Vísir - 01.04.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 01.04.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Mánudagur 1. apríl 1963. I Sagán af SAS Framhalcl al bls 9: Aerovias í Mexico; SAS-hótelið f Kaupmannahöfn fór fleiri millj- ónir fram úr áætluðum kostnaði frá 1956 og síðast en ekki sízt mikill reksturskostnaður SAS. sem nokkurs konar ríkisfyrir- tæki, hafði orðið fórnardýr lög- mála Parkinssons. Sífellt hafði verið bætt við áhöfn skútunnar og kannski þá oft farið eftir öðrum sjónarmiðum en hæfni við starfsmannaráðningu. Vill verða rígur milli landanna í þeim málum og margir vildu á básinn. En það hlaut að koma að skuldadögunum fyrir SAS. Það fer aldrei vel á því að reka flug- félag eins og ríkisfyrirtæki með algeru einkaleyfi, eins og t. d. áfengisverzlun. Rekstur slíkra fyrirtækja verður sjaldnast til fýrirmyndar. Jjegar SAS skútan var að því komin að sökkva, var leitað á náðir Curt Nicolin, fram- kvæmdastjóra ASEA, einhvers stærsta fyrirtækis Norðurlanda. Tók Nicolin við stjórnartaum- unum þann 15. júlí 1961 og framkvæmdastjóri SAS, Áke Rusck, lét af störfum. Var Nico- lin við stjórnarvöl þar til i apríl 1962 (hann kom á þeim tíma meðal annars í kynnisför til ís- Iands) og beindi félaginu á rétta braut. Helztu aðgerðir hans voru þessar: Starfsfólkinu var fækkað úr 15000 niður f 13800 fyrsta árið og í lok 1962 hafði starfsfólkinu fækkað enn niður í 11900. Þýðir það árlegan sparn að í launum um 45 milljónir sænskra króna! Minnkaður var varahlutalager SAS, seld eigin flugskýli í Los Angeles og New York, aukin hagkvæmni við við- gerðir og eftirlit flugvélanna (verkaskipting með Swissair), aukin samvinna við erlend flug- félög og sala gömlu flugvél- anna, sérstaklega DC-7C. Síðasti Iiðurinn reyndist sá erfiðasti. Jjegar Curt Nicolin Iét af stjórn SAS eftir vel unnið starf, tók við stjórn Karl Nils- son, einnig frá ASEA. Skyldi nú SAS ékki brenna sig á því að hafa i stjórn miður hæfa menn frá ríkisfyrirtækjum. Curt Nico- lin hafði líka „hreinsað til“, inn- an SAS og komið hæfileika- mönnum í ábyrgðarstöðurnar. Var því auðveldara fyrir Karl Nilsson að taka við og hefur hann haldið áfram á sömu braut og gefizt vel. Lauk árinu 1962 fyrir SAS með einungis 24.5 milljón króna halla og 50 millj- ón króna lægri kostnaði en árið áður. Af hallanum voru 11 millj- ónir, sem tapazt höfðu á Thai International, nokkurs konar dótturfyrirtæki SAS austur í Sí- am, sem „matar“ SAS með far- þegum á Austurlandaleiðum. Er enn óvíst, hvernig framhald þeirrar samvinnu verður f fram- tíðinni, en stjórnendur SAS hafa allan hug á að láta reksturinn bera sig þetta árið og í fram- tíðinni og tekst það mjög senni- lega. En SAS hafði enn þungan bagga að bera. 10 flugvélar af gerðinni DC-7C voru enn óseld- ar. Tókst að nota þær að nokkru leyti til imíanlandsflugs, leigu- flugs og vöruflutnings, en nýtn- in var hvergi á við það, sem til þui'fti fyrir svona dýra gripi. Var það þvi kannski ekki nema vón, að SAS Iiti girndaraugum á feitan bita Loftleiða, sem þeir höfðu verið einir um svo lengi. þ. e. að fljúga ódýrar til New York með ,,skrúfuflugvélum“. SAS hafði áður reynt að útiloka Loftleiðir frá Skandinavfu á þeim grundvelli, að Loftleiðir rækju „óheiðarlega" samkeppni og brennt sig á því. En nú vildi SAS fá að nota sínar DC-7C i samkeppni við Loftleiðir og „ó- heiðariegri" samkeppni við sjálft sig, þ. e. þotuflhg sitt. Með því að fárast út af því, hvað Loft- leiðir ,,stælu“ mörgum farþeguni frá Skandinavíu, tókst SAS að knýja fram leyfi IATA til þess að keppa við Loftleiðir „á sama grundvelli“, þótt hæpið sé að tala um sama grundvöll, þegar ríkisstutt fyrirtæki keppir við einkafyrirtæki. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni, sem flugfélag innan IATA fær leyfi samtak- anna, til þess að lækka fargjöld sín vegna samkeppni við flug- félag utansamtakanna. onandi verður þetta til þess, að IATA verði sveigjanlegri stofnun en hún er og eins, að þetta leiði til endurskoðunar og Iækkunar flugfargjalda. Flugfar- þeginn tæki því alla vega vel. IATA hefur mikið verið gagn- rýnt, einkum fyrir fargjaldapóli- tík sína, en IATA er nauðsynleg stofnun fyrir það. Víst er um það, að margt hefur betur mátt fara og hagur væri samtökunum í nýjum framkvæmdastjóra í stað Sir WiIIiams, sem nú er, og sem varð sér og samtökunum til skammar með ummælum sín- um um Loftleiðir hér í Stokk- hólmi í haust. En IATA er ekki annað en samtök flugfélaganna, þar á með al Flugfélags íslands, og séu það ekki flugfélögin sjálf, sem koma sér saman urn fargjöldin innan samtaka sinna, verða aðrir að- ilar til þess að ákveða þau og væri það að fara úr öskunni í eldinn. Ber að hafa það í huga, að IATA ákveður ekki endan- lega fargjöldin, heldur mælir einungis með. ákveðnu verði. Lokaákvörðunin liggur alltaf hjá viðkomandi ríkisstjórnum. Þýddi þvf lítið fyrir SAS að segja sig úr IATA og ætla að fara r-ð fljúga ódýrar til U.S.A., en t. d. Pan American. Einúngis með því að vera meðlimur í IATA hefur SAS aðstöðu til þess að hafa áhrif á verðlagningu og fram- vindu flugmála í heiminum. — Að IATA, þ. e. flugfélögin, skuli ákveða fargjöldin eftir vega- Iengd, en eigi taka nokkurt til- lit til, hvers konar flugvélar not- aðar séu, er eigi rétt. Það er eigi rétt, að flugfarþegi, sem flýg ur t. d. Osló—New York skuli þurfa að borga jafnmikið, fljúgi hann DC-6B eða DC-8 þotu. Það væri sama og hafa sama verð á 1. og ferðamannafarrými. Að IATA skuli eigi hafa gert greinarmun þarna á milli, er vegna þess, að þessi mismunur hefur eigi verið svo mikill fyrr en nú með tilkomu þotanna og það hefur ekki ,,passað“ flug- félögunum innan IATA að gera greinarmun þarna á milli, fyrr en nú SAS hefur barið það í gegn, með því að beita Loftleið- um fyrir sig. IVÍikilvægast í þessari ákvörð- 1 un SAS að hefja 2. far- rýmisflug og samþykki annarra fiugfélaga á þeirri ákvörðun, er kannski það, að þar með viður- kennir SAS og IATA réttmæti málstaðar Loftleiða. Er vonandi að þetta geti orðið grundvöllur að bættu samkomulagi Loftleiða og SAS, svo að hvor aðili um sig sjái. ekki rautt, sé á hinn niinnzt. Það er engum hagur í opnum fjandskap grannþjóða í miili, því fíugmálin vilja oftast verða þjóð ernismál að meira og minna leyti. Þeir Islendingar, sem flog- ið hafa með SAS, geta borið vitni um frábærléga áreiðanlega þjónustu og afgreiðslu SAS og viljum við SAS án efa ailt hið bezta sem slíku og sem full- trúa frændþjóða okkar. Vonandi nýtur SAS hæfra stjórnenda í framtíðinni, svo það sökkvi eigi aftur niður í fen ríkisstuddr ar fjármálaglópsku og óstjómar. Með því móti einu er grundvöll- ur fyrir