Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Mánudagur 8. apríl 196& tJtgefandi: Blaðaútgáfan VfSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og sfgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasðlu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Þegar Einar sagði satt Það er ekki oft, sem Einar Olgeirsson talar af sér. En tunga sem býr yfir svo óstöðvandi orðaflaum hlýtur einhvem tíma að segja satt, jafnvel þótt eig- andi hennar reyni að gæta þess að hún ílytji aldrei nema guðspjall flokksins. Og þessi stund rann upp á Alþingi í síðustu viku. Einar lýsti því þá yfir í þing- ræðu að Efnahagsbandalagið yrði ekki aftur á dag- skrá fyrr en 1966. Þessu hafa stjómarflokkarnir hald- ið fram og þetta vita allir, sem fylgzt hafa með atburð- unum í Brussel síðustu mánuði. De Gaulle tók þetta mál af dagskrá og kom kirfilega í veg fyrir aðild Breta og Norðurlandanna sem sent höfðu inntökubeiðnir. Og de Gaulle tók um leið glæpinn frá framsókn og komm- únistum, sem ólmir vilja láta kjósa um þetta mál nú í vor. Þetta er öllum ljóst, en það er nokkur nýlunda að Einar Olgeirsson viðurkenni þessa staðreynd. Enda hefir kommúnistum heldur brugðið í brún við þessi ummæli Einars. Forsíða Þjóðviljans á laugardag fjallar mest öll um opinberun Einars, og reynir blaðið á yfir- máta barnalegan hátt að neita því að Einar hafi sagt að EBE væri ekki á dagskrá fyrr en 1966. Þess vegna hefir Vísir aflað sér afrits af segul- bandsupptökunni á ræðu Einars. Hún sýnir svart á hvítu hvað Einar sagði um Efnahagsbandalagið. Það var þetta: „Það er talað um það í dag að þessi hætta (af EBE) sé ekki mikil nú þessa dagana. Það er rétt, hún hefir minnkað í augnablikinu. En það er alveg víst að hún kemur aftur og það er nokkum veginn víst að hún kemur alvarlega aftur til umræðu árið 1966, alt svo þegar kemur að öðru stiginu í þeim samningum sem fram fara um afnám tolla og annars slíks í Efna- hagsbandalaginu . . . 1966 kemur þessi hætta alveg jafnt upp aftur eins og hún kom 1961“. Menn þurfa að vera óvenju sleipir í dialektiskri ritskýringu ef þeir skilja þessi ummæli öðruvísi en svo að EBE málið sé fyrst aftur á dagskrá 1966. En rit- stjórar Þjóðviljans hafa ekki einungis numið slíka rit- skýringu í Moskvu, heldur einnig á Kúbu, svo ætla verður að það ríði baggamuninn. En íslenzkan reynist ekki svo torræð öllum venjulegum íslendingum. Talað orð verður ekki aftur tekið þegar það er numið á segul- band, jafnvel þótt Þjóðviljinn eyði forsíðu eftir for- síðu í það að afsaka og brengla ummæli foringja síns i þau fáu skipti, sem honum ratast satt orð á munn. S./.S. og sænska auðmagnið Ritstjóri Tímans vill á þingi láta banna alla er- lenda fjárfestingu í íslenzkum fiskiðnaði. S.Í.S. bað um leyfi til að Svíar mættu eiga hér hlut í stórri niður- suðuverksmiðju. Og nú er ‘spurningin: Hvor hefir á röngu að standa í fjárfestingarmálunum Þórarinn eða S.I.S.? . Framsóknormenn á Alþingi: jm stefnu vinstri stjórnarinnar Loksins hefur komið í ljós hvað Framsóknar menn meina, þegar þeir tala um að gera tolla- og viðskiptasamning við Efnahagsbandalagið. Einn af þingmönnum þeirra, Jón Skaftason, gaf á þessu nokkra skýr ingu á Alþingi á laugar- daginn, og í ljós kemur að sú leið sem þeir benda á, felur í sér al- gjört vantraust á efna- hagsstefnu Hermanns Jónassonar og vinstri stjórnarinnar. Jón Skaftason flutti nær tveggja tíma ræðu á laugar- daginn um EBE án þess að fram kæmi, utan áðurnefnd skýring, eitt einasta nýtt at- riði fram f viðbót við það sem áður hefur verið sagt í máli þessu. Jón ræddi ýtarlega um hlutverk og stofnun bandalags- ins, þróun þess og sögu. Vék hánn siðan að afstöðu íslenzku stjórnmálaflokkanna og komst að sjálfsögðu að þeirri niður- stöðu að stefna Framsóknar væri hin eina rétta. Full aðild kæmi ekki tit grelna, aukaaðild kæmi ekki til gretna, tolla- og viðskiptasamningur væri hin eina rétta leið. Og nú hélt Jón áfram, og vogaði sér lengra en flokksbræður hans hafa gert í öllum sínum löngu ræðum. Jón gaf skýringu á því hvernig tollasamning við gætum gert. „Við Efnahagsbandalagið hafa fjölmörg ríki gert tollasamninga að undanförnu, ríki eins og Bandaríkin, Kanada, Perú, Thaiti, o. fl. o. fl. Slíka samn- inga gætum við íslendingar einnig gert við bandalagið", sagði ræðumaðurinn. Ef athugaðir eru þesslr samn- ingar, sem Jón Skaftason vitn- aði til, kemur { Ijós, að þeir eru allir grundvaliaðir á GATT (tollabandalag) samningum, en fsland er ekki aðili að GATT. Islendingar þyrftu þvi að ganga i tollabandalag þetta, en i því ríkir sú meginregla að ekki megi hækka tolla á lnnfluttum vörum, setja á vemdartolla, né gera neinar þær ráðstafanir, sem samsvara tollhækkun. Með öðrum orðum, fsland yrði að skuldbinda sig til þess að gera engar þær ráðstafanir sem vinstri stjórn Hermanns Jónassonar gerði á sínum tfma. Má þar til dæmis nefna upp- bótarkerfið, sem hvað vinsæi- asta ráðstöfunin var í þeirri ríkisstjórn. Framsóknarmenn hafa und- anfarna mánuði staðhæft Og fullyrt að eina færa leiðin fyrir okkur fslendinga gagnvart EBE væri tolla- og viðskiptasamn- ingsleiðin. Hins vegar hafa þeir aldrei fengizt til þess að gefa nelna nánari skýringu á þeim tollasamningi sem þeir telja sVo hentugan og hagkvæman, en eins og kunnugt er, er hér um afskaplega teygjanlegt hugtak að ræða. Þeir Eysteinn Jóns- son og Þórarinn Þórarinsson, helztu málsvarar Framsóknar hafa verið þöglir sem gröfin. Á laugardaglnn kvaddi sér hins vegar hljóðs, Jón Skafta- son einn af yngri og efnilegri mönnum þess flokks, og glopr- aði út úr sér nokkm nánar, skýringu á þeim tollasamningi sem Framsóknarmenn helzt geta hugsað sér. Sú skýring, þau ummæli fela í sér algjört vantraust á efna- hagsstefnu Hermanns Jónasson- ar og vinstri stjórnarinnar. Ber að fagna þessum ummælum. í fyrsta lagi, þar sem nú gefst loks tækifæri til að rökræða við Framsóknarflokkinn á fast- ari grundvelli. f öðm lagi, þar sem þeir hafa loks opinberlega játað afglöp og ranga efnahags- stefnu vlnstrl stjómarinnar og í þriðja lagi, þar semíFram- sóknarmenn verða nú enn einu sinni uppvísir að tviskinnungs- hætti sfnum, tækifærispólitik og stefnuieysi. HÁFNARGERÐ VIÐ DYRHÓLAEY Fyrir nokkm hefur þvi máli verið hreyft, að hefja ýtarlegar rannsóknir á hafnarstæði á suðurströndinni og hefur dansk ur sérfræðingur i hafnargerð- um verið fenginn hingað tii lands til að gera þessar rann- sóknir og á hann m.a. að rann- saka hafnarstæði við Dyrhóla- ós, en lengi hefur verið talað um hafnargerð þar, þó að menn óttist að hún verði mjög dýr, jafnvel svo kostnaðarsöm, að Zl hún geti ekki borgað sig. 'iii'i Athuganir sumarið 1956. ! sambandi við þetta mál hitti fréttamaður Visis Gísla Sigur- björnsson forstjóra, og spurði liann, hvort þýzkir verkfræð- ingar hefðu ekki fyrir nokkrum árum kannað hafnarstæði við Dyrhólaós. Gísli rifjaði það upp, að þec ar þýzka verkfræðifirmað Hoch ' tief hefði Verið að byggja Akra neshöfn hefðu verkfræðingar jf frá því farið austur að Dyrhóla- Y< ey til að kanna hafnarskilyrði ||i þar. Var þetta í ágúst 1956 og var þá mikill áhugi fyrir mál- inu meðal Skaftfellinga. Var Jón Kjartansson þá sýslumaður með verkfræðingunum um sinn og fleiri áhugamenn. Ósinn óheppilegur. Það varð þá niðurstaða verk- fræðinganna, að sjálfur Dyr- hólaós, sem er fyrir austan Dyr- hólaey, væri óheppilegt hafn- arstæði. Sýndu athuganir þeirra að sandurinn við ósinn var mjög fíngerður og ekkert til að binda hann. Enda mun Dyr- hólaós oft brjóta sig í gegnurn sjávarbakkann. Þar við bætist að í ósinn renna ár sem koma ofan úr fjöllum og bera mikinn framburð með sér í leysingum. Er því hætt við að höfnin myndi skjótlega fyllast af fram- burði og sandi. Segir Gísli Sigurbjörnsson aö athugun hinna þýzku verkfræð- inga hafi þannig reynzt nei- kvæð hyað viðvíkur Dyrhólaós. En þegar verkfræðingarnir býzku könnuðu ströndina nánar töldu þeir sig komast að raun um, að hægt væri að fá góða höfn annars staðar skammt frá með tiltölulega litlum kostnaði. Á þeim stað er nú ekki neitt vik í ströndina, en samt töldu Þjóðverjarnir að hafnargerð þar væri tiltölulega auðveld. Vestan undir Dyrhólaey. Staður þessi er rétt vestan undir Dyrhólaey. Þar er líka sléttur sandur, en miklu gróf- ari og betri festa í honum en f sandinum við Dyrhólaós. Hann er það fastur að sjávarbakkinn haggast ekki. Þá yrði hægt að koma hafnarmynni upp í skjóli við Dyrhólaey. Þarna töldu hin- ir þýzku verkfræðingar, að ekki þyrfti annað en að reka stálþil niður í sandinn, og yrði síðan hægt, þrátt fyrir það að sand- urinn væri fremur fastur i sér, að dæla honum burt og mynda þannig góða skipakvf. Ráða mætti stærðinni/á höfninni. Vildi Gísli Sigurbjörnsson gjarna að þetta kæmi - fram núna, væri ekki skynsamlegt að einblína á Dyrhólaós, þótt þar væri þetta vik inn f ströndina. ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.