Vísir - 26.03.1963, Blaðsíða 4
V 1 S IR . Þriðju.dagur 26. marz 196!
M—ww——piMniWiiinniin—wriiii———w iij^iupn ........................................
Bandaríska sýningarhöllin
stöku sýningarhallir.
pannig ut fullgerð. Auk þess hafa einstök ríki Bandaríkjanna sínar scr-
ríkjunum, heldur og hvaðanæva
úr heiminum — hvers konar þjóð
við erum og hvernig land okkar
er, sýna hvað okkur hefir orðið
ágengt á liðnum tíma og sam-
tímis reyna að gefa mönnum
hugmynd um komandi tíma.
Forsetinn minnti á, að eink-
unnarorð sýningarinnar væru:
Friður á grundvelli skiinings. Þau
einkunnarorð hæfðu vel nútíman-
um.
Það er í apríl 1964 -— eftir
rúmt ár, sem sýningin verður
opnuð, á sýningarsvæði við
Flushing Bay, skammt frá La
Guardia flugvellinum í New
York.
Sýningin 1933
Hún hófst 30. apríl og var
haldin í minningu þess, að 150
ár voru liðin frá því fyrsti for-
seti Bandaríkjanna tók við stjórn.
Framkvæmdastjórn íslenzku sýn-
ingarinnar skipuðu þeir Vil-
hjr^nur Þór, þá forstjóri, Har-
aldur Árnason kaupmaður og
Við opnun sýninga*innar flutti
Franklin D. Roosevelt forseti
ræðu í viðurvist 600.000 manns.
íslenzka sýningin vakti þegar
sérstaka athygli sakir smekkvísi
og góðs fyrirkomulags og hlaut
hún mikið lof I blöðum. *
17. júní helgaður
íslandi
17. júní var helgaður íslandi
sérstaklega á sýningunni og Is-
landi sýndur margvíslegur sómi
af hendi stjórnenda.
I hátíðlegri athöfn í íslands-
skálanum flutti La Guardia borg-
arstjóri ræðu, og bar mikið lof á
íslendinga fyrir menningu þeirra
og dugnað.
íslenzku sýningunni var slitið
.1. nóvember. Framkvæmdastjóri
hennar flutti ræðu og skýrði frá
því, að 2 milijónir manna hefðu
skoðað sýninguna. Heiidarkostn-
aður við hana varð 450 þúsund
krónur.
Tekur ísland þátt í heimsýning-
Stjórn Heimsýningar-
innar, sem haldin verður
í New York 1964-1965,
hefir snúið sér til Geirs
H. Zoega og beðið hann
að koma fram fyrir sína
hond hér á landi og veita
upplýsingar öllum þeim,
sem hyggja kynnu á þátt-
töku í sýningunni.
Geir sagði mér frá þessu, er
ég leit inn í skrifstofu hans í
vikunni sem leið, en hann var þá
í undirbúningi með að skrifa rík-
isstjórninni, borgarstjórn og
ýmsum stofnunum til þess að
tilkynna þeim, að stjórn Heims-
sýningarinnar og stjórnar ýmissa
sýningardeilda og stofnana, hefðu
skrifað sér varðandi þátttöku ís-
lands í sýningunni, og sent hon-
um ýmsar upplýsingar hana
varðandi, sem væntanlegum þátt-
takendum geta komið að gagni.
Geir tók m. a. svo til orða, er
ég spurði hann nánara um þetta:
Mikill áhugi.
— Eftir bréfum þeim að
dæma, sem ég hefi fengið frá
N. Y., virðist mér vera mikill
áhugi þar fyrir þátttöku íslands,
íslenzkra stofnana og fyrirtækja,
sem stendur til boða að fá sýn-
ingarskála og hvers konar fyrir-
greiðslu.
íslandsskálinn á Heimssýningunni i New York.
Þess,-er að minnast, að ísland
tók þátt í heimssýningu, sem
haldin var í New York 1939.
Var íslandi til sóma
Þátttaka íslands í þeirri sýn-
ingu var landi, og þjóð til sóma.
Ég. lít svo á — og undir það
munu margir taka, — að hér sé
nú um nýtt tækifæri að ræða,
sem íslendingar megi ekki láta
ganga sér úr greipum til þess að
kynna landið, menningu þess og
afurðir. Menn skildu nauðsyn
þessa 1939 og menn ættu ekki
síður að hafa opin augun fyrir
mikilvægi þátttöku nú.
Ekki seinna vænna
Og það er ekki seinna vænna
að hefjast handa, þvf að undir-
búningur t ekur sinn tíma, eigi
þátttakan að verða til sóma og
koma að gagni. Ýmsar þjóðir
voru komnar af stað^ með undir-
búning að þátttöku síðari hluta
sumars árið sem leið. Það er vit-
að að þátttökulöndin skipta
mörgum tugum og að menn
munu streyma á þessa sýningu
hvaðanæfa úr heiminum í mill-
jóna tali. Þátttaka íslands mundi
gagna okkur ekki aðeins á Ame-
ríkumarkaðnum heldur og vegna
til þeirra kynna, sem sýningar-
gestir frá mörgum löndum
myndu fá þarna af íslenzkum
iðnaði og útflutningsafurðum.
Kennedy um
sýninguna
Kennedy forseti Bandaríkjanna
sagði, er framkvæmdir hófust og
hafði þakkað borgarstjóra New
York og sýningarstjórninni og
öðrum allt það, sem þá hafði á-
unnist:
Við fáum hér tækifæri til þess
1964 að sýna \.75 milljónum
manna — ekki aðeins frá Banda-
Ragnar Kvaran landkynnir. Hafði
hún til umráða 300 þúsund
krónur, en þetta fé var framlag
frá ríkissjóði, Reykjavíkurbæ og
ýmsum fyrirtækjum og stofnun-
um. Meginþættir ísl. sýningarinn-
ar voru tveir:
1. Almenn^menning þjóðarinn-
ar að fornu og nýju. 2. Atvinnu-
vegir nú og framleiðsluvörur til
söiu erlcndis.
Menningarsýningin var um:
Siglingar og landafundi forfeðr-
anna, stjórnskipulag þjóðarinnar,
þinghald til forna o. fl., bók-
menntir fornar og nýjar, listir,
menningarástand nú og Island
sem ferðamannaland. — Hinn
hlutinn var í tveimur deildum,
önnur helguð landbúnaði, hin
siávarntvpfTÍ
Mikið tækifæri.
Menn munu verða sammála
um, að hér gefist mikið tækifæri
til þess að kynna menningu og
framleiðslu þjóðarinnar. Þeir ráð-
herrar, sem Geir H. Zoega hefir
skrifað um sýninguna, svo sem
að ofan er getið, eru fjármála-
ráðherra Gunnar Thoroddsen og
viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ.
Gíslason. 'Ennfremur hefir hann
skrifað borgarstjóra og ýmsum
stofnunum og viðskiptafyrirtækj-
um. —. Mikla áherzlu ber að
leggja á, að góðan tíma þarf til
undirbúnings þátttöku, og verði
þátttaka ákveðin þarf að ganga
rösklega til verks. — Á. Th.
Tækifæri, sem Jijóðin má
ekki missa úr greipum
UNISPHERE — táknlíkan Heimssýningarinnar, en því er komið
fyrir í tjörn, sem það endurspeglast f, og iíkanið 45 metra hátt.
Hnattiíkanið er gert sem grind með lengdar- og þverbaugum. Það
á að minna á nauðsyn samstarfs og skilnings þjóða milli á grund-
velli einkunnarorða sýningarinnar: Friður á grundvelli skilnings.