Vísir - 26.03.1963, Side 5

Vísir - 26.03.1963, Side 5
V1SIR . Þriðjudagur 26. marz 1963. 5 Slökkviliðið — Framhald af bls. 9: hefur gleymzt. Það gerðist í fyrradag. Kona kallaði á okk- ur, það rauk út úr ofninum. Þegar við komum þangað, upp- götvuðum við að kviknað hafði f steikinni 'hennar. Það var allt og sumt. — Jjú hefur starfað með ^ þremur slökkviliðsstjór um? — Já, Guðmundi Olsen, Pétri Ingimundarsyni og nú Jóni Sig- urðssyni. Allt ágætismenn, prýði legir yfirmenn. Það hafa orðið miklar umbætur á aðbúnaði okk ar í tíð núverandi slökkviliðs- stjóra. Annars hafði ég mest af Pétri Ingimundarsyni að segja. Hann var yfirmaður minn lengst. — Hvað er þér minnisstæð- ast af sjálfum þér í útkalli? — Ég get hiklaust sagt að það er ekki úr einum af stóru brununum. Það hafði kviknað í á Kirkjusandi. Þá var ég á hlaupavakt. Þetta var snemma morguns, steikjandi hiti, og út- kallið kom frá Norðurpól, svo- kölluðum, þar sem nú er Hverf isgata 125. Ég þurfti að hlaupa þangað og óaði við því að hlaupa alla leiðina inn eftir. En þegar til kom, þurfti ég ekki að hlaupa nema að Laugavegi 37. Þar kom maður á móti mér og sagði mér að á Kirkjusandi væri að brenna. Þar brann stórt þurrkhús og mótorhús, og mótor istinn, sem var á vakt, komst ekki, út, og brann inni. Fleiri hús voru í brunahættu, en það var unnt að bjarga þeim. Þ ér hefur aldrei dottið í hug að hætta við þetta starf? — Nei, aldrei. Þetta er spenn andi starf, þótt það sé stund- um nokkuð hryllilegt. En þegar á staðinn kemur, þá hugsar mað ur bara um það að slökkva eld- inn og bjarga fólki. Þegar við kvöddumst, sagði Anton: — í fyrsta skipti sem ég lenti í bruna, þá var ég lítill snáði. Ég var á leiðinni eftir Lindargötunni að Amarhól með kaffiglas í sokk yfir öxlina til að færa pabba. Á Amarhólnum sá ég hvar mikill reykur steig skyndilega upp úr stað sem kallaður var Batteríið. Þetta var upphaf olíubrunans mikla. Mér varð svo bilt við, að ég fleygði sokknum með kaffiflöskunni, snerist á hæl og flúði heim. Anton hefur ekki flúið síðan. Hann er einn bezti og vinsælasti slökkviliðsmaður borgarinnar. Við óskum honum til hamingju með daginn. Alþingi — Framhald af bls. 6. allt efnahagskerfið færi í rúst, ef orðið væri við slíkum kröf- um, sem þeim, sem verkfræð- ‘ ingarnir gerðu. Þeir hefðu vilj- að hækkanir sem námu allt að 32%. Ingólfur benti einnig á, að nú gerðist Alfreð málsvari þess að hinir hæst launuðu fengju meiri hækkanir, án hlut- fallslegra hækkana hjá lægra launuðum, en hingað til hefði hann Iitið á sjálfan sig sem talsmann þeirra fátæku í þjóð- félaginu. Sigurður Ó. Ólason gerði þá breytingartillögu við frumvarp- ið um bændaskólana, að þeir yrðu þrír f landinu, í stað tveggja eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Er þar mælt með bændaskólum að Hvann- eyri og Hólum en hins vegar engum á SuðurlandL Lagði Sig- ■ urður til að í þeim landsfjórð- DQ Kostir náinnar sam- vinnu Evrópujijóða ungi yrði a.m.k. einn bænda- skóli staðsettur. Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra fylgdi úr hlaði frumvarpi sem felur í sér nokkr ar breytingar á meðferð einka- mála í héraði. Er hér um að ræða breytingar sem gerðar eru í samræmi við hækkað verðlag í landinu og breyttar aðstæður. Um efnislagar breytingar er ekki að ræða. Gullfoss — Framhald af hls ! urinn, að nú væri komið i ljós, að tjónið í fjárupphæðum væri miklu minna en talað hefði ver- ið um f fyrstu. Það er fjar- stæðukennt, sagði hann, að á- ætla tjónið 8 milljónir danskra króna. Við teljum nú að tjónið sé um 3 milljónir danskra króna (18 millj. fsl. kr.) Vísir spurði hvort lestin í skipinu yrði eingöngruð með korki eins og verið hefur. Hann svaraði að hún yrði fyrst í stað höfð óeinöngrauð og myndi ekki verða einöngruð fyrr en næsta haust. — Látið þið viðgerðina á Gullfossi ganga fyrir öllu öðru? — Já, svaraði verkfræðing- urinn. Við