Vísir - 26.03.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 26.03.1963, Blaðsíða 16
QSQ Banaslys í Kópavogi í morgun Þriöjudagur 26. marz 1963. Poul Reumert úttræður Poul Reumert hinn kunni danski ieikari er áttræður í dag og er mikiS um hátíðahöld í Kaupmanna höfn í tilefni afmælisins. Poul Reumert hefur algera sérstöðu sem iistamaður í Danmörku. Hann er viðurkenndur mesti leikari Dana, elskaður og dáður af allri dönsku þjóðinni, mikill persónuleiki, heil- steyptur maður. Frægð hans hefur flogið víðar. Hann hefur leikið gestaleik á öll- um Norðurlöndum og víðar í Evrópu. í Frakklandi hefur hann hlotið einstæða viðurkenningu, sem einn mesti Moliere-túlkandi, sem uppi er og hefur hann farið i gestaleik til Parísar og unnið þar mikla leiksigra. Hvert stórhlutverk hans á fætur öðru á Konunglega leikhúsinu hef- ur markað spor í danskri leiksögu. Poul Reumert hefur orðið ná- tengdur Islandi gegnum hjúskap sinn við önnu Borg, en hún hefur sjálf sigrað á fjölum Konunglega leikhússins. Hann hefur oft komið í gestaleikferðum. Fyrst kom hann til íslands bæði í einkaerindum og Framh. á bls. 5 Tollskráin rædd á Varðarfundi Gunnnr Thoroddsen Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, talar um tollskrána á fundi Landsmálafélagsins Varðar í Sjálfstæðishús- inu annað kvöld, mið- vikudagskvöld, og hefst Tundurinh kl. 20.30. Hér er um mikilsverðan fund að ræða, þar sem toll- skráin er alfct af stærstu málum þess alþingis, sem nú situr, og hefur hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 1 morgun varð enn eitt bana- slysið í umferðinni er sjö ára drengur varð fyrir bifreið á Kárs- nesbraut i Kópavogi og hlaut bana. Slys þetta varð laust fyrir klukkan hálfníu í morgun, en þá var bifreið ekið vestur Kársnes- brautina. Þetta var fólksbifreið og eftir því sem fram hafði komið við frumrannsókn í morgun hafði hún verið á hægri ferð, enda voru akstursskilyrði erfið og hættuleg vegna fljúgandi hálku. Troðin snjóföl var á veginum og var hált sem ís. Slysið átti sér stað milli hús- anna nr. 29 og 38, sem eru sitt hvoru megin við götuna, en rétt áður en þangað var komið kveðst ökumaður bifreiðarinnar hafa veitt drengjum athygli sem voru hjólríð- andi utan við akbrautina. En rétt um það leyti sem bifreiðin var að komast á móts við þá, telur öku- maðurinn að einn drengjanna hafi snarbeygt inn á akbrautina og í veg fyrir sig. Gat bifreiðarstjórinn ekki hemlað nógu snögglega til að forðast árekstur, enda flughált svo sem áður greinir. Lenti drengurinn á hægra framhorni bifreiðarinnar og féll í götuna. Þegar bifreiðin hafði numið staðar og ökumaðurinn kom út lá drengurinn á hjólinu rétt fyrir aft- an bifreiðina. Var hann fluttur í sjúkrabifreið í slysavarðstofuna i Reykjavík en þegar þangað kom var hann örendur. Drengurinn hét Jóhann Ólafsson, sonur Ólafs Þorgrímssonar bifreið- arstjóra á Kársnesbraut 25. FJOGURRA BiLA ÁREKST- UR f FOSSVOG/ Fljúgandi hálka myndaðist á göt um Reykjavíkur seinni hluta næt- ur og í morgun vegna snjóföls sem á þær kom. Hálkan átti sinn þátt í nokkrum áfekstrum sem