Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 12

Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 12
Vísir fær verðlaun Aðalfundur Verzlunurbunkuns: í hófi handknattleiksmanna, sem haldið var í Lido um helg- ina fékk íþróttafréttaritari Vís- is afhentan verðlaunabikar handknattleiðsráðs fyrir góðan fréttaflutning af handknattleiks mótum í vetur. Sýnir myndin hér fyrir neðan hvar Jóh. Ein- varðsson formaður handknatt- leiksráðs Reykjavíkur afhenti Jóni Birgi Péturssyni frétta- bikarinn. Þetta er annað árið i röð, sem Vísir fær þennan bikar en íþróttafréttaritari þess fékk hann i fyrravor, þegar bikarinn var afhentur i fyrsta sinn. Fyrir skömmu siðan var tek- ið til við tilraunir til þess að vinna byggingarefni úr sjó, það er að segja að dæla sandi upp af hafsbotni. Það er dæluskipið Sandey, sem dælt hefur sandinum, en félagið heitir Björgun h.f.. Það hefur einnig verið reynt til ann- arra starfa svo sem síldveiða, en þá var reynt að dæla síld- inni upp eins og sandi. Þessar tilraunir báru þó ekki tilætlað- an árangur. .■.v.v.v.vv.v.v.v.v.v.v, Vísir hafði í morgun sam- band við Björgun h.f. og spurð- ist fyrir um hvemig starfsemin gengi, og hvernig sandurinn reyndist sem byggingarefni. fékk blaðið þær upplýsingar, að Verið var að keyra sand frá „birgðastöð" félagsins í Vatna- görðum og fékk blaðið þær upplýsingar, að hann væri not- aður sem byggingarefni, af ýms um aðilum, meðal annars Steypustöðinni. Enn fremur sú deild Atvinnudeildar háskól- ans, sem sér um rannsóknir á ■' byggingarefnum, hafi fengið “• sýnishorn af sandinum, og úr- •] skurðað hann fyrsta flokks ; byggingarefni. ;] Dæluskipið Sandey, er nú á J Akranesi, og dælir þar sandi ], fyrir Sementsverksmiðjuna. — ■] Verður hún þar úfn óákveðinn ][■ tíma, og mun ef þörf gerist, ■] koma hingað og bæta við birgð- i' irnar. Til vinstri á myndinni sést .] sandhaugurinn við Vatnagarða. ]■ ■■■■■*■■■' UPP STOFNLANADCILD Aðalfundur Verzlunarbanka íslands h.f. var haldinn í Lido Stærsta áthlutun Hús næðismálastjórnar Húsnæðismálast j órn hefur lokið úthlutun þeirri er Vísir skýrði frá fyrir allnokkru síðan að stæði yfir og myndi verða sú stærsta, sem framkvæmd hefði verið í einu lagi af stjóminni, síðan hún tók til starfa. Verið er að senda út bréf til þeirra, sem fengu úr- lausn við þessa úthlut- un. Önnur úthlutun verð ur framkvæmd í haust. Upphæðin, sem Húsnæðis- málastjórnin úthlutaði nú til íbúðarbyggjenda varð 85 millj. króna. Til samanburðar má geta þess að áður hefur Húsnæðis- málastjórnin mest úthlutað á heilu ári 86,1 milljón króna en það var á s.l. ári. Svo að þessi eina úthlutun er nærfellt jafn- mikil og öll úthlutun síðasta árs. Um 1435 umsækjendur frá 90 bæjum og kauptúnum víðs- vegar um landið fengu lán í þetta sinn. Þrátt fyrir þetta fékk allstór hópur ekki úrlausn í þetta sinn. Má segja að það stafi fyrst og fremst af því hve margir sóttu um lán þá þrjá mánuði, sem af er þessu áji. Hafa aldrei jafnmargir sótt um Ián á svo stuttum tíma. Bendir þetta á hve erfitt sé að áætla lánsfjárþörfina á hverju ári fyr- ir sig. Störf við úthlutunina hafa staðið yfir frá 10. marz s.l. Hef ur verið unnið því sem næst Framh. á bls. 5. sl. Iaugardag. Fundarstjóri var kjörinn Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og fundarritarar þeir Sveinn Snorrason, hæsta- réttarlögmaður, og Gunnlaugur Briem, verzlunarmaður. Formaður bankaráðs Verzl- unarbankans Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri, flutti skýrslu um starfsemi bankans síðasta ár. í henni kom fram að starfsemi bankans hafði auk- ist mjög á árinu. Innstæðu- aukning á árinu nam samtals 81.4 millj. króna, þar af er 77,1 millj. kr. aukning á innstæðum I sparisjóði. Heildarinnstæða í bankanum I lok sl .árs var 319.3 millj. kr. Útlánaaukning bank- ans nam 58.4 millj. á árinu. Tveim föngum á Litla-Hrauni tókst að strjúka í gær, en þeir voru handteknir aftur i nótt. Um klukkan hálf sex síðdegis í gær varð þess vart á Litla- Hrauni að tvo fanga vantaði. Var lögreglunni á Selfossi og í Reykja- vík gért aðvart og strax ráðstaf- anir gerðar til að grennslast eftir mönnunum. Föngunum tókst þó að komast í bíla, fyrst að Selfossi, Bankinn rekur útibú að Laugavegi 172 í Reykjavík og Hafnargötu 31 í Keflavík. Unnið er að athugun á stofn- un sérstakrar stofnlánadeildar við bankans. Kóm fram mikill áhugi á þeirri hugmynd í um- ræðum á fundinum, einnig því að Verzlunarbankinn öðlist heimild til erlendra viðskipta. Höskuldur Ólafsson, banka- stjóri, lagði fram reikninga bankans fyrir sl. starfsár og skýrði þá. Voru þeir einróma samþykktir. 1 umræðum um skýrslu bankaráðs og reikninga tóku til máls Sigurður Magnússon, kaup maður, Hannes Þorsteinsson, Framh. á bls. 5 en þaðan munu þeir hafa lagt af stað gangandi í áttina til Reykja- vikur, en komizt seinna í bíl er flutti þá til Reykjavíkur. í nótt klukkan langt gengin i þrjú fann lögreglan báða stroku- fangana á götu hér í borg, hand- tók þá og flutti 1 Hegningarhúsið við Skólavörðustíg þar sem þeir voru geymdir í nótt. Eftir hádegið í dag átti að flytja þá austur é ............1 ■ Landsfundur Sjólfstæðis- flokksins MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins beinir þeim eindregnu tilmælum til flokkssamtakanna, að þau, sem ekki hafa þegar kjörið fulltrúa á Lands- fund flokksins, geri það hið bráðasta og tilkynni flokksskrifstofunni fulltrúavalið. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ftmgar struku frá LITLA-HRAUNI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.