn- ingi sé kunnugt um. Samkvæmt þessu hlýtur það að vera í verka hring Þjóðleikhússins að styðja alla leikstarfsemi f félagsheim- ilunum víðs vegar um landið. Sá stuðningur hlýtur þá meðal annars að vera fólginn í því að lána leikbúninga og leikstjóra sem gætu þá jafnframt leikið með svo áhugaleikararnir mættu læra af því. AUir vita að þetta hlutverk hefur Þjóðleikhúsið ekki rækt. Fyrir skemmstu var á skýrt frá þvf í fréttum hér f blað jl inu að Þjóðleikhúsið krefst 1 150 kr. fyrir hvern búning ■ fyrir hvert kvöld sem bún- I ingurinn er notaður. Þá er mér kunnugt um að Þjóðleik- húsið hefur farið fram á 5000 kr. greiðslu fyrir lán á leik- stjóra og 700 kr. kvöldkaup ef leikari á A-samningi hjá Þjóð- leikhúsinu leikur með í sýning- unni. Hvaða hjálp er þetta? Það hljóta allir að sjá að félag á- hugaleikara í smábæ eða sveit hefur ekkert fjárhagslegt bol- magn til þess að inna sfkar greiðslur af hendi. Hér virðist því ekki nema um tvær leiðir að að velja. Annaðhvort er fyrir Þjóðleikhúsið að veita slíka að- stoð endurgialdslaust, aðeins krefjast tryggingar gegn skemmdum, ellegar láta nema þetta atriði á brott úr reglu- gerðinni og takmarka starfsemi sfna eingöngu við Þjóðleikhúsið sjálft. Stjórn. Þýðingarmesti þáttur hverrar stofnunar er stjórn hennar. Það skiptir höfuðmáli hvernig stjórn fyrirtækis er skipuð og enn brýnna er að þetta vandamál sé vel leyst við stofnun sem gegna á menningarlegu og listrænu hlutverki. Illa hæfur maður í stjórn leikhúss getur gersam- lega eyðilagt listagildi þess á sama hátt og vel hæfur maður getur lyft þvf og þar með hafið leiklistina f öllu landinu til meiri vegs en áður var. í 2. gr. reglu- gerðarinnar er kveðið á um stjórn Þjóðleikhússins og þessi grein er að minni hyggi'u svo gölluð að ekki verður við unað. Stjórn Þjóðleikhússins á að vera f höndum þjóðleikhússtjóra og þjóðleikhúsráðs undir yfirstjórn menntamálaráðuneytisins. Allir 5 meðlimir skulu skipaðir af menntamálaráðherra. Síðan seg- ir orðrétt: Fjórir skulu skipaðir samkvæmt tillögum fjögurra fjölmennustu stjómmálaflokka á Alþingi, en einn samkvæmt til- Iögu félags fslenzkra Ieikara. Það er ekki ofsögum sagt að pólitík ætli allt lifandi að drepa á íslandi. Hér er farið aftan að hlutunum og verið að gefa póli- tískri vitleysu undir fótinn enda hefur Þjóðleikhúsið svo sannar- lega ekki farið varhluta af þeirri ónáttúru. Hér ráða fag- menn (og eiginlega þeir einu sem hafa vit á leikhúsmálum) einum manni en stjórnmála- menn ráða fjórum. Því miður er þetta ekkert einsdæmi þvf sömu sögu er að segja um mennta- málaráð og útvarpsráð svo það virðist viðtekin regla að menn- ingarmál á fslandi eigi að vera bitlingaleikfang stjórnmála- manna sem þurfa að ota fram gæðingum sínum eða sjálfum sér. Með þessu fyrirkomulagi er fagmönnum og listamönnum sýnd hrein lítilsvirðing og bein- línis komið í veg fyrir eðlilega þróun í íslenzkum listum. Alvarlegasti galli þessarar greinar f reglugerðinni er þó ef til vill sá að hvergl er minnzt á skipunartfma þjóðleikhús- stjóra eða þjóðleikhúsráðs. Er- lendis er það föst regla, að minnsta kosti á Norðurlöndum, að veita leikhússtjóraembættið til 2—3 ára í senn enda skilja menn þar að leikhúsum er flest- um öðrum stofnunum nauðsyn- legra að fá nýtt blóð f æðarnar, auk þess sem nauðsynlegt er að geta losnað við menn sem reyn- ast illa. Svíar gera Ingmar Berg- man að leikhússtjóra til þriggja ára. Hér er aft.ur á móti tekinn maður sem aldrei hefur verið orðaður við leiklist á