Vísir - 26.03.1963, Side 6
6
V í S I R . Þriðjudagur 26. marz 1963.
■
/ ný-
u hverfín
Byrjað verður að leggja hita-
veitu f Háaleitishverfið nýja i
vor, en um það leyti er fyrir-
hugað að úthlutað verði lóðum
í þessu hverfi. Er undirbúning-
ur undir þessa hitaveitulagningu
f fullum gangi, samkvæmt upp-
lýsingum Geirs Hallgrímssonar,
borgarstjóra, á fundi borgar-
stjómar í gær.
Hverfi þetta verður tengt dælu
stöð við Grensásveg. Hún tekur
að vísu ekki til starfa fyrr en ú
næsta ári svo að á meðan verð-
ur hverfið tengt Hlíðastöðinni,
um Mýrarhverfi tii bráðabirgða,
ef þörf verður hitunar í haust.
Það hefur áður komið fram á
borgarstjórnarfundum, samkv.
áliti sérfróðra manna, að lagn-
ing hitaveitu um leið eða áður
en byrjað er að byggja f hverfi,
hefur mikinn sparnað í för með
sér ekki aðeins fyrir borgarsjóð,
heldur ekki sfður fyrir húsbyggj
endur, sem þá geta sparað sér
að kaupa kyndingartæki, jafn-
framt því sem kynding verður
frá upphafi ódýrari vegna notk-
unar á hitaveitu, heldur en ef
olíukynding væri notuð.
Verið er að vinna að hitaveitulagningu í eitt af nýjasta hverfi
borgarinnar, „Gerðin“, og þeirra umhverfi. Ekk'i er ósennilegt að lagn-
mgunni verið lokið i haust. Ekki er búið að fullbyggja nærri öii hús i
þessu hverfi, né er heldur búið að flytja inn i nema minnihluta þeirra.
Það er stefna þeirra, sem stjóma þessum málum, að íbúar nýrra
hverfa geti i framtíðinni flutt inn i húsin hituð af hitaveitunni í stað
þess að notast við olíukyndingu. (Ljósm. Visis B. G.)
iíasi.
-Jm-
—
Talsvert er farið að bera á
skemmdarverkum unglinga og
barna eins og raunar er venjan
þegar daginn tekur að lengja og
vorið nálgast.
Rannsóknariögreglan skýrði Vísi
frá því í gær að trjágarðaeigendur,
sem eiga trjálundi á Fossvogsbletti
austan Bæjarspítalans nýja, hafi
borið sig illa undan ásækni og
skemmdarverkum krakka í görð-
unum að undanförnu.
Krakkar, og þá sér f lagi strák-
ar, hópast þangað suðureftir, fara
yfir girðingarnar og ráðast á trén,
fletta af þeim börkinn og brjóta
bæði greinar og toppa. Einna verst
leikinn er garður Daníels Fjeld-
steðs læknis.
Sams konar skemmdarverk hafa
verið unnin í þessum trjálundum á
undanförnum árum og tekur það
eigenduna að vonum mjög súrt að
sjá gróðurinn jafn illa leikinn af
einskærri skemmdafýsn.
Nú eru það vinsamleg tilmæli
lögreglunnar til foreldra að þeir
brýni fyrir börnum sfnum ást og
virðingu fyrir trjágróðri og um-
fram allt að reyna að stemma stigu
við skemmdarverkum barna sinna.
Lögreglan tekur það ennfremur
fram að eigendur trjágarðanna
amist engan veginn við því að
börn leiki sér þar f grenndinni ef
þau haga sér vel.
Þá hefur rannsóknarlögreglan
ennfremur skýrt frá því að í þess-
um mánuði hafi tvívegis verið
kært yfir skemmdarverkum
drengja á barnaleikvellinum við
Hólmgarð. Meðal annars var farið
í bæði skiptin inn í skýli gæzlu-
stúlkná á leikvellinum, í annað
skiptið var brotið spjald í hurð og
auk þess tvær rúður brotnar, en í
hitt skiptið voru brotnar þar sjö
rúður. Þetta mun þó ekki vera
eini leikvöllurinn í borginni sem
er grátt leikinn af skemmdarfýsn
stráka.
