Vísir - 08.04.1963, Qupperneq 6

Vísir - 08.04.1963, Qupperneq 6
18 V 1 S I R . Mánudagur 8. aprfl 1963 Hafnarfjörður um 1830. Verzlunarhús Bjarna Sívertsens. Nú á þessu og því nýliðna ári eru rétt 200 ár liðin frá fæðingu tveggja íslendinga, sem voru frumherjar íslenzkrar kaup- mannastéttar og komu mikið við verzlunarsögu íslands á fyrstu áratugum eftir að ein- okunarverzlun Dana á Islandi var aflétt. Annar þessara ís- lendinga var Ólafur Þórðarson Thorlacius frá Hlíðarhúsum í Reykjavík, siðar kaupmaður á Bíldudal, fæddur árið 1762, en hinn var Bjarni riddari Sívert- sen kaupmaður í Hafnarfirði, er Þar eð æviminning sr. Árna um Bjarna er byggð á sjálfsævi- sögunni og sú æviminning hefur jafnan verið ein frumheimilda í síðari skrifum um hann, þá tel ég rétt að birta þessa æviminn- ingu í heild, en Sunnanpóstur- inn er nú orðlnn sjaldgæft rit, sem aðeins finnst í söfnum. Ágrip af æfisögu Bjarna rlddara Slvertsens. Þegar kaupmaður Bjarni Sí- vertsen varð Riddari 11. apríl 1812, varð hann, eins og siður er til, að skrifa ágrip af æfi- sögu sinni, og senda þeim, sem til Wolf dó 1809. En Bjarni Sí- vertsen hafði höndlun í Hafn- arfirði og Reykjavík til dauða- dags. Til að auka höndlun sína og kenna landsmönnum sínum sigl- ingar á útlendskum skipum, samt til þess, að efla landsins bjargræðisveg — — svo segir Sívertsen sjálfur frá — — tók hann fyrir sig að fjölga fiski- jöktum í Hafnarfirði. Fyrst keypti hann eina skútu til reynslu, og varð þess fljótt vís- ari, að það mundi ábatasamt, að hafa fleiri úti. Af náttúrunni var hann hagur og í Kaup- er hingað skyldu sendast, fór eftir kringumstæðum óhöndug- lega. Islenzkar vörur höfðu lækkað í verði og íslenzkir hér komnir í skuldir við kaupmenn. Sívertsen segist þá hafa átt úti- standandi hjá landsfólkinu 8 eða 10 þúsundir ríkisdali. Eng- inn vissi, þá skip héðan lögðu 1807, að ófriður mundi vera byrjaður milli danskra og enskra. En fljótt urðu millireis- endur þess varir. Það skip, sem Sívertsen var með, og hann átti sjálfur, var tekið í Vesturhaf- inu. Annað frá honum hafði ver- ið sent til Spánar með saltfisk, frá Leith til Kaupmannahafaar, því þar var einskis að bíða. Sí- vertsen beið þess, að friður kæmist á og skipin yrðu laus- látin.), hafði fengið það heppi- Iega innfall, að skrifa til Ridd- ara og Baronet Joseph Banks í Lundúnum, og bað hann nú að gjöra sitt bezta til, svo lslandi yrði borgið, að þeir herteknu kaupmenn frá Islandi og þeirra skip væru frlgefin og fengju leyfi til að fara milli landa í ófriðartíðinni. Þetta bréf gaf tilefni til að ég, þó fyrst I des- ember 1807, varð með 'kaup- manni Petræus kallaður af Doktor Right í Edinaborg. Hann sagði okkur, að Joseph Banks vildi mikilligá hjálpa okkur, og færði okkur þann boðskap frá honum, að vér skyldum koma til Lundúna, til þess þar að ráðgast um hvað til bragðs yrði tekið. Við brugðum fljótt við. Hann ítrekaði, þá við fundum hann, sitt loforð. Síðan fengum ' við honum vort bónarbréf til höndlunarráðsins um það, að Is- lenzk höndlunarskip yrðu frí- gefin, og að þau, meðan á strlð- inu stæði, mættu fara milli landa, því annars mundi fólk á íslandi ei geta llfi haldið. Þetta var veitt. í marts mánuði 1808 vóru öll skip, sem á Islandi áttu heima, lauslátin. En nú fór svo, bæði eftir