Vísir - 09.04.1963, Page 4

Vísir - 09.04.1963, Page 4
4 V í S I R . Þriðjudagur 9. apríl 1963 Ævi- EFTIR ÞORSTEIN JÓSEPSSON Næst ljóðabókum og ljóða- pésum þykir mér sennilegt að æviminningar sé sú bókmennta- grein sem hvað erfiðast er að henda reiður á. Er það fyrst og fremst fyrir þá sök að nær ailt eru þetta litlir bæklingar og oftast gefnir út í örfáum ein- tökum fyrir nánustu vini og vandamenn. Hafa æviminningar sjaldnast komið til sölu í bóka- verzlanir og lengst af var ekki skylda að láta þær, fremur en aðrar bækur, af hendi til bóka- safna. Af þessu leiðir og það, að enda þótt gera megi ráð fyrir því að langflestar ævi- minningar íslenzkra mann séu til í Landsbókasafninu, er það þó engan veginn öruggt að þær séu þar allar, ég tel mér óhætt að fullyrða að svo sé ekki. Áður hef ég skrifað um ævi- og útfararminningar til alda- móta 1800, ásamt þeim erfi- Ijóðum sem ég fann fram til þess tíma. í eftirfarandi þætti verður reynt að rekja hliðstæða útgáfu á 19. öld, eð því und- anskildu þó að erfiljóðum, minningaljóðum og grafskrift- um er sleppt. Þó er hugsanlegt að einstöku erfiljóð, ekki sízt frá fyrri árum aldarinnar, slæð- ist með í þessari upptalningu af hreinni vangá. En það stafar þá einfaldlega af því að ég hefi ekki átt kost á að skoða ein- tökin og sannprófa hvort þar hefur verið um erfiljóð eða ævi- minningu, að ræða. Ég geri samt naumast ráð'fyrir að þar verði um mikil mistök að ræða. Hér verður í langflestum til- fellum sleppt sérprentuðum æviminningum úr tímaritum, hvort heldur íslenzkum eða er- lendum ritum um íslenzka menntamenn og aðra, þ. á m. Finn Magnússon, Konráð Gísla- son, Jón Sigurðsson, Guðbrand Vigfússon og fjölmargra aðra, en þvl er yfirleitt sleppt nema þar sem um sjálfstæða bæklinga eða bækur ' er að ræða. Um einn mann af íslenzku bergi hefur verið skrifuð þvílík ó- grynni af ævisögum að ekki er unnt að sinna einu eða neinu af því, nema þeirri einu ævi- sögu sem birtizt um hann á ís- lenzku. Þessi maður er Albert Thorvaldsen myndhöggvari. Nokkur Islenzk tímarit og safnrit birtu ævisögur á öld- inni sem leið og kom sumt af því út sérprentað. Þeim sér- prentunum verður flestum sleppt í aðalþættinum nema sérstök ástæða þykir til, en að þessum ævisögum verður vikið nánar síðar. Um ævi- og útfararminningar sem bókmenntagrein skal eg ^era fáorður, enda ekki verk- svið þessarar ritsmíðar að gera ar á nítjándu grein fyrir gildi ævisagnarft- unar. I’ miklu fleiri tilfellum er heldur ekki um beina ævisagna- ritun að ræða heldur líkprédik- anir með tilheyrandi mærð og einskisnýtri orðmælgi. Vitan- lega misjafnlega vel samansett eins og gerist og gengur. Hinu er ekki aC neita að einhver persónusaga er í öllum ævi- minningum og hafa þar af leið- andi sagnfræðilegt gildi að vissu marki. í sumum, einkum 1 hinna stærri, ævisagna eru ævi- atriði rakin ýtarlega og stund- um með greinargóðum ætt- færslum. Ég hefi í hliðstæðum þætti sem fjallaði um æviminningar til j aldamótanna 1800 drepið á nokk ur stærstu æviminningasöfn í landinu sem mér er kunnugt ; um og fer ekki frekar út I þá sálma hér. Ég vil hins végar benda á það að æviminninga- söfnun er ein hin örðugasta bókasöfnun sem hugsazt getur, og ekki auðvelt fyrir nýbyrj- j* endur að afla bóka á því sviði . sem nokkru nemur. Sökin er sú, að æviminningar hafa aldrei verið gefnar út nema í fáum eintökum og oftar þannig að j fáir hafa vitað um þær. Ævi- j. minningar hafa líka öðrum bók- um fremur verið eyðilagðar eða varpað í glatkistuna vegna þess að fólk telur æviminningar ekki almennt til bókmennta, heldur til einskisnýtra bóka, sem ástæðulaust sé að varð- veita. Þær hafi, í flestra augum engu menningarhlutverki að gegna. Vegna þessa sjónarmiðs hafa æviminningasöfn komizt í ör- fárra manna hendur, þeirra sem kunna að meta þau, enda