urðu, einkum í út- hverfum borgárinnar í morgun. Á tímabilinu frá kl. 7—9 f. h. hafði lögreglan verið ræst út fjórum sinn um vegna árekstra, en taldi að þeir myndu þó hafa verið fleiri, en öku mennirnir ekið brott af áreksturs- stað í hinum tilfellunum. Sögulegastur þessara árekstra varð í Fossvogi, rétt fyrir sunnan Nesti á 9. tímanum í morgun. I honum lentu fjórir bílar, en lög- reglan taldi að ekki hafi orðið veru legar skemmdir á farartækjunum og ekki slys á fólki. 1 gærkveldi, laust fyrir klukkan Frestað Kvöldvaka Ferðafélags íslands, sem verða átti í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, fellur niður að sinni vegna veikindaforfalla ræðumannsins, dr. Haraldar Matthiassonar. Frá kvöldvöku þessari er skýrt á öðrum stað í blaðinu í dag og þar sagt að hún verði í kvöld. En 1 morgun barst stjórn Ferðaféiags- ins tilkynning um að dr. Haraldur væri forfallaður vegna veikinda og hefur kvöldvökunni þv£ verið frest að um óákveðinn tíma. hálf níu var ekið á tryppi á Sléttu- vegi, tryppið slapp ómeitt að því er virtist, en bíllinn skemmdist. Umferðarslys varð í Lækjargötu móts við hús nr. 6 eftir hádegið í gær. Þar varð Jón Þ. Björnsson, Lynghaga 13, fyrir bifreið og var fluttur í Slysavarðstofuna, en síðan heim. Ný fram- haldssaga Ný framhaldssaga hefst í blaðinu á morgun. Nefnist hún „STJÖRNÚSKIN OG SKUGG- AR“ (á frummálinu „The Dark between the Stars“), eftir Jane Blackmore. Sagan fjallar um afbrot og ástir og er bráðT spcnnandi frá upphafi til enda. Hún gerist á gömlu, ensku ætt- arsetri. Stjórnmólanámskeið Heimdallar: „ Hvað er framundan í íslenzkum stjórnmúlum?" Stjórnmálanámskeiði Heimdallar lýkur með ræðu Bjarna Benedikts- sonar, dómsmálaráð- i herra í kvöld. Nefnist hún: „Hvað er framund an í íslenzkum stjórn- málum?“ - Fundurinn hefst kl. 20.30 í Valhöll við Suðurgötu. Öllum fé lagsmönnum Heimdall- ar er heimill aðgangur. Bjarni Benediktsson Færeyingar bíBa eftir flugleyfí fslendinga Við erum ekki örugg- ir um að Flugfélag ís- lands fái leyfi til lend- inga í Færeyjum, en við reiknum með því, sagði Hákon Djurhuus lög- maður Færeyja í stuttu símtali við Vísi í morg- un. Það eru dönsku loft ferðayfirvöldin, sem taka ákvörðun um þetta. — Hafið þið Færeyingar beð ið Dani um að flýta málinu? — Já, við vorum að þvi fyrir nokkrum dögum og skýrðum þeim frá því að við Iegðum mikla áherzlu á þetta mál. Við fengum það svar, að ákvörðun yrði tekin næstu daga — i de förste dage —. Hér I Færeyjum er mikill áhugi fyrir að þetta flugsamband komist á. — Gerið þið Færeyingar ekki undirbúningsráðstafanir fyrir flugið? — Jú, lögþingið hefur veitt fé til þess að byggja flugstöðv- arbyggingu við flugvöllinn í Vágum og einnig hefur verið veitt fé til þess að leggja veg- arspotta á Vágey sem styttir mjög leiðina frá flugvellinum til Torshavn. Yrði þá ekið að ströndinni á Vágey beint and- spænis Vestmanna, farið yfir sundið með ferju og síðan ekið eftir þjóðveginum frá Vest- manna til Torshavn. Við búumst við að flugið geti hafizt í byrj- un maí.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.