Vísir - 30.03.1963, Page 9

Vísir - 30.03.1963, Page 9
V í SIR . Laugardagur 30. marz 1963. i 1 - — : - Einnar hæðar hús í sveit. Uppdrátturinn frá Teiknistofu landbúnaðarins. Byggingamál landbúnaðarins Þegar byggt er í sveitum nú á tímum, er að sjálfsögðu leit- ast við að fullnægja nútíma- þörfum eftir því sem efni og á- stæður leyfa. Hvað fveruhúsin snertir stefnir þróunin æ meir í þá átt að byggð eru einnar hæðar hús. Gagnvart búpen- ingshúsunum verður hins vegar vart vaxandi nauðsynjar á auknum tæknibúnaði og hag- ræðingu til vinnusparnaðar. — í eftirfarandi viðtali við Þóri Baldvinsson forstöðumann Teiknistofu landbúnaðarins um byggingamál landbúnaðarins o. fl. er vikið að ýmsum athyglis- verðum atriðum. Ég spurði Þóri Baldvinsson fyrst að þvi hversu mikið láns- fé hefði farið til húsabygginga og ræktunar í sveitum árið sem leið og svaraði hann því svo: — Það fé, sem lánað var til útihúsa og ræktunar og ýmis konar húsa á vegum bænda, svo sem sláturhúsa, kjötfrysti- húsa o. fl., var nokkru meira 1962 en 1961 eða um 60 milljón- ir króna. Langsamlega mest af þessu lánsfé fór til útihúsa á jörðum. Geta má þess, að byggð voru fjós, fjárhús fyrir um 20 þús. fjár og hlöður fyrir um 80 þús. hesta heys. 115 ÍBÚÐIR. Or Stofnlánadeild landbúnað- arins (áður Ræktunarsjóður og Byggingarsjóður) voru greiddar á árinu rúmlega 9 milljónir króna til íbúðarhúsa á sveita- býlum, á mismunandi bygging- arstigi. Þar af 115 fbúða, sem byrjað var að byggja á árinu. LÁNIN HAFA HÆKKAÐ. Spurningu minni um hvort iánin hefðu hækkað svaraði Þ. B. svo: Lánin hafa verið að hækka smátt og smátt. Voru þau á íbúð 100 þúsund krónur 1961— 1962. Nú er gert ráð fyrir 150 þúsund króna láni á íbúð. MEÐALVERÐ ÍBÚÐA I SVEITUM. Hvert er meðalverð íbúða f sveitum? — Meðalverð þeirra er um 500 þúsund krónur. Hin minnstu kosta 380—400 þúsund, hin stærstu 650—700 þúsund kr. Verðið er m. ö. o. orðið svip- að og f bæjum og kaupstöðum og þó kannski frekar lægra og kemur þar til greina, að færri meistarar vinna að húsunum, sem í sveitunum eru byggð. Efnisflutningar eru hins vegar stórum dýrari og bóndinn verð- ur aukalega að sjá starfsmönn- um fyrir fæði og húsnæði. HVERNIG MENN BYGGJA. Og hvernig byggja menn yfir- leitt í sveitunum nú? — Af íbúðarhúsum, sem á síðari árum hafa risið upp í sveitunum eru 70—80 af hundr- aði ein hæð af „bungalow"- gerð, kjallaralaus, oft með við- byggðum geymsluálmum. I þessuni húsum er að sjálf- sögðu séð fyrir nútíma þægind- um? — Já, undantekningarlaust, einkum eftir að rafmagns- notkun fór að verða almenn f sveitunum. HIN NÝJA TÆKNI OG ÚTIHÚSIN. Fyrirspum um þetta svaraði Þ. B. svo: — Það er ákaflega mikill á- hugi á að notfæra sér nýja tækni við fóðrun og umsjá bú- penings á vetrum, en þetta er ekki hægt nema um stór bú sé að ræða, og þeim fer sífellt fjölgandi. Þegar um þetta er rætt má benda á, að á aðal mjólkurframleiðslusvæðunum hér á landi mun meðalstærð fjósa stærri en víðast hvar í Vestur-Evrópu. ERFIÐLEIKAR MEÐ FÓLKSHALD. — Hins vegar, hélt Þ. B. á- fram, eru miklir erfiðleikar með fólkshald og erfitt orðið að fá útlendinga til vetrarvinnu sem um skeið var farið að verða nokkhð um. Einhvers konar tækniút- búnaður virðist þvi eina leið in til að leysa það vanda- mál, ef bústærð og fiárhag- ur leyfa. ÍSLENZK FÆRIBÖND. — í sambandi við þetta má geta þess, að gerðir hafa verið á Teiknistofu landbúnaðarins uppdrættir af færibandi, sem nota mætti við ýmsar tilfæring- ar og störf á sveitaheimili. Flutt