tökum ekki að okkur neinar aðrar viðgerðir a. m. k. fram í maí og starfsliðið í ný- smíðadeildinni verður beint yfir í viðgerðina á Gullfossi. — Vinnið þið nótt og dað í viðgerðinni? — Já, það er unnið allan sólarhringinn. — Og hvað vinna margir? — Það er erfitt að svara því, nokkuð mismunandi eftir því að hverju er unnið hverju sinni. Það má þó segja að það séu 200 manns. — Hvenær verður skipið sjó- sett? — Það verður sjósétt kring- um 1. maí. Þá verður eftir að vinna að innréttingum. Við vit- úm ekki enn fyrir víst, hvort að við vinnum að innréttingum eða hvort annarri skipasmíða- stöð verður falið það. FerðnskrBfsfofoii Blóntin — Framh ai 1 síðu herra Einmánuður, sver sig vissulega í ætt við sína kynslóð. Hreytandi úr sér hagli, snjó og slyddu hefur hann tekið völdin, svalur og sigurviss, hafði komið sínum byltingaráformum í kring fyrir birtingu í morgun. — Og sjá, allt er orðið nýtt — og hvítt, alhvítt. Það stóð sem sé ekki á ein- mánaðarhretinu. Enn er engin alvara á ferðum varðandi Góu- gróðurinn í görðum fólks, það var aðeins eins stigs frost í Reykjavík í nótt og snjórinn sakar ekki hinn unga og við- kvæma gróður. Það gera hins vegar frostin og næðingarnir, ef þeirra gætir að marki næstu vikurnar. Þegar við spyrjum veðurstofuna um útlitið, eru þeir varkárir í svörum, segja að það hafi kólnað talsvert og gengið á með éljum um vestur- hluta landsins í nótt, og heldur hnfgur spáin í þá átt að fyrstu dægur einmánaðar verði svalari en hin hlýju Góudægur undan- farnar vikur. Ekki sjá menn þó fyrir neitt stóráhlaup enn þá, og vonandi spilla vorkuldar ekki gróðrinum, sem þegar hef- ur lifnað. En mönnum er þó ljóst að enn eru 4 vikur til sum- ars. ieumert Framhald af bls. 16. hingað 1929 er hann lék hér m. a. í Galgemanden. Gestaleikur hans er hann kom hingað 1938 og lék m. a. í Tovarich hefur orðið mörg- um ógleymanlegur. Þá er þess að minnast að hann kóm hingað í gestaleik 1952 og s.l. haust komu þau hjónin sem heiðursgestir á af- mælishátíð Norræna félagsins Jafnan þegar þau hafa komið hing- að til að flytja list sína, má segja að þau hafi heillað íslenzka áhorf- endur. Poul Reumert er sannur vinur íslands. Hann hefur verið sæmdur æðsta heiðursmerki íslands, sem aðrir en þjóðhöfðingjar fá, stór- krossi Fálkaorðunnar. íslenzka þjóðin sendir honum árnaðaróskir á þessum hátíðisdegi hans. I nýútkomnu hefti Frjálsrar verzlunar ritar framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs ríkisins, Steingrímur Hermannsson verk- fræðingur, grein um raunvís- indi í nútíma þjóðfélagi. Er hér um glögga grein að ræða og sérstaka athygli vekja ummæli Steingríms um kosti þess að Evrópuþjóðimar hópist saman í framfarasókn sinni og hagnýti þannig bezt mátt vísindanna til þess að bæta lífskjör hinna smærri þjóða álfunnar. Ummæli þessi em sérlega athyglisverð vegna umræðnanna um Efna- hagsbandalag Evrópu sem fram hafa farið að undanförnu og af- stöðu smáþjóða sem íslands til þess. Steingrímur segir: „Þjóðimar eiga raunar ekki nema um tvennt að velja. Annars vegar •---—— ----------------- < Slæmar gæftir Gæftir hafa veriþ mjög slæmar að undanfömu, Iengstum rudda- veður. I gær vom aðeins 4 netabátar á sjó frá Akranesi og aflinn frá 7 upp í 25 lestir. í dag eru allir bátar á sjó, þótt enn sé ruddi, en freista varð þess að fara, þar sem 3—4 nátta fiskur er í netunum. , Skipið Edith Jurg lestar.ÆÚ sgjt- fisk á Akranesi, hinn fyrsta sem fer á, þessu ári, og von var á, Fjall- fossi þanþað til þess að lesta sölt- uð hrogn. SLYS A AKRA- BORGINNI. í gær meiddist farþegi á Akra- borginni, er hún var á leiðinni milli Reykjavíkur og Akraness. — Datt maðurinn úr stiga og meidd- ist svo að hann var fluttur í sjúkra húsið við komuna til Akraness. að dragast aftur úr og Ufa inn- an tiitölulega fárra ára við lífs- skilyrði sem mundu teljast frumstæð á mælikvarða ná- grannans, eða hins vegar að skipuleggja og auka rannsókn- ar og tiiraunastarfsemi sína... Steingrímur Hermannsson. Evrópuþjóðimar hafa gert sér grein fyrir þessari þróun og er það ein af ástæðunum fyrir því að þær hafa kosið að hópast saman. Sameinaðar geta þær keppt við framfarir stórveld- anna.