Vísir


Vísir - 26.03.1963, Qupperneq 15

Vísir - 26.03.1963, Qupperneq 15
FOKTUNATELVi THE F’ESF’EKATE MEN F’ICKEI? UP THE GIKL'S TKAIL JUST AS PAKKNESS ENVELOF’EP’ THE JUNGLE. SUT WEKE THEV TOO LATE? FOK EVEN NOW, FAK AWAV, AN HVSTEKICAL IVY VINES KECOILEF7 IN TEKKOK FKOA\ A SILHOUETTEI7 5EAST OF THE NIGHT i & dnW „ ", CiMtO lO-n. Bfcnwff«WiJs^a(Stri!í Til allrar hamingju komust hinir óttaslegnu leitarmenn, Tarzan, Zukoff og Bishop á spor stúlkunnar rétt áður en myrkrið féll á. En var það of seint? Um þetta leyti var Ivy, langt í burtu. Hún var örvita af hræðslu, að hörfa undan dökkri veru sem kom innan úr skóg- inum. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurn- ar. Eigum dún og flðurheld ver, Dún og fidurhreinsun Kirkjuteig 29. Sími 33301 Ódýrar V1S1R . Priðjudagur 2ö. marz 1963. BEATRICE HERZ: Framhaldssaga tegund. En ég þurfti ekki nú á nein- um slíkum hjálparmeðulum að ráða mér til hughreystingar. Nú var sá reginmunur, að ég gat virt þetta allt fyrir mér með mínum eigin augum, — því að kraftaverkiö hafði gerzt! Ég gat séð! — Þegar Walter læknir nokkru áður hafði látið í ljós bjartsýni um að ég mundi fá sjónina aftur hafði ég hrist höfuðið efandi — breytingin væri byrjuð — sagði hann — með falli mínu í loftherberginu. Svo ef- andi hafði ég verið, að mér fannst þá og finnst enn, að kfaftaverk hafi gerzt, — en hefði ég mátt óska nokkurs, hefði þnð verið það, að hafa ekki þurft að Ieggja eins mik- 5ð í sölurnar til þess að það gerð- ist og reyndin varð. Næstum nf seint. Nú höfðum við verið ein í hús- inu okkar í viku, Filippus og ég. Or eftir nokkra daga, er ég vænt- anlega verð alveg bújn að ná mér, getum við byrjað að undirbúa ferð- ina niiklu. Það er nú komið Iangt fram á sumar og loftið heitt, þungt og fullt af raka, en hér úti á strönd inni blæs hann oft, svo að hvín í trjánum, og þá finnst mér það stundum líkast því sem hljóð ber- ist frá einhverjum, sem hafi meitt sig eða eigi þágt — og stundum fmnst mér jafnvel, að ég heyri nafn Dóru 1 vindinum. Það er einkum, ef það kemur fyrir, að ég verð andvaka á nóttum, að allt rifjast unp fyrir mér á ný, örvæntingar- barátta mín til þess að halda líf- inu og það sem ég sá, er ég var að gefast upp. Ég fékk sjónina aftur í þessari örvæntingarbaráttu — samtímis rem ég fékk sönnun fyrir því, svo að ekki varð um villzt, að tilgang- ur Dóru systur minnar hafði verið, að ég týndi lífinu. Og hún hafði undirbúið þetta m.iög kænlega, lokkað mig á hættustaðinn — kall- '•ð „syntu beint áfram, Helena“, — og synt svo sjálf rólega ti! lands, er ég hafði verið ginnt þang- að ,sem mér var hættast. Og hver mundi nokkurn tíma uppgötva, að ekki væri allt með felldu, — bað hefði verið talið að ég hefði — þrátt fyrir aðvaranir Dóru — hætt mér of langt. Engan mundi gruna neitt.. I barnslegri einfeldni og trausti hafði ég synt beint inn í gildruna. Mundi Filippus hafa trú- að skýringum hennar, ef ég hefði drukknaö? Hann neitar því. Og ég trúi honum, því að það var geig- vænlegur ótti um mig, sem vlarð þess valdandi að hann tók allt f einu ákvörðun um það á leiðinni til •bæiarins, að snúa við. -— Ég gat blátt áfram ekki látið þig vera eina með henni lengur, sagði hann . ., það var vegna þess, að ég veitti því athygli, er ég var að fara, að hún starði á þig með nístandi, köldu, hatursfullu augna- ráði, þar sem þú stóðst á tröppun- um. Ég varð sleginn ótta. Þetta hvarf ekki úr huga mér á leiðinni, Óttinn ágerðist. Ég hafði hugboð um að þú værir í hættu. Þá sneri ég við, Og við lá að ég kæmi of seint. Af þinni eigin systur. Hann kvaðst hafa ekið hratt til baka og ætt niður í fjöru felmtri lostinn eftir að ráðskonan hafði sagt honum, að við hefðum farið í sjó. Það var í þessum svifum sem hann heyrði mig kalla á hjálp. — En mér varð ekki allt ljóst í einni svipan, sagði hann, þegar ég hafði bjargað þér til lands og þú lást þar eins og lífvana og stirð. Andartak starði ég á þig án þess að geta l\rært legg eða lið, en svo komst aðeins ein hugsun að, — að reyna að bjarga lífi þínu, það gæti enn tekizt með því að beita öllum ráðum til lífgunar úr dauðadái. Ég vann að því kappsamlega og loks tókst mér að koma lífsvotti I þig og svo fór brátt að ganga betur, og er ég sá að þér var borgið, og ég gat beint huganum að öllu, sem gerzt hafði, stóð loks allt skýrt fyrir hugskotsaugum mínum. Ég minntist þess, að þegar ég hafði náð þér úr straumhvirflinum, kom Dóra til þess að hjálpa til. Hún rausaði heilmikið um að hún hefði fengið aðkenningu af krampa — og hversu hrædd hún