Vísir - 22.04.1963, Blaðsíða 8
8
V í SIR . Mánudagur 22. apríl 1963.
VtSIR
Ctgefandi: BlaSaútgáfan VÍSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og ffgreiðsla Ingóifsstræti 3.
Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði.
1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Ójbörf eyðsla?
Ein helzta röksemdin í hinni hugsjónalausu kosn-
ingabaráttu Framsóknarflokksins er sú að ríkisútgjöld-
in hafi vaxið um 1400 millj. króna síðan Eysteinn
sleppti takinu á ríkiskassanum árið 1958. Sé þetta ó-
rækt dæmi um það hver eyðsluseggur núverandi f jár-
málaráðherra sé og um bruðlsama stjómarstefnu. Lít-
um nú örlítið nánar á þessa stórskotaliðssókn og
skyggnumst ofan í kjölinn á málinu.
Það er hárrétt að útgjöldin hafa hækkað verulega
síðan árið 1958. En þá var ríkissjóður klofinn í tvennt
og hét annar hluti hans útflutningssjóður. Útgjöld
þess sjóðs urðu 700 millj. krónur á því ári. En fram-
sóknarmenn sleppa alveg að geta um þennan sjóð og
útgjöld hans í útreikningum sínum. Hafa því ríkisút-
gjöldin samanlagt ekki hækkað nema um 540 millj.
krónur á síðustu fimm árum.
Og hvernig stendur á þeirri hækkun?
Framlög til félags- og tryggingarmála hafa hækk-
að um 397 millj. króna á þessu tímabili. Telur fram-
sókn það óþarfa eyðslu?
Framlög til skóla og fræðslumála hafa hækkað
um 138 millj. króna. Telur framsókn það óþarfa
eyðslu?
Framlög til atvinnumála til sjávar og sveita hafa
hækkað um 133 mill. króna. Telur framsókn það óþarfa
eyðslu?
Framlög til uppbóta á afurðir landbúnaðarins og
vöruvérðsniðurgreiðslna hefir hækkað um 282 millj.
króna. Telur framsókn það óþarfa eyðslu?
Þetta er skýringin á því hvers vegna fjárlögin eru
nú mun hærri en þegar Eysteinn sleppti af þeim hend-
inni. Þá hækkun gegnrýna framsóknarmenn harðlega.
En um leið gagnrýna þeir framantaldar hækkanir til
hinna mestu þjóðþrifamála. Þeir vilja með öðrum orð-
um engar framfarir, engar auknar f járveitingar til upp-
byggingar landsins.
I gagnrýni þeirra kemur fram sál afturhalds-
mannsins, kyrrstöðumannsins — þess manns og þess
flokks, sem engu vill breyta.
Ný bamaheimili
í Reykjavík er skortur á barnaheimilum. Því hefir ’
meirihluti borgarstjórnar látið semja ýtarlega áætlun
um byggingú slíkra heimila á næstunni. Verða byggð
dagheimili og leikskólar fyrir 42 millj. lcróna. Og vist-
heimili verða byggð fyrir 12 millj. króna. Þessar bygg-
Ingar munu bæta úr brýnni þörf reykvískra foreldra
og þau munu fagna þeirri framsýni og þeim fram-
kvæmdavilja, sem í þeim felst.
MINNING
KARLSCHRAM
framkvœmdastjóri
F. 4. júni 1899. D. 14. aprfl 1963
í dag fer fram útför Karls
Schram framkvæmdastj. Vegg-
fóðrarans hf., sem lézt hér i
sjúkrahúsi 14. þ.m. Hann var
fæddur í Reykjavík 4. júní ár-
ið 1899, sonur merkishjónanna
Magðalenu Ámadóttur og Ell-
erts Schrám skipstjóra.
Fráfall þessa mæta manns,
bar fljótt að ,svo að okkur sam
starfsmenn hans setur hljóða
um stund, og eigum bágt með
að átta okkur, þvi skammt er
siðan að við áttum fund með
honum I sjúkrahúsinu, og datt
þá engum okkar I hug að svo
stutt væri bilið milli lífs og
dauða. Þetta er mér ógleyman-
leg stund, því von um góðan
bata virtist mér svo augljós.
Þessi helfregn kom þvi mjög
óvænt yfir okkur samstarfs-
menn hans og hefur fyrirtæki
okkar misst þann starfskraft
sem erfitt er að bæta.
Þessi fáu kveðjuorð eru stfl-
uð frá okkur öllum, sem stönd
um að fyrirtækinu Veggfóðrar
inn hf, með einlægri þökk fyr-
ir allt hans starf, sem unnið
var af mikilli samvizkusemi og
skyldurækni, þrátt fyrir það þó
heilsan væri oft ekki upp á
það bezta. Alltaf var hann glað
ur í lund og mér fannst mér á-
valít létta í skapi að eiga við-
tal við hann, sem var mjög'öft,
næstum daglega I nærri 26 ár.
Höfðum við mikil samskipti, og
aldrei fallið skuggi á okkar
samleið. Mér er því ljúft að
minnast hans, sem eins hins
bezta drengskaparmanns sem
ég hefi kynnzt.
Kvæntur var hann hinni ágæt-
ustu konu, Unni Ágústsdóttur,
kaupmanns frá Bíldudal. Var
hjónaband þeirra hið ástríkasta
og var hún honum mikill styrk
ur í heilsuleysi sem lengi þjáði
hann. Þau eignuðust tvö mann
vænleg böm, Hrafnhildi flug-
freyju og Ágúst nemanda.
Við vottum eftirlifandi konu
hans og börnum og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúð, og biðjum algóðan Guð
að styrkja þau og blessa i
hinni þungu sorg.
Sveinbjöm Kr. Stefánsson.
t
Páskadagsmorgun rann upp
bjartur og fagur, ég hafði rétt
gáð til veðurs ,er mér barst sú
harmafregn að Kalli vinur minn
væri dáinn og allt varð á einu
vetfangi koldimmt og napurt.
Hann lézt i Bæjarsjúkrahús-
inu aðfaranótt páskadags, eftir
stutta sjúkdómslegu.
Með Karli hverfur heill og
góður drengur — sannur vinur
vina sinna. Alltaf var hann kát-
ur og til í að glettast, húmoristi
mikill, en tranaði sér hvergi
fram.
Þó söknuðurinn sé sár, þá
hefi ég svo margra skemmti-
legra stunda að minnast á heim
ili þeirra Unnar og Kalla að mér
finnst það drjúgur fjársjóður.
Ég veit, þegar ég hitti hann
hinumegin, mæti ég Kalla og
hann segir eins og hann var van
Karl Schram.
ur, ef hann hafði ekki séð mig
lengi, „nei, er þetta ekki . . . ?“
Með þessum fátæklegu linum
votta ég ykkur Unnur mín,
Abba min og Áki minn minar
fyllstu samúð.
Munið hinar mörgu og ein-
göngu góðu minningar, sem þið
eigið um góðan eiginmann og
ástríkan föður.
Vinur.
t
T dag fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík útför
Karls Schram, Hávallagötu 51.
Hann lézt í Bæjarsjúkrahúsinu
aðfaranótt páskadags eftir
stutta legu. Karl var fæddur í
Reykjavík, 4. júní 1899, sonur
hjónanna Magdalenu og Ellerts
Schram, skipstjóra, sem lengi
bjuggu að Stýrimannastíg 8.
Ég kynntist Karli ekki fyrr
en hann var orðinn fullorðinn
maður og fullmótaður, fann ég
þá strax hversu traustur mað-
ur hann var, áreiðanleiki hans
sterkur og framkoman fyrir-
mannleg, samfara mikilli hátt-
vísi. Karl átti góða æsku, óx
upp í foreldrahúsum I glaðvær
um og mannvænlegum syst-
kinahóp og snerist hugur hans
snemma að verzlunarstörfum,
gekk hann í Verzlunarskóla
Islands og útskrifaðist hann
þaðan óvenjulega ungur. Kom
snemma f ljós áreiðanleiki I öll
um störfum, því að um tvítugt
var honum trúað fyrir ábyrgð-
arstarfi erlendis og dvaldist
hann þar um nokkurt skeið.
Karl var mjög hugmyndaríkur
og hefði hann án efa látið
meira að sér kveða á viðskipta
sviðinu ef heilsa hans hefði
leyft það. Karl var framkv.stj.
Veggfóðrarans hf. i rúman ald-
arfjórðung og rækti það starf
af alúð og fyrirhyggju. Hann
var góður húsbóndi þeim mönn
um ,sem hann átti fyrir að ráða
og þó bezt þegar mest á reyndi.
Karl var mjög óáleitinn um
annarra hagi og kannski nokk-
uð seintekinn ,en einlægur vin-
ur vina sinna og hrókur alls
fagnaðar í þeirra hóp. Hann
hafði ríka kímnigáfu og svo
sérstæða að margir áttuðu sig
ekki strax hver meining orða
hans var, en allt var það góð-
látlegt og með öllu græzku-
laust. Hann var vel hagmælt-
ur, en fór þannig með að fæst
ir vissu nema nánir vinir,
voru vísur hans bæði ljúfar og
skemmtilegar.
Hann var heimakær og undi
bezt á sínu hlýlega og fallega
heimili, hvort sem það var við
Nökkvavog, þar sem hann bjó
í 17 ár, gamla húsinu við Stýri
mannastíg, eða í nýja húsinu
við Hávallagötu, sem hann
fékk svo alltof stutt að njóta.
Hann var góður heimilisfaðir
og bar einlæga umhyggju fyrir
fjölskyldu sinni, á ég þaðan
margar góðar endurminningar
um hann.
Karl var kvæntur Unni Ág-
ústsdóttur frá Bíldudal og áttu
þau tvö börn, Hrafnhildi, flug-
freyju hjá Flugfélagi Islands og
Ágúst, vélvirkjanema.
Unnur mln, ég votta þér og
börnunum innilega samúð okk-
ar allra. Ég veit að þið hafið
misst mikið, en minningin um
traustan lífsförunaut og góðan
föður lifir.
Blessuð sé minning hans.
— M.
Háskólafyr-
irlestrar
Dr. Christen Jonassen pró-
fessar frá rxkisháskóla Ohio-
ríkis I Columbus flytur tvo fyrir
lestra við Háskóla Islands um
félagsfræðileg efni, annan í dag
kl. 5,15 en hinn n. k. miðviku-
dag kl. 5.30. Fyrirlesturinn í dag
nefnist: „Áhrif iðnvæðingarinn-
ar á nútíma þjóðfélag". Fyrirlest
urinn á miðvikudaginn nefnist:
„Er fjölskyldan úrelt fyrirbæri“.
Fyrirlestramir verða fluttir á
ensku og er öllum heimill að-
gangur.
Prófessor Jonassen er af
norsku bergi brotinn. Hann er
kunnur fræðimaður í fræðigrein
sinni og starfar hann þetta há-
skólaár sém gistiprófessor við
Oslóarháskóla. Hann dvaldist
hér á landi með styrk frá Full-
bright-stofnuninni.
Brúarfoss fofðist
vegnis verkfolls
Brúarfoss tafðist vegna verk-
falls í Dyflinni um næstum
hálfan mánuð, en verkfallið er
nú leyst og skipið fer frá Dyfl-
inni vestur yfir haf miðviku-
dag n. k. 24. apríl, en átti upp-
haflega að fara 11. aprfl.
Það voru kranamenn, sem
gert höfðu verkfall, og var það
leyst með samkomulagi laust
eftir miðbik fyrri viku.
Áætlunin um Dyflinnar og
New York ferðirnar raskast
ekki vegna verkfallsins. Selfoss
fer hina næstu 10. maí.