vitnisburði þeirra, sem fyrir skipunum vóru og bréfum skipanna, að það urðu ein 5 skip, sem þannig fengu lausn, Öll önnur, 10 tals, vóru dæmd þeirra eign, sem þau höfðu tekið. Nú hefði ég getað farið frá Lundúnum, því mín skip vóru laus orðin, en ég vildi eigi Bjarni Sívertsen fæddist 6. april 1763 og verður þessa 200 ára afmælis Bjarna minnzt hér að nokkru. Ekki verður þó reynt að gera lífi og starfi Bjarna frekari skil fram yfir það, sem áður hefur verið gert á prenti, því slíkt er miklu meira verk og þarfnast meira rúms heldur en ein blaðagrein leyfir. Því verður aðeins hið helzta úr lífi og starfi hans rifj- að hér upp. Greinarbeztu heimildir og frá- sagnir af Iífsstarfi Bjarna ridd- ara Sívertsens er að finna 1: 1) Sögu Hafnarfjarðar eftir Sig- urð Skúlason magister, 2) Sjálf" stæði íslands 1809 eftir dr. Helga P. Briem og 3) Skútuöld- inni eftir Gils Guðmundsson rithöfund. Ennfremur er til ævi- minning um Bjarna eftir sr. Árna Helgason stiftsprófast ^l Görðum á Álftanesi I Sunnan- póstinum, marz 1835, en sú ævi minning var að mestu byggð á sjálfsæfisögu Bjarna fram að árinu 1812, en þá sjálfsævisögu þurfti hann að rita og senda skrifstofu Dannebrogsorðunnar af þvi tilefni, að hann hafði verið sæmdur riddarakrossi þessarar orðu, fyrstur allra ís- lendinga, þann 11. apríl 1812 og tók hann við orðunni af Friðrik konungi 6. sjálfum I einka-audiéns tveim dögum síð- ar. Þessi sjálfsævisaga hefur þvi verið til I tveim eintökum, öðru I skjalasafni Dannebrogsorð- unnar en hitt hefur komizt I handur sr. Árna I Görðum eftir lát Bjarna. Fyrra eintakið fórst I bruna Kristjánsborgarhallar 1884, en eintak sr. Áma hefur ekki fundizt, svo mér sé kunn- ugt. um er boðið að varðveita þess- háttar ritgjörðir. Þetta ágrip hefur komist 1 vorar hendur og þykir ekki óviðurkvæmilegt hér, að meðdeila þar af því helsta. Bjami Sívertsen er fæddur á Nesi I Selvogi, 6. apríl 1763, af bændastétt. Uppfóstur hans var samboðið þvl standi, er honum var ætlað. Tuttugu ára gamall kvæntist hann bóndaekkju Rannveigu, dóttur Filippusar prests Gunnarssonar. Bóndi var hann I Selvogi þangað til 1790, þá byrjaði hann höndlun, sem borgari I Vestmannaeyjakaup- stað. Hann bjó samt búi sínu I Selvogi, þvl ekki var áskilið I upphafi fríhöndlunarinnar, að borgarar byggi I kaupstöðum. Af þvl honum græddist fé við þessa höndlun, óx honum hug- ur. Höndlunarstaður I Hafnar- firði losnaði 1793. Hann sigldi þá til Kaupmannahafnar sama ár, til að ná I hann, hvað hon- um ekki einasta heppnaðist, heldur fékk hann og peningalán af Kóngi, til að geta byrjað meiri höndlun, með eigin skip- um. Þetta var hans fyrsta ferð út af landinu. Höndlunarfélags- skap gjörði hann um leið við Gróssera Wolf I Kaupmanna- höfn og það félag hélst þangað mannahöfn hafði hann oft kom- ið sér til skemmtunar þar að, sem haffær skip vóru I smíðum. Hann tók þvl fyrir I Hafnarfirði að byggja fiskijaktir. Sagði hann sjálfur fyrir og vann að verkinu með. 1803 hafði hann þá ánægju að sjá þá fyrstu jakt, er hann hafði þannig fengið, fljóta fyrir landi. Vóru þá mörg ár liðin frá því eins stórt skip hafði verið reist á Islandi, en slðan hafa fleiri verið smíðuð. Sívertsen reisti annað og stækk aði hið þriðja á næstu árum. Þetta hans fyrirtæki varð og or- sök til þess,. að I Hafnarfirði var tilbúiin nokkurkonar skip- smíðis-stöð (Værft), hvört koma má skipum af höfpinni, ef að- gjörðar þurfa, og mun þess háttar bjargræði hvörgi finnast annars staðar á Islandi. 