Vísir - 26.03.1963, Blaðsíða 2
■ >o
V í SIR . Þriðjudagur 26. marz 1963.
'/////sm'//////,mw/////.
w////////mz",//Æ
3W
Borgakeppni á skíðum:
Milljónaborgin tapaði
fyrir RCYKJA VÍK
Reykjavík vann milljóna
borgina Glasgow í borga-
keppni á skíðum, en beið
lægra hlut gegn Bergen,
enda mikill aðstöðumun-
ur, þar eð Norðmenn voru
í „heimabrekkum sínum“
m .jm .4* ^ ^ ^
Magnús
talinn
beztur
Magnús Pétursson, hand-
1 knattlelksdómari úr Þrótti,
I dæmdl 3 leikjanna á Norður-
I landamótinu 1 handknattleik og
) fékk mjög mikið lof fyrir
. frammistöðuna þar. Meðal hand
1 knattieiksleiðtoganna, sem á
I Hamri voru, var Magnús viður-
I kenndur sem bezti dómari
keppninnar.
Dómarar voru þó ekki helðr-
I aðir sérstaklega fyrir frammi-
stöðu, en það voru hins vegar
. „bezti markvörður keppninn-
ar“, „bezti framherjinn“ og
„bezti varnarmaðurinn“. Það
| var Svíi, sem var talinn bezti
markvörðurinn, en Svíi var
1 einnig bezti sóknarleikmaður-
inn, þar sem Danl hreppti hins
) vegar bikarinn fyrir að vera
, bezti vamarmaður keppninnar.
Af ísiendingum komu heizt
1 til greina í þessu tilliti mark-
| vörðurinn Brynjar Bragason úr
Víking og Viðar Sfmonarson úr
Haukum f Hafnarfirði, sem stóð
I sig bezt ísiendinganna.
| í Solfonn í Harðangri, sem
j er um 7 tíma ferð frá Berg-
len. Tími 6 fyrstu Norð-
mannanna í svigi og stór-
j svigi var alls 875,7 sek., en
hjá Reykvíkingum var tím
inn 945,4 sek. gegn 1C74,5
sek. Skotanna.
| ' v
I í A-flokki í sviði átti Reykjavík
i keppendur númer 5.—9. eða 5
keppendur í röð. Valdimar Örn-
ólfsson var beztur þeirra og náði
að aukl bezta brautartíma keppn-
innar á 38.6 sek. Nœstur var Þor-
bergur Eysteinsson, Gunnlaugur
Sigurðsson, Hinrik Hermannsson
og loks Sigurður Guðjónsson. 1
B-flokki átti Reykjavík 10., 11.
og 13. mann en f C-flokki voru
reykvfsku keppendurnir dœmdir úr
Ieik.
Eftir svigið höfðu 6 beztu Norð-
menn um 20 sekúndna forskot yfir
íslendingana, en Skotarnir voru
talsvert á eftir.
Stórsvigið færði Bergensmönn-
um enn meira forskot og unnu
þeir keppnina með um 70 sekúnd-
um, en samanlagður tími Glasgow-
manna var um 2 mín. lakari en
Reykvíkinga.
1 stórsvigi A-flokks stóðu
Reykvíkingar sig vel og áttu 2. og
3. mann en það voru þeir Þorbérg-
ur Eysteinsson og Sigurður Einars-
son, en 6, og 9. maður voru einnig
frá Reykjavfk. í B-flokki átti
Reykjavík 10. og 11. mann en í
C-flokki 5, mann.
Einn Skotanna varð fyrir því ó-
láni að fótbrjóta sig í keppni þess-
ari, sem tókst að öðru leyti mjög
vel. Keppendur voru alls 113.
Skotar nokkru fleiri, en Bergenbú-
ar að sjálfsögðu langflestir. Tíminn
sem réð var sem fyrr segir tími
fyrstu 6 manna.
Flestir skíðamannanna komu
heim aðfaranótt mánudags með
áætlunarflugi Flugfélags íslands
frá Bergen, en heim var haldið
þegar að aflokinni keppni og jafn-
vel ekki beðið eftir úrslitunum.
Ellen Sighvatsson, formaður
Skíðaráðs Reykjavíkur hélt þó á-
fram ferðglagi sínu svo og Valdi-
mar Örnólfsson og hin unga frú
hans, en þau voru gefin saman
fyrir nokkru.
'.V.V.'.VAW.VV.VAV.V.VAWAV.V.V.W.V.'.V.VAW
Ríkharður aftur heima
Þjóðverjum fannst batinn ótrúlegur
Ríkharður Jónsson, hinn vin-
sæli knattspyrnumaður af Akra-
nesi og fyrirliði Iandsliðsins, er
nýkominn heim eftir mánaðarveru
á æfingastöð fyrir iþróttamenn í
Þýzkalandi, en þar hefur hann áð-
ur dvaiið svo sem kunnugt er og
gengið undir aðgerðir sérfræðinga
vegna meiðsla þeirra í baki, sem
hann hefur í nokkur ár átt við að
stríða.
— Sérfræðingarnir voru mjög
ánægðir með árangurinn, sagði
Ríkharður. Þeir ætluðu vart að
trúa hve skjótan báta ég hef feng-
ið. Ég var að þessu sinni látinn
æfa daglega, hjólaði m. a. 5 kíló-
metra á degi hverjum, réri 2 kíló-
metra og framkvæmdi ýmsar aðr-
ar erfiðar æfingar. Ég fullyrði þvi
að ég er í stórgóðri úthaldsþjálfun,
óvenju góðri meira að segja.
— Hver var árangur ferðarinnar
nú?
— Mjög góður árangur náðist.
