Vísir - 30.03.1963, Síða 1

Vísir - 30.03.1963, Síða 1
 ■ Sigurður Ágústsson. gmgpMgg [?|pgS| , ■ Listí Sjálfstæðisflokksins Árekstrar bifreiða í Reykjavik eru nú komnir á 6. hundrað á tæpum þrem mánuðum frá áramöt- j um, en eru þó ívið færri heldur en á sama tíma £ fyrra. Þann 28. þ. m. var árekstra- , fjöldinn í Reykjavík samtals 521 í, stað 552 á sama tíma 1 fyrra. Eitt- hvað hefur þó dregið saman hvað árekstrafjölda snertir, einkum um síðustu helgi, en þá var allmikið , um árekstra hér í borg. Umferðardeild rannsóknarlög- reglunnar telur þessa árekstratölu all hagstæða miðað við þann aukna bílafjölda sem komið hefur í umferð- á götur Reykjavíkur á þessu eina ári, en sú aukning skiptir mörgum hundruðum. 1 1 ............. Börnin í 1-B i Miðbæjarbarna- skólanum eru £ boltaleik i frí- minútunum. Það er sjáifsagt að nota góða veðrið, ekki sízt þeg- ar það er eins og á blíðasta sumardegi. Þannig var veðrið í gærdag. Ljósmyndari Vísis var á flakki um borgina í leit að „sumarmyndum" og tók þá með al annarra þessa mynd. (Ljósm. Vísis, I. M.). 53. ár. — Laugardagur 30. marz 1963. — 74. tbl. / Vesturlandskjördæmi I Flug til Færeyja 1 fyrradag barst Flugfélagi íslands óformleg tilkynning frá Erlendi Paturssyni í Færeyjum, að félag- inu hafi verið veitt leyfi tii Fær- eyjaflugs er gildi til 1. okt. n.k. Engin staðfesting hafði borizt á þessu af hálfu dönsku flugmála- stjórnarinnar til Flugfélags íslands í gærkvöld og heldur ekki til ís- lenz.ku flugmálastjórnarinnar, að því er Vísi var tjáð. Þrátt fyrir það má ætla að tilkynningin frá Erlendi Paturssyni sé á fullum rök- um reist og þá mun félagið hefja áætlunarflug í vor til Færeyja, eins og það hafði áður gert ráð fyrir. En til að anna því flugi til við- bótar við annað innan- og utan- landsflug sitt verður Flugfélag Is- lands að taka sérstaka flugvél á leigu og verður þar væntanlega um að ræða Dakotavél, því stærri flug- vélar geta ekki lent á þeim flug- velli, sem nú er til í Færeyjum. Hins vegar er gert ráð fyrir mikl- um endurbótum á flugvellinum og jafnvei að láta fara fram athugun á byggingu nýs fiugvallar. Kjördæmisráð Sjálfstæðismanna í Vesturlands- kjördæmi hefir gengið frá lista Sjálfstæðisflokks- ins við næstu alþingiskosningar. Er hann sem hér segir: 1. Sigurður Ágústsson alþingismaður. Jón Ámason alþingismaður. Ásgeir Pétursson sýslumaður, Borgamesi. Þráinn Bjarnason, Hlíðarholti, Staðarsveit. Friðjón Þórðarson sýslumaður, Búðardal. Sr. Eggert Ólafsson prófastur, Kvennabrekku, Dalasýslu. Sigríður Sigurjónsdóttir, Hurðarbaki, Borgar- firði. Páll Gíslason yfirlæknir, Akranesi. Jón Guðmundsson bóndi, Hvítárbakka, Borgar- firði. Pétur Ottesen fyrrv. alþm., Ytra-Hólmi. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10 Á að snúa íslend- ingum heim á Frón Þrjú íslenzk samtök hafa gert út mann til Kanada að finna fólk í íslendingabyggðum þar vestra, sem vill fara til íslands og setjast þar að, einkum til starfa í sambandi við sjávarút- vegmn. Samtökin eru Landssamband íslenzkra útvegsmanna, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Síldarverksmiðjur ríkisins, sem hafa sent séra Robert Jack út ' af örkinni til að ráða Vestur- íslendinga hingað til lands. Séra Robert héit utan fyrir viku síðan og var ætlað að hann myndi verða allt að fjórar til fimm vikur í leiðangrinum. Engar fréttir um árangur hafa ennþá borizt, enda ekki við því að búast. Tilefni þess að fyrr- nefnd samtök sendu séra Ro- bert af stað, er einkum það, að mikinn mannafla skortir á báta flotann og reyndar í aðrar grein ar sjávarútvegsins, t. d. í frysti húsin. Á séra Robert að bjóða fólkinu að koma hingað og setj- ast hér að með stuðningi fyrr greindra samtaka. Góður afli Stapafell sigldi i sólinni inn á Reykjavíkuihöfn um tvöleytið f gærdag, vel hlaðið sild, er það hafði fengið austur af Hrauns- vík. Um 1100 tunnur fékk bát- urinn.og allt í einu og sama kastinu. Nótin rifnaði að vfsu. Bátunum gekk misjafnlega, sagði skipsmaður á Stapafell- inu, — við fengum þessa síld snemma um morguninn. Bílar frá Júpiter og Marz voru komn ir niður á Ingólfsgarð tii að sækja síldina, þegar báturinn lagðist upp að bryggjunni. All- margir borgarbúar höfðu reikað niður að höfn til að njóta góða veðursins, og safnað ist fólk saman á Ingólfsgarði, þegar báturinn var að leggjast upp að bryggjunni. FRIMÍNUTUR I SUMARSOL Jón Árnason. órekstrar Yfir 500 VÍSIR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.