nokkurn hátt og skipaður þjóðleikhús- stjóri ævilangt. Vitanlega er hugsanlegt að slíkur maður revnist starfi sínu vaxinn oghér er ekki verið að kasta rýrð á núverandi leikhússtjóra heldur er verið að gagnrýna form. Ég bið lesendur um að rugla bessu tvennu ekki saman. En það verð ur að kalla hreina óráðsíu að veita óreyndum manni án lista- menntunar jafnþýðingarmikið starf ævilangt. Það er ámóta fáránlegt og að kjósa menn á þing upp á lífstfð. Guðlaugur Rósinkranz er búinn að stjórna Þjóðleikhúsinu í 12 ár og á eftir 10 ár enn. Það er að mfnu viti of langur tfmi hver svo sem í hlut á. í 2. gr. reglugerðarinnar er hvergi gert ráð fyrir því að skipta þurfi eða eigi um menn f Þjóðleikhúsráði. Á þeim 12 ár- um sem Þjóðleikhúsið hefur nú starfað hafa aðeins orðið tvær breytingar á ráðinu. Ingimar .Tónsson fyrrverandi skólastjóri vék úr ráðinu fyrir Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra á sínum tíma og Haraldur Björns- son sagði sig úr þvf er hann varð sjötugur. í hans stað kom svo Valur Gíslason sem full- trúi leikara. Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins, Vilhjálm- ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri og Halldór Kiljan Laxness hafa hins vegar átt sæti í ráðinu frá upp- hafi. Hlýtur þá að vakna sú spurning hversu lengi þessir menn eigi að vera f Þjóðleik- húsráði og hvort ekki sé komtnn tími til þess að veita nýju lífi í þetta ráð. Það gefur auga leið að áhugi manna hlýtur að slæv- ast eftir því sem lengra líður og það verður aldrei hamrað of oft á þvf að tilbreyting sé um- fram allt nauðsynleg hveriu leikhúsi. Leikhús á að verða ó- þreytandi vettvangur lifandi listar en ekki dauð embættis- mannastofnun. Hlutverk þjóðleikhússtjóra. Fjórða grein kveður á um verksvið þjóðleikhússtjóra. Þar er meðal annars sú undarlega klásúla að þjóðleikhússtjóri skuli ráða alla starfsmenn leik- hússins nema skrifstofustjóra. Hvf má þjóðleikhússtjóri ekki ráða skrifstofustjóra? Er það einhver öryggisráðstöfun gegn þjóðleikhússtjóra að mennta- málaráðherra ráði skrifstofu- stjóra einan starfsmanna leik- hússins? 1 sömu grein segir orðrétt: ..Þjóðleikhússtjóri ræður. hver vera skuli leikstjóri hvers leik- rits og segir fyrir um í samráði við leikstjóra, hversu hlútverk- um skuli skipt milli leikara.“ Þessi orð verða tæpast skilin öðru vísi en svo að þjóðleik- hússtjóri ráði mestu um hlut- verkaskipun eða vilji hans ráði að minnsta kosti úrslitum ef á- greiningur verður milli hai.s og leikstjórans. Þetta þykir mér vægast sagt hæpin ráðstöfun. Líta verður svo á að leikstjóri hafi þekkingar sinnar vegna og reynslu meiri skilyrði til þess að velja rétt f hlutverk en leik- hússtjóri. Leikstjórinn hefur starfað með leikurum hússins og hlýtur að þekkja betur getu hvers einstaks þeirra og tak- markanir til listrænnar túlkun- ar f ákveðnum hlutverkum. Ef leikhússtjóri á hins vegar að ráða hlutverkaskipun að veru- legu leyti er hætt við að þar geti ráðið önnur sjónarmið en listrænir hæfileikar, (svo sem persónulegt mat eða vinfengi). Auk þess verður Ieikhússtjóri að bera svo mikið traust til leikstjóra sinna að hann treysti im til að skir>a í hlutverk engu síður en ráða íúlkun leik- ritsins. Það er hvort sem er leikstjórinn sem hlýtur gagn- rýni fyrir hlutverkaskipun en ekki leikhússtjórinn og sýning- in sem heild stendur og fellur með honum en ekki leikhús- stjóranum. Bókmenntaráðunautur. Reglugerðin gerir ráð fyrir Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.