Vísir - 30.03.1963, Page 5

Vísir - 30.03.1963, Page 5
V í SIR . Laugardagur 30. marz 1963. ■KOi Skeyti frá | Mbmi HeilUverzlun Rolf Johansen að Laugavegi 178 hefir mikil viðskipti við Japan sem kunnugt er. I gær barst firmanu skeyti frá japönsk- um útflytjendum, sem það hefir átt skipti við, þeim félögunum Eno- moto, Okada og Shibamoto. í skeyt inu segir: „Vonum að allir vinir okkar og viðskiptamenn á Islandi hafi sloppið við afleiðingar jarð- skjálftans. Beztu kveðjur". Hratt flýgur fiskisagan, eins og sjá má af þessu skeyti. Fregnirnar um jarðskjálftann hafa augsýnilega verið komnar til Japan strax morg- uninn eftir að jarðskjálftans varð vart hér á landi. Kennedy til Indlands í frétt frá Nýju Dehli í gær seg- ir, að Kennedy Bandaríkjaforseti muni heimsækja Indland. Opinber tilkynning hefir ekki verið birt um þetta, en áreiðanleg- ar heimildir eru sagðar fyrir frétt- inni. Búizt er við, að heimsóknin fari fram í byrjun næsta árs.. Myndir Ósvolds Framhald af bls. 7. tillaga um að vísa málinu frá, frá meirihluta allsherjarnefnd- ar, byggð á þeim rökum að stofnaður hefði verið atvinnu- bótasjóður fyrr á kjörtímabil- inu til að stuðla að jafnvægi í byggö landsins og tillögur Fram sóknarmanna gengju hvergi lengra en’ atv.bótasjóðurinn. Gísli Jónsson (S) var fyrstur á mælendaskrá og hrakti þau umrnæli, sem ýmsir Framsókn- armenn hafa viðhaft varðandi þetta mál. Næst honum tók til máls Gísli Guðmundsson og síð- an Skúli Guðmundsson og þrátt fyrir langar ræður, sérstak- lega þess fyrrnefnda, er ekki ástæða til að rekja mál þeirra. I efri deild var tollskráin á dagskrá, og töluðu þeir Ólafur Jóhannesson og Björn Jónsson fyrir hönd stjórnarandstöðunn- ar. Verður nánar skýrt frá helztu gagnrökum þeirra og •gagnrýni á tollskránni á mánu- daginn. Knudsen Núna um helgina lýkur sýning- um á hinum fjóru myndum Ós- valds Knudseris, sem sýndar hafa verið í Gamla Bíói að undanförnu. Um ellefu þúsund manns hafa séð' myndirnar. Fyrir þá, sem ætla að sjá þær, fer hver að verða síðast- ur, því að sýningum fer senn að ljúka. Sýningar um helgina verða laugardag og sunnudag kl. 7. Sugan skilin Franska skáldkonan Francoise Sagan fékk í gær skilnað frá eigin- manni sínum, Bandaríkjamanninum Bob Westhoff. Hún hafði áður ver- ið gift og skilin. Rétturinn úrskurðaði, að sökin sé eiginmannsins, að hjónabandið fór út um þúfur. Skáldkonan fékk umráðaréttinn yfir 8 ára gömlum syni þeirra. — Bob Westhoff og Sagan voru gefin saman með leynd í BarneviIIe í Normandi í janúar 1962. „Svanir" í fyrsta skipti í Reykjavík Karlakórinn Svanir á Akranesi heldur fyrsta sjálfstæða samsöng sinn hér í Reykjavík á morgun, sunnudaginn 31. marz, í Gamla bíói, og hefst hann kl. 3 síðdegis. Söngstjóri kórsins er hinn ungi 1 tónlistarmaður, Haukur Guðlaugs- son, tónlistarskólastjóri á Akra- nesi, en við hljóðfærið verður frú Fríða Lárusdóttir, sem hefur um árabil annazt undirleik fyrir kór- inn af öryggi og smekkvísi. Á söngskránni er fjöldi laga eftir innlenda og erlenda höfunda, og er söngskráin að því leyti óvenju- Ieg, að öll lögin, að undanskildum tveimur, munu vera frumflutt af kórnum sem karlakórslög. Af lög- : um eftir innlenda höfunda má .............fcfr------------------- nefna m. a. „Gesturinn“ eftir Karl O. Runólfsson og „Smávinir fagr- ir“ eftir Jón Nordal, auk ýmissa fleiri. Af erlendum höfundum má nefna Schubert, Wagner, Max Reger o. fl. Karlakórinn Svanir var stofnað- ur árið 1915 og er því með elztú karlakórum hérlendum. Enda þótt hann hafi ekki starfað alveg óslit- ið frá stofnun, hefur hann eigi að síður haidið uppi þróttmikilli söng- starfsemi í heimabæ sínum, Akra- nesi, auk þess sem kórinn hefur farið margar -söngferðir út um land og tekið þátt í söngmótum, jafnan við góðan orðstír. Hefur starfsemi kórsins aldrei staðið