í fyrra stakk ég.lítilsháttar við, en
nú er það horfið og $g finn ekki
til þreytu Iengur, eins og ég gerði
þá. Ég vildi biðja þig að koma á
framfæri f Vísi mínum beztu
þökkum til þess aragrúa fólks, sem
á sínum tíma styrkti mig með
landsmdlafélagið Vörður
Musica Nova
JpYRáTU hljómleikar Musica
Nova voru haldnir í súlna-
sal Hótel Sögu í gær. Á efnis-
skránni voru eins og vera ber,
eingöngu verk samin á þessari
öld. 20 grúppur fyrir flautu,
obo og clarinett eftir Bo Nilson
var leikið af þeim Averil Willi-
ams, WiIIiam Webster og Gunn
ari Egóilson, og það býsna fag-
lega. Þetta er eins konar happa
og glappa músik, þar sem búast
má við ótal útkomum innan
hins takmarkaða ramma hljóð-
færaskipunarinnar. Möguleik-
arnir skipta eflaust hundruðum
þúsunda, svo að fáránlegt væri
að dæma verkið eftir þeim eina
sem þarna hljómaði, og ekki
myndi ég nenna að hlusta á
nema eins og fjóra fimm í við-
bót, svo þetta er vonlaust og
sleppum því. Noktúrna fyrir
hörpu eftir Jón Leifs var þá
leikin af Jude Mollenauer
Webster, Þetta veigalitla og
nauðaómerkilega smáverk mun
hafa heyrzt hér a.m.k. einu
sinni áður, og hefði því gjarn-
an mátt kyrrt liggja að þessu
sinni. En auðvitað er maður
guðsfeginn hverju tækifæri sem
gefst til að heyra slíkan af-
bragðs harpista leika listir sín-
ar, ekki sízt þegar hún mun
senn vera á förum af landi burt,
og mjög vafasamt að snilling-
arnir í útvarpinu fái hálfdrætt-
ing hvað þá meir í hennar stað.
Ingvar Jónasson, Gunnar Egils-
son og Þorkell Sigurbjörnsson
léku þá Kontrasta eftir Béla
Bartók og sluppu vel frá því.
JjETTA verk er fádæma erfitt
fyrir fiðluna og clarinettið,
enda samið sem eins konar
glansstykki fyrir tvo nafnfræga
einleikara. Hins vegar er það
tvímælalaust meðal .lakari
verka Bartóks og sannast að
segja, ef við tökum mið gf
meistaraverkum eins og músík-
inni fyrir strengi og slagverk
eða sumum kvartettunum, hálf-
gerður fíflaskapur. En það hef-
ur þó ekki náð jafn almennum
vinsældum og hljómsveitarkon-
sertinn og þriðji píanókonsert-
inn, og af augljósum ástæðum.
ég ekki að halda fram að Hlym-
ir eftir Atla Heimi Sveinsson sé
bezta verkið sem Musica Nova
flutti okkur að þessu sinni. En
flestir geta að minnsta kosti
verið mér sammála um að það
er lang skemmtilegast, eða
leiddist nokkrum þær 20 mín-
útur eða svo sem tók að flytja
það? í þvl eru margir óhemju
fallegir sprettir, og ef ekki
snilldarlegir, þá i það minnsta
stór sniðugir. Á síðustu árum
er búið að gera mikið af því
að láta strengjahljóðfæraleikara
sarga alls konar furðutóna og
banka og berja óhljóð út úr
instrúmentum slnum. Sömu-
leiðis er það að verða afgamalt
bragð að láta píanistann skríða
undir eða oní píanóið, að ég tali
ekki um brotnar flöskur, enda
dugar þeim Cage og Tudor ekki
minna en kassi hvorum, ef gagn
á að vera í uppátækjum þeirra.
En oftast hefur gleymzt að þess
ar óvenjulegu aðferðir eru auka
atriði, og að aðalatriðið er
hvernig þeim er raðað saman,
hvernig tekst að komponera úr
þeim eina órjúfandi listræna
heild. Þetta hefur Atla tekizt,
hvar sem öðru líður, enda
verkar ekkert af brögðum hans
yfirborðslogt, þau eru öll I sam-
ræmi við anda og innri bygg-
ingu tónverksins, og vona ég
að við eigum eftir að heyra
miklu meira frá honum.. Hann
stjórnaði þeim ellefu hljóðfæra-
leikurum sem fluttu Hlymi, og
má mikið vera éf'hann 'erekKi
efni í ágætan hljómsveitar-
stjóra. Hvernig. væri að Sin-
fóníuhljómsveitin tæki það til
athugunar? Méð því mætti þó
spara svolítinn gjaldeyri.
jþAÐ er ástæða til'að óska
Musica Nova til hamingju
með þessa hljómleika. Þeir sýna
að við höfum hér hljóðfæraleik-
ara, sem eru færir um að flytja
erfiðustu nútímaverk, bæði af
tækni og hugarfarsástæðum.
Einnig væri ekki úr vegi að
samgleðjast þeim mörgu áheyr-
endum sem fylltu salinn, og
þekktu þar með sinn vitjunar-
tíma.
Leifur Þórarinsson.
fjárframlögum stórum og smáum — Leikurðu með í sumar?
Þessir peningar hafa fært mér — Því ekki það. Heilsan virðist
heilsuna aftur, en það var meira ætla að leyfa það og mér finnst
en hinir bjartsýnustu þorðu aðástæðulaust annað en að gera ráð
vona. ' fyrir því.
Heldur
Landsitiúlafélagið Vörður
almennan félagsfund
miðvikudaginn 27. marz kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu.
Fundarefni: NÝJA TOLLSKRÁIN.
Frummælandi Gunnar Thoroddsen fjármáiaráðherra.
Allt Sjálfstæðisfólk velkomið meðan húsrúm leyfir.
Landsmúlafélagið Vörðurí