hefði orðið og hrópað á hjálp, én ég vissi að hún laug, þvi að þegar ég hljóp til strandar, var hún að synda til lands. Hún kallaði ekki á hjálp, og hún synti ekki eins og sá, sem var miður sín. Hún hafði að minnsta kosti ekki krampa. Ég skil ekki í þvl, hélt Filippus áfram, að ég skyldi ekki uppgötva fyrr hvern mann hún hafði að geyma. Ég skil ekki hvað auðtrúa og einfaldur ég gat verið, er hún var að gefa í skyn, að þú hefðir komizt úr andlegu jafnvægi eftir slysið, og reyndi jafnframt að veikja mig I trúnni á, að ég gæti annazt þig — en ég gat ekki látið mér detta í hug, að þín eigin systir vildi þér neitt illt. Þar að auki var ég áhyggjufullur þín vegna, Og ég skildi ekki hvernig allur þessi misskilningur gat verið kominn milli okkar — hvers vegna þú varst svo breytt ... En ég man vel hvað ég sagði við hana, þegar ég bar þig upp að húsinu, enn meðvitundarlausá: — Það varst þú, Dóra, sem drekktir kettlingnum — eða hvað? Nú skil ég loks hvernig í öllu liggur. í þetta skipti ætlaðirðu að drekkja annarri varnarlausrl veru. Kyendjöfull ertu —. Dóra hafði engu svarað, bara ekið burt, og þegar hann var búinn að hringja á lækni, var hún horfin í hans bíl. Tilkynninguna frá lögreglunni um hið furðulega bifreiðarslys, sem hún fórst í — það leit út fyrir, að hún hefði ekið út af veginum af ásettu ráði — fékk hann um leið og læknirinn kom og tilkynnti honum, að ég væri úr allri hættu. Lofffesting ^eggfesting RAælum upp Sef jum upp SÍMI 13743 L I fs/ DARGÖTU 2.5 hún treysti sér til þess að ferðast i alla leið til Kaliforníu. Ég bað I hana af verða við þeirri ósk, sem ' ég taldi að mundi hafa verið sein- i asta ósk Dóru, að dreifa ösku : hennar yfir sléttuna, þar sem þau I riðu út saman forðum daga — hún og pabbi. Þau höfðu bæði óskað | sér þess, að fá þar sinn hinzta i hvílustað. Minningin um pabba og Dóru — hinar sameiginlegu minn- ingar um þau — höfðu þau áhrif, ; að mér veitist auðvéldara að fyr- irgefa Dóru. Ég sé þau oft fyrir hugskotssjónum mínum, eins og þegar þau voru saman í gamla daga, masandi, hlæjandi eða þögul, er. alltaf óaðskiljanleg — og eins og þau vissu ekki að neinum öðr-, um, sem í nálægð þeirra voru. Og vissulega var Filippus líkur j pabba í útliti. Ég gleymi aldrei; deginum, er ég leit í fyrsta sinn! manninn, sem ég elska, en það var j í, sjúkrastofunni. Þeir voru líkir — | j eins líkir og náfrændur geta verið, j eða eins og þegar sonur líkist föð- j ur sínum, en ég sá undir eins svo | margt. og margt, sem var allt öðru vísi. Það var meiri festa og styrk- ur í andlitssvip Filippusar — hann átti sterkari, karlmannlegri skap- j gerð en pabbi, og samtímis! , næmleik og skilning í annarra ! garð, og þótt pabbi gæti heillað | | með brosi sínu, stóðst það engan ; samanburð við bros mannsins míns, sem hafði svo óendanlega miklu meira að geyma. Ég hefði getað spurt um margt og margt, um tildrög þess, sem í I morgun talaði ég við mömmu ' gerzt hafði og atburðinn sjálfan, | í síma. Hún var lasnari en svo, að, en ég kaus að láta kyrrt liggja. Vesalings Dóra. Hvers vegna? Vegna þess, að ég vissi með sjálfri mér, að Filippus var saklaus af öllum þeim grun- semdum, sem ég hafði alið í hans garð. Og nú spurði ég sjálfa mig: Hvernig gaztu nokkru sinni efazt um hann? Hvernig gaztu vantreyst svo manninum, sem þú hafðir gefið ást þína og traust'— manni, sem hafði gengið að eiga þig af því að hann elskaði þig? F.g minntist þess, er ég heyrði Dóru hvísla fyrir utan herbergis- dyr mínar að næturlagi: Við verð- um að spyrna móti broddunum — hennar vegna? —•- Ef ég hefði ekki verið blinduð af grunsemdum hefði ég getað séð, að hún gat vel hafa „sett þetta á svið“ fyrir utan svefnherbergisdyrnar mínar — fyr ir utan dyr blindrar systur sinnar, sem hún vissi að leið illa af völd- um afbrýðisemi. Auðvelt og au- virðilegt að sama skapi. En þetta er Iiðið og ég hugsa um Dóru án allrar beiskju nú. Það er svo bjart í kringum mig nú og hamingja mín er svo mikil, að mér finnst mér vera skylt að fyrirgefa henni, uppræta alla beiskju út af því liðna. Og ég er viss um, að ég mun geta nefnt nafn hennar, eins og aldrei hefði neitt illt gerzt, ef einhver minntist á hana. Ég fann nýlega armbandsúrið hennar á skrifborðinu í herbergi hennar. Það lá þar í Iítilli silfur- skál. Og þar ætla ég að lofa því að véra, og ef einhver kæmi þar inn og spyrði hver ætti það, myndi ég svara eðlilega og eins og ekkert væri: — O, þetta er úrið, sem hún Dóra systir mín átti. barnaúlpur

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.