Lögreglan kvaðst vera búin að
yfirheyra milli 10 og 20 stráka
vegna skemmdanna á Hólmgarðs-
Ieikvellinum, en það mál sé þó enn
ekki fyllilega upplýst.
á Akureyri
Ferðaskrifstofan Saga f Reykja-
vík hyggst opna útibú á Akureyri
í vor og tekur þá jafnframt að sér
afgreiðslu Norðurleiða h.f. og ým-
issa sérleyfishafa norðanlands, sem
bækistöð hafa á Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
stjóra ferðaskrifstofunnar Sögu,
Njáli Símonarsyni, hefur fengizt
gott húsrými miðsvæðis á Akur-
eyri fyrir ferðaskrifstofuna. Er
það stór afgreiðslusalur og tvö
minni herbergi í Skipagötu 13, en
það hús er skammt frá höfninni,
beint fyrir neðan pósthúsið.
Það er hugmyndin að ferðaskrif-
stofan opni þarna 1. maí n.k. og
hefur verið auglýst eftir manni til
að veita henni forstöðu, en auk
hans munu a.m.k. tvær stúlkur
starfa þar yfir sumarmánuðina.
I ferðaskrifstofunni verða far-
miðar seldir I innanlands- og utan-
landsferðum og hvers konar fyrir-
greiðsla jafnt fyrir innlenda sem
erlenda ferðamenn, þ.á.m. útvegun
á gistihúsaplássi, bilaleiga og ann-
að sem óskað verður eftir.
Þarna verður svo — eins og að
framan segir — afgreiðsla bæði
fyrir Norðurleiðir h.f. og eins fyrir
ýmsa aðra sérleyfishafa á Norður-
landi.
Prentarar sam>ykkja kför,
er þeir höfðu ólur feElt
Umræður um tækniskóla — Bætt atvinnuástand
á Sigiufirði — Iðnlánasjóður að lögum —
Hámarksþóknun til verkfræðinga.
Prentarar í New York samþykktu
i gær að binda endi á 15 vikna
verkfall sitt, og hverfa aftur til
vinnu.
Tveir af hverjum þremur
greiddu atkvæði með þessu á al-
mennum fundi, en áður hafði verið
hafnað með fremur naumum
meirihluta atkvæða samkomulagi,
sem samninganefnd prentara hafði
fallizt á. Nú sáu prentarar sig um
hönd og ónýttu þá samþykkt. Eftir
er nú aðeins einn Þrándur í Götu
þess, að blaðaútgáfa geti hafizt á
ný með venjulegum hætti: Eftir er
að semja við myndgerðarmenn,
sem halda fast við þá kröfu, að
vinnuvika þeirra verði 35 klst. í
stað 36 >4 •
Beint tap útgefenda á dag hef-
ur verið 4 milljónir dollara, en ó-
beint tap fjölmargra stofnana og
fyrirtækja af völdum verkfallsins
verður ekki tölum talið. M.a. hafa
leikhús og aðrir skemmtistaðir
orðið fyrir gífurlegu tjóni vegna
minnkandi aðsóknar, almenn við-
| skipti hafa minnkað, og allur al-
menningur orðið fyrir leiðindum,
; tjóni og tapi af völdum þess.