þótt enn kunni allmargt einstakrr æviminninga frá eldri eða yngr tímum að geymast í eigu ein- staklinga. Ég hef áður getið þess að svo virðist sem æviminningar fari stöðugt hækkandi verði, enda eðlilegt með hliðsjón af fágæti þeirra. í eftirfarandi upptalningu á ævi- og útfararminningum hef ég fylgt þeirri reglu að skrá þær eftir útkomuárum. Kemur þá í ljós að sum árin hefur engin æviminning verið prent- uð, en önnur ár jafnvel sægur og gætir þess einkum þegar dregur fram yfir miðja öldina. Á ýmsum æviminningum eru höfundar tilgreindir, en hér er þeirri reglu fylgt — að mestu — að sleppa þeim. Hefst þá æviminningatalið sjálft: 1801 Sigriður Stephánsdóttir, Staf- holti, Leirárgörðum, 16 bls. 1804 Guðmundur Thordersen, Leirárg., 12 bls. J ' F I S A A j|i\s EYllÍKSSONAIl, KÓiin-ivliTváí^ liópútði-abs í .-.111 kgl. nÍMi»ui..vi«tt'i., lWkayíirilni' ii J*'i l'F1 *'11 : o. >• iV. o. ‘. lr. ^ SAinaitlckin »tt ll.mdl.vknir SVKINI P.MSSYM i’ptir tillilutan Amtiríanns BJARNA THOUSTEiASSONAH. ug nf þcim slSarstuefudn yfirséft og löguts meb andlitismynd og rithandar s\ni>honn st." 'tutó/i ifu/6im..itut ... j.,,.'.. . utgt’fin A kojtnní ens. isleuzkn Bókuientaíi bgK. 1805 Sigríður Magnúsdóttir Steph- enssen, Leirárg., 30 bls. 1806 Þórunn S. Móberg, Leirárg., 12 bls. 1810 Sigríður Magnúsdóttir Steph- ensen stiptamtmannsinna, Leir- árg., 47 bls. Helga Guðmundsdóttir, Leir- árg., 8 bls. FYRRI GREIN 1814 Sigurður Þórðarson, Beiti- stöðum, vantar blaðsíðutal. í bókaskrá Jóns Þorkelssonar eldra er einnig getið að á þessu ári hafi æviminning Sigríðar Magnúsdóttur Stephensens ver- KnujnnnnnaiióÍM, l’UMIIud Jljfj i 1 AI.IÍO Mtémm Mm Btat* m I M wm&mmn mwhmgzm wm hafa verið út á fyrri hluta 19. aldar. ið prentuð, en það getur naum- ast -verið rétt. 1815 Skúli Th. Thorlacius (á dönsku), Khöfn, 8 bls. 1816 Þorsteinn Sveinbjörnsson prestur, Beitistöðum, 8 bls. Arngrímur Jónsson prestur, Beitistöðum, 8 bls. 1817 Þuríður Ásmundsdóttir pró- fastsfrú, Beitistöðum, 4+16 bls. 1819 Vigfús Scheving, sýslumaður, Beitistöðum, 24 bls. Bókaskrá Jón Þorkelssonar eldri telur þessa æviminningu vera prent- aða 1810, en það mun vera rangt. 1820 Ólafur Stephensen stiptamt- maður, Viðey, 63 bls. _ Pétur Þorsteinsson sýslumað- ur, Khöfn, 35 bls. Páll Jónsson klausturhaldari, Viðey, 22 bls. 1821 Þorkell Ólafsson stiptprófast- ur, Viðey, 16 bls . 1822 Stephán Stephensen amtmað- ur, Viðey, 67 bls. 1823 Feðgaævir, þ. e. æviágrip feðganna Jóns Péturssonar, Benedikts Jónssonar, Boga Benediktssonar og Benedikts Borgasonar, Viðey, 120 bls. 1824 Stefán Þórarinsson amtmað- ur, Khöfn, 4 + 78 bls. 1825 Jón Therkelsen stud. phil., Khöfn, 42 bls. 1826 Magnús Magnússon stiþts- prófastur, Viðey, 23 bls. 1827 Ragnheiður Ólafsdóttir Schev- ing, fædd Stephensen, Viðey, 68 bls. 1828 Jón Eiríksson konferenzráð, Khöfn, 4 + 188 bls. + 2 mynda- blöð. Sigríður Stephánsdóttir Stephensen, Viðey, 64 bls. 1829 Jón Therkelsen, stud. phil. (á dönsku), Ribe, 32 bls. Grímur Thorkelin, Khöfn (vantar blaðsíðufjölda). 1831 Sigríður Magnúsdóttir prests- ekkja, Khöfn, 16 bls. 1833 Benedikt Gröndal assesor, Viðey, 8 bls. 1835 Árni Magnússon (á dönsku), Kh., 166 bls. 1837 ' ísleifur Einarsson yfirdómari, Khöfn, 16 bls. Þorvaldur Böðvarsson, sjálfs- ævisaga (er sérprentun úr Fjölni með sjálfstæðu titil- blaði). 1838 Gunnlaugur Briem sýslumað- ur, Khöfn, 16 bls. Gunnlaugur Oddsson dóm- kirkjuprestur, Khöfn, 40 bls. Guðmundur B. Scheving agent, Khöfn, 8 bls. ^ 1840 Anna Sigríður Aradóttir, Khöfn, 16 bls. 1841 Albert Thorvaldsen, Khöfn, 2 + 66 bls + mynd. 1842 Ragnheiður Guðmundsdóttir, Elliðavatni, Viðey, 20 bls. Jón Sighvatsson dannebrogs- maður, Viðey, 100 bls. 1845 Snorri Sigurðsson og Guðrún Oddsdóttir frá Engey, Rvík, 28 bls Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.