Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 11
V1S I R . Mánudagur 8. apríl 1963 // © tramhaldssaga eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skuggar var þar. Hún sneri honum hægt og varlega til þess að ekkert hljóð heyrðist. Svo tók hún í snerilinn og opnaði, en við það marraði i hjörunum. Ilún stóð grafkyrr eins og hún mætti sig ekki hræra. Þt.ð var einhver hreyfing á gömlu konunni í rúminu. Hún leit til henn ar og sá móta fyrir andlitinu en ekki hvort hún hefði opnað augun. Hún beið. Lagði við hlustirnar. Brátt heyrði hún, að hún svaf ró- Iega. Það var svo skuggalegt í stig- anum, að hún sá næstum ekkert. Olli það henni vonbrigðum. Hún sá ekki einu sinni dökkan snerilinn á l'ósmáluðum dyrunum niðri. Tepp- ið var eins og grár skuggi Hún reyndi að stappa í sig stálinu. Hvað hafði hún eiginlega búizt við að "inna þarpa Hcfði Rupert verið þarna mundu þess ekki sjást nein merki. Ekki f þetta skipti. Og sá, sem var þarna fyrri nóttina vissi, að dyrnar voru' læstar, og varð að reyna að útvega sér lykil og það mundi taka tíma. Hún steig hratt noldcu '-ref nið ur á við, og fann þá eitthvað við öklann og hún hentist fram og nið- ur. Þá^ vár nánast því, sem ein- hverju hefði verið brugðið fyrir j fætur henni. Hún reyndi að ná t.aki á handriðinu, en gat það ekki, og henni fannst hún vera að hrapa . niður í eitthvert, botnlaust dýpi, en i nýrri örvæntingarlegri tilraun tókst henni að grípa í handriðið og stöðva sig. Hún seig niður á Hnén. Hún hafði ákafan hjartslátt og beið nú skelfd og undrandi og reyndi að jafna sig. Hún horfði upp og sá nú eins og ljósskímu í dyragættinni. Hún fálm ->5i sig áfram á hniámijv n->r< stig- ann, því að hún var óstyrk í fót- unum. Allt í einu gripu hendur hennar um þunnan stálþráð, sem strengdur hafði verið yfir efsta brepið. Við vegginn hafði hann ver- ið festur við málmkúlu en hinn endinn var strengdur við stólpa í handriðinu. Hún losaði um þráð- inn og reis á fætur, en svo óttasleg- in, að hún gat hvorki hrært legg , né lið. Hún minntist hótana Ru- nerts. Hann hafði sagt: Ég gæti gert hvað sem væri fyrir þig, Sorr- el. Hvers vegna reyndi hann að flýta fyrir dauða frú Vane? Og voru þarna einhver tengsl á milli? i — Hún vafði stálþræðinum saman eins og í leiðslu. í öllu því róti, sem var í huga hennar, var henni aðeins eitt ljóst, og það var, að hún vissj hver sá maður var, sem vildi frú Vane feiga. Það gat ekki verið neinn annar. Og það var hún og aðeins hún, sem gat komið í veg fyrir það. Hún varð að taka sér þetta hlutverk og skeyta ekki um neinar hættur. Hún læddist varlega inn í svefn- herbergið, eftir að hafa lokað og læst dyrunum og gekk svo að rúm- inu. Það var barnslegur svipur á and- liti frú Vane, eins og ekki er ótftt um sofandi gamalmenni. Sorrel hlýnaði allt í einu um hjartaræt- urnar. Henni varð nú ljóst, að hún elskaði þessa gömlu konu, litla drenginn — og Davíð, — hún elsk- aði þaú öll þrjú. Hún varð að finna einhverja leið til þess að vernda þau. En hvernig gat hún verndað þau? Stálþráðurinn í hendi hennar var ekki nein sönnun. Og ef hún segði Davíð að hverju hún hefði komizt, hvað gæti hann þá gert? Henni fannst allt í einu, að gamla konan svæfi ekki — heldur þætt- j ist sofa. — Frú Vane, hvíslaði hún. En hún hreyfði sig ekki. Kann- ski var þetta vitleysa, Hún virtist sofa vært. Og allt í einu fann Sorr- el til þreytu, svo mikillar, að henni fannst hún vera næstum örmagna. Svo læddist hún inn í herbergi sitt. Þegar hún var farin opnaði gamla konan augun, Hún starði í áttina til dyranna á herbergi Sorrel með skelfingu í augum. Það kom eins og hálfkæft andvarp af vörum hennar um leið og hún tautaði: — 0, guð minn góður, ekki þú, Sorrel, ekki þú ... — Nei, svaraði Davíð. Hann hækkað röddina meira en hann var vanur. Ég trúi því ekki. Frú Vane reyndi að rýna gegn- um þoku grunsemda og hugboðs. Hún var næstum heltekin af gigt. Fætur stlrðir og liðamót, fingur bognir. Og þegar gigtarköstin voru verst, gat hún varla lyft höfði frá svæfli. — Þú trúir því þá ekki, að hún hafi komið inn til mín í nótt? spurði hún. — Hafi hún gert það, var það bara til þess að komast að raun um að allt væri í lagi. Davíð gekk fram og aftur á flöt- inni. Hann hafði komið þennan morgun vegna þess að móðir hans hafði hringt til hans og beðið hann að koma. Hann sá undir eins hversu áhyggjufull hún var og hve mjög hún þjáðist. Hann hafði dúð- að hana vel og sett hana I gamla hjólastólinn og ýtti honum niður garðbrekkurnar á grasbletti við garðtjörnina, en þar af alltaf lygnt. Þarna var mjög friðsamlegt. — Þarna gat hann séð að hálfu hul- inn milli eikitrésgreinanna gamla hjálkakofann, sem hann hafði byggt sem barn. Kaðalstigi hékk enn nið ur af greininni, en það vantaði margar þverspýtur í hann. Hann fékk samvizkubit, Hann hafði lof- að Jónatan að gera við hann. Hann var óeirinn og kvíðinn. Hinum megin við tjörnina glitti á rauðgullið laufið á trjánum — grænt og rauðgullið. Og þar leit hann hina fögru og grannvöxnu Sorrel, klædda grænum kjól. Haust ið, það er hennar árstíð, hugsaði hann. Jónatan var á einlægu iði kringum hana. Hann hélt á rauð- um flugdreka og Sorrel hélt í bandið. — Þegar ég sleppi, kallaði Jóna- tan ... Davíð heyrði glöggt hvað hann sagði. Hann gekk aftur að stól móður sinnar. — Heyrðu nú, mamma, sagði hann og horfði fast á hana. — Reyndu nú að hugleiða þetta ró- lega — þú mátt ekki „fá þetta á heilann". — Ofsóknarbrjálæði, það er það, sem þú átt við, sagði hún og var sem gneistar hrykkju úr aug- um hennar. — Það sagði ég ekki. — En það var það ,sem þú áttir við. Hann settist á flötina hjá hjóla- stólnum hennar og teygði fram lappirnar. — Sorrel hefir enga ástæðu til þess að gera þér illt, sagði hann — hálfvegis í meðaumkvunar-, hálf vegis í gremjutón. Hlátur Sorrel barst allt í einu til þeirra. Og svo hrópaði Jónatan himin- lifandi: Innlifun. — Það tókst. Hann flýgur! — Hlustaðu á þau, — finnst þér líklegt, að þetta sé kona, sem hefir illt í huga. Frú Vane hreyfði til fæturna. Þótt hún væri vel dúðuð, var henni kalt og gigtin kvaldi hana. — Davíð. Hann horfði á hana. Drættirnir í andliti hennar virtust allt í einu skarpir. Hann leit á æðaberar, kræklóttar hendur henn- ar og þjáninguna i svip hennar. — Já, svaraði hann af við- kvæmni. Um hvað viltu spyrja? Hún horfði rólega á hann. — Ertu á gó^ðum vegi að verða ástfanginn af henni? — Ég er bráðum þrítugur, Finnst þér ekki bráðum vera tími til kom- inn, að ég fari að svipast um eftir konu? Hún dró andann eins og hún skyndilega væri gripin mæði. — Ég hafði gert mér vonir um, að þú veldir Lauru. — Ég veit það. — Veizt -— þú — það? — Sorrel sagði mér það. Hann hristi höfuðið og horfði á hana og bætti við: — Þetta var ekki fallegt af þér, mamma Það kom eins og dálítil harka í svip hennar. — Laura tilbiður þig, Davíð. gy agÉjHgljp' 0S7 Loftfesting Veggfesting IHIæium upp Setjum upp SlMI 1374 3 LfNDARGÖTU 2.5 Tarzan heyrði greinilega tal aði hinn. „Bíðið", hrópaði Tarz- Skömmu síðar var reipi látið tveggja manna. „Náðum við an, „þetta er Tarzan, konungur síga niður til hans. Þegar Tarz- því?“ sagði annar. „Nei,“ svar- skóganna". an var kominn upp á gryfju- TaKZAN WAS A&OUT TO CALL TO ONE 0? HI5 ANIMAL CRIEKJRS FOK HELR WHEN HE HEAKI7 SOMÆ A\OVEK\ENT ASOVE. . . barminn, hrópaði hann: „Zimbu vinur minn. Undariegt að við skyldum hittast hér." Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sfmi 24616. P E R M A, Garðsenda 21. slmi 33968 Hárgreiðslu- og snyrtlstota Dömur, nárgreiðsla við allra hæfl. rJARNARSTOFAN, rjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Slmi 14662. Hárgreiðslustofan HATÚNI 6, simi 15493. Hárgreið'ustofan SÓLE Y Sólvallagötu 72, Simi 14853. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, slmi 14787. Hárgreiðslustofa ESTURBÆJAR Grenimel 9, simi 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1, sími 15799. Hárgreiðslustola AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað, 22997 • Greftisgótu 6J Nælonundirpils Verð kr. 85.00 nmm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.