Vísir - 09.04.1963, Síða 8

Vísir - 09.04.1963, Síða 8
8 l'l II i' lllll'MIIW—■T3 .^É Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og íl*greiðsla Ingó'.fsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 iinur). Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Húsnæðislánin Með mikilli eftirvæntingu hefir verið beðið eftir úthlutun úr sjóðum Húsnæðismálastjómar um land a!lt. Nú eru fregnirnar komnar. Aldrei fyrr hefir verið úthíutað jafn miklu fé í einu. 85 milljónir eru nú lán- aðar um land allt, en hingað til hefir Húsnæðismála- stjórn lánað mest á einu ári 86 millj. króna. Alls fengu 1440 umsækjendur lán að þessu sinni. Hin mikla úthlutun íbúðarlána sýnir tvennt. í fyrsta lagi það að núverandi ríkisstjórn gerir meir en nokkru sinni fyrr í lánamálum húsbyggjenda og hefir tryggt þeim óvenju mikið lánsfé. Er nú mjög annar háttur hafður á þessum málum en þegar vinstri stjórn- in sat að völdum. I öðru lagi ber úthlutunin með sér að óvenju mik- £ð er nú byggt af nýjum íbúðum. Skortur hefir meira að segja verið á timbri og byggingarvörufirmu segja að sjaldan hafi fleiri hafið nýbyggingar en á þessu vori. Sú staðreynd sýnir Ijóslega að í byggingum er sama góðærið sem í öðrum atvinnugreinum landsins. Stjórnarandstaðan hefir marglýst því yfir að nú- verandi stjórnarstefna hljóti að Ieiða til samdráttar og kreppu. Innan tveggja mánaða lýkur þessu starfstíma- bili stjórnarinnar, og ennþá er ekkert tekið að bóla á kreppu framsóknar. Ættu stjórnarandstæðingar nú að herða sig í leitinni að samdrættinum svo að þeir geti sýnt glögg vitni um hann á næstu vikum. Ella en engin von til að nokkur leggi framar trúnað á orð þeirra og spádóma. Hin ófrjálsa list Sjaldan hafa íslenzkir kommúnistar talað svo opinskátt um hug sinn í lista- og menningarmálum sem fulltrúi flokksins í útvarpsþættinum í fyrrakvöld. Hann hélt því hiklaust fram að sjálfsagt væri að ríkis- valdið markaði línurnar í menningarmálum og gæfi listamönnum og rithöfundum í skyn hvað og hvemig þeir eigi að mála, yrkja og skrifa. Og réttlætingarinnar á þessari furðulegu skoðun var ekki langt að leita! Listin á að þjóna uppbyggingu hins sósíaliska ríkis. Það er undravert að heyra mann mæla þannig bót ófrjálsri list og íhlutun ríkisins í listmálum. Það minnir á skrif nazistanna á árunum fyrir stríðið. Það er jafn undravert að talsmenn slíkrar skoðunar skuli finnast í jafn lýðfrjálsu landi sem ísland er. En eitt ættu menn með slíkar skoðanir að hugleiða. í landi þar sem ríkið skipuleggur listina, eins og flest annað, væri útilokað að þeir fengju að láta til sín heyra í út- varpsþætti eða á prenti — nema þeir bergmáluðu skoð- anir valdhafanna. ’awBSKms® V I S I R . Þriðjudagur 9. apríl iö63 NegraUj óms veit í GLAUMBÆ Um þessar mundir skemmtir í Glaumbæ negrahljómsveit Don Williams frá Vestur-Indí- um I henni eru þrír menn. Hljómsveitarstjórinn Don Williams leikur á píanó og syngur. Bill Rainy spilar á bassa, og Con Clayton á tromm ur og trompet og syngur þar að auki. Þeir félagar hafa spilað og sungið um alla Evrópu og dvöldust nú síðast 1 Svíþjóð. Fréttamaður Vísis hafði tal af Williams fyrir skömmu og spurði meðal annars: — Hvenær byrjuðuð þið að leika saman, félagarnir? — Við hittumst f París 1958, en þangað kom ég frá London með annari hljómsveit, Okkur líkaði svo vel hver við annan að við ákváðum að að skella okkur saman og sjá hvernig gengi. Það hefur gengið svo vel, að ég býst ekki við að breytingar verði á í bráð. — Hvers konar músík spilið þið aðallega? — Glaðværa og skemmtilega. Við reynum að velja eitthvað sem kemur fólki 1 létt skap, og sem hjálpar því til að skemmta sér. Við höldum til dæmis sjálfir mikið upp á calypso, sem má kannski kalla okkar þjóðartónliSt.1 Aáhör^ aðalatriðið að laga sig eftif smekk fólksins, og það gerum við auðvitað af beztu getu. — Hvað dveljizt þið lengi hér á landi? — Tvo mánuði líklega, og svo höldum við aftur til Sví- þjóðar. — Hvemig líkar ykkur lífið í þessu starfi? — Það er dásamlegt. Að vísu þarf maður að vinna mjög mikið, og þetta er oft mjög þreytandi, en ég gæti samt ekki hugsað mér neitt annað. Til dæmis þegar við erum að leika fyrir fólk, sem lifir sig inn í þetta með okkur, og þegar stemningin er góð, þá er ekki hægt að hugsa sér neitt skemmtilegra. — Við hlökkum mjög mikið til að skemmta hér, Sagði Will- iam að lokum, og vonum að öðrum þykir eins gaman og okkur. Að dæma eftir þeim fréttum sem um bæinn berast, er söng- ur og ieikur þeirra félaga með ágætum og munu því eflaust margir leggja leið Sína í Glaumbæ til þess að sjá þá og heyra. Hljómsveit Don Williams. Deilan um e'tirmann Áden- auers útkijáð um í fréttum frá Bonn segir, að um páskana eigi að gera gang- skör að því að fá úr því skorið hver verða skuli eftirmaður Ad- enauers kanslara, er hann lætur af embætti sfðar á árinu. Kristi- legi lýðræðisflokkurinn vill fá úr þessu skorið f tæka tíð fyrir þingkosningarnar í Neðra-Sax- landi 19. maí. Þingnefnd flokksins kemur saman á fund f Bonn 23. apríl ásamt systurflokknum í Bæjara- landi, og eru þessir tveir sam- starfsflokkar einhuga um, að Ludwig Erhard verði fyrir val- inu. Þeir þrír stjórnmálaleiðtogar a0rir, sem til mála hafa komið sem forsætisráðherraefni, hafa lýst sig samþykka þessu, en þeir eru Heinrich von Brentano - fyrrv. utanríkisráðherra, Franz Josef Strauss og Josef Hermann Dufhues. En vandamálið rnikla er, hvort Adenauer fæst til þess að fallast á Erhard sem eftir- mann sinn. Áður hafa verið birtar fréttir um, að Adenauer muni draga sig í hlé í október á hausti kom- anda, en eftir ósigur Kristilega lýðræðisflokksins í Rheinland- Pfalz kosningunum nýlega, telja margir helztu menn flokksins æskilegt, að Adenauer láti af embætti jafnvel fyrr, en allir eru þó sammála um, að Aden- auer verði forsætisráðherra þeg ar Kennedy Bandaríkjaforseti og De GauIIe Frakklandsforseti koma til Bonn í júní n.k. ieleif s*iitife*inef I NTB-frétt frá Genf í gær segir, að sovétstjórnin hafi fall- izt á uppástungu Bandaríkja- stjórnar um beint fjarskiptasam band milli Hvíta hússins og Kremi, til þess að draga úr þeirri hættu, að styrjöld brjót- ist út. Tsarapkin, fulltrúi sovétstjórn arinnar á afvopnunarráðstefn- unni gerði grein fvrir ákvörðun stjórnar sinnar. — Full- trúi Bandaríkjanna lýsti ánægju fyrir hönd Bandaríkjastiórnar yfir þessari ákvörðun sovét- stjórnarinnar, sem hann taldi hina mikilvægustu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.