“ Hér er kostum bandalaga, eins og Efnahagsbandalagsins, Iýst í ljósu máli, en það banda- lag Ieggur einmitt sérstaka á- herzlu á samstarf að tæknimál- um og vísindum. Er það einn af þáttum bandalagsins sem lít- ið sem ekkert hefur enn heyrzt um hér á landi. Mörgum munu þykja ummæli Steingríms um bandalög Ev- rópuþjóðanna og kosti þeirra athyglisverð, einkum þegar þess er gætt að hann er formaður Félags ungra Framsóknarmanna hér f Reykjavík. Framhald sl bls. 1. ferðaskrifstofupnnar, segir m. a.: Ferðamannastraumurinn vex hröðum skrefum og gistimögu- Ieikar hafa aukizt verulega, bæði með byggingu nýrra hót- ela og með því að gerð hafa verið veruleg átök til nýtingar skólahúsnæðis. Að öllu þessu athuguðu er talið tímabært að einkaréttur ferðaskrifstofunnar verði afnuminn, en jafnframt gerðar strangar kröfur til hæfni forstöðumanna almennra ferða- skrifstofu og þess freistað, að tryggja hagsmuni hinna fjöl- mörgu viðskiptamanna slíkra ferðaskrifstofa, með skyldu til tryggingarfjár. Eru allir þeir að- ilar, sem lagt hafa hönd á plóg inn um samning frumvarps þessa sammáia um meginefni þess frumvarps, sem hér um ræðir. Mun það og málo sann- ast að Ferðaskrifstofa ríkisins hafi eigi haldið fast á þessum einkarétti sínum hin síðari ár. Fjórum bjargað úr sjó Um helgina lentu fjórir drukknir menn í sjónum í Hafnarfirði og Reykjavík, en var öllum bjargað. í Reykjavík voru það tveir drukknir sjómenn sem féllu út af Grandagarði móts við kaffivagn- inn. Lögreglan kom fljótlega á vettvang og fékk dregið báða mennina upp í björgunarhring og köðlum. Farið var með þá í heitt bað og hresstust þeir fljótlega við úr því. I Hafnarfirði köstuðu tveir ungir piltar sér í sjóinn og var annar beirra lítt eða ekki syndur. Mun- aði minnstu að illa færi fvrir hon- um. en maður sem horfði á aðfar- irnar stakk sér til sund ob fékk bjargað honum. Piltamir voru báðir drukknir. ELDSVOÐI. Aðfaranótt sunnudagsins kom eldur upp í Teppagerðinni h.f., Súðavogi 4—6. Var eldurinn eink- um í lofti byggingarinnar sem klætt er með timbri og texi milli járnbita. Líklegt þykir að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni og virðist sem hann hafi mallað í húsinu í 5 klukkustundir samfleytt áður en j hans varð vart um áttaleytið á sunnudagsmorguninn. Þessa álykt- un draga menn af því að leiðslur að stimpilklukku virðast hafá brunnið sundur um þrjúlevtið 'um nóttina. Það sem biargaði bví að brunatjón varð ekki meira en raun varð á, er að gluggar voru gllir vel lokaðir og eldurinn náði ekki neinni útbreiðslu vegna loftlevsis Mikil verðmæti voru í húsinu, en hafa brunnið furðanlega lítið. Aft- ur á móti var mjög mikill reykur þegar slökkviliðið kom á vettvang og er ekki að fullu búið að kanna reykskemmdirnar. Eldurinn var fljótt slökktur. BRAUT RÚÐUR. Aðfaranótt sunnudagsins réðist býsna ölvaður maðtjr inn til stúlku, sem býr í kjallajaíbúð í Skipholti. I þessum aðförum sínum braut maðurinn þrjár rúður í húsinu, en skarst þó furðu lítið. Hins vegar varð honum svo miög um þessi á- tök öll að hann hneig máttvana niður á gólfið begar inn til stúlk- unnar kom og þar lá hann i drykkjudái unz lögreglan kom og hirti hann. .y.,AV.VVV1V.VAV.V.V.V.V.,.V.V.V.,.\V.V.V.V.V.VAVAV.V.,,.V.V.V.VAV.V.V.V.V.,.V.V.V.,.,.,.,.V.V.V.V,V.V, KJORBINGO að HÓTEL BORG í kvökl kl. 20.30. Vinningar m. a. tveir 'bagstofnstólar á 8.500,00 krónur. Va! á tveinur borðum Vaffistell 12 manna, borðbi'maður. Borðpantanir símr H440. - Ókeypis aðgangur. HÓTEL BORG. 1 ■■■■■■■_■ i .V.V.%V.V.W.V.V.V.V.V«VAV.V.W.VAW.W

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.