Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 2
2 V1 S IR . Mánudagur 8. apríl 1963 ' Staðan og | markhæstu I leikmenn j Þessi lið unnu íslandsmeistara- titil 1963 í hinum ýmsu flokkum: Páskar I Jósepsdal Lánið lék við KR5 sem vann Þrótt naumlega Þrótfur í 2. deifld eftir ósigur fyrir KR ó síðustu mínútu Baráttan milli KR og Þróttar í gærkvöldi að Hálogalandi var æð- isleg, en liðin kepptu um sæti í 1. deild að ári liðnu. Þróttur hafði yfir mestallan leikinn, en tapaði öllu „ternpói" á síðustu 10 mín- útum leiksins og tókst KR að krækja í sigurinn naumlega en Þróttur var mjög óheppinn síð- ustu mínúturnar, góð færi á ltnu í stangirnar og vítakast varið nokkru fyrir leikslok. KR byrjaði betur leikinn og hafði 3:1 yfir. Þróttur jafnaði fyrst í 6:6, en hafði stðar þar til í 10:10. Þróttur náði brátt 3 mörkum yfir 10:7 en , hálfleik var staðan 14: 12 fyrir Þrótt. 1 stðari hálfleik hélt svipaðri forustu Þróttar áfram og var leik- ur Þróttar öllu betri en KR, en oft brá fyrir ágætum tilþrifum. Þrótt- ur hafði yfir 19:16 og 20:17, en þá voru eftir 9 mínútur til leiks- loka, og þá missti Þróttur tökin, enda var óheppni þeirra ekki tij þess fallin að hvetja þá til dáða. Reynir Ólafsson skoraði 20:20, en laglegt skot frá Jóni Björgvinssyni náði aftur forystunni fyrir Þrótt 21:20, en skömmu síðar fengu Próttarar gott færi til að ná 2 marka forystu aftur, en vítakast frá hinum ágæta leikmanni Þróttar Axel Axelssyni lenti beint í mark- vörð KR, Guðjón Ólafsson, og það má segja að þetta hafi endan- lega gert út um ósigur Þróttar, en Karl og Reynir bættu 3 mörkum við til að sigra Þróttarana og þann- ig verjast falli KR í 2. deild. Leikurinn var allur spennandi og skemmtilegur og voru áhorf- endur greinilega á bandi Þróttar og urðu þeim vonbrigði að sigri KR. Beztu menn KR voru að venju Karl Jóhannsson og Reynir Ólafs- son, en Guðjón markvörður greip inn í með að verja vítakast á réttri stundu; vítakast, sem virtist alveg hafa gert út af við Þrótt- Frh. á bls. 4. Skíðadcild Ármanns skipuleggur skíðadvöl í Jósepsdal um páska- hátfðlna, ásamt skíðakennslu alla daga og skemmtikvöldvöku í skíðaskála Ármanns. Skíðafæri er ágætt í Bláfjöllum, en þangað er stutt að fara frá skíðaskálanum í Jósepsdal. Um þessa helgi er verið að lagfæra veginn f Jósepsdal. Þannig að allir bílar munu geta ekið að skálanum. Ferðir frá Rcykjavík (BSR) í Jósepsdal verða sem hér segir: Miðvikudag kl. 18. og kl. 20. Fimmtudag kl. 10, Föstudag kl. 10. Laugardag kl. 14. Sunnudag kl. 10. Mánudag kl. 10. Skiðamenn úr Ármanni munu annast skíðakennslu þar efra alla dagana, þannig að hverjum og einum gefst gott tækifæri til að auka skíðakunnáttu sína. Skíða- færi er hvergi betra sunnanlands en í Bláfjöllum, og þar eru skíða- brekkur við allra hæfi. Kvöldvök- ur verða á hverju kvöldi í skíða- skála Ármanns. Dvalarkostnaði er mjög í hóf stillt, og verða