Búizt er við mikilli verðhækkun
blaðanna, þegar þau fara að koma
út aftur.
jyjESTUR hluti þingfundarins
í neðri deild fór í umræð-
ur um frumvarpið til laga um
tækniskóla, en þess frumvarps
er getið annars staðar í blað-
inu. Til viðbótar því skal þess
getið að ýmsir tóku til máls,
og létu uppi álit sitt á stofnun
tækniskóla og verklegri tækni-
menntun. Meðal þeirra var Ey-
steinn Jónsson, formaður Fram-
sóknarflokksins. Eysteinn lýsti
afdráttarlausu fylgi sinu við
frumvarpið, fagnaði því af
heilum hug og mælti eindregið
með þvf. Gísli Guðmundsson
(F), Ingvar Gíslason (F) og
Einar OlgeirSson (K) gerðu Iítils
háttar athugasemdir, og sá síð-
astnefndi gagnrýndi einkum
Iengd þess tíma, er tækninám,
sem um var rætt, tæki unga
menn.
•Ráðherrann svaraði því til að
það atriði hefði verið rætt ítar-
lega af nefnd þeirri er undir-
bjó málið, og það, að gera
iðnskólapróf að skilyrði til inn-
göngu í tækniskólana, væri
sett, þar sem slíkt fyrirkomu-
lag væri á Norðurlöndum. Væri
eftir Ellert B. Schram
það þó mjög til athugunar nú,
og mundum við íslendingar að
sjálfsögðu fylgjast með fram-
vindu þeirra athugana.
Gísli Jónsson (S) tók til máls
og beindi því til ráðherra hvort
ekki væri athugandi að breyta
kennslufyrirkomulagi í iðnskól-
anum sjálfum sem að mörgu
leyti væri nú ábótavant. Enn
fremur tók Gísli undir þá gagn-
rýni Einars Olgeirssonar að
ekki væri rétt að gera iðnskóla-
próf að skilyrði fyrir inngöngu
í tækniskólann.
J7MIL JÓNSSON fylgdi úr
hlaði frumvarpi til laga um
þátttöku Síldarverksmiðju rík-
isins í útgerðarfélagi á Siglu-
firði. Forsendur þess frumvarps
eru þær að SR reisti fyrir
nokkrum árum hraðfrystihús á
staðnum. Þar sem síldarverk-
smiðjunum er hagkvæmt að
reka frystihús og halda þannig
f starfsfólk, sem þær nauðsyn-
lega þurfa á að halda sumar-
mánuðina, er eðlilegt, að'verk-
smiðjurnar taki hátt i þeirri út-
gerð, sem nauðsjmleg er til að
frystihúsið fái nægt hráefni.
Auk þessa styrkir þessi ráð-
stöfun mjög atvinnuástandið á
Siglufirði bæði sumar og vetur.
Eysteinn Jónsson mælti með
frumvarpinu, kvað það vera
staðnum til hagræðis, og lýsti
stuðningi sínum við framgang
þess. \
Önnur veigamikil mál voru
ekki tekin fyrir, en frumvarp-
ið um Iðnlánasjóð var afgreitt
sem lög.
J EFRI DEILD spunnust um-
ræður einkum um bráða-
birgðalög ríkisstjórnarinnar um
hámarksþóknun fyrir verkfræði
störf. Mál þetta kemur frá neðri
deild og hefur áður verið rakið
efnislega.. Sem og þar, gagn-
rýndu fulltrúar stjórnarandstöð
unnar frumvarpið (Alfreð Gísla
son og Ólafur Jóhannesson).
Ólafur lýsti því áliti sínu að
réttmæti setningar bráðabirgða
laganna væri vafasamt, og við-
hafði sömu rök og Framsókn-
armenn f neðri deild höfðu á
takteinum á sínum tíma.
Alfreð Gíslason (K) mótmælti
þvi harkalega, á hvern hátt rík-
isstjórnin hefði brugðizt við
kröfum verkfræðinga um hærri
laun. Þeir Magnús Jónsson og
Ingólfur Jónsson ráðherra, sá
fyrrnefndi var framsögumaður
nefndar, bentu báðir á, hvernig
Framh á bls 5.
iiiimiwinwtiiiimiiM