hafa verið inn færibönd í smærri stíl, en þau reyndust bæði óhentug og dýr. Verkstæði Kaupfélags Rang- æinga á Hellu hefir látið gera færibönd eftir þessum uppdrátt- um og er sýnilega hægt að framleiða þau þar ódýrara og að ýmsu hentugri en hin er- lendu. Hver eru helztu not af slík- um færiböndum? — Þau má nota í jötur í stórum fjósum, við tilfæringu á heyi og jafnvel búfjáráburði. Ég hefi skoðað þessi færibönd í gangi ásamt Haraldi Árnasyni, formanni Verkfæranefndar og vélaráðunautar Búnaðarfélags íslands. — Mfn skoðun er, að þau muni reynast vel, þar sem þau eiga við. FLEIRI NÝJUNGAR. Einhverjar fleiri nýjungar, sem vert væri að minnast á í sambandi við útihúsin nýju? — Þess má geta, að laus- göngufjósum fjölgar hér, enda virðast þau hentug, þegar um stór fjós er að ræða. Auðvelt er að koma fyrir í þeim sérstökum mjaltabás- um, en slíkt fyrirkomulag tryggir bezt hreinlæti og hraða í sambandi við mjalt- irnar. HEIT EÐA KÖLD FJÁRHÚS. í nýútkomnu Búnaðarblaði birtist grein, sem nefnist: Köld fjárhús betri en heit samkvæmt norskum tilraunum. Telur þú að fjárins vegna megi fjárhúsin vera köld — og sé svo, mætti þá ekki byggja miklum mun ó- dýrari fjárhús en gert hefir verið? Og álit yðar eftir að hafa séð þau f notkun? — Fjárhúsin mega vera köld hvað sauðfénaðinn snertir, því hann hefir einangrunina utan á sér, en í okkar vetrarloftslagi væri ekki ráðlegt að hafa fjár- húsin einangrunarlaus, en ein- angrun eykur kostnaðinn við fjárhúsabyggingar. Þegar kind- urnar koma blautar í hús slaga þau svo rnikið, að ending þeirra verður ótrygg, ngma komið sé í veg fyrir það með einangrun, þótt fénaðinn saki ekki — Rann sóknirnar í Noregi eru gerðar við önnur veðurfarsskilyrði en hér og mun þetta því horfa öðru vísi við þar. (í Búnaðarblaðinu er tekið fram, að tilraunirnar í Noregi hafi verið gerðar í austurhluta landsins (landbúnaðarháskólan- um á Asi), þar sem miklu stað- viðrasamara er en við eigum hér að venjast og verði því ekki fullyrt að tilraunirnar gildi á íslandi en mælt með tilraun- um). TÆKNIN OG ÁBURÐAR- DREIFING OG NOTKUN. Spurningu um haughúsa- byggingar svaraði Þ. B. svo: — Það er stöðugt byggt mik- ið af haughúsum og yfirleitt af lágmarksstærð, svo að þau þarf að tæma 2—3 sinnum á vetri, en stór og vönduð haughús hús yrðu mjög dýr. Hér eru ekki skilyrði til þess að flytja húsdýraáburðinn jafnóðum á túnin vegna bleytu og snjóa, og þegar um stærð haughúsanna er að ræða má minna á, að flestir bændur eiga dreifara, svo að fljótlegt er að tæma þessi haug- hús, þegar viðrar til þess. Nú er talsvert rætt um það, að bezt not myndu fást af hús- dýraáburðinum, ef honum værl öllum safnað í þrær, blandaður vatni, og borinn á í forarkenndu ástandi. Viltu segja nokkuð um horfur á slílcri bróun hér? — Óhjákvæmilegt er, við þetta fyrirkomulag, að hafa stórar þrær, sem verða marg- falt dýrari en aðrar, og það krefst hræriútbúnaðar { þrónum o. s. frv. Ég tel ekki, að mikið verði um þetta hér kostnaðar vegna, auk þess sem bændur eiga fyrir viðunandi tæki til á- burðardreifingar. Þess má £eta, að Þjóðverjar t. d. blanda, í vatni til helminga og því ekki nein smáræðisaukning á flutn- ingsmagni, sem um er að ræða. Að síðustu: Viltu segja nokk- Framhald á bls. 10. |... hjoh Rætt við Þóri Bald- vinsson, forstöðu- mann Teiknistofu landbúnaðarins oUMXfði vrA ÚAOsrog -,r ir Uppdráttur frá Teiknistofu landbúnaðarins af herbergjaskipan f einnar hæðar húsi í sveit.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.