1807 sigldi Sívertsen til Kaupmanna- hafnar, en á leiðinni þangað, var það skip, sem hann fór með, tekið af enskum reyfurum. Var það bæði vani hans að sigla með vörum slnum við og við, enda stóð þá svo á hans höndl- unarsökum, að hann þurfti, þeim til viðréttingar að koma til Hafnar. Wolf höndlunarfé- lagi hans var tekinn að eldast. Bæði sala á þeim vörum, er héðan komu og innkaup á þeim, og varð það fyrir sömu kjörum. Hann var með öðrum yfirskips- mönnum fluttur af slnu eigin skipi og gjörður stríðsfangi I Leith á Skotlandi. Þar þekkti hann engan mann og skildi eng- an mann. Þó gat hann ráðið f auðvelda engelsku á bókum. Með sér hafði hann litið af pen- ingum, svo nú þótti ekki vel áhorfast. Einn enskan skilding (38 rbsz. silfurs) lagði sú enska ríkisstjórn hvörjum þeim til forsorgunar daglega, sem gjörð- ir vóru fangar, en það vill ekki mikið segja I Stórabretlandi. Margir skozkir heiðursmenn buðu mér peningastyrk — — segir Bjarni-------og nú heldur ur: .... en ég gat eigi þegið þá velgjörð, sem ég sá ekki hann þannig fram sögunni sjálf- fyrir Ilkindi til, að geta nokkurn tíma endurgoldið. Mig langaði til að komast til Kaupmanna- hafnar, eftir að ég hafði verið 11 vikur I Leith og líklega hefði ég fengið fararleyfi, ef ég hefði þess leitað. En hér kom gleði- leg hindrun, sem stanzaði mig. Einn af löndum mínum, Etats- ráð Stephensen (neðanmáls: Hann reisti þetta sama ár til Kaupmannahafnar, með sama skipi og Sívertsen, og hafði sömu forlög, en ferðaðist strax hætta við hálfgjört. Enginn þeirra kaupmanna, sem skipin áttu, vóru nærverandi. Petræus var farinn til Skotlands aftur, þar til neyddur af veikindum konu sinnar. Mér sýndist ber- sýnilegt að íslendingar mundu deyja úr hungri, ef ekki gengu nema 5 skip til landsins, þvl ekki hafði áður veitt af, þegar 40 skip sigldu upp Iandlð. Ég innsendi því annað bónarbréf og setti enskum fyrir sjónir, að þó nokkrir islands kaupmenn staðnæmdust við og við I Kaup mannahöfn, hefðu þeir samt höndlun og heimili á íslándi og islands borgarar væru þeir. Að velgjörð ensku stjórnarinnar við þessa eyju næði ei sínum tilgangi, nema öll íslandsför væru laus gefin, þau sem tek- in höfðu verið 1807 og það sama ár til íslands farið. Þetta var Iíka veitt. Öll skip, tekin fyrir 4. nóvember 1807 (þann dag boðuðu enskir fyrst dönsk- um stríð) skyldu laus látast. ls- land missti þannig eitt einasta skip. Einir og aðrir erfiðleikar komu enn, út af vörum er I skipunum voru og ekki máttu til Bretlands flytjast eða af því, að verðið á vörunum náði ei tollupphæðinni á sömu vörum. Nú leiddi ég viðkomendum fyr- ir sjónir, að fyrst skipin með þessum vörum væru mót eig- enda vilja til Englands komin, svo væri ei billigt, að þeir gyldu þess og svo datt það tnúl niður. Þess er að geta og það er líka auðskilið, að riddara Banks er einum að þakka, hvaða heppni öll vor bónarþréf þöfðtl. Hann bar þau sjálfnr fran?, Hann talaði fyrir Islands nauð- syn. Allt hvað mér er að þakka, ------------------ 200 ára minning l _____________)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.