með meirj blóma en nú, enda hefur hann verið svo heppinn að njóta, um nærfellt þriggja á ra skeið, leiðsagnar og þjálfunar hins gagn- menntaða og mikilhæfa tónlistar- manns Hauks Guðlaugssonar, eins og áður greinir; V. K. Noregur — Framhald af bls. 16. mannasambandið norska staðið mjög fast á því banni. Nú hefir- hins vegar komið á daginn að norski fiskiðnaðurinn hefir á- huga á því að brezkir togarar leggi afla á land vissa árstfnia, þegar niðursuðuverksmiðjur vantar nýjan fisk. Segir „Fish- ing News“ að talið sé að Norð- menn muni stinga upp á mála- miðlun þess efnis að brezkir togarar fái að Ianda afla sínum á þeim árstíma sem minnst er um afla norskra togara og báta. Flugunnfr — Framhald af bls. 16. nema örfá svefnpokapláss. En mik- ill fjöldi fólks gistir hjá vinum og ættingjum á Akureyri um páskana, svo að búizt er við mjög miklum flugflutningum þangað. Skíðasnjór en nægur í Hlíðarfjalli og má ör- ugglega reikna með góðum snjó þar fram að miðjum júnímánuði. Úr því er svo hægt að fara á skíðum uppi á Vindheimajökli og engin fjarstæða að sækja þangað frá skíðahótelinu. Eitt af málverkunum á sýningunni. Sýnir í Bogasalnum I dag opnar Sigurður K. Árna- son málverkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýning þessi er fyrsta sjálfstæða sýning Sigurðar, en áður hefur hann sýnt í glugga Málarans og tvö olíumálverk á vorsýningu Myndlistarfélagsins á s. I. vori. Sigurður er fæddur og uppal- inn í Vestmannaeyjum og þar hóf hann snemma að teikna. Hann fór ekki að mála fyrr en hann var kominn til Reykjavíkur, árið 1946. Um líkt leyti fór hann að starfa sem húsasmiður, op hefur hann starfað við það síðan, m. a. var hann yfirsmiður við byggingu Bændahallarinnar, þannig að hann hefur einungis málað í frístundum sínum. Sigurður hefur stundað nám við Myndlistarskólann f Reykjavík og einnig nokkurn tíma við Handíða- og myndlistarskólann. I stuttu sam tali við Vísi sagðist Sigurður ekki hafa orðið fyrir neinum erlendum áhrifum, þar sem hann hefði ekki haft tækifæri til að kynnast mál- aralist annars staðar en á íslandi. Hér fer hann á allar málverkasýn- ingar. og segist hann hafa orðið fyrir áhrifum frá íslenzkum lista- mönnum, sem byggt hafa upp ís- lenzka myndlist, einkum þeim, sem tjáð hafa bezt íslenzkt landslag og náttúru. Sigurður hefur ferðazt mikið um Iandið og leitað að mótívum í hraunum, á heiðum og við sjó, málað klettinn, sem er rétt hjá, jafnt og fjöllin í fjarska. Flestar myndir hefur hann málað á Suð- urlandsundirlendinu. Á sýningunni eru 22 olíumál- verk, flest máluð á síðasta ári. Rammana hefur málarinn sjálfur gert og eru þeir að þvi leyti sér- kennilegir, að þeir eru strigafóðr- aðir og málaðir í sömu litum og grunntónninn í myndinni. Hvítur listi skilur á milli málverksins og rammans. Málverkin eru öll til 'ölu. Sýningin verður opnuð almenn ingi kl. 4 í dag og mun standa til 7. apríl. MINNINGARATHÖFN um flugmennina STEFÁN MAGNÚSSON og ÞÓRÐ ÚLFARSSON verður haldin í Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 2. apríl kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Félag j'slenzkra atvinnuflugmanna. Loftleiðir h/f Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, x HANS CHRISTENSEN Hæðarenda 8, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. apríl kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Sesselja Christensen, Anna Christensen, Guðmundur Guðmundsson, Jóhannes Christensen, Ingibjörg Guðmundsdóttir, og bamabörn Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ARNÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR fer fram þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.30 frá Fossvogskii'kju. Guðjón Mýrdal, Júlíana Valtýsdóttir, Lars Jakobsson og barnaböm. taBajaaMMawBB

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.