Vísir - 01.04.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 01.04.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Mánudagur 1. apríl 1963. 5 STRICKLAND Siiifóninn leitar i ¥-Evrépis og iondoríkgunum William Strickland hefur til- kynnt Ríkisútvarpinu og Sinfón- íuhljómsveitinni, að hann geti ekki starfað hér næsta vetur, vegna starfa erlendis. En laus- Iega hefur verið rætt um mögu- leika á því að hann stjórni hér sem gestur í lok næsta starfsárs, væntanlega í apríl eða maf, en ekki er endanlega frá því geng- ið. Strickland á eftir að stjórna hér þremur síðustu hljómleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á þessu starfsári hennar. Hann er nú erlendis og mun stjórna hijómsveit í Gautaborg og Ber- lín. Stjórn Sinfóm'uhljómsveitar- innar heldur nú uppi fyrirspurn- um um hijómsveitarstjóra í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu. Hins vegar hefur hún lítið leitað fyrir sér í Austur- Evrópu löndunum, þótt þaðan Kafbóturinn — Framhald af bls. 16. úr haffletinum og verður þeim þá eigi undankomu auðið. Hitt hlutverk kafbátsins Eld- ingar er ekki þýðingarminna, en það verður framkvæmt í sam- ráði við starfsmenn Fiskideild- arinnar við Skúlagötu og er fólg ið í því að gera tilraunir með ný veiðarfæri neðansjávar. Er KB Elding búinn sérstökum út- sýnishjálmum úr plasti, sem auð velda mönnum að fylgjast með fiskitorfum og kanna leið fisk- anna inn í net og aðrar veiði- vélar. Fyrir nokkru sendi Land- helgisgæzlan og nokkra unga menn til að læra froskköfun í bækistöðvum brezka flotans í Plymouth. Er ætlunin að reyna mjög nýstárlegar veiðiaðferðir, sem eru í þvl fólgin að spenna út frá kafbátnum mikil net, en síðan verður hópur froskkafara sendur af stað og er ætlunin að þeir sameinist um að smala fiskatorfunum inn í netið, alveg með sama hætti og bændurnir rekka til rétta. Sjá allir hvílíkur geysilegur hagur væri að svo tæknilega fullkomnum veiðum, þar sem segja má að enginn fisk ur sleppi, en annars er tæpast nema brot af fiskigöngunum, sem lenda í netunum, hitt allt fer fyrir utan. Til að hjálpa sér við þessa nýstárlegu ,,smalamennsku“ neð ansjávar, er einnig í ráði áð fá nokkra tamda höfrunga úr sjáv- ardýragarði á Miami, og munu þeir aðstoða froskmennina við að „smala“ með líkum hætti og fjá.rhundarnir hjálpa bóndanum. Kafbáturinn Elding, sem nú liggur í Reykjavíkurhöfn við Olfubryggjuna, er því merkilegt tæki í framförum við sjávarsíð- una. hafi hljómsveitin fengið frábæra stjórnendur. Er það vegna þess að erfiðlega gengur að fá þaðan allar upplýsingar, sem hljóm- sveitin þarfnast um þá hljóm- sveitarstjóra, sem til greina koma. Má því búast við að næsti hljómsveitarstjóri Sinfón- íuhljómsveitarinnar verði banda rískur eða v.-evrópskur. 45 éra starfsafmæli í dag á Theódór Blöndal, bankastjóri á Seyðisfirði, 45 ára starfsafmæli. Theódór er í fremstu röð ís- lenzkra bankamanna, traustur starfsmaður og drengur góður. Baadaríkin — Framhald nt bls. I. þær spilli fyrir. friðsamlegri lausn mála og nái alls ekki tilgangi út- laganna, að koma Castro frá, því að þær séu líklegri til hins gagn- stæða, þ. e. að menn styðji hann frekar vegna árásanna en að þær verði honum til falls. Kúbanskir útlagar eru sagðir mið ur sín yfir þessum ráðstöfunum og telji, að nú sé Bandaríkjastjórn farin að snúast á sveif með komm- únistum, og er talið að republikan- ar reyni nú að nota sér þetta stjórnmálalega til árása á Kennedy forseta og stjórn hans. Bandaríkjastjórn er sögð vilja girða fyrir ráðstafanir af hálfu sovétstjórnarinnar til vemdar sovét skipum, sem sigla til Kúbu, með þeim ráðstöfunum, sem að ofan greinir. Öll málverk- in seldust Sigurður K. Árnason sýnir nú olíumálverk í Bogasalnum. Sýn- ingin var opnuð á laugardag og í gær munu 300—400 manns hafa séð sýninguna. Á þessum tveimur dögum seldust öll mál- verkin, 22 að tölu. — Sýningin verður opin á venjulegum sýn- ingartíma til 7. apríl. Beitti hnífi í gærkvöldi bar það til tíðinda að maður beitti hnífi í átökum við félaga sinn og særði hann eitthvað á hendi. Þessi atburður gerðist í húsi við Bergstaðastræti og sátu menn þar að spilum og drykkju. Áður en lauk kom upp missætti út af spila- mennskunni og varð fyrst út af því þjark nokkurt og síðan stymping- ar. í þessum átökum dró maður upp hníf og lagði honum í spilafélaga sinn. Lagið kom á hönd mannsins og varð af nokkur skeina. Var sá særði fluttur í slysavarðstofuna, þar sem bundið var um sár hans. Árásarmaðurinn var aftur á móti fenginn lögreglunni í hendur. í fyrrinótt réðist drukkinn mað- ur með grjótkasti á stóra sýningar- rúðu í Radíóbúðinni á horni Hverf- isgötu og Klapparstígs og braut hana. Lögreglan náði manninum, sem var dauðadrukkinn, og við yf- irheyrslu í gær kvaðst hann ekkert muna af því sem gerzt hafði um nóttina.______________ Snjór Veður hefur kólnað og versnað á Norðurlandi og var þar slyddu- hríð í gærdag. Ekki festi snjó á láglendi, að því er fréttaritari Vísis á Akur- eyri tjáði blaðinu- í morgun, en hins vegar hafði snjóað f fjöll og voru þau hvít langt niður í hlíð- ar í morgun. ¥ú blöðin affur Blöðin í New York komu út í morgun í fyrsta sinn eftir að prent araverkfallið hófst I desember s.l. Var seinustu hindruninni rutt úr vegi í gær með samkomulagi um kjör prentmyndasmiða, en þeir | féllust á kjör, sem voru aðeins ! iítið eitt breytt frá samkomulag- inu, sem samninganefndin féllst á ; fyrir nokkru, en prentmyndasmið- ! irnir svo höfnuðu. öll blöðin hafa hækkað i verði. — I Cleveland I Ohio er enn prentaraverkfall og hefur útgáfa tveggja blaða þar ! legið niðri í 142 daga. , ÉíAíW ÉViAiífcRÐI N GRETTISGÖTU 54| SÍIVfE-19108 Dularfullt peningahvaH Um miðnættið í nótt kærði stúlka yfir dularfullu peningáhvarfi úr læstu herbergi, sem hún hefur á leigu í húsi einu hér í borg. Stúlkan var að vinna í fiskvinnu í allan gærdag og kom ekki heim til sín fyrr en um kl. 12 á mið- nætti. Kom hún að herberginu læstu eins og hún var vön, en þeg- ar hún fór að gæta að fjármunum sínum, sem geymdir voru í veski, voru þeir horfnir. Hafði stúlkan skilið veskið eftir á stól f herberginu. í því var pyngja með 6—7 þús. kr f peningum. Þeg ar henni var litið t nyngiuna í nótt. voru neningarnir horfnir Sömu leiðis saknaði stúlkan úrs, sem hún kvaðst hafa skilið eftir á borði. Önnur ummerki sá hún ekki. Það dularfulla við þenna atburð er það, að herbergið var læst, sömu leiðis var herbergisglugginn lokað- ur og þvf ekki unnt að komast inn ! um hann Húsráðandi tjáði lög- i -eg.lunni en°inn haf' 'vkil að 'ierberaini' 'iei'na -1 «ín og að hann hafi ekki orðið var neinna grunsamlegra mannaferða í húsinu í. gærdag. Delta Rythm Boys. KOMU í MORGUN Delta Rythm Boys komu með Loftleiðaflugvél í morgun, til að halda hér fjóra hljómleika. Upp- selt er á þá alla og er ætlunin að fá þá söngvarana til að syngja á tveim hljóinleikum til viðbótar, á föstudag og laugardag. Hjá þeim f stiganum stendur ein af flug- freyjum Loftleiða, Ásdís Alexand- ersdóttir. (Ljósm. Vísis B. G.) LOKAÐ Vegna minningarathafnar um flugmennina Stefán Magnússon og Þórð Úlfarsson verða skrifstofur vorar lokaðar á morgun til hádegis. LOKAÐ Verzlunin Laufásvegi 2 verður lokuð á morg- un vegna jarðarfarar Kristins Kristjánssonar. Vandaðasta tímarit landsins. Kemur út 8 sinnum á ári. Fæst í ölUim bókaverzlunum. — Tekið á móti áskriftum í síma 20932. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.