heiðarlegri samkeppni SAS og Loftleiða, og bættu sam- starfi f flugmálum milli allra Norðurlandanna. G. H. Ó. Sþróttir — Framhald af bls. 2 ur. Fram undir getu og KR með heldur leiðinlegan Ieik, harðan og grófan. Einum manni var vísað út af velli í tvær mínútur fyrir grófan leik, hinum vinsæla leikmanni Karli Jóhannssyni, sem því miður getur orðið nokkuð heitur, er mikið ligg- ur við. Beztu menn voru þeir Ingólfur Óskarsson, með 16 mörk í leiknum og fór hann nú yfir 100 mörk í deildinni, sem er einstakur árang- ur. Annars voru flestir Framara langt undir getu og markverðirnir mjög lélegir. Sigurður Óskarsson var bezti maður KR-inga, sterkur varnarmaður svo að af ber og góð- ur f sókn eigi að síður. Karl Jó- hannsson átti ágætan Ieik og Reynir svipaður venju. Markverð- irnir vörðu oft vel. Guðjón var í markinu mestallan tímann, en Sveinn Kristjánsson kom inn síð- ustu mínúturnar og varði þá m. a. vítakast og skot af línu. Dómari var Magnús Pétursson og dæmdi mjög vel heldur erfiðan Ieik. — jbp — Framtíðaratvinna Óskum eftir nokkrum miðaldra verkamönn- um til afgreiðslustarfa á byggingarvörum og verksmiðjustarfa. Hátt kaup og mikil vinna. Húsnæði fyrir einhleypa á sama stað. JÓN LOFTSSON H.F. Hringbraut 121 VERKAMENN Óskúm að ráða nokkra verkamenn strax. — Mikil og stöðug vinna. VERK H.F., Laugavegi 105. Vikuyfirlit fyrir koup- endur byggingoefnis: Húsbyggjendur athugið: Framleiðum hina viðurkenndu mátsteina í útveggi hvers konar bygginga svo sem íbúðarhúsa, verk- smiðjuhúsa, verkstæðisbygginga, bílskúra o. s. frv. — Tugir íbúðarhúsa hafa þegar verið hlaðin úr MÁT- STEINI úr Seyðishólarauðamölinni, enda burðarber- andi, með mikið brotþol, einangrandi, framleiddur eft- ir verkfræðilegum útreikningum og fyrirsögnum, lok- aður þannig, að hver mátsteinn myndar lokaða sellu í hlöðnum útvegg auk þess sem hleðsla er mjög fljót- leg þar sem líming er ávallt lögð á sléttan flöt. Mát- steinn í ca. 100 mJ íbúðarhús lcostar aðeins ca. 15.000.00 og í meðal bílskúr ca. 6.000.00. Mátsteinn- inn fæst m^ð greiðsluskilmálum eftir samkomulagi svo og önnur framleiðsla og byggingarefni. MILLIVEGGJAPLÖTUR: Vinsælasta og jafnframt ódýrasta milliveggjaefnið eru milliveggjaplötur okkar 50x50 cm, 5 cm, 7cm og 10 cm þykkar úr Seyðishólarauðamöl og/eða Snæfells- vikri. Slíkir milliveggir eru fljóthlaðnir, einangrandi, óforgengilegir, hafa mjög gott naglhald og eru hljóð- einangrandi. EINANGRUNARPLÖTUR: Framleiðum hinar viðurkenndu einangrunarplötur úr Snæfellsvikrinum. Vönduðustu byggingar borgarinnar eru einangraðar með 10 cm þykkum vikurplötum, enda slík einangrun algjörlega óforgengileg, útveggir fá naglhald sem tré, hljóðeinangrun fyrsta flokks, eldtraust. SELJUM: Vikurmöl til einangrunar í gólf og loft, Seyðishóla- rauðamöl malaða og ómalaða, Vikursand, Pússninga- sand, plasteinangrun allar þykktir, þakpappa, þilplöt- ur, húsgagnaplötur, harðvið, húsgagnaspón, amerískar Celotex hljóðeinangrunarplötur og lím, sement, sem- entsliti o. fl. o. fl. Sendum um allt land. — Sendum heim. JÓN LOFTSSON HF. HRINGBRAUT 121 . SÍMI 10600 Fró Japan „Rammagerðin“ ann- ast málun eftir ljós- myndum, með olíu- litum, ýmist á silki eða striga. Lítið á gluggasýning- una í Austurstræti 17 RAMMAGERÐIN Hafnarstræti 17.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.