dvalarkort afhent í skrifstofu Ármanns, Iþróttahús- inu við Lindargötu, f kvöld og annað kvöld kl. 20—22. Mfl. karla FRAM Mfl. kvenna ÁRMANN 1. fl. k. FRAM 1. fl. kv. VALUR 2. fl. k. FRAM 2. fl. kv. ÁRMANN 3. fl. k. KR Ármann vann fyrir nokkru íslandsmeistaratitilinn f handknattleik kvenna. Myndin sem hér fylgir er af meistaraliðinu tekin fyrir utan hið gamla íþróttahús að Hálogalandi. Ármannsstúlkurnar unnu 4 af leikjum sínum en í eitt sinn varð jafntefli, en það var gegn Vikings- stúlkunum. Á myndlnni eru þessar stúlkur talið frá vinstri. Fremri röð: Sigriður Kjartansdóttir, Svana Jörgensdóttir, Halldóra Páisdóttir, Arndís Gísladóttir, Díana Magnúsdóttir, Steinunn Pálsdóttir. Aftari röð: Kristín Guðbjörnsdóttir, Jóna Þorláksdóttir, Sigurveig Lúðvíks- dóttir, Ása Jörgensdóttir, Sigurður Bjarnason, þjálfari. Úrslitatölur íslandsmótsins í handknattleik: Fram 10 9 0 1 330—236 18 Vík. 10 7 1 2 235—224 15 FH 10 6 0 4 273—244 12 ÍR 10 3 1 6 267—294 7 I<R 11 3 0 8 271—300 6 Þrótt. 11 2 0 9 243—321 4 KR og Þróttur léku einum leik Fleiri en hin liðin. Markhæstu menn íslandsmóts- ins urðu: Ingólfur Óskarsson, Fram 121 Gunnl. Hjálmarsson, ÍR 109 Reynir Ólafsson, KR 82 Karl Jóhannsson, KR 80 Axel Axelsson, Þrótti 72 Guðjón Jónsson, Fram 49 Birgir Björnsson, FH 47 Rósmundur Jónsson, Vlking 44 Ágúst Oddgeirsson, Fram 42 Haukur Þorvaldsson, Þrótti 41 Þórður Ásgeirsson, Þrótti 40 örn Hallsteinsson, FH 40 Engir erfiðleikar hjá Fram í „úrslitaleiknum" i LJnnu FH með yfirburðum Fram átti ekki erfitt með FH 'í „úrslitaleiknum" i gærkvöldi á íslandsmótinu í handknattleik. Framarar réðu lögum og lofum á vellinum og sigruðu á öllum svið- um, enda vart nema vonlegt, svo illa sem FH-liðið er til reika eftir utanförina til Spánar, Frakklands og Þýzkalands. Fram náði þegar traustu for- skotið og hafði 9 mörk yfir í hálfl., 19:10, en í síðari hálfl. helzt þetta forskot lengi vel, en undir lokin gliðnaði aftur sundur með liðunum og vann Fram öruggan sigur, 38: 26. Framarar reyndu ekki mikið á sig að vinna þetta Hafnarfjarðar- lið, enda þótt nokkur harka væri f leiknum lengi í síðari hálfleik. Ingólfur skoraði manna mest að venju í Framliðinu, en Sigurður Einarsson var bezti maður liðsins. Birgir var beztur Hafnfirðing- anna, en Páll Eiríksson og Kristján Stefánsson sýndu oft skemmtileg tilþrif. Kristófer markvörður Hafn- firðinga frá því fyrir nokkrum ár- um, var nú aftur á sínum stað, en ekki með nándar nærri eins góð- um árangri og oftast fyrr. Páskadvöl I Skálafelli Dvalarkort verða afhent í . kvöld kl. 8—10 í félagsheimili K.R. Sæmilegur skíðasnjór er nú | í Skálafelli. í Norðurhlíðinni I er eins og ávallt á vorin nægur , snjór og sólskin. í dvalarkortunum er innifalið I allt fæði og gisting. ( Skíðakeppnir og kvöldvökur ) við hvert tækifæri. STJÓRN SKÍÐADEILDAR KR. ta .. ,'jjsa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.