Vísir - 10.04.1963, Side 7

Vísir - 10.04.1963, Side 7
V1SI R . Miðvikudagur 10. apríl 1963. ta mmamssES&isss'JSíssíSissm. 7 FERÐALÖG í páskavikunni er alltaf mik- ið um að vera. Þá fær fólk lengsta aukafrí ársins og fara þá margir út úr bænum til að létta sér upp. Hér birtist yfirlit yfir það helzta, sem fólk getur gert sér til dægrastyttingar yfir hátíðina. SKÍÐAMÓT Landsmót skíðamanna verður haldið á Siglufirði, og má búast við að þar verði glaumur og gleði ekki síður en á sumri væri. Fjölmargir keppendur taka þátt í mótinu og eru auk Sigl- firðinga fimmtíu og sex kepp- endur frá ýmsum stöðum, sem væntanlega hafa með sér nokk- uð fylgilið. Á Siglufirði eru tvö hótel, sem hafa herbergi fyrir um. það bil fimmtíu manns, og verða þau notuð f þágu gest- anna. Keppendur dveljast og á heimilum víðs vegar um bæ- inn. Sérstök matstofa verður opn- uð, svo ekki ' þarf fólk að svelta, og verður hún opin með- an á mótinu stendur. Einnig munu hótelin selja mat. Fyrir utan hótelin eru svo vistarverur þær, sem síldarstúlkur dveljast í á sumrin, og reynslan sannar, að þar rúmast ótrúlegur fjöldi. Skarðið er ekki enn þá fært bílum, en hugsanlegt að svo verði fyrir páska. Áætlunarferðir verða tvisvar í viku, frá Akureyri og Sauðár- króki, sjóleiðina. Ferðirnar — verða á þriðjudögum og föstu- dögum. Einnig verða flugferðir með fjögurra sæta vél Sveins . Eirikssonar tvisvar í viku frá Reykjavík til Siglufjarðar. ISAFJÖRÐUR Á fsafirði mun einnig verða glatt á hjalla. Skíðafélög- in gangast fyrir skíðakennslu í Seljalandsdal, á skíðaviku, sem haldin verður um páskana. M.s. Hekla fer frá Reykjavík mið- vikudaginn 10. apríl vestur um land. Eins og kunnugt er hefur Flugfélag fslands sérstök far- giöld fyrir sldðafólk. og verða eflaust margir til að hagnýta sér þau. í Seljalandsdal er rúm- góður skáli. sem mun framreiða veitingar allan daginn Skemmt- analif verður mikið fvrir uía'n skíðaiðkanir, og verða kvöld- vökur á hverju kvöldi og að endinsu veglegur lokafagnað- ur, Búast má við við. að beztu •. skíðamenn Ísf’rðinga verði á landsmótinu » Sifi;lufirði en bað ætti ekki að standn skemmti- legum stundum á ísafirði fyrir þrifum. AKUREYRI Dánsleikir og kvöldyökur eru einnig á dagskrá á Akurevri, op einnig munu þar stunda.ðar heil- brigðari skemmtanir. svo sem skíðakennsla.' Skíðahótelið nýia „verður opið á hverjum degi. op einnig Hótel Akureyri og Hóte’ KEA. Vegna viðgerða á Hótel Akureyn verður veitingasalur- inn ekki opinn og opnar lík- lega ekki fyrr en í sumar. En á fimmtudag verða gistiher- bergi opnuð til móttöku á gest- um. Mikið er upppantað af gisti- herbergjum, en eitthvað mun vera eftir a£ svefnpokaplássi, og matur verður framreiddur allan daginn hvar sem því verð- ur við komið. Geta má þess, að aðeins er steinsnar frá Hótel Akureyri og Hótel KEA, upp í Hlíðarfjall, þar sem mest verður um skíða- hetjurnar. Flugfélag íslands sér einnig um ferðir til Akureyrar, með sérstökum skíðafargjöld- um. Og mikill kveðjufagnaður er ráðgerður annan páskadag. BÍLFERÐIR Töluvert mikið verður um ferðir út úr bænum, í Öræfi, og á aðra staði um pásk- ana, og munu margar ferða- skrifstofur beina sínum farar- tækjum þangað. Ferðaskrifstof- an „Lönd og Ieiðir“ gengst fyr- ir eins dags ferð um Suðurnesin á páskadag. Ferðafélag Islands sér um tvær Þórsmerkurferðir, aðra fimm en hina tveggja daga. Lagt verður upp í lengri ferð- ina á fimmtudag, en hina á laugardag. Væntanlega verður farið að Hágavatni. Guðmundur Jónasson leggur af stað á skírdág í fimm daga Öræfaferð. Farið verður um Bæjarstaðaskóg. Blaðið hafði samband við nokkrar bílaleigur, sem leigja bíla án bílstjóra, og einnig þar var allt upppantað, og jafnvel langir biðlistar. Þetta er aðeins lauslegt yfir- lit yfir það sem fólk getur haft fyrir stafni meðan á hátíðinm stendur. NÝJA BÍÓ sýnir að þessu sinni „From the Terrace“ Leikarar eru Paul Newman, Joanne Woodward. og Myrna I.oy: — Myndin er stórbrotið drama, byggt á samnefndri skáldsögu eftir John O Hara. Paul NeW- man, sem leikur aðalhlutverkið. er einn af alfremstu kvikmynda leikurum Bandaríkjanna. og vin sældir hans hafa farifj ört vax- andi eftir hverja mynd. Nokkr- ar af kviktnyndum hanc hafa komið hingað. svo sem Some- bodv up the-e 1 ikev me“ og „The Helen Morgan story“. >V TÓNABÍÖ sýnir hina viðfrægu .gamanmynd „Min kone fra Par- is“ I henni 'eru vinsælustu leik- arar Dana þau Ghita Nörby og Ebbe Langberg, ásamt frörrsku stiörnunni Önnu Gaylor. Efni myndarinnar er um ung- an léttlyndan Dana, sem um Iangan tíma hefur stundað nám í. borg ástarinnar, París. Hann má ekki sjá unga stúlku án þess að verða ástfanginn í lengri eða skemmri tíma, og eins og allir slíkir menn ler.dir hann í ótal ævintýrum og vandræðum. Myndin er í iitum, og heitir á í'slenzku Sniöll eiginkona. GAMLA BÍÓ sýnir „The swiss family Robinson". Það er æv- intýramynd í liturn frá Disney, með leikurunum John Mills, Tommy Kirk. James McArthur, og hinum óviðjafnanlega Kevin Þessi mynd var tekin einhvemtíma þegar „betur“ viðraði í Kveradölum en undanfarið, og skíðasnjór var nægur. Á henni sést fólkið vera að spenna á sig skíðiu, og búa sig undir að Ie|gja í brekkumar. Corcoran. Þeir sem sáu mynd- irnar Pollyanna eða Old Ye’Ier muna áreiðanlega eftir gull- hærða snáðanum með bláu augun sem alltaf var í vand- ræðum vegna prakkarastrika sinna „The swiss family Rob- inson“ fjallar um fjölskyldu, sem verður skipreika á eyði- eyju. og lýsir lífi þeirra þar í blíðu og stríðu, bardaga við sjó- ræningja o. fl. STJÖRNUBÍÓ sýnir mynd er nefnist „Þúsund og ein nótt“. Það er teiknimynd, fyrsta langa teiknimyndin sem gerð hefur verið um hinn „nærsýn Mr. Magoo“. Teiknimyndir með Magoo, hafa um langan aldur verið vinsælar aukamyndir í Stjörnubíói. ★ HAFNARBÍÓ sýnir, Kona Fara- ós. Ameríska stórmynd í litum sem fjallar um tvo Faraóa, sem eru að reyna að vinna ástir sömu konu, og beita til þess öllu sínu valdi. Leikarar eru John Drew Barrymore og Linda Cristal ★ HÁSKÓLABÍÓ sýnir mynd með hinu skemmtilega nafni „Girls, Girls, Girls“. og Elvis Presley. Sagt er frá ungum fátækum fiskimanni (Presley) sem allar stúlkur elta (Presley), og á enga ósk heitari en að eignast eigin bát. Nokkrir skúrkar eru að sjájfsögðu í myndinni. sem Presley lemur svo eftir því sem við á. Einnig syngur hann mik- ið. Myndin er að sjálfsögðu í litum. KÖP4V0GSEÍÓ sýnir fjöruga brezka gamanmynd Don’t both- er to'knock, með Richard Todd, Nicole Maurev og Elk Sommer í aðalhlutverkum. Þar leikur Rihard Todd óbetranlegan kvennabósa Bill að nafni, sem hefur það fyrir sið, að gefa öll- um ástmeyjum sínum, um all- an heim, lykil að íbúð sinni í Englandi. Eftir miltið basl tekst honum loks að ná í þá réttu. en það gengur ekki eins vel að halda í hana. Og nú fær Bill karlinn að . hlaupa. Richard Todd er nú orðinn þekktur leik- ari. en þetta mun þó vera eitt fyrsta gamanhlutverkið hans. Margar myndir með honum hafa verið sýndar hér á landi og má þar helzt minnast saka- málamyndarinnar Á valdi ótt- ans, sem er einhver bezta sinn- ar tegundar sem hér hefur sézt. AUSTURBÆJARBÍÓ sýnir þýzka gamanmynd, „Góði dát- inn Svejk“. Flestir kannast við þetta bráðskemmtilega efni, og þekkja hæfileika Þjóðverja til þess að gera góðar gaman- myndir. Aðalhlutverkið leikur Heins Riiman, einn bezti leik- ari Þjóðverja. Hann mun seint gleymast þeim, sem sáu þýzku útgáfuna af Frænku Charleys. ★ LAUGARÁSBÍÓ sýnir hina stór fenglegu mynd Exodus Hún er í litum, sýnd með 70 mm filmu og sexföldum stereofóniskum hljóm. Leikarar eru Paul New- man, Eal Mineo, Eve Marie Saint, og John Derek. Myndin er byggð á heimsfrægri sögu Leon Uris, og leikstjóri er Otto Preminger. ★ BÆJARBÍÓ sýnir fransk-ítalska litkvikmynd „Sólin ein var vitni“. Það er franskt drama, með leikurunum Alain Delon og Marie Laforet. L E I K H Ú S ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur sýn- ingu á Ieikritinu Andorra annan páskadag. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir á skírdag Hart í bak. Og á annan páskadag Eðlisfræðing- KÆRKOMIN FERMINGAR- Mtt) Fleildsölubirgðir: H Sími 2-37-37

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.