Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 1
VESIR 53. árg. — Mánudagur 8. apríl 1963. — 81. thí. IISTAMENN FÁ Á ÞRIÐJU MILLJÓN Tónlistarviðburður: MESSÍAS íluttur í gær Hið kirkjulega meist- araverk Messias eftir Handel var flutt í Há- skólabíói í gær af kóm- um Fílharmónía, Sinfón- íuhljómsveit íslands og og einsöngvurum undir stjóm dr. Róberts Abra- hams Ottóssonar. Einsöngvarar í verkinu voru frú Álfheiður Guðmundsdóttir, sem kom nú fyrst fram opinber- lega I stórverki, frú Hanna Bjamadóttir, Kristinn Hallsson og Sigurður Björnsson, sem öll eru kunnir söngvarar. í Fíl- harmoníukóriium eru 80 manns Meðal viðstaddra á þessum tón- Framhald á bls. 5 I útvarpsþætti f gærkvöldi var rætt um afstöðu ríkisvalds- ins til lista. í þættinum kom fram hörð gagnrýni á það að listamanna- laun skuli ekki vera veitt hærri frá rfkinu en nú er. t því tilefnl hefir Vfsir aflað sér upplýsinga um upphæð listamannalauna undanfarin ár. Kemur i ijós að styrkir til listamanna hafa nær tvöfaldast frá því 1960 og fjór- faldast frá þvf 1950. Listamanna Iaunin em nú á þessu ári alls nokkuð á þriðju milljón króna, eða 2.134 þús. krónur. Undan- farin ár hafa þau verið sem hér segir: 1950: kr. 519.000 1960: kr. 1.260.000 1962: kr. 1.550.000 1963: kr. 2,134.456 Listamenn sjálfir hafa veriö beðnir að gera tillögur um það hvaða skipulag þeir telja hent- ugast um úthlutun fjárins. Þær tillögur hafa ekki borizt mennta málaráðuneytinu. Er þvf nú- verandi úthlutunarkerfi fram- leng um eitt ár, þ. e. úthlutunar- nefnd sem alþingi kýs. ÞJÓFAR Frá flutningi á Messfas f Háskólabfói f TEKNIR í fyrrakvöld náði lögreglan í þrjá þjófa sem skömmu áður höfðu stolið talsverðu af peningum og lítilsháttar sælgæti f verzluninni Esjan á Kjalarnesi. Piltarnir voru fjórir saman í bifreið, allir eitthvað undir áhrif- um nema ökumaðurinn. Lögðu þeir leið sína úr Reykjavík upp á Kjalarnes, en námu staðar við verzlunina Esjan, sem er við Vest- Framh. á bls. 5. TF-Lóa kemur á morgun T.F.-LÓA, hin nýja flugvél Bjöms Pálssonar, kemur að forfallalausu til Reykjavikur á morgun. Kona Björns ræddi við hann síð- degis í gær og var hann þá kominn til Prestvfkur. Þar þurfti hann að láta vigta flugvélina hjá Scottisch Aviation o. s. frv. Fullnaðarákvörð | un varðandi burtförina frá Skot- ; landi var Björn ekki búinn að taka, ! en til mála gæti komið að hann ; flygi til Hornafjarðar í kvöld, og j svo „í rólegheitum" til Reykjavfk- ur á morgun Þjóðviljinn rangfær- ir ummæli Einars ræða lúalega fölsun ellegar réttan skilning á einföldum orðum. Einar flutti langa ræðu f til- efni frumvarps síns um að tryggja Islendingum eignarrétt á íslandi, en að hans áliti þarf til þess stjórnarskrárbreytingu. Fór hann mörgum orðum um hættu þá sem af útlendingum stafaði, vék síðan að EBE og segir þá orðrétt: „Mönnum brá nokkuð við, og menn sáu þéssa hættu skýrar Framh á bls 5. Vísir birti á fimmtu- daginn frétt þess efnis, að Einar Olgeirsson hefði lýst því yfir á Alþingi að Efnahags- bandalag Evrópu væri ekki á dagskrá hér á landi fyrr en árið 1966. Á laugardaginn bregður svo við að Þjóðviljinn birtir yfir þvera forsíðu rosafrétt um „lúalega tilraun Vísis til að falsa ummæli Einars Olgeirs- sonar“. Er þar átt við fyrrnefnda frétt Vísis Vegna þessara stóryrða Þjóð- viljans, er rétt að birta þann kafla úr ræðu Einars Olgeirs- sonar sem þetta varðar. Geta þá allir sem vilja dæmt þar um, hvort heldur sé um að SiglufjarðarskarB opnaS á hádegi Siglufirði í morgun. Siglufjarðarskarð verður opnað til umferðar um hádcgið í dag og eru þess ekki dæmi að það hafi verið opnað jafn snemma að vori áður. Byrjað var að ryðja skarðið s.l. fimmutdagsmorgun og unnu að því tvær ýtur, sín hvoru megin skarðsins. I" gær náðu þær saman, en þá var eftir að hreinsa betur til og átti því verki að vera lokið um hádegið í dag, þannig að þá á bifreiðaumferð um Siglufjarðar- skarð að geta hafizt. Siglufjarðarskarð er eini fjall- vegurinn á landinu sem hefur ver- ið lokaður af völdum snjóa und- anfarið. Snjór er yfirleitt mjög lítill og ekki nema í efstu fjalla- brúnum. Þó telja Siglfirðingar enga fyrirstöðu á því að haida skfða- landsmótið, telja að snjór sé nú álíka mikill eða litlu meiri heldur en á sumrin þegar þeir hafa efnt til svokallaðs „Skarðsmóts“. ” Sem dæmi um það hve veturinn hefur verið snjóléttur má geta þess að Lágheiðin — milli Fljóta og Ólafsfjarðar — sem venjulega er ófær frá því snemma á haust: in og langt fram á vor, hefur að eins verið lokuð í hálfan